Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 59
KIRKJUSTARF
Dómkirkjan í Reylgavík.
Safnaðarstarf
Æðruleysis-
messa Dóm-
kirkjunnar
ÆÐRULEYSISMESSA verður
sunnudagskvöldið 24. október kl.
21. Æðruleysismessurnar einkenn-
ast af nálægð, einfaldleika og ein-
lægni. Þrátt fyrir að þessar messur
séu tileinkaðar fólki í leit að bata
eftir tólfsporakerfinu eru allir vel-
komnir, vegna þess að öll höfum
við þörf fyrir andlega næringu og
nálægð við Guð.
Sr. Karl V. Matthíasson prédik-
ar °g þjónar í athöfninni ásamt
Ragnheiði Sverrisdóttur djákna og
sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Anna
Sigríður Helgadóttir syngur við
undirleik Bræðrabandsins.
Reynslusaga verður flutt auk
þess sem verður boðið upp á fyrir-
bæn og smurningu. Allir velkomn-
ir.
Kristileg skóla-
samtök hjá
KFUM & K
FJÖLSKYLDUSAMKOMA verð-
ur á morgun kl. 17 í aðalstöðvum
KFUM og KFUK við Holtaveg.
Dagskrá verður í umsjá ungs fólks
í Rristilegum skólasamtökum
(KSS). KSS-kórinn syngur, vitnis-
burðir verða fluttir og mikill og líf-
legur almennur söngur verður á
meðal þess sem samkomugestir fá
að njóta að þessu sinni.
Boðið verður upp á sérstakai’
barnastundir hluta samkomunnar
og fá þá allir eitthvað við sitt hæfi
því skipt verður í hópa eftir aldri.
Ljúffeng máltíð verður seld gegn
fjölskylduvænu gjaldi að lokinni
samkomunni.
Allir eru hjartanlega velkomnir
að koma og taka þátt í samkom-
unni og upplifa hvað heilbrigð ís-
lensk ungmenni hafa fram að færa
og hvað guð hefur fram að færa í
gegnum þau.
Allir eru velkomnir og upplagt
er að bjóða með sér ungum gestum
á öllum aldri.
Sigurbjörn Þorkelsson,
framkvæmdastjóri
KFUM og K í Reykjavík.
Kvöldvaka
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
KVÖLDVAKA verður í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði sunnudagskvöld-
ið 24. október og hefst hún kl. 20.
Tónlistarfólkið Aðalheiður Þor-
steinsdóttir og Örn Arnarson leiða
söng og tónlist og kynna nýja trú-
arlega söngva. Hanna Björk Guð-
jónsdóttir söngkona syngur ein-
söng. I tilefni af alþjóðlegum bar-
áttudegi kvenna mun sr. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir koma í heimsókn
og flytja hugleiðingu. Þá mun
Laura Sch. Thorsteinsson leiða
bænastund í lok kvöldvökunnar.
Slíkar kvöldvökur eru haldnar einu
sinni í mánuði í kirkjunni fram á
vormánuði nýs árþúsunds í tilefni
af kristnitökuafmæli. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Einar Eyjólfsson.
Biblían, kirkjan
og samkyn-
hneigðir
EINS og alþjóð veit hefur átt sér
stað mikil umræða í fjölmiðlum
landsins að undanförnu um stöðu
samkynhneigðra innan þjóðkirkj-
unnar. í þeirri umræðu hafa menn
oftar en ekki notað breiðu spjótin í
stað þess að ræða málin og hlusta á
skoðanir þeirra sem e.t.v. eru á
öndverðum meiði. Af því tilefni og
tO þess að skapa málefnalegan
vettvang verður haldið málþing í
safnaðarheimili Hafnarfjarðar-
kirkju hinn 15. nóvember næst-
komandi undir yfirskriftinni „Biblí-
an, kirkjan og samkynhneigðir“.
Munu fulltrúar mismunandi skoð-
ana og hópa flytja framsöguerindi
og að erindum loknum verður opn-
að fyrir almennar umræður.
Málþingið verður kynnt nánar
þegar nær dregur. En tO að opna
umræðuna er guðsþjónusta næst-
komandi sunnudags, sem er 24.
október, helguð þema málþings-
ins. Guðsþjónustan hefst kl. 14.
