Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sektum fyrir umferð- arlagabrot fjölgar um 15,7% að meðaltali Landgræðsluverð- launin 1999 afhent FJÖLDI útsendra sektarboða fyr- ir umferðarlagabrot er orðinn 15,7% meiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra eða 28.775 en fjöldinn var 24.868 samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Hlutfall inn- heimtra sekta er heldur lakara eða 77,1% í ár en var 80,8% í fyrra. Mjög er misjafnt eftir lögreglu- umdæmum hversu mikið útsend- um sektarboðum hefur fjölgað og á nokkrum stöðum hefur þeim fækkað og á það til dæmis við um Reykjavík. Þar voru sektir orðnar 9.339 í ár en voru 11.919 fyrstu níu mánuðina í fyrra og hefur þeim því fækkað um rúmt 21%. Mikil aukning á Akureyri og í Kópavogi A Akureyri hefur sektum fjölg- að um 40%; þær voru 2.876 í ár en voru rúm tvö þúsund í fyrra. í Kópavogi hefur þeim fjölgað úr 1.849 í 2.965 eða um rúm 60%. í einu fámennu umdæmi hefur fjöldi sektarboða dregist saman um Skemmdir á bíl sem ekið var á hross TALSVERÐAR skemmdir urðu á bíl sem ók á hross á móts við Miklaholtssel í Eyja- og Mikla- holtshreppi í gær. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan sjö í gær- morgun. Hrossið lenti á hægra framhomi bílsins og fékk rúðukarm framan á hausinn neðan við augu. Það drapst. Hlutfall inn- heimtra sekta er heldur lakara en í fyrra helming, þau voru þar tvö í fyrra en eitt á sama tíma í ár. Langmest hlutfallsleg aukning hefur orðið á Patreksfirði þar sem sektarboðum fjölgaði úr 26 í 172 eða 561% og í Bolungarvík er næstmesta fjölg- unin eða úr 25 í 90 sem er 260% aukning. Ámi E. Albertsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra, segir erfitt að draga nokkr- ar ályktanir af þessum samanburði nú þar sem hann er ekki orðinn nógu langvarandi. Þegar safnað hafí verið upplýsingum í tvö til þrjú ár megi nota efniviðinn til að skoða fjölda og eðli sekta. Mætti þá hugsa sér að meta hvort fram hafi komið einhver sérstök til- hneiging til umferðarlagabrota á ákveðnum svæðum og væri hægt að nota slíkar upplýsingar í for- varnaskyni. Taldi Arni einsýnt að slíkan efnivið mætti nota í því skyni þegar meiri upplýsingar hafa safnast fyrir. Hann bendir einnig á að tölurnar eigi við um mál sem lokið hefur verið með sektum en ekki séu talin með al- varlegri málin en þau séu hins veg- ar ekki mjög mörg. 1.982 kærur fyrir tilstilli hraðamyndavéla Þá hefur lögreglan kært í 1.982 málum þar sem byggt er á upplýs- ingum frá hraðamyndavélum frá byrjun ársins og til 26. október. Af þeim hefur 1.530 málum, eða rúm- um 77%, verið lokið með greiðslu sektar, 344 mál eru enn í meðferð og 100 hefur verið lokið með öðr- um hætti. Aðeins 8 mál eða 0,4% eru í dómsmeðferð. Arni sagði að ekki væri raun- hæft að bera fjölda hraðasekta með myndavélunum í ár saman við fjölda slíkra mála á síðasta ári þar sem vélamar voru teknar í notkun á síðasta ári og menn hefðu farið varlega af stað. Tvær vélar eru nú orðið í stöðugri notkun hjá lögregl- unni um allt land og sagði Ámi svo hafa verið allt árið. ÁRLEG landgræðsluverðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn að Gunnarsholti í gær og eru verð- launahafar að þessu sinni Jón Hall- grímsson, bóndi á Mælivöllum í Jökuldal, Leó Guðlaugsson úr Kópavogi og Ungmennahreyfing Rauða kross íslands. Það