Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 76
iM
1 tími í mat, 2x20
mínútur í kaffi og
2 timar í bið á dag?
Það er dýrt að láta starfsfólkið bíða!
Tölvukerfi sem virkar
563 3000
Netþjónar
og tölvur
COMPAOL
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Loðna fínnst
■ vestanvið
Kolbeinsey
Víkingur AK með 900 tonn
SVEINN ísaksson, skipstjóri á
Víkingi AK, vonaðist til að fylla
skipið af loðnu í nótt en í gær hafði
hann fengið 900 tonn rétt vestan
við Kolbeinsey. Örn KE var á svip-
uðum slóðum aðfaranótt fímmtu-
■^dags og fékk um 200 tonn í tveimur
köstum en varð að fara í land
vegna bilunar. Þá var Guðrún Þor-
kelsdóttir SU komin á miðin í gær.
„Það er rólegt hjá okkur núna,“
sagði Sveinn við Morgunblaðið í
gær. „Við látum reka á daginn og
það er lítið að sjá. Þetta eru voða-
lega litlar torfur og mikið kastað,
50 til 100 tonn í kasti, en við höfum
fengið 900 tonn á tveimur sólar-
hringum. Þetta er þokkaleg loðna,
14 til 15 sentimetra löng, sem er
k-9 gott á þessu svæði, en ef um stærri
loðnu er að ræða er hún yfirleitt
austar, við Langanes og þar um
slóðir.“
Víkingur hafði verið að reyna við
síld fyrir austan en illa gekk að ná
henni og því var farið á loðnuna.
„Við reyndum í töluvert marga
daga en ekkert var að hafa, ekkert
nema grjót og vitleysa."
Mikil loðna
á Kögurgrunni
Sveinn sagði að Öm KE hefði
verið heldur vestar og kastað
tvisvar aðfaranótt fímmtudags.
Það hefði hins vegar verið lélegt
^^^síli og ekki gerandi að veiða það.
í^rQm landaði í Bolungarvík eftir að
gírinn bilaði og hélt skipið síðan til
Reykjavíkur til viðgerðar. „Það er
svolítið af dreifðri loðnu hérna en
við reynum að velja skástu punkt-
ana úr. Sjórinn er aðeins að kólna
og því höfum við ákveðna von um
að það fari að bætast í þetta. Við
höfum frétt af mikilli loðnu á Kög-
urgmnni fyrir vestan og höfum
verið að gera því skóna að hún færi
sig héma austar."
Að sögn Sveins er mjög gott veð-
ur á miðunum og sagðist hann ætla
að nota góða veðrið í nótt sem leið
og sigla svo til Akraness, en sigl-
ingin þangað tekur tæpan sólar-
hring. „Hann er að spá norðaustan
átt og það er gott að fá hret á þetta
héma.“
Bensínverð
lækkar um
2,50 kr.
OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu
verð bensínlítra um 2,50
krónur í gær í kjölfar laga
sem Alþingi setti í vikunni.
Lögin kváðu á um að bensín-
gjaldi yrði breytt í fasta
krónutölu í stað hlutfalls-
gjalds.
Lítrinn af 95 oktana bens-
íni kostar nú 86,10 krónur og
lítrinn af 98 oktana bensíni
kostar 90,80 krónur. Nemur
því lækkunin um 2,8%.
Þegar Morgunblaðið hafði
samband við olíufélögin í gær
voru þau í óða önn að senda
út skeyti með tilmælum um
lækkunina. Töldu flestir að
verðlækkunin yrði komin til
framkvæmda um allt land í
gærkvöldi.
Morgunblað/RAX
Nýtt mat á þjóðhagslegum áhrifum 120 og 360 þús. tonna álvers á Reyðarfírði
Islands-
klukka úr
steini
180 milljarða króna
fjárfesting á níu árum
HEILDARFJÁRFESTING við
byggingu 120 þúsunda tonna álvers
á Reyðarfirði, sem tæki til starfa ár-
ið 2003, nemur rúmum 60 milljörðum
kr. og landsframleiðsla yrði tæplega
2% meiri en ella hefði orðið fyrstu
árin eftir að álverið tæki til starfa.
