Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLADIÐ Marteinn H. Friðriksson stjórnar kór Menntaskólans í Reykjavík. Morgunbiaðið/Porkeii larpeysa Spennandi tilboð á Kringlukasti Peysur Fóðraðir flauelsjakkar Vafningspeysur KRINGLUNNI S: 553 3536 Nýjar geislaplötur • ÞIÐ stúdentsárín æskuglöð er með söng Kórs Menntaskólans í Reykjavík. Kórinn syngur íslensk þjóðlög, gamla stúdentasöngva, ættjarðarlög, madrigala og sálma. Ragnheiður Torfadóttir segir í bæklingi sem fylgir plötunni: „Kór- söngur í Menntaskólanum í Reykja- vík á sér langa sögu, enda var söng- kennsla aðallega fólgin í því að iðka margraddaðan söng. A þessari öld hafa tónskáldin Sigfús Einai’sson, Hallgrímur Helgason og Atli Heim- ir Sveinsson verið meðal söngkenn- ara og kórstjóra við skólann. En söngur vék fyrir nýjum námsgrein- um og erfiðara varð fyrir skólann að halda uppi samfelldu kórstarfi, þó að ekki skorti tónmenntaða, sönggl- aða nemendur. Haustið 1995 bauðst Marteinn H. Friðriksson til að end- urvekja kórsöng í skólanum og náði miklum árangri á ótrúlega skömm- um tíma. Söngur kórsins hefur veitt skólanum og gestum hans mikla gleði á hátíðarstundum, allt frá skólasetningu til skólaslita." Kórinn hefur sungið nokkrum sinnum á ári við messu í Dóm- kirkjunni og haldið opinbera tón- leika á hveiju vori. Kórínn gefur sjálfur út plötuna. Stjórn upptöku sá Sigurður Rúnar Jónsson um. Auglýsingastofan Rita sá um hönnun bæklings, en Tocano íDanmörku sá um vinnslu ogprent- un. Platan er til sölu hjá kórfélögum og á skrifstofu Menntaskólans í Reykjavík. ♦ ♦ ♦ Námskeiði Is- epps lýkur með tónleikum NÁMSKEIÐ á vegum Söngskól- ans í Reykjavík hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Martin Isepp, píanóleikari og stjórnandi, hefur þar leiðbeint söngvurum og píanó- leikurum við túlkun á söngljóðum og aríum. Námskeiðinu lýkur á morgun með tónleikum í Tónleika- sal Söngskólans, Smára, við Veg- húsastíg sem hefjast kl. 17. Allir þátttakendur námskeiðsins koma fram og flytja úrval af þeim sönglögum og aríum sem þeir hafa unnið á námskeiðinu, en þeir eru: Arndís Fannberg, mezzósópran, Auður Guðjohnsen, mezzósópran, Bryndís Jónsdóttir, sópran, Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir, sópran, Jónas Guðmundsson, tenór, Kristín R. Sigurðardóttir, sópran, Krist- veig Sigurðardóttir, sópran, Lovísa Sigfúsdóttir, sópran, Margrét Árnadóttir, sópran, Nanna Helga- dóttir, mezzósópran, Nanna María Cortes, mezzósópran, Ólína Gyða Ómarr, sópran, Ragnheiður Haf- stein, mezzósópran, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, sópran, Svana Berglind Karlsdóttir, sópran, Þóra S. Guðmannsdóttir, sópran, og píanóleikararnir Claudio Rizzi, El- ín Guðmundsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Iwona Jagla, Kol- brún Sæmundsdóttir, Lára Rafns- dóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.