Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ
> 64 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
v
i
1
FRÉTTIR
Afmælis UNIFEM
minnst á hátíðarfundi
VÆNTANLEGUR er til landsins í
dag framkvæmdastjóri alheimssam-
takanna UNIFEM, Noeleen
Heyser. Hún verður heiðursgestur á
hátíðar-morgunverðarfimdi Islands-
deildar UNIFEM á morgun, sunnu-
daginn 24. október, degi Sameinuðu
þjóðanna, sem haldinn verður í Vík-
ingasal Hótels Loftleiða kl. 10:30.
Formaður UNIFEM á íslandi,
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir,
mun setja hátíðarfundinn. Því næst
ávarpar Noeleen Heyser fundinn.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
mun segja frá ráðstefnunni Konur
og lýðræði og svara fyrirspurnum.
Milli atriða verður flutt tónlist og
sýndur dans.
UNIFEM minnist 10 ára afmælis
um þessar mundir og af því tíleftii
kemur út afmælisrit í vikunni.
UNIFEM er þróunarsjóður Sam-
einuðu þjóðanna til styrktar konum
í „þróunarlöndum". Sjóðurinn var
stofnaður 1976 í kjölfar fyrstu
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sem haldin var í Mexíkó 1975
fyrir tilstuðlan kvenna sem störfuðu
innan SÞ. Sjóðurinn var tilrauna-
Músorgskíj
í bíósal MÍR
RÚSSNESKA kvikmyndin Músorg-
skíj verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns-
stíg 10, sunnudaginn 24. október kl.
15. Kvikmynd þessi er gömul, frá ár-
inu 1950, og fjallar eins og nafnið
bendir til um rússneska tónskáldið
Modest Petrovits Músorgskíj sem
uppivar 1835-1881.
Sagt er frá upphafi ferils hans
sem tónskálds og raktir ýmsir at-
burðir í lífí Músorgskíjs á næstu ár-
um og áratugum. Við sögu koma
ýmsu kunnustu tónskáld Rússa á
19. öld auk Músorgskíjs, m.a. Bord-
ín, Rimskíj-Korsakov og Balakirjev.
I kvikmyndinni er lögð mikil
áhersla á tengsl Músorgskíjs við al-
þýðu manna, ánauðugt sveitafólkið
og smábændur, og samúð hans með
baráttu hinna fátæku fyrir bættum
Skólavörðustíg 35,
sími 552 3621.
verkefni til 10 ára
á meðan kvenna-
áratugurinn stóð
yfír en í lok þess
tíma voru verk-
efnin óþrjótandi.
Sjóðurinn hafði
sannað gildi sitt
og varð sjálfstæð
stofnun innan
þróunarstofnunar
Sameinuðu þjóð-
anna UNDP. UNIFEM-sjóðurinn
styrkir í dag þróunarverkefni
kvenna í 60-70 löndum.
Rekinn fyrir
frjáls framlög
Sjóðurinn er rekinn fyrir frjáls
framlög aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna og er markmið hans að
berjast gegn fátækt á meðal
kvenna í þróunarlöndum og hjálpa
þeim til sjálfsbjargar. Meginá-
hersla er lögð á að aðstoðin skili
varanlegum árangri sem síðan hafí
margfeldisáhrif inn í samfélagið.
Verkefnin eru mörg hundruð að
tölu og ólík að stærð og umfangi.
kjörum og atvinnufrelsi. Brot úr
ýmsum tónverkum tónskáldsins eru
flutt í myndinni af fremstu lista-
mönnum Sovétríkjanna um miðja
öldina, segir í fréttatilkynningu.
Leikstjóri er Grígoríj Roshal en
ráðgjafi hans hvað tónlist varðar
var tónskáldið Kalalévskíj. I titil-
hlutverkinu er A. Borisov en meðal
annarra leikenda er hinn frægi leik-
ari Nikolaj Tsjerkasov.
Enskur texti er með myndinni.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Námskeið í
hugleiðslu og
djúpslökun
SÍTA frá Skandinavíska jóga- og
hugleiðsluskólanum heldur fimm
kvölda námskeið í hugleiðslunni
Uppsprettu orkunnar og djúpslök-
uninni Yoga Nidra. Námskeiðið
byrjar þriðjudaginn 26. október, kl.
