Morgunblaðið - 30.10.1999, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Hagnaður Búnaðarbankans 1.164 milljónir króna fyrir
skatta fyrstu níu mánuði ársins
Hagnaðurinn meiri
en allt árið í fyrra
REKSTRARHAGNAÐUR Búnað-
arbanka íslands hf. fyrstu níu mán-
uði ársins 1999 var, samkvæmt
óendurskoðuðu árshlutauppgjöri,
1.164 milljónir króna fyrir skatta.