Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 65#
í DAG
ÁRA afmæli. Á
morgun, sunnudag-
inn 24. október, verður ní-
ræður Kolbeinn Guðmunds-
son frá Kflhrauni, Skeiðum.
BRIDS
IJmsján liuðniundiir
l'áll Arnarsnn
VERKEFNI dagsins er að
vinna sjö lauf í suður. Útspil
vesturs er hjartagosi:
Norður
A Á72
¥ 742
♦ Á8S4
* KD3
Suður
*4:KD
VÁK3
* K62
* Á10652
Þetta er vægast sagt
nokkuð hörð slemma, því
bæði má ekkert út af bregða
í trompinu og svo eru ekki
margir möguleikar á að
skapa þrettánda slaginn.
Raunar er helsta vonin sú
að tígullinn skiptist 3-3 og
laufið 3-2. Þá má henda tígli
niður í spaðaás, taka tvo
efstu í tígli og trompa tígul.
Brotni liturinn, verður hægt
að henda niður hjartaþrist-
inum heima.
Ekkert þýðir að hugsa um
4-1 legu í trompinu. Þú tek-
ur á hjartaás, spilar KD í
spaða, svo laufás og laufi á
kóng. Báðir eru með í
trompinu. Nú er spaðaás
spilað, en þá kemur austur á
óvart með því að henda
hjarta! Hann hefur sem sagt
byrjað með tvilit í spaða og
trompi. Þú hendir tígli, en
spurningin er, hvort rétt sé
að endurskoða fyrri áætlun.
Norður
* Á72
¥ 742
* Á854
* KD3
Austur
* 104
¥ D9865
♦ G1073
*84
Suður
*KD
¥ ÁK3
* K62
* Á10652
Vestur hefði varla komið
út með hjartagosann biank-
on gegn alslemmu. Hann á
aðeins fjögur rauð spil og ef
þau eru 2-2 þarf austur að
valda báða litina. Því er rétt
að skipta um áætlun. Þú
tekur laufdrottninguna, ferð
heim á tígul og spilar
trompunum. Sem er meira
en austur ræður við.
Vestur
* G98653
¥ G10
♦ D9
*G97
Arnað heilla
fy/\ÁRA afmæli. í dag,
I v/laugardaginn 23.
október, er sjötugur Jón
Árni Sigfússon bifreiða-
syóri, Vikurnesi, Mývatns-
svcit. Hann er á ferðalagi
erlendis.
Ljósmyndastofa Sigríðar
Bachmann.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 21. maí sl. í Víði-
staðakirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Iða Brá Gísla-
dóttir og Izudin Daði
Dervic. Heimili þeirra er að
Dvergholti 21, Hafnarfirði.
/AÁRA afmæli. Næst-
O U komandi mánudag,
25. október, verður sextug-
ur Hróðmar Hjartarson,
rafvirkjameistari, Leynis-
braut 14, Akranesi. Hann
og eiginkona hans, Svava
Finnbogadóttir, taka á móti
ættingjum og vinum í Fé-
lagsheimili frímúrara, Still-
holti 14, Akranesi, eftir kl.
17 sunnudaginn 24. október.
BRÚÐKAUP. 31. desember
‘98 voru gefin saman í
Dómkirkjunni af sr.
Þorvaldi Karli Helgasyni,
Erla Ó. Melsteð og Arni
Árnason. Heimili þeirra er
að Suðurgötu 7, Keflavík.
Með morgunkaffinu
COSPER
LJOÐABROT
ARNUÓTUR GELLINI
Lausa mjöll á skógi skefur.
Skyggnist tunglið yfir hlíð.
Eru á ferli úlfur og refur.
Örn í furu toppi sefur.
Nístir kuldi um nætur tíð.
Fer í gegnum skóg á skíðum
skörulegur halur einn
skarlats kyrtli sveiptur síðum,
sára gyrður þorni fríðum.
Geishnn hans er gambanteinn.
Eftir honum úlfar þjóta
ilbleikir með strengdan kvið.
Gríðar stóðið gráa og fljóta
greitt má taka og hart til fóta,
ef að hafa á það við.
Ymsar sögur annarlegar
Arnljóts fara lífs um skeið.
En - fátækum hann þyrmir þegar,
og þeim, sem fara villir vegar,
vísar hann á rétta leið.
Giimur Thomsen
STJÖRMJSPÁ
eftir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert opinskár og ferð
ekki í manngreinarálit. Þú
þarft að læra að halda aftur
af tilfinningum þínum.
Hrútur ^
(21. mars -19. apríl)
Til þín er horft með forystu í
ákveðnu máli. Taktu hana að
þér en mundu að vandi fylg-
ir vegsemd hverri og að ekki
er hægt að gera svo öllum
líki.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þér finnist málstaður
þinn tímabær skaltu halda
aftur af þér enn um sinn því
að svo stöddu munt þú tala
fyrir daufum eyrum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) A A
Það er engin minnkun í því að
skipta um skoðun ef stað-
reyndir búa að baki því það er
nú einu sinni svo að fá dægur-
mál standast tímans tönn.
Krabbi
(21. júní - 22. júli)
Það verður gengið hart eftir
starfskröftum þínum svo þér
er nauðsyn ein að verja þig
ef ekki á illa að fara. Mundu
að góð heilsa er gulli betri.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu að verja eins miklum
tíma til útivistar og þú mögu-
lega getur. Öll hreyfing er
holl og ekkert jafnast á við
íslenska náttúru.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)nHÍL
Einhverjir vilja efna til
óvinafagnaðar út af fjármál-
um. Reyndu að láta þetta
hafa sem minnst áhrif á þig
því þú ert með þitt á hreinu.
(23. sept. - 22. október) &
Hættu að láta annarra
vandamál taka allan þinn
tíma því þér er lífsnauðsyn
að setjast niður og fara í
gegnum eigin mál og það er
nú eða aldrei.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sú forusta er best sem aldrei
þarf að grípa til valdbeiting-
ar en þurfirðu að leiða mál til
lykta þá láttu lipurðina ráða.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. desember) niC)
Það er sjálfsagt að njóta
góðra tíma og sérstaklega
þar sem þú hefur lagt hart að
þér og átt svo sannarlega
skilið lyfta þér aðeins upp.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) éSÍ
Það er margt sem veldur þér
efasemdum en þér er nauð-
ugur einn kostur að sigrast á
þeim þvi annars getur þú
ekki haldið áfram.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Þú hefur mjög ákveðnar
skoðanir á viðkvæmu vanda-
máli. Gættu þess bara að
setja þær þannig fram að þú
hvorki móðgir né gangir
fram af fólki.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) M*f
Það getur verið erfitt að
henda reiður á sannleikanum
í flókinni atburðarás nútím-
ans. Þess vegna er mikilvægt
að halda höfði og velta mál-
unum fyrir sér.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindaiegra staðrejmda.
30% afsláttur af
náttfatnaði í dag
Opið frákl. 11.00-16.00
Æfeyjomar^ Æu&turoem,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
. (r\( S.vy< WWOMEN
Allt það nýjasta fró í Þýskalandi.
Vandaður fatnaður fyrir allan aldur.
Opnunartfmi er fró kl. 13 til 18 mánudaga til föstudaga
og frá kl. 10 til 18 á laugardögum.
s.O&i/e/t
Lindarseli 13 Seljahverfi - Sími 557 3306
Fubu fatnaður
Ný sending í Grænu básunum
Vorum að fá sendingu af Fubu, Kani og Tommy fatnaði.
Bolir, peysur, buxur, húfur, töskur og fleira. Einnig ný
sending af nýjustu fótboltatreyjunum frá öllum helstu
liðunum.
1
Mottur í úrvali
Dæmi um verð
Pakistanskar bokaramottur frá kr. 19.900
Persneskar hamadanmottur frá kr. 8.900
Kínverskar ullarmottur frá kr. 1.900
Gerið verðsamanburð
1