Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skoðanakönnun DV um leiðtogaeöii Samfylkingarinnar: Yfirburðir Margrétar - Jóhanna hrapar en Ingibjörg Sólrún hækkar. JólasVeÍnnÍnH Og MlkkÍ IXIÚS nefildÍT Magga kemur alltaf meira og meira á óvart. Ifei Nýr gámu te, Bergflétta feít 1149«* feiKí 449#/j Jólastjama feTA fem> bléíMUCil Fasteignir á Netinu Málþing um kynlífsiðnað á íslandi Við erum öll að læra IDAG verður í Safn- aðarheimili Laugar- neskirkju málþing um kynlífsiðnað á Islandi og hefst þingið klukkan 14.00. Þátttaka kostar þúsund krónur. Fundar- stjórar eru séra Bjarni Karlsson, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Hróbjartur Árnason guð- fræðingur. Séra Bjarni var spurður hvers vegna þetta málþing væri haldið nú? „Það er einfaldlega vegna þess að við finnum það öll að kynlífsiðnaðin- um hefur vaxið ásmegin í þjóðfélaginu. Það er hóp- ur fólks sem á afkomu sína undir þessari starf- semi og hundruð kvenna eru fluttar hingað erlend- is frá til þess að þjóna þessu málefni, ef svo má segja.“ - Hafíð þið eitthvað nýtt fram að færa inn í þær umræður sem þegar hafa átt sér stað um þetta málefni? „Það má segja að það sé nýtt að standa fyrir opinberri og skynsamlegri umræðu um þetta mál, ég hef ekki orðið var við að slíkt hafi farið fram áður. Upp- hafið að þessu málþingi er um- ræður sem hér hafa átt sér stað í fullorðinsfræðslu kirkjunnar, þar sem hópur fólks kemur reglulega saman til þess að ræða um lífsgildi og kristna trú. Við erum sannfærð um að hleypidómar og flumbrugangur skaðar þetta málefni eins og öll önnur og þess vegna höfum við leitað samráðs við trausta aðila til þess að fá sem gleggsta sýn á þann veruleika sem þarna er á ferðinni.“ - Hafið þið gert ykkur ferð til þess að athuga hvað fer fram á þessum stöðum? „Sumir í hópnum hafa komið á þessa staði og vita því af eigin raun hvað þar fer fram. Kynlífs- iðnaðurinn er þó fjölbreyttari en það sem fram fer á svona hús- um, nefna má auglýsingar um símaþjónustu sem blasa við aug- um landsmanna á síðum sumra dagblaða. Netið er einnig áber- andi vettvangur í þessum efnum eins og allir vita. Ég tel að það sé ábyrgð okkar sem íslending- ar að horfast í augu við stað- reyndir kynlífsiðnaðarins og leita leiða til að lágmarka skað- ann sem hann veldur." - Hverjir munu tala á mál- þinginu í Safnaðarheimili Laug- arneskirkju í dag? „Fyrstur mun stíga í pontu Karl Steinar Valsson yfirlög- regluþjónn, hann mun tala um það hvernig kynlífsiðnaður landsmanna horfir við _________ lögreglu og yfirvöld- um. Þá mun Ingólfur Gíslason frá Skrif- stofu jafnréttismála tala um hverjir kaupa kynlífsþjónustu á íslandi. Að loknu kaffihléi mun Rósa Erl- ingsdóttir fjalla um rannsóknir sem hún hefur gert á vændi í kjölfar stjómarfarsbreytinga í Austur-Evrópu. Eftir það verða dansatriði frá íslenska dans- flokknum. Að því búnu mun Nanna Sigurðardóttir félags- ráðgjafi ræða um áhrif kynlífs- iðnaðar á börn og unglinga. Hildur Fjóla Antonsdóttir, full- trúi Bríetar félags ungra Bjarni Karlsson ►Bjarni Karlsson fæddist 6. ágúst 1963. Hann lauk stúd- entsprófi 1983 frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands haustið 1990 og var vígður til starfa sem aðstoðarmaður fangaprests og aðstoðarprestur við Laug- arneskirkju sama ár, þeim störfum gegndi hann í eitt ár þangað til hann fór ásamt eig- inkonu sinni séra Jónu Hrönn Bolladóttur til starfa í Vest- mannaeyjum. Nú er Bjarni pestur í Laugarneskirkju og hefur starfað þar í rösklega hálft annað ár. Þau hjón eiga þrjú börn Grundvöllurinn er ást og ábyrgð femínista, mun segja frá því hvað ungum konum finnst um klámvæðinguna. Eftir tónlistar- atriði og kaffihlé mun Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, stíga í pontu og greina frá stefnu borgaryfirvalda í málefn- um kynlífsiðnaðarins. Að fyrir- lestrunum loknum verður gef- inn kostur á fyrirspurnum úr sal þar sem framsögumenn sitja á palli og svara.“ - Hafíð þið prestar orðið varir við í ykkar störfum afleiðingar af þessum kynlífsiðnaði? „Sannarlega, ég leyfi mér að fullyrða að ungt og ómótað fólk sem er að ganga út í lífið hefur margt hvert meðtekið rangar og misvísandi upplýsingar um eðli kynlífs vegna kynlífsiðnaðarins. Það er eðli kynlífsiðnaðar að slíta kynlíf úr tengslum við raunverulegt líf því ást og ábyrgð liggur raunverulegu lífi til grundvallar. An ástar og ábyrgðar er ekkert líf - heldur ekki kynlíf. Þess vegna er blekking kynlífsiðnaðarins háskaleg. Afstaða okkar er sú _________ að nálgast þetta við- fangsefni og það fólk sem að því starfar af virðingu og hluttekn- _^___ ingu en við virðum ekki ranglætið og blekkinguna sem kynlífsiðnað- urinn virðist grundvallast á. Viðleitni okkar er sú að eignast haldbæra þekkingu á þeim veruleika sem hér er á ferðinni í því skyni að geta bent sjálfum okkur og öðrum í réttar áttir. Verkefni kristinnar kirkju er það að varðveita lífið og leita hamingjunnar með heiðarlegum og skynsamlegum hætti. Við er- um öll á leiðinni - við erum öll að læra!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.