Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hugmyndir um sameiningu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu
Nýtt leiðakerfí í athugun
HUGMYNDIR hafa komið upp inn-
an starfshóps meirihluta borgar-
stjórnar um almenningssamgöngur
að rétt gæti verið að sameina al-
menningssamgöngur á höfuðborg-
arsvæðinu. Þetta þýðir að allar al-
menningssamgöngur yrðu boðnar
út og um eitt leiðakerfi yrði að
ræða.
Helgi Pétursson, formaður
stjómar SVR, segir að markmið
starfshópsins sem meirihlutinn hef-
ur sett á laggirnar sé fyrst og
fremst sameiginlegt leiðakerfi.
„Þessi mál eru í skoðun þessa
starfshóps og ljóst að mikill vilji er
til að búa til sameiginlegt leiðak'erfi.
I dag greiðir borgin um 500 milljón-
ir kr. með rekstri SVR en tekjur
SVR standa undir um 62% af
rekstrinum. Þetta mál er ekki kom-
ið það langt að hægt sé að sjá fyrir
spamað af þessu leiðakerfi en vissu-
lega gerum við okkur vonir um það
enda hafa svipaðar breytingar á
Norðurlöndunum leitt af sér spam-
að sem hefur byrjað í 25% en endað
í 10% spamaði af rekstri. Víða er-
lendis fá almenningssamgöngur for-
gang í umferð sem hefur í för með
sér styttri ferðatíma," segir Helgi.
Engin umræða hefur farið fram
um útboð, gjaldskrá eða starfs-
mannahald heldur segir stjómar-
formaður SVR að einblínt sé á leiða-
kerfið sem slíkt. Allar tæknilegar
útfærslur bíði seinni tíma. „Við höf-
um að vísu verið að velta fyrir okk-
ur hlut ríkisins í þessum rekstri. í
dag er SVR að greiða til ríkisins um
140 milljónir kr. í hinum ýmsu
gjöldum. Ríkið hefur skrifað upp á
ýmsa samninga tO að draga úr
mengun og það má öllum vera Ijóst
að með aukinni notkun á almenn-
ingssamgöngum minnkar mengun
og því hér um sameiginlegt hags-
munamál að ræða,“ segir Helgi Pét-
ursson.
Kjartani Magnússyni, fulltrúi
sjálfstæðismanna í stjóm SVR, leist
vel á fyrirhugað samstarf og sagði
meðal annars þegar álits hans var
leitað: „Það er nauðsynlegt að sam-
ræma leiðakerfið, með því veitum
við mun betri þjónustu og náum
niður kostnaði. Sameining þessara
fyrirtækja hljómar mjög spennandi
í mínum eyrum. Mér líst aftur á
móti illa á alla ríkisstyrki i sam-
göngutækjum hvar sem það er á
landinu. Það er mjög mikilvægt í
þessari vinnu að kjör og réttindi
starfsmanna verði ekki lakari og
helst betri eftir breytingar.“
Uppbyggingarátak,
raunhæfur valkostur
Laufey Jóhannsdóttir, formaður
stjómar Almenningsvagna, segir að
stjóm AV hafi í mörg ár verið mjög
hlynnt samstarfi við SVR um leiða-
06141. Hún vekur athygli á því að
margvíslegt samstarf sé nú þegar
fyrir hendi, m.a. „græna kortið". „Við
lítum fyrst og fremst á þetta sam-
starf sem uppbyggingarstarf og við
viljum gera almenningssamgöngur
að raunhæfari valkosti en þær eru.
Með auknum íbúafjölda verður að
taka tillit til almenningssamgangna
og það er verið að því í tengslum við
mótun svæðisskipulags höfuðborgar-
svæðisins. í dag kemur það oft fyrir
að vagnar frá okkur og SVR aka nið-
ur í bæ hvor á eftir öðrum og báðir
hálftómir eða að það tekur 40-50
mínútur að komast niður í bæ. Sveit-
arfélögin borga 52-53% af rekstrin-
um beint og því er mikilvægt að
skoða þessi mál. Þá má ekki gleyma
umhverfisþættinum og vaxandi íbúð-
arbyggð á þessu svæði. Þetta er mik-
ið álag á gatnakerfið, slit á malbiki og
mengun og við væntum þess að ríkið
sýni á sér samningsfleti því þetta
málefni er alh-a hagur. Við sjáum
reyndar ekki íyrir okkur endilega
sameiningu þessara aðila en málin
eru einfaldlega ekki komin það langt.
Reyndar viljum við horfa lengra en
bara á höfuðborgarsvæðið og líta
bæði til Selfoss og Keflavíkur," segir
Laufey.
Sótt um all-
ar stöður
héraðsdýra-
lækna
MIKLAR breytingar verða á dýra-
læknaþjónustu eftir að farið verður
að vinna eftir nýjum lögum um
dýralækna og heöbrigðisþjónustu
við dýr, sem samþykkt voru á síð-
asta þingi. Var öllum starfandi hér-
aðsdýralæknum á landinu sagt upp
og embættin auglýst til umsóknar
samkvæmt nýjum lögum þar um.
Að sögn Halldórs Runólfssonar yf-
irdýralæknis hafa umsóknir borist
um allar stöður héraðsdýralækna á
landinu.
Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknh’ sagði að unnið hefði verið að
þessum breytingum síðan 1995 en
ferlið hefði hafist að ósk Dýra-
læknafélagsins. Mest breyting verð-
ur hjá embættum héraðsdýi’alækna
í Gullbringu- og Kjósarumdæmi,
Suðurlandsumdæmi og Skagafjarð-
ar- og Eyjafjarðarumdæmi. Þar
munu héraðsdýralæknar eingöngu
sinna lögbundnum eftirlitsstörfum
með því að aðskilin eru hin opinberu
eftirlitsstörf dýralækna og almenn
dýralæknaþjónusta á þessum svæð-
um. I Suðurlandsumdæmi voru 6
starfandi héraðsdýralæknar en eftir
þessar breytingar verður hann ein-
ungis einn. Eins eru í dag tveir
starfandi héraðsdýralæknar í
Skagafirði og þrír á Eyjafjarðar-
svæðinu en á þessu svæði verður nú
aðeins einn héraðsdýralæknir.
Eggert Gunnarsson, formaður
dýralæknafélagsins, sagði skoðanh’
skiptar meðal dýralækna um þessar
breytingar. Hefðu menn gjaman
viljað breytingar og einhverjir vildu
jafnvel ganga lengra en lögin gera.
Hefðu menn viljað að ríkið beitti sér
fyi-ir útvíkkun starfa. Einnig að rík-
ið kæmi betur inn í að greiða fyrir
vaktþjónustu en nú er. Eru sumir
dýralæknar frekar uggandi um sinn
hag eftir þessar breytingar en hjá
öðrum verði litlar breytingar. Allar
almennar dýralækningar verða í
höndum almennra dýralækna og
munu þeir taka allar sínar tekjur
samkvæmt gjaldskrá.
Vínbilð afhjúpuð í Nýkaupi í Kringlunni
Morgunblaðið/Sverrir
Bogi og Örvar voru viðstaddir afhjúpun vínbúðar í Nýkaupi í Kringlunni.
Mótmæla léttvínssölubanni
VINBÚÐ hefur verið afhjúpuð í
versluninni Nýkaupi í Kringl-
unni. Ekki er þó um að ræða að
viðskiptavinir geti nú óhindrað
keypt sér léttvín og bjór í mat-
vöruverslunum eins og tíðkast í
útlöndum, heldur vilja Nýkaups-
menn með þessu mótmæla og
koma af stað umræðu um áfeng-
islöggjöfina á íslandi. Áfengis-
búðin er því girt af og úr henni
verður ekkert selt.
Stutt athöfn var haldin af
þessu tilefni í Nýkaupi og kom
fram í máli Finns Árnasonar,
framkvæmdastjóra Nýkaups, að
löngu væri tímabært að breyta
áfengislöggjöfínni og samræma
hana því sem gerist annars stað-
ar. Um þetta yrði þó að setja
ströng skilyrði og reglur og
ábyrgð verslunareigenda yrði
vissulega mikil.
Einar Thoroddsen vínfræð-
ingur svipti hulunni af vínbúð-
inni með því að klippa á borða.
Kom fram í máli hans að það
ætti að vera sjálfsagt að kaupa
allan veislu- og hversdagsmat á
einum stað, og vín væri aðeins
hluti af góðri máltíð. Helstu vín-
og matgæðingar landsins voru
einnig viðstaddir afhjúpunina,
ásamt þeim Boga og Örvari
Arnarhólsmönnum sem hyggj-
ast nú fara í mótmælabindindi
vegna áfengislöggjafarinnar.
Einnig vöktu þeir athygli á að
víða úti á landsbyggðinni væri
hægt; að kaupa bækur, barnaföt,
tölur og nærföt á sama stað og
áfengi.
Tónlistarkennarar óánægðir með kjörin
Mun lægri laun en hjá
grunnskólakennurum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Mikil óánægja með kjaramál kom fram á fundi
tónlistarkennara í Reykjavík.
En launin eru ekki það eina sem
tónlistarkennarar eru óánægðir
með, samkvæmt upplýsingum Ás-
dísar, þar kemur fleira til, s.s.
kennsluskylda og vinnutími.
Kennslutíminn er mældur í 60 mín-
útum hjá tónlistarkennurum á
meðan hann er 45 mínútur hjá öðr-
um kennurum. Um leið og skólarn-
ir verða einsetnir færist tónlistar-
kennslan og verður meira síðdegis
og á kvöldin.
Asdís segir að það veiki óneitan-
lega stöðu tónlistarkennara að tón-
skólarnir eru reknir sem sjálfs-
eignarstofnanir, en Reykjavíkur-
borg greiðir launin. í vor var sett-
ur á fót vinnuhópur sem átti að
huga að launamálunum sérstak-
lega. Hópurinn leitaði samstarfs
við STÍR, Samtök tónlistarskóla í
Reykjavík, en þar sitja eingöngu
skólastjórar tónskólanna. Skóla-
stjórarnir eru yfirmenn kennar-
anna og ráða þá til vinnu en hafa
ekkert með launin að gera og því
neituðu samtökin að reka kjaramál
þeirra, en Reykjavíkurborg vill
eingöngu ræða við STIR en ekki
kennara.
Fram kemur hjá Ásdísiað tón-
listarkennarar munu leita allra lög-
legra leiða til að rétta sinn hlut.
ÓÁNÆGJA ríkir meðal tónlistar-
kennara í Reykjavík sem telja sig
hafa setið eftir í launamálum. Kom
það fram á fundi kennaranna á
dögunum. Að sögn talsmanns
þeirra, Ásdísar Arnardóttur tón-
listarkennara við Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar, hafa laun
tónlistarkennara staðið í stað á
meðan gi’unn- og framhaldsskólar
hafa fengið leiðréttingu sinna
launa.
Byrjunarlaun tónlistakennara
eru 77.115 að loknu kennaraprófí
frá Tónlistarskóla Reykjavíkur eða
að loknu 8. stigi á móti 103.625 hjá
grunnskólakennurum eftir 3 ára
nám við Kennaraháskóla Islands
og 105.934 hjá framhaldsskóla-
kennurum.
Slæmur vinnutími