20-21.30. Hin kvöldin eru 28. októ-
ber og 4., 5. og 6. nóvember.
Síta hefur kennt í 15 ár og hefur
numið af Kriya Yoga-meistaranum
Swami Janakananda. Hún hefur
fengið eina af viðamestu jóga- og
hugleiðslukennaraþjálfunum sem til
eru, segir í fréttatilkynningu.
Námskeiðið verður haldið í Bol-
holti 4, 4. hæð.
Ljósmyndarinn í Mjódd
Barnamyndatökur jFyrir jólin
Ljósmyndarar: Gunnar Kristinn og Lára Long
Ljósmyndarinn í Mjódd • Þarabakki 3 • sími 557 9550
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Leiðarljós
ÞAÐ er ekki rétt sem
haldið er fram, að verði
framkvæmt lögformlegt
umhverfísmat vegna
Fljótsdalsvirkjunar valdi
það slitum samningavið-
ræðna um að reist verði
álver á Reyðarfirði. En
fullyrðingar um það er
eina mótbára þeirra sem
andvígir eru því mati.
Komið hefur fram í við-
tölum við forráðamenn
Norsk Hydro að íslend-
ingar ráði for varðandi
umhverfismál. Þarf vita-
skuld ekki þeirra orð fyrir
því. Enginn ákveðinn (úr-
slita) tímasetning á lok
samningaviðræðna hefur
verið tilkynnt, ætti að
nægja að minna á viðtal
fréttamanns Sjónvarps við
forstjóra Norsk Hydro í
ágúst sl.
Sá sem stefnir að því að
fá afhenta miklu ódýrari
orku (25-30%) til stóriðju-
reksturs en hann fær
heima hjá sér kann að bíða
og hefur næga þolinmæði.
Eitt til tvö ár í bið eftir
réttri niðurstöðu skiptir
engu. Ríkir það neyðará-
stand á Austurlandi að
íbúar þar þoli ekki þá
sömu bið?
Norðmenn sem hafa
tvisvar í þjóðaratkvæða-
greiðslu hafnað samning-
um um aðild að Evrópu-
sambandinu myndu aldrei
líða nokkrum stjómmála-
manni að bera fram sem
„rök“ í umdeildu stórmáli
meintar hótanir erlends
iðnfyrirtækis til stuðnings
áætlunum þess, jafnvel
þótt stóriðja nefndist.
Enginn stórþingsmaður
léti sér detta í hug að skír-
skota til slíkra hótana í
sínum málflutningi, m.ö.o
byggja á þeim skoðun sína
og stefnu erlendu fyrir-
tæki til framdráttar þótt
þeim hótunum hefði verið
hvíslað sem „ráðleggingu"
í eyru formanns samn-
inganefndar eða ráðherra.
Enginn efast um að sama
á við á um íslenska stjóm-
málamenn.
Ekkert fyrirtæki hvorki
innlent né erlent er þess
umkomið að geta þvingað
Alþingi til þess að hafna
því að gera það sem nauð-
synlegt er og rétt. Að
sökkva af ágirnd fríðu
landi verður það hinn nýi
foldarfjandi? Látum það
aldrei henda.
Agætu, háttvirtu al-
þingismenn. Eftir er enn
yðar hluti. Verðið við
þjóðarvilja og kröfu um
lögformlegt umhverfismat
vegna Fljótsdalsvirkjun-
ar. Aukið með því veg Al-
þingis og sóma íslensku
þjóðarinnar og yðar
sjálfra. Höfum öll að leið-
arljósi í þessu máli hinn
gullvægu orð Kolskeggs:
„Hvorki skal ég á þessu
níðast og á engu öðru því
er mér er tiltrúað." Það
mun færa landi og þjóð
gæfu. Aldrei má gleymast,
það sem yður er tiltrúað,
að vera sómi Islands,
sverð þess og skjöldur.
Megi komandi vetur færa
okku farsæld.
Hafsteinn Hjaltason.