Prestur er sr. Þórhallur Heimis-
son. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra í
dag kl. 13. Samverustund í safnað-
arheimilinu. Danshópur sýnir og
kennir létta hringdansa fyrir aldr-
aða undir stjórn Elisabetar Hann-
esdóttur íþróttakennara. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir. Sr. Fí-ank
M. Halldórsson.
Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma kl.
20. Lofgjörð, prédikun og fyrir-
bæn. Allir hjartanlega velkomnir.
KEFAS, Dalvegi 24. Laugardagur:
Samkoma kl. 14. Ræðumaður
Helga R. Armannsdóttir. Mán.:
Kvennabænastund kl. 20.30. Þri.:
Bænastund kl. 20. Fræðsla kl.
20.30 Helga R. Armannsdóttir.
Mið.: Samverustund unglinga kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Laugardags-
skóli kl. 13 fyrir krakka.
Hvammstangakirkja. Sunnudaga-
skóli kl. 11.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11.
TTT-starf (10-12 ára) kl. 13.
Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir.
Unglingakórinn: Æfing í safnaðar-
heimilinu Vinaminni kl. 14. Stjórn-
andi Hannes Baldursson.
Fundur um
íslenska utan-
landsverslun
900-2002
AÐ UNDANFÖRNU hefur
starfað sex manna vinnuhópur á
vegum Sagnfræðistofnunar að
undirbúningi tvegga binda rit-
verks um sögu íslenskrar utan-
landsverslunar 900-2002. Hóp-
urinn hefur notið forverkefnis-
styrks frá Rannís og mun kynna
hugmyndir sínar á sérstökum
vinnu- og kynningarfundi í Nor-
ræna húsinu í dag, laugardaginn
23. október, frá kl. 13.30. Fund-
urinn er öllum opinn.
Fræðileg umræða verður frá
kl. 13.30-16.15 og taka þá til
máls: dr. Vilhjálmur Egilsson,
formaður efnahags- og við-
skiptanefndar og framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs Islands,
Helgi Þorláksson prófessor, for-
stöðumaður Sagnfræðistofnun-
ar, Halldór Bjarnason
cand.mag., Þórólfur G. Matthí-
asson dósent, Gísli Gunnarsson
prófessor, Sigm-ður Gylfi Magn-
ússon Ph.D., Bjarni Bragi Jóns-
son, hagfræðingur, Anna Agn-
arsdóttir dósent, Þorlákur Axel
Jónsson sagnfræðingur,
menntaskólakennari á Akur-
eyri, Guðmundur Jónsson lektor
og Gunnar Helgi Kristinsson
prófessor. Áætlun og verkefnið
verða kynnt kl. 16.35-17.30. og
taka þá til máls: Atli Freyr Guð-
mundsson, skrifstofustjóri við-
skiptaráðuneytis, Helgi Þor-
láksson og Þráinn Eggertsson
prófessor.
Almennar fyiirspurnir, at-
hugasemdir og umræður verða
á eftir hverjum dagskrárlið.
HÁTÍÐ í FELAGSHEIMILI KÓPAVOGS
LAUGARDAGINN 6. NÓV. 1999
Kópavogsbúar núverandi og fyrrverandi, nú er okkar tækifæri
að rifja upp gamla tíma og gleðjast með gömlu félögunum.
Sýnum að við erum ennþá ung í anda og mætum í Félags-
heimilið og eigum góða stund saman.
Forsala aðgöngumiða hefst 30. okt. í kaffihúsinu
Rive Gauche (Hamraborg 10)
Miðaverð aðeins 1.250.- kr.
Takið makana með - húsið opnar klukkan 20.00
Sjáumst 6. nóv. í hátíðarskapi
Hátíðarsetning:
Ólína Sveinsdóttir og
Jóhann H. Jónsson
Hátíðarstjóri:
Sigurður Grétar Guðmundsson
Sungin lög Sigfúsar Halldórssonar:
Hólmfríður Friðjónsdóttir sópran
Helgi E. Kristjánsson undirleikari
Miðnætubiti í boði
Byko, Jöfurs, Ora og Toyota
Steinþór Jóhannsson ljóðskáld
flytur ljóð sitt um
Kópavog hinn gamla
Gömlu slagaramir,
söngur og dans með
Skafta Ólafssyni og
Gunnari Páli Ingólfssyni
„Dúettinn Knái"
Helgi E. Kristjánsson og
Erla Stefánsdóttir leika fyrir
dunandi dansi fram á nótt