Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 10
10 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999____________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda um nýjan búvörusamning
Bændur setja sig tæp-
lega á móti uppkaupum
FORMAÐUR Landsamtaka sauð-
fjárbænda, Aðalsteinn Jónsson,
gerir ekki ráð fyrir að sauðfjár-
bændur setji sig upp á móti kaupum
ríkis á greiðslumarki við gerð næstu
búvörusamninga, en formaður land-
búnaðamefndar Alþingis, Hjálmar
Jónsson, hvetur til að við gerð
næstu samninga verði uppkaup
greiðslumarks reynd á nýjan leik.
Núverandi samningur rennur út í
árslok 2000 og segir Aðalsteinn til-
boð um uppkaup verða að vera þess
eðlis að þeir sem vilja hætta hljóti
sanngjarna greiðslu fyrir.
Aukið fjármagn
nauðsynlegt
Að mati Aðalsteins þýðir þetta að
auka verður fjármagn vegna bú-
vörusamningsins og segir Aðal-
steinn þetta enn frekar eiga við ef
til standi að styrkja jaðarbyggðir
umfram aðra staði. „Við getum ekki
skert þá beingreiðslu sem er í dag
og flutt það fjármagn yfir á jaðar-
byggðarsvæði," segir Aðalsteinn.
En hann býst ekki við að bændur
myndu samþykkja slíka samninga í
almennri atkvæðagreiðslu.
Hvað varðar hugmynd Hjálmars
um að hliðsjón verði höfð af ástandi
beitilands við úthlutun innleysts
greiðslumarks segir Aðalsteinn að
slíkt sé vart gerlegt í dag. Litlar
upplýsingar um ástand beitilands
séu til staðar þótt vinna standi nú
yfir við mat á gróðurástandi allra
jarða í landinu. Þetta er þó 5-10 ára
verkefni, en um er að ræða sam-
starfsverkefni Landgræðslunnar,
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins og Bændasamtakanna.
„Þegar niðurstöður þessa verk-
efnis liggja fyrir þá getum við fyrst
farið að vinna skipulega að því að
aðstoða þá sem búa á jörðum sem
sannanlega þola ekki beit. En ég
held að ef sátt á að nást þá verði
nytjalandsverkefnið að ganga yfir
áður en hægt verður að deila út
greiðslumarki eftir gróðurástandi
jarða.
Beingreiðsluhafar
of margir
Viðræður vegna nýs búvöru-
samnings eru hafnar, en landbúnað-
arráðherra, Guðni Agústsson, vill
ekki tjá sig um útfærslu samnings-
ins á þessu stigi málsins. Hann seg-
ir þó flesta gera sér grein fyi’ir að
beingreiðsluhafar séu of margir,
þeir hafi of lítið og einhverjir þeirra
vilji e.t.v. hætta. „Það getur auðvit-
að vel komið til greina að einhver
uppkaup fari fram,“ segir ráðherra
og kveður mesta ágreiningsefnið
vera hvemig færa megi greiðslu-
mark milli sauðfjárbænda. Enda sé
þetta sá þáttur sem erfiðast sé að
finna lausn á.
Ráðherra segir ekki enn liggja
fyrir hvaða fjármagn verði veitt tO
nýs búvörusamnings. En samninga-
viðræður séu í fullum gangi og það
séu ríkisstjórn og Alþingi sem svara
munu hvaða fjánnagn verði til stað-
ar. Mikið fjármagn liggi hins vegar í
fyrri samningi.
Ekki er hætta á ofbeit við núver-
andi aðstæður, að mati ráðherra,
enda hafi sauðfé fækkað mikið.
Hann segir þó nauðsynlegt að
hugsa um landið. „Þannig að ég veit
ekki hvort þessi umræða getur snú-
ist mikið út í það að taka sauðfjár-
réttinn af einhverjum svæðum og
færa hann í annað. I mínum huga
er mikilvægast að atvinnugreinin
fái að þróast almennt. Að þetta
verði samningur sem verði opinn og
almennur og atvinnugreinin geti
þróast, en þetta snúist ekki um
átök á múli byggðarlaga og
bænda.“
23% sam-
dráttur í
laxveiði
LAXVEIÐI á stöng síðasta
sumar var um 30.800 laxar,
sem er um 23% minni afli held-
ur en 1998, samkvæmt bráða-
birgðatölum frá Veiðimála-
stofnun. Þessi veiði er og 13%
minni heldur en meðalveiði ár-
anna 1974-1998.