Áfengis-
auglýsingar
MARGRÉT hafði sam-
band við Velvakanda og
var ákaflega glöð yfir því
að til væri fólk sem
ígrundar þá þætti sem
snýr að dulbúnum auglýs-
ingum á vínum. Fannst
henni að í ýmsum mat-
reiðsluþáttum séu dulbún-
ar áfengisauglýsingar. Þar
sem áfengisauglýsingar
væru bannaðar á Islandi
ætti að forðast að auglýsa
allt sem héti víma.
Sláttuvél
MARGRÉT hafði sam-
band við Velvakanda og
var mjög óánægð með við-
skipti sín við fyrirtækið
Þór hf. Fyrir 6 árum
keypti hún sláttuvél af
gerðinni Lawnboy hjá
þeim. Þetta er amerísk
sláttuvél og kostaði hún
60.000 þúsund krónur.
Margrét var afar óánægð
með endingu vélarinnar,
en sagði að mótorinn væri
í fínu lagi, en boddýið væri
að tærast upp. Vélin væri
öll í götum og hefði hún
því haft samband við Þór
hf. Þeir vildu ekkert fyrir
hana gera vegna þess að
ábyrgðin væri útrunnin.
Margrét heldur því fram
að það sé einhvers konar
tæringargalli í málminum
í vélinni.
Margrét Guðmundsd.,
Flyðrugranda 18
Dýr bein-
þéttimæling
I GÆR var beinverndar-
dagurinn og var umfjöllun
í fjölmiðlum um það mál-
efni. Var rætt um að kon-
ur beinbrotnuðu mikið og
að þær þyrftu að taka inn
vítamín og fara í beinþétti-
mælingu. En það kostar
um 4.000 kr. að fara í bein-
þéttimælingu og finnst
mér það fulldýrt. Það
mætti greiða þessa rann-
sókn meira niður því ekki
hafa allir konur efni á að
fara í hana.
Ein margbrotin.
Dýrahald
Læða
fæst gefins
ÞRIGGJA mánaða hvit
læða fæst gefins á gott
heimili. Henni fylgir rúm,
matardallar og kattadall-
ur. Hún er blíð og góð.
Upplýsingar í síma
555 2163 eftirkl. 16.30.
SKAK
llmsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp í
viðureign tveggja Argent-
ínumanna á minningar-
móti um Miguel Najdorf
sem fram fór í Buenos
Aires í haust. A. Sorin
(2.500) hafði hvítt og átti
leik gegn C. Dolezal
(2.280).
22. Dxe8+! - Kxe8 23.
Hb8+(Nú á svartur aðeins
val um það hvort hann
verður mát á f8 eða d8!)
23. - Kd7 24. Hd8 mát!
Hvítur mátar í
þriðja leik.
Víkverji skrifar...
AÐ MATI Víkverja var vel til
fundið af íslenska ríkisútvarpinu
að sjónvarpa beint frá formlegri opn-
un sendiráða Norðurlandanna í
Berlín. Hér var vissulega um sögu-
legan atburð að ræða sem undir-
strikar skyldleika afkomenda víking-
anna og sameiginlegan menningar-
arf og hversu mikilvægt það er að
treysta bræðrabönd norrænna
manna í samfélagi þjóðanna.
Víkverji var sjálfur fyrr á þessu
ári á ferð í Berlín í hópi norrænna
blaðamanna og var að sjálfsögðu
komið við þar sem sendiráð Norður-
landa voru þá í byggingu. Bar öllum
í hópnum saman um ágæti þessarar
hugmyndar, að reisa sendiráðsbygg-
ingar í sameiningu í hinni nýju höf-
uðborg sameinaðs Þýskalands,
Berlín, og að framkvæmdin væri í
raun táknræn fyrir hin sterku
bræðrabönd sem binda Norður-
landaþjóðirnar saman og mikilvægur
liður í að treysta norræna samvinnu.
Þetta var fyrsta heimsókn Vík-
verja til Beriínar og þar sem hún er
hér komin til umræðu getur hann
ekki látið hjá líða að lýsa yfir hrifn-
ingu sinni á þessari sérstæðu og
stórmerkilegu borg. Þarna talar
saga Evrópu til þín við hvert fótmál.
