Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stefán Svavarsson lektor í reikningshaldi við Háskóla Islands Tjónaskuld tryggingafélaga vaxið hraðar en bótagreiðslur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mun meiri fjármunir komu frá rekstri í sjóðstreymi stóru tryggingafé- laganna þriggja en nam bókfærðum hagnaði á árunum 1989-1998, kom fram í fyrirlestri Stefáns Svavarssonar iektors á ráðstefnunni „Rannsóknir í félagsvísindum IH“ í gær. STANDAST gjaldfærslur og skuldfærslur í reikningsskilum tryggingafélaga prófun reglna góðrar reikningsskilavenju? Þetta er önnur tveggja rannsóknar- spurninga í rannsókn sem Stefán Svavarsson, lektor í reikningshaldi við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, vinnur nú að og Stefán kynnti í fyrirlestri á opinni ráðstefnu sem haldin var í Odda í gær og er framhaldið í dag, laugar- dag, undir nafninu „Rannsóknir í félagsvísindum III“. Ráðstefnan er haldin af Viðskipta- og hagfræði- deild og Félagsvísindadeild Há- skóla Islands, og eru alls 69 fyrir- lestrar á ráðstefnunni. Hin rann- sóknarspurningin, raunar sú fyrri, hljómaði svo: Víkja góðar reikn- ingsskilavenjur fyrir sértækum reglum samkvæmt reglugerðinni [reglugerð nr. 613/1996, 5. grein,] ef munur er þar á milli? í 31. grein laga nr. 75 frá 1991 um tekjuskatt og eignarskatt segir m.a. um leyfilegan frádrátt frá tekjum lögaðila að frá tekjum megi draga fé það er innlend vátrygg- ingafélög færa í árslok í iðgjalda- sjóð vegna þess hluta iðgjalda sem fellur á næsta reikningsár og í bótasjóð til að inna af hendi áfalln- ar skyldur sínar við vátrygginga- taka. Afskriftir ekki það miklar I máli Stefáns kom fram að hon- um sýndist það vera talsvert álita- mál, hvort skattayfirvöld hefðu möguleika á að gera athugasemdir við tryggingafélögin um það hvort færslur félaganna af þessum toga ættu við rök að styðjast. Stefán benti á að í reglugerðinni um vátryggingafélög skiptist vá- tryggingaskuld í þrjá hluta, ið- gjaldaskuld sem er skuldfærsla fyrirframgreiddra iðgjalda, tjóna- skuld sem er upphæð sem trygg- ingafélögin leggja til hliðar til að mæta áætluðum gjöldum vegna tilkynntra tjóna sem og ótil- kynntra, og útjöfnunarskuld sem ætlað væri að mæta sveiflum í tjónagreiðslum félagsins frá ári til árs og vegna óvissu um endanlega bótafjárhæð, sbr. mat þeirra á fjárhæð tjónaskuldarinnar hverju sinni. Ekki væri í sjálfu sér mikill ágreiningur um iðgjaldaskuld, en sú upphæð sem lögð væri til hliðar sem tjónaskuld væri háð mati hverju sinni. Hins vegar ætti Vá- tryggingaeftirlitið að ákvarða há- mark útjöfnunarskuldar hverju sinni. Stefán sýndi glærur í fyrirlestr- inum sem sýndu þróunina í efna- hagsreikningi stóru vátryggingar- félaganna þriggja, Vátryggingafé- lags Islands hf., Sjóvár-Almennra hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Það skal tekið fram að rann- sókn Stefáns er enn ólokið og töl- umar því ekki endanlegar, en rannsóknin verður gefin út í rit- gerðarformi í bók síðar í vetur ásamt ritgerðum annarra sem kynntu rannsóknir sínar á ráð- stefnunni „Rannsóknir í félagsvís- indum III“. A glærunum mátti sjá að fjár- munir sem komu frá rekstri, sem fram kemur í sjóðstreymisyfirliti tryggingafélaganna, voru mun meiri en bókfærður hagnaður fé- laganna á öllum þeim árum sem til athugunar voru, en könnunin nær frá árunum 1989-1998. Samkvæmt grófri ágiskun var um að ræða u.þ.b. 500-600 milljónir króna á ári að jafnaði. Stefán sagði að þetta gæti almennt stafað af tvennu: Af- skriftum, en þær væru ekki það miklar hjá tryggingafélögum að það skýrði þann mun sem fram kom, eða að eitthvað hafi verið fært til gjalda í rekstrarreikningi sem ekki hefði verið greitt úr sjóð- um fyrirtækjanna. Fylgni milli sjóðstreymis og fjárfestinga Á annarri mynd komu fram bók- færð tjón og greidd tjón á sama tímabili, og þar kom fram að allan tímann voru bókfærð tjón trygg- ingafélaganna meiri en greidd tjón. Samkvæmt glærunni mátti sjá að greidd tjón höfðu numið á bilinu 50- 80% af bókfærðum tjónum á tíma- bilinu sem rannsakað var. Stefán sagði að ef tryggingastofninn væri stöðugur yfir þennan árafjölda kæmi þessi munur að einhverju leyti á óvart. En ef tryggingastofn- inn væri að aukast gæti þetta verið eðlileg þróun, en hann sagði að svo væri í einhverjum tilvikum. Stefán kynnti aðra kennitölu, en það er hlutfall tjónaskuldar sem færð er í bækur tryggingafé- laganna deilt með greiddum tjón- um. I tilviki eins tryggingafé- lagsins kom fram að árið 1989 var þetta hlutfall um 2, en í lok ársins 1998 var hlutfallið komið upp undir 4, en keimlík þróun kom fram hjá öðrum félögum. Sama var uppi á teningnum þeg- ar skoðað var hlutfallið tjóna- skuld á móti iðgjöldum. Kom þar fram að tjónaskuld jókst töluvert hraðar en iðgjaldastofninn sjálf- ur og átti það við um öll þrjú fé- lögin, en iðgjöld jukust um 40- 50% á tímabilinu á meðan tjóna- skuld hafði aukist um u.þ.b. 300% gróft áætlað. Stefán spurði því næst hvað yrði um þann mismun sem þama kæmi fram, því hann hlyti að hlaðast upp sem fjármagn í bókum félaganna. Á næstu glærum sást að í grófum dráttum var talsverð fylgni milli þeirra fjármuna sem koma frá rekstri, og nettó fjárfestinga félag- anna á hlutabréfa- og skuldabréfa- markaði. í lokin var varpað fram þeirri spumingu sem kom fram í upphafi hvort hér væri um eðlilega atburða- rás að ræða? Stefán sagði að hann leyfði sér ekki að fullyrða að tjóna- skuld tryggingafélaganna væri of há, þó ýmislegt benti til þess, þar sem vel gæti verið að rök væru fýrir því að leggja svo mikið til hliðar. Hins vegar væri það sem fram kæmi í þessum athugunum um- hugsunarefni. Hagnaður íslandsbanka 1.173 milljónir kr. fyrstu 9 mánuði ársins Öll afkomusvið bankans skil- uðu góðri rekstrarafkomu ÍSLANDSBANKI hf. Úr milliuppgjöri 1999 1 Rekstrarreikningur 1999 1998 I Milljónir króna JAN.-SEP. JAN.-SEP. Breyting Vaxtatekjur 9.400 6.284 +50% Vaxtagjöld 6.165 3.776 +63% Hreinar vaxtatekjur 3.235 2.508 +29% Aðrar rekstrartekjur 1.832 2.046 -10% Önnur rekstrargjöld 3.291 2.894 +14% Framlag í afskriftareikning útlána -494 -675 -27% Hagnaður fyrir skatta 1.282 985 +30% Reiknaðir skattar -109 -84 +30% Hagnaður tímabilsins 1.173 901 +30% SAMKVÆMT óendurskoðuðu árs- hlutauppgjöri nam hagnaður af rekstri Islandsbankasveitarinnar 1.173 m.kr., eftir skatta, fyrstu níu mánuði þessa árs. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 901 m.kr. og allt árið 1998 var 1.415 m.kr. hagn- aður af rekstrinum. Arðsemi eigin fjár var 25,4% fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður fyrir skatta var l. 282 m.kr. samanborið við 985 m. kr. á sama tímabili í fyrra. Öll af- komusvið bankans, útibúasvið, F&M, Glitnir og VÍB skiluðu góðri rekstrarafkomu á tímabilinu. Vaxtamunur er óbreyttur frá sama tímabili S fyrra, eða 3,5%. Hreinar vaxtatekjur námu 3.235 m.kr. fyrstu níu mánuðina og aðrar rekstrartekjur námu 1.832 m.kr. Tekjur jukust í heild um 11% frá sama tímabili árið 1998. Rekstrar- gjöld námu alls 3.291 m.kr. og juk- ust um 14% frá því í fyrra. Fram- lag í afskriftareikning útlána er áætlað og þá tekið mið af fyrstu sex mánuðum ársins. Samkvæmt því hefur hlutfall þess af heildar- fjármagni lækkað milli ára úr 0,9% í 0,5%. Eigið fé nam 8.569 m.kr. og hafði aukist um 1.116 m.kr. frá ára- mótum, eða um 15%. Arðgreiðslur að fjárhæð 388 m.kr. voru greiddar hluthöfum í aprílmánuði. Bent er á það í fréttatilkynningu frá bankan- um að töluverðar sveiflur séu á af- komunni frá einum mánuði til ann- ars. Ástæðan sé síbreytilegt starfs- umhverfi og þar hafi sveiflur í markaðsvöxtum og verðbólgu vald- ið mestu. Þótt ekki sé nú gert ráð fyrir miklum breytingum í um- hverfinu næstu mánuði sé rétt að minna á að skjótt skipast veður í lofti. Aukin umsvif Umsvif íslandsbanka hafa haldið áfram að aukast að því er fram kemur í fréttatilkynningu bankans og jukust bæði innlán og útlán um 16,5% fyrstu níu mánuði ársins. I lok september nam heildarfjár- magn bankans 128 milljörðum króna sem er 21,5% hækkun frá sama tíma í fyrra. Lausafjárstaða Vöruskipt- in í sept- ember óhagstæð um 4,6 milljarða í SEPTEMBERMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 11,4 milljarða króna og inn fyrir 16 milljarða. Vöruskiptin í sept- ember voru því óhagstæð um 4.6 milljarða en í september í fyrra voru þau óhagstæð um 2,9 milljarða á föstu gengi. I frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að fyrstu níu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 107 milljarða króna en inn fyrir 126,6 millj- arða. Halli var því á vöru- skiptum við útlönd sem nam 19.6 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 20,2 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfn- uðurinn var því tæpum millj- arði skárri á föstu gengi fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tíma árið áður. Heildarverðmæti vöruút- flutnings fyrstu níu mánuði ársins var 4,6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áð- ur. Sjávarafurðir voru 68% alls útflutnings þetta tímabil og var verðmæti þeirra 4% minna en á sama tíma í fyrra. Iðnaðarvörur voru 25% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,6% meira en á sama tíma árið áður. Heildarverð- mæti vöruinnflutnings fyrstu níu mánuði ársins var 3,4% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mikil aukning var á innflutningi á flutninga- tækjum á tímabilinu en verð- mæti þeirra var 21% meira en árið áður. Neysluvörur aðrar en matar- og drykkjan'örur námu 19% alls innflutnings janúar-september árið 1999 og var verðmæti þeirra 10,8% meira en á sama tíma árið áð- ur. Verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara dróst saman um 11,8% en eldsneyti og smurolía jókst um 3,7% miðað við sama tímabil í fyrra. íslandsbankasveitarinnar er sterk og nýlega hefur verið samið um rúmlega 5,5 milljarða króna er- lenda lántöku sem verður til ráð- stöfunar fyrir áramót. í tilkynningu bankans kemur fram að nýir þjónustuþættir hafi stöðugt verið að bætast við og þá ekki hvað síst í Heimabankanum, netbanka Islandsbanka, þar sem viðskiptavinirnir geta nú stillt greiðslur reikninga fram í tímann, stofnað og breytt yfirdráttarheim- ild sinni og keypt og selt verðbréf, svo dæmi séu nefnd. 38% fjölgun hefur orðið í hópi notenda Heima- bankans frá áramótum og færslum þar hefur fjölgað um 10% á mánuði allt árið. Jafnframt eru nú send um 3.000 SMS- og netpóstsskeyti á hverjum degi til viðskipavinanna. Öll tölvukerfi íslandsbankasveitar- innar hafa verið yfirfarin og búin undir að taka við nýju árþúsundi. Jafnframt hefur verið gerð viðlaga- áætlun sem hægt verður að grípa til ef eitthvað óvænt kemur upp á um áramótin. Mikil viðskipti með bankann á VÞÍ I kjölfar birtingar uppgjörs hækkaði gengi hlutabréfa í ís- landsbanka um 4,3%, úr 4,65 í 4,85, á Verðbréfaþingi íslands í gær. Alls voru rúmlega 151 milljón króna viðskipti með bréf bankans á VÞÍ í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.