Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Brosandi rúllur
ÞÆR brosa flestar framan í
heiminn, heyrúllurnar í Hvítár-
dal í Hrunamannahreppi, þótt
greina megi eina dapra í hópn-
um. Svipur hennar vitnar um
óhamingju, kannski vegna óbæri-
legra þrengsla, sem leggjast
þyngra á hana en systur hennar.
Listamaðurinn sem gæddi rúll-
urnar lífí er Þórbjörg Hugrún
Grímsdóttir ábúandi í Hvítárdal.
Hún hefur ekki einasta hleypt
listagyðjunni á flug úti á túni
innan um rúllurnar því hún legg-
ur ennfremur stund á skraut-
skrift og hefur skapað ýmsa Iist-
muni aðra. Ekki er allt upptalið
því einnig hefur hún skreytt
hlöðugaflinn á bænum til að lífga
upp á hvunndaginn.
Hæstiréttur svknar Heilsustofnun Nátt-
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga
Sveitarfélögin taki þátt
í að vinna bug á þenslu
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
únar, lagði á það áherslu í ræðu sem hann hélt á
ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í gær að
sveitarfélögin þyrftu að leggja sín lóð á vogar-
skálanw ffl að spoma við þenslu í efhahagslífinu
og hægja á hagkerfinu. Sagði hann að þótt ríkið
bæri ábyrgð á hagstjóminni þá væru sveitarfé-
lögin hluti af hinu opinbera og að vægi þeirra
hefði aukist mjög á þeim vettvangi undanfarin ár.
Þórður rakti í máli sínu forsendur þess góð-
æris sem ríkt hefði á íslandi undanfarin ár og
sagði hann langt hagvaxtarskeið hér á landi
byggt á breiðum grunni og þannig væri t.a.m.
öll umgjörð hagstæð, sem væri forsenda áfram-
haldandi velgéngni. Hins vegar kom fram hjá
Þórði að varla væri raunhæft að gera ráð fyrir
jafn miklum hagvexti á næstu árum, og verið
hefði síðustu misseri. Varaði hann við því að
blikur væru á loftí, ótvíræð þenslumerki væm
fyrir hendi í efnahagslífinu.
Þórður sagði að tvö erfið verkefni blöstu við
ætluðu menn að ná að tryggja jafnvægi og stöð-
ugleika í efnahagslífinu, ná hinni „mjúku lend-
ingu“ sem rætt hefði verið um. Annað þessara
verkefna væri að hægja á hjólum efnahagslífs-
ins og vinna bug á þenslunni - og þar sagði
Þórður að sveitarfélögin hefðu mikilvægu hlut-
verki að gegna - en hitt biði aðila vinnumarkað-
arins því mikilvægt væri að samið yrði af skyn-
semi í komandi kjarasamningum.
Fræðslumálin erfíð fyrir
minnstu sveitarfélögin
Á ráðstefnunni í gær kynntí Gunnlaugur A.
Júlíusson, depdarstjóri hagdeildar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, niðurstöður úr ársreiþning-
um sveitarfélaga en í ræðu hans kom fram að halli
sveitarfélaganna á árinu 1998 hefði verið 4.253
milljónir króna. Vó þar þyngst 3.500 milljóna út-
gjaldaaukning vegna fræðslumála en almennt
sýna fjármál sveitarfélaga bæði aukinn tekjuhalla
og lánsfjárþörf samanborðið við árið á undan.
Gunnlaugur rakti fyrir ráðstefnugestum
rekstrargjöld sveitarfélaganna og flokkaði hann
2.721
Loksins
Guð hins smáa kom út í fyrrá
og seldist upp á svipstundu.
„Sagan er listavel samin
...þrungin spennu sem fyllir
lesandann þvílíku óþoli að
i getur ekki hætt að lesa."
Sigriður Albertsdóttir, OV
Morgunblaðið/Sverrir
Rafmagnsleysi í Reykjavík
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • S(mi 510 2500
BILUN í tveimur háspennu-
strengjum í Reykjavík olli raf-
magnsleysi milli klukkan 7.19 og
10 í gærmorgun á svæði milli
Laugavegs 176 og Skipholts, þ.e.
Holta- og Túnahverfum.
Rafmagni var komið á aftur
með þvf að leggja streng til
bráðabirgða ofan jarðar. Á
myndinni er Hákon Pálsson, fyr-
irtækjaeigandi í Bolholti, að að-
stoða starfsmenn Orkuveitu
Reykjavíkur við að ganga frá
strengnum.
HÆSTIRETTUR hefur sýknað
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
af kröfum konu, sem féll á blautu
gólfi stofnunarinnar þegar verið
var að skúra gólfið. Áður hafði
héraðsdómur dæmt konunni rúm-
lega eina milljón króna í bætur,
auk vaxta frá janúar 1995.
Konan varð fyrir áverka á
hægra hné í bílslysi árið 1979 og
hafði gengist undir margar að-
gerðir á hnénu. Hún sagði að eftir
aðgerð í júlí 1994 hefði henni liðið
tiltölulega vel og í janúar 1995 fór
hún á Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði til frekari styrktaræf-
inga og endurhæfingar. Þar varð
hún fyrir því að renna á hálu og
blautu gólfi Heilsustofnunarinnar,
en við það slys hlaut hún blæðing-
ar inn á hægra hnéð og rifur á lið-
poka.
Héraðsdómur Suðurlands taldi
að konan hefði sýnt af sér gáleysi
og ætti að bera tjón sitt að einum
þriðja, en sjúkrastofnunin hefði
ekki gert alveg nægar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir að slys hlyt-
ist af bleytu af völdum skúringa og
bæri bótaábyrgð að tyeimur
þriðju.
Fullfær um að meta slysahættu
Hæstiréttur segir í dómi sínum
að konan hafi verið fullfær um að
meta slysahættu við þær aðstæður,
sem blöstu við henni, þegar hún
gekk eftir gangi þar sem starfsmað-
ur var að skúra. „Hún var veil í hné
og hafði því sérstaka ástæðu til að
sýna varfæmi, svo sem með því að
doka við eða biðja um stuðning yfir
þann kafla gangsins, sem unnið var
við. Hún hélt hins vegar hiklaust út
á blautt gólfið. Hafi hún dregið úr
varfærni á þeim stað, er hún féll, í
þeirri trú að bleytu gætti þar ekki
lengur, gerði hún það á eigin
áhættu. Skiptir þá ekki máli hvort
gólfið sjálft var þar blautt eða
bleyta, sem hún hefur borið á skó-
sólum sínum, hefur valdið því að
hún ránn til og féll. Er ekki í ljós
léitt að nefndur starfsmaður hafi á
nokkurn hátt sýnt gáleysi í störfum
sínum;“ segir Hæstiréttur og telur
ekki við Heilsustofnunina að sakast
um hvernig til tókst.
sveitarfélögin í þrjá flokka; sveitarfélög með
færri en 300 íbúa, sveitarfélög með 300-999 íbúa
og sveitarfélög með 1.000 íbúa og fleiri. Kom
fram í máli hans að köstnaðúr á hvern íbúa er
gjarnan í öfugu samhengi við stærð sveitarfé-
lagsins.
Meðal annars greindi Gunnlaugur frá því að
kostnaður vegna fræðslumála í minnstu sveitar-
félögunum væri yfir 80.000 krónur á hvern íbúa
og hjá allnokkrum lægi hann vel yfir 100.000
krónum. Minnti Gunnlaugur á í þessu sambandi
að meðalútsvar í minnstu sveitarfélögunum
væri 103.000 krónur og heildarskatttekjurnar
væru að jafnaði 180.000 krónur á hvern íbúa
þegar búið væri að telja með framlag úr jöfnun-
arsjóði.
Eftir því sem sveitarfélögin væru stærri
minnkaði hins vegar kostnaður vegna fræðslu-
mála á hvern íbúa og lægi á bilinu 60-80.000
krónur í sveitarfélögum með 300-999 íbúa, og á
bilinu 50-70.000 krónur í stærstu sveitarfélög-
unum.
Bráðabirgða-
ljósleiðari í Mý-
vatni bilar
Aftur
símasam-
bands-
laust
SÍMASAMBANDSLAUST
varð við hluta Mývatnssveitar
eftir að bráðabirgðaviðgerð
starfsmanna Landssímaíis á
Ijósleiðaranum í Mývatni að-
Taranótt miðvikdags gaf sig
um kl. 11 í gærmorgun. Síma-
samband var úr neyðarsíma á
pósthúsinu í Reykjahlíð og
jafnframt var NMT-farsíma-
samband á svæðinu. Símnot-
endur sem tengjast símstöð-
inni í Reykjahlíð gátu þó haft
samband sín á milli.
Viðgerð lauk í gærkvöldi
Starfsmenn Landssímans
voru að störfum í Mývatns-
sveit og höfðu ásamt mönnum
frá Kísiliðjunni og Björgunar-
sveitinm á Húsavík hafið und-
irbúning að endanlegri við-
gerð á ljósleiðaranum sem
liggur um Mývatn þegar
bráðabirgðaviðgerðin gaf sig.
Hafa þeir til afnota tvo báta
frá Kísiliðjunni. Ekki liggur
Ijóst fyrir hvað bílaði í
strengnum en ekki hafði end-
anlega verið lokið viðgerðinni
sem unnið var að á þriðju-
dagskvöld. Annar bráða-
birgðastrengur var lagður í
stað þess sem bilaði til að
símasamband kæmist á sem
fyrst. Var lagningu hans lokið
áður en myrkur skall. Erfið-
lega gekk hins vegar að tengja
strenginn við símkerfið, en
tenginu lauk um kl 9:30 og þá
komst símasamband á að
nýju. Unnið verður að varan-
lega viðgerð á símasambandi í
Mývatnssveit um helgina.
Mikið álag hefur verið á
símanum síðan hið hörmu-
lega slys varð sl. þriðjudag.