Hinn germanski menningararfur er
nánast áþreifanlegur hvar sem borið
er niður og „kalda stríðið" stendur
þér ljóslifandi íyrir hugskoti þegar
þú ferð á milli borgarhlutanna í
austri og vestri. Þú finnur fyrir til-
vist ,járntjaldsins“ þótt það sé nú
fallið fyrir nokkrum árum, og svip-
myndir úr örlagasögu Þýskalands
líða hjá hver af annarri. Sögufrægar
byggingar era fjölmargar í borginni
sem og nafnkunnir staðir þar sem
örlög milljóna manna voru ráðin og
það er ólýsanleg tilfinning að koma á
slíka staði, sem maður hefur kannski
bara lesið um eða séð á myndum.
Það verður Víkverja ógleymanleg
stund þegar hann stóð í fyrsta skipti
við Brandenborgarhliðið.
Flutningur þýskrar stjórnsýslu
frá Bonn til Berlínar er einnig sögu-
legur viðburður út af fyrir sig. Af því
tilefni hafa miklar verklegar fram-
kvæmdir átt sér stað í Berlín, eink-
um í Tiergarten, þar sem sendiráðin
era staðsett, og ekki síður í Mitte-
hverfinu, þar sem Postdamer Platz
er staðsett, en framkvæmdirnar þar
á torginu era í sjálfu sér stórkostlegt
tækniundur. Berlín hefur upp á
margt að bjóða fyrir þá sem hana
sækja heim enda sagði Víkverji við
sjálfan sig þegar hann fór þaðan:
„Hingað verð ég að koma aftur.“
xxx
ÍKVERJI las athyglisverða
grein í Morgunblaðinu nú í vik-
unni og var sammála nánast hverju
orði sem þar stóð á prenti. I grein-
inni fjallar Bjarni Daníelsson óperu-
stjóri um málefni Listaháskóla Is-
lands, þar á meðal þrástagl rektors
skólans varðandi staðsetningu hans,
en rektor hefur haldið uppi fjöl-
miðlaáróðri, með aðstoð tækifæris-
sinnaðra pólitíkusa í Hafnarfirði, til
að þvinga Reykjavíkurborg til að út-
vega húsnæði, eða byggingarlóð í
miðbænum, nálægt þeim menningar-
stofnunum sem þar eru. í málatil-
búnaði sínum hefur rektor haldið því
fram að húsnæðið í Laugarnesi, sem
listaháskólinn fékk í tannfé, sé ónot-
hæft vegna fjarlægðar frá miðbæjar-
lífi og listaháskólinn geti því ekki á
þeim stað orðið lifandi og kraftmikið
menningarsetur.
I grein sinni segir Bjarni meðal
annars: „Það er alveg ljóst að ný-
bygging fyrir listaháskólann, hvort
sem væri í miðbæ Reykjavíkur eða
Hafnarfjarðar, myndi taka allmörg
ár og væntanlega kosta miklu meira
en nauðsynlegar breytingar og inn-
réttingar í Laugarnesinu. Og hvað er
eiginlega athugavert við Laugarnes-
ið og hvernig getur nokkur hundrað
metra fjarlægð til eða frá Lækjar-
torgi ráðið úrslitum um það hvort
Listaháskóli Islands verði lifandi
hluti af menningarlífi Reykvíkinga
og annarra íslendinga?, - spyr
Bjarni, sem von er.
I grein sinni bendir Bjarni á að
hús Listaháskóla íslands i Laugar-
nesi sé glæsileg bygging sem bjóði
upp á fjölmarga möguleika til inn-
réttinga. Staðsetningin sé frábær,
aðkoman auðveld og útsýnið fagurt.
„Þetta er kjörinn framtíðarstaður
fyrir miðstöð æðri listmenntunar í
landinu,“ segir Bjami og Víkverji er
honum sammála. Víkverji tekur und-
ir flest það sem fram kemui- í grein
Bjarna og mælist til þess að stjórn
og rektor Listaháskóla Islands Iáti
af þessu miðbæjarrugli og snúi sér
að því að leysa önnur verðugri og
meira aðkallandi verkefni við upp-
byggingu skólans.