voru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra og Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri sem afhentu vinn- ingshöfunum verðlaunin, sem eru fjöregg Landgræðslunnar smíðuð úr tró af þeim Eddu Björnsdóttur og Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum. I frótt frá Landgræðslunni kem- ur fram að tilgangur landgræðslu- verðlaunanna sé að vekja athygli almennings á því hve mikið starf sé unnið af hendi við ræktun og um- hverfísfegrun. Hlýtur Jón Hall- grímsson verðlaunin nú vegna ómældrar vinnu og fjármuna sem hann hefur ásamt fjölskyldu sinni lagt í uppgræðslustarf á Mælivöll- um. Árangur þess hefur ekki látið á sór standa því í stað uppblásinna mela eru þar nú grösugir hagar. Leó Guðlaugsson er einn af stofn- endum Skógræktarfélags Kópa- vogs, var formaður þess 1976-1979 og á enn sæti í stjóm félagsins. Leó hefur lengi unnið mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir félagið og var hann m.a. einn aðalhvatamaður þess að skógræktarfélagið eignað- ist jörðina Fossá í Kjós til skóg- ræktar. Ungmennahreyfíng Rauða kross- ins hlýtur hins vegar verðlaunin fyrir að hafa lagt dijúgan starf til betra lands og lífs með starfí sínu en hún hefur m.a. staðið fyrir ár- legum umhverfísnámskeiðum fyrir unglinga í Þórsmörk. Hafa nám- skeið með svipuðu sniði einnig ver- ið haldin á Húsavík, í Breiðdal og nú siðast á Flateyri. Morgunblaðið/Júlíus Þau sem tóku við verðlaununum vom Amar Hjálmarsson og Unnur Iljálmarsdóftir, fyrir hönd ungmenna- hreyfíngar Rauða krossins, Leó Guðlaugsson og Jón Hallgrímsson. Lengst til vinstri er Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og lengst til hægri er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Nýjungar í félags- þjónustu fyrir aldraða Sjálfstæðismenn gagnrýna títboð lóða í Grafavogi Efnaminna fólki gert erfiðara fyrir FÉLAGSþJÓNUSTAN í Reykjavik, öldrunarþjónustudeild, er í dag með opið hús í Félags- og þjónustu- miðstöðinni að Aflagranda 40 í Reykjavík milli klukkan 13 og 17. Að sögn Þórdísar Lóu Þórhalls- dóttur, yfirmanns öldmnarþjón- ustudeildar Félagsþjónustunnar í Reykjavik, er þetta framtak liður í kynningarátaki sem Félagsþjónust- an í Reylqavík stendur fyrir um þessar mundir á félagslegri þjón- ustu fyrir aldraða í Reykjavík. „Við viljum kynna nýjungar í öldrunarþjónustu sem Reykjavík- urborg hefur verið að taka upp á þessu ári, það er kvöld- og helgar- þjónusta sem partur af heimaþjón- ustu. Einnig er nýlunda aksturs- þjónusta fyrir þá sem ekki geta komið sér sjálfír í félagsstarf aldr- aðra,“ sagði Þórdís Lóa í samtali við Morgunblaðið. En hvers vegna skyldi slík þjónsta vera á döfinni núna? „Hópur aldraðra býr við félagslega einangmn og við leggjum gríðar- lega mikla áherslu á að ijúfa þá einangrun með félagsstarfí, þar kemur umrædd akstursþjónusta inn í,“ svarar Þórdís Lóa; Hún gat þess að lítið þyrfti að breytast í lífi aldraðs fólks til þess að það ein- angraðist. „Fráfall maka eða veikindi geta orðið til þess að fólk missir sam- band við sitt nánasta umhverfi. Því er mjög mikilvægt að félagsstarf aldraðra mæti þeim félagslegu þörfum sem af slíku skapast." En hefur ekki áður verið boðið upp á kvöld- og helgarþjónustu hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík? „Nei, það hefur ekki verið gert. Okkar markmið með heimaþjón- ustu er að stuðla að því að aldraðir geti búið sem lengst heima hjá sér. Okkur hefur sýnst vera aukin þörf á því að aldraðir fái einnig þjón- ustu á kvöldin og um helgar," sagði Þórdís Lóa ennfremur. Skyldi vera sæmilegt ástand í húsnæðismálum aldraðra núna? „Það er ágætt hvað varðar þjón- ustuíbúðir en mikil þörf er á hjúkr- unarrými í borginni. Við hjá Fé- lagsþjónustunni rekum þjónustuí- búðir fyrir aldraða. Við erum með 312 slíkar íbúðir í borgimii. Þess má geta að við höfum verið að skil- greina hugtakið þjónustuibúðir og leggjum þar mikla áherslu á sjálf- ræði og sjálfstæði aldraðra. í þjón- ustuíbúðum Reykjavíkurborgar leigir aldrað fólk en sér að öðru leyti um sinn heimilisrekstur með- an það getur og vill. Hins vegar stendur því til boða ýmis þjónusta, svo sem öryggisvakt sem lítur til fólksins þegar þörf er á, fullt fæði, félagsstarf og persónuleg aðstoð ef fólk óskar. í opna húsinu ætlum við að kynna alla félagslega þjónustu fyr- ir aldraða í borginni og allar stöðv- amar okkar verða með kynningu á starfseminni sinni. Allir þeir íbúar Reykjavíkur sem em áttræðir á þessu ári em sérstaklega boðnir velkomnir í opna húsið okkar að Aflagranda 40.“ ÚTBOÐ lóða í heilu hverfi í Graf- arvogi, sem fer fram á næstunni, er að mati minnihluta borgar- stjómar til þess fallið að gera efnaminni einstaklingum ókleift að byggja eigið húsnæði. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir sjálfstæðismenn hafa alvar- legar athugasemdir við framgang þessa máls. Þetta sé fyrsta hverfið sem er skipulagt af meirihlutanum í sex ár. Viðvarandi lóðaskortur hafi hins vegar verið og eigi hann sinn þátt í því að spenna upp fast- eignaverð í Reykjavík og á höfuð- borgarsvæðinu. Aðferð R-listans, að bjóða upp hverja einustu íbúðalóð í nýju hverfi sem á að rúma um 5.000 manns, segir Inga Jóna að sé til þess eins fallin að efnaminna fólk geti ekki byggt eigið húsnæði. Búið er að skipuleggja 650 íbúð- ir og segir Inga Jóna útboðið hafa í för með sér að einungis hæstbjóð- endur hljóti lóðir. Lágmarksverð lóðanna sýnist henni hins vegar vera milli 20-50% hærra en það verð sem er í gildi í dag. Útboðið hækki verðið síðan enn frekar þannig að gera megi ráð fyrir að lóð undir einbýlishús kosti að lág- marki þrjár milljónir króna óháð stærð hússins. „Þessar 3 milljónir verða menn að staðgreiða áður en þeir fá bygg- ingarleyfi. Þannig að verið er að gera efnaminna fólki ókleift að byggja sitt eigið húsnæði. Þetta er stefna sem miðast að því að þeir sem lægri tekjur hafa séu dæmdir til að verða leiguliðar," segir Inga Jóna. Útboð og verðlag lóðanna telur Inga Jóna að muni spenna fast- eignaverð upp enn meira en verið hefur og segir hún slíkt alvarlega þróun. Borgaryfirvöld ættu þvert á móti að stuðla að því að fast- eignaverð hækki ekki. Þessi vinnubrög segir Inga Jóna hins vegar frekar til þess fallin að stuðla að lóðabraski. „Ástæðan fyrir þessu öllu saman er auðvitað sá lóðarskortur sem verið hefur í borginni.“ En að mati Ingu Jónu felst lausnin í nægu lóðaframboði á hverjum tíma. „Við erum mjög ósátt við að þessi aðferð skuli vera valin þegar heilt nýtt hverfi er til úthlutunar. Lóðir hafa í einstaka tilvikum verið boðnar út, en það verður á sama tíma að vera hægt á að bjóða upp á annan kost fyrir þá sem ekki geta slíkt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.