Ef álverið verður stækkað um 240
þúsund tonn til viðbótar, sem yrði
_j!okið árið 2008, nemur heildarfjár-
festingin 180 milljörðum króna, sem
dreifist á níu ár og landsframleiðsla
yrði 5% hærri. Þetta kemur fram í
endurskoðuðu mati Þjóðhagsstofn-
unar frá 15. október sl. á þjóðhags-
legum áhrifum álversins sem unnið
var fyrir iðnaðarráðherra.
SkV. mati Þjóðhagsstofnunar
Bpnyndi útflutningur frá landinu
aukast um ríflega 4% til frambúðar
og landsframleiðsla aukast varan-
lega um 1,4% ef eingöngu er reiknað
með starfsemi 120 þúsunda tonna ál-
vers. Þá myndu um 270 framtíðar-
störf myndast í verksmiðjunni og
reiknað er með að alls þyrfti um
1.250 ársverk til byggingarfram-
kvæmdanna auk 1.700 ársverka á ár-
unum 2000-2003 til nauðsynlegra
virkjanaframkvæmda.
10-15% aukinn útflutningur
Heildarfjárfesting vegna stækkun-
ar álversins í 360 þúsund tonn sam-
svarar 140% af allri fjárfestingu árs-
ins 1999. Er þá reiknað með að fyrri
hluti álversins verði byggður á árun-
um 2001-2003, hafíst verði handa við
að byggja síðari áfangann árið 2006
og honum verði lokið 2008. ,Á árun-
um 2001-2003 má búast við að fjár-
festing verði á bilinu 15-25% hærri
og 25-50% meiri á árunum 2006-2008
en ef ekki yrði ráðist í framkvæmdir.
Reikna má með að landsframleiðsla
verði meira en 5% hærri en í saman-
burðardæminu þegar mest lætur en
ríflega 4% meiri til frambúðar. Var-
anleg aukning þjóðarframleiðslu er
minni, eða ríflega 3% sem er svipað
og hækkun einkaneyslu.
Þegar síðari hluti álversins verður
kominn í gagnið mun útflutningur
verða 10-15% hærri en ella,“ segir í
álitsgerð Þjóðhagsstofnunar.
Tekið er fram að mat þetta sé háð
ýmsum forsendum sem óvissa ríki
um og ekki sé lagt mat á rekstrar-
lega eða þjóðhagslega arðsemi verk-
efnanna. Eru niðurstöðurnar reikn-
aðar út frá samanburðardæmi sem
byggist á 2% jöfnum hagvexti.
Þar sem stór hluti aðfanga til
byggingar álvers er innfluttur er
talið að framkvæmdir við 360 þús-
unda tonna álver myndu hafa nei-
kvæð áhrif á viðskiptajöfnuð og er-
lendar skuldir myndu aukast um
10% af landsframleiðslu fram til árs-
ins 2010. Eftir að síðari áfanginn
hefði verið tekinn í notkun mætti þó
búast við að erlendar skuldir lækk-
uðu smám saman.
„Með byggingu álvers á Reyðar-
fli’ði má búast við að 570 störf mynd-
ist til frambúðar, þar af 270 störf
þegar fyrri hluti álversins verður
tekinn í notkun," segir einnig.
■ Niðursveiflu spáð/38-39
HALLDÓR Forni Gunnlaugsson,
myndhöggvari á Eyrarbakka,
ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur. Hann er að
höggva sjálfa Islandsklukkuna úr
miklum steini. Halldór segist
ávallt krjúpa við hlið steina sinna
áður en hann hefst handa við að
höggva þá. „Ég loka augunum og
reyni að heyra hvað steinninn
segir mér. Þegar ég hlustaði á
þennan stein heyrði ég fagra
hljómkviðu Islandsklukkunnar.“
Halldór stefnir að því að Ijúka
við listaverkið um mitt næsta ár.
Aðspurður hvar eigi að geyma
klukkuna segir hann aðeins einn
stað við hæfi fyrir klukku sem
þessa. „Auðvitað verður hún að
vera á Þingvöllum.“ Ef ósk Hall-
dórs rætist geta landsmenn lagt
leið sina að hinum forna þingstað
og barið augum klukkuna sem
eitt sinn var sagt frá í gömlum
bókum.