I fréttum frá Veiðimála-
stofnun kemur fram, að frá
fyrra ári sé samdráttur í veiði í
öllum landshlutum, en þó mis-
mikill og mestur á Vestfjörð-
um, Norðurlandi og Suðurlandi
þar sem hann var 40-60%. Þá
segir að athygli veki að fylgni í
veiði milli Norður- og Austur-
lands sé ekki eins afgerandi nú
og oftast áður, á Austurlandi
nemi samdráttur í veiði milli
ára aðeins 8%.
Þá kemur fram, að netaveiði
á laxi hafi numið 7.000 löxum
og að 11.000 laxar hafi endur-
heimst úr hafbeit. Einnig, að
bráðabirgðatölur heúdarafla
laxa í neta- og stangaveiði hafi
verið um 37.800 laxar sem sé
um 24% undir meðalveiði ár-
anna 1974 til 1998.
Hið íslenska biblíufélag gefur út nýja Biblíu í viðhafnarútgáfu á Kristnihátíðarári
Forseta Islands
afhent fyrsta
eintakið
Morgunblaðið/Sverrir
Biskup íslands, Karl Sigurbjörnsson, afhendir forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrsta eintak Biblí-
unnar í viðhafnarbúningi. Aftan við þá má sjá séra Valgeir Ástráðsson, stjórnarmann í HIB, og Jón Pálsson,
framkvæmdastjóra félagsins.
Kærunefnd úrskurðar í máli Sameinaða lífeyrissjóðsins
Ekki sekur um brot
á j afnr éttislögum
FYRSTA eintak viðhafnarútgáfu
Bibhunnar var fært forseta Is-
lands, Ólafi Ragnari Grímssyni,
að gjöf í gær af fulltrúum útgef-
anda, Hins íslenska biblíufélags.
Biblían í viðhafnarbúningi er gef-
in út í 2.000 tölusettum eintökum
og hefur Islensk miðlun á Raufar-
höfn tekið að sér að annast söl-
una.
Biskup Islands, Karl Sigur-
björnsson, sem einnig er forseti
Hins fslenska biblíufélags, afhenti
forseta gjöfina og sagði við það
tækifæri að útgáfan væri í tilefni
þúsund ára kristni á íslandi. Bók-
in er í leðurbandi og í hlífða-
röskju. Númer eintaksins er hand-
skrifað á titilblaðið og þar er
einnig gert ráð fyrir nafni eig-
anda. Framan á kápu er keltnesk-
ur kross sem biskup sagði að
minnti á þá sem fyrstir hefðu stig-
ið hér á land. Á saurblöðum er
mynd af upphafi 1. Mósebókar úr
Sljórn, handriti frá 13. öld og á
aukablöðum eru bókarhnútur og
mynd úr Guðbrandsbiblíu. „Það
sem skiptir hins vegar mestu máli
er það sem er milli spjaldanna
hér, hinn góði texti hinnar helgu
bókar, sem er bók bókanna og orð
lífsins," sagði biskup meðal ann-
ars og sagði bænir fylgja til
handa forseta og fólki hans.
Ólafur Ragnar Grímsson þakk-
aði góða gjöf og sagði Biblíuna
ekki aðeins vera heíga bók kristn-
innar heldur og meginrit íslenskr-
ar menningar. Kvaðst forseti
myndu nota þessa útgáfu strax nú
þegar hann væri að undirbúa
ræðu á kristnihátíð um helgina í
Stykkishólmi og þyrfti að sækja
tilvitnanir í Bibhuna; þá hefði
hann nýjustu útgáfuna við hönd-
ina.
Tölvubiblía barnanna
og Biblía fyrir ungt fólk
Jón Pálsson, framkvæmdastjóri
HÍB, sagði að biblíufélög víða um
heim gæfu út sérstakar útgáfur í
tilefni aldamótanna. Tvö þúsund
ár væru liðin frá fæðingu Krists
og væri það öðrum þræði tilefni
útgáfunnar hér auk kristnitökuaf-
mælisins. Þessi útgáfa hefur sama
texta og endurskoðaða útgáfan
sem út kom árið 1981, en þá voru
guðspjöllin og Postulasagan end-
urskoðuð. Áfram er unnið að end-
urskoðun á Gamla testamentinu
og síðar verður ráðist í að endur-
skoða bréfin í Nýja testamentinu
og Opinberunarbókina og sagði
Jón enn talsvert verk fyrir hönd-
um. Væri hugsanlegt að ný útgáfa
kæmist út á næstu þremur til
fimm árum.
Jón taidi ekki vandkvæðum
bundið að selja eintökin tvö þús-
und, en verðið er 14.900 krónur,
og sagði að öðrum þræði myndi
hún afla félaginu tekna til
frekara útgáfustarfs. Hönnun
fór fram hérlendis en prent-
vinnsla og bókband fer fram í
Þýskalandi hjá prentsmiðju Sa-
meinuðu biblíufélaganna sem
prentar fyrir mörg biblíufélög
víða um heim.
„Við stefnum til dæmis að því á
næsta ári að gefa út Bibliu í kilju-
formi sem er ætluð ungu fólki
sérstaklega. Samkvæmt könnun
spumingavagns Gallups fyrir fé-
lagið eiga um 30% ungs fólks á
aldrinum 25-35 ára ekki Bibhu en
hins vegar 99% eldra fólks. Við
viljum bregðast við því með því að
gefa út Biblíu með skýrri fram-
setningu sem höfðar til unga
fólksins og fengum sex grafíska
hönnuði til að selja fram tillögur
um útlit. Valin var tillaga eftir
Öldu Lóu Steinsdóttur og við
stefnum að því að þessi sérstaka
útgáfa komi út næsta biblíudag
sem er 27. febrúar."
Þá sagði Jón Pálsson að í undir-
búningi væri útgáfa á svonefndri
tölvubiblíu bamanna. „Hún er
ætluð þriggja til níu ára börnum
og hefur að geyma annars vegar
bók með 50 frásögnum og hins
vegar geisladisk með 12 söngvum
og 12 tölvuleikjum," segir Jón og
segir hugsanlegt að selja hana í
tvennu lagi einnig, en stefnt er að
því að bókin komi út fyrri hiuta
næsta árs.
KÆRUNEFND jafnréttismála tel-
ur ekki að hægt sé að líta svo á að
synjun Sameinaða lífeyrissjóðsins á
að greiða kvenkyns starfsmanni sín-
um sömu laun og karlkyns sam-
starfsmanni hennar, B, hafi brotið
gegn ákvæðum jafnréttislaga. Segir
í úrskurði nefndarinnar að staða Sa-
meinaða lífeyrissjóðsins gagnvart
kæranda og B hafi ekki verið sam-
bærileg og forsendur ákvarðana um
laun þeirra því verið ólíkar.
Málsatvik eru þau að Sameinaði
lífeyrissjóðurinn synjaði árið 1997
beiðni kæranda um að henni yrðu
greidd sömu laun og B, en henni
hafði þá stuttu áður orðið ljóst að
munur var á launum þeirra. Ákvað
hún í framhaldinu að vísa málinu til
kærunefndar jafnréttismála.
Kærandi hafði starfað sem fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bóka-
gerðarmanna frá 1989. Árið 1994
var tekin ákvörðun um að sameina
hann Sameinaða lífeyrissjóðnum og
var Lífeyrissjóður bókagerðar-
manna þá í raun lagður niður og
eina starfsmanni sjóðsins, kæranda,
sagt upp störfum. Henni var hins
vegar boðið lægra sett starf í inn-
heimtudeúd Sameinaða lífeyris-
sjóðsins á lakari launakjörum en áð-
ur.
Við sameininguna áttu sér einnig
stað skipulagsbreytingar hjá Sa-
meinaða lífeyrissjóðnum sem m.a.
leiddu tú þess að B var fluttur tO í
lægra setta og ábyrgðarminni
stöðu. Honum var hins vegar boðið
að halda óbreyttum launakjörum.
Bæði kærandi og B fengu því lægra
setta stöðu eftir sameiningu sjóð-
anna en launakjör kæranda voru
lægri þrátt fyrir að störf þeirra séu
sambærúeg og jafn verðmæt.
I úrskurði kærunefndar segir að
ekki verði framhjá því litið að staðið
var að sameiningunni með þeim
hætti að Lífeyrissjóður bókagerðar-
manna var lagður niður, sem óhjá-
kvæmúega leiddi til starfsloka kær-
anda, en Sameinaði lífeyrissjóður-
inn hins vegar efldur. Staða
Sameinaða lífeyrissjóðsins gagnvart
B, starfsmanni sjóðsins, og kær-
anda hafi því ekki verið sambærileg.
„Þótt nefndin telji að sanngimis-
rök hafi mælt með því að bjóða kær-
anda sömu launakjör og B hafði, er
það álit nefndarinnar að forsendur
fyrir ákvörðunum um laun þeirra
hafi verið svo óhkar að ekld hafi
hvflt á sjóðnum skylda til að jafna
launakjör þeirra,“ segir m.a. í úr-
skurðinum. Þvi sé ekki nægt tilefni
tú að líta svo á að Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn hafi brotið gegn ákvæð-
um jafnréttislaga er hann synjaði að
greiða kæranda sömu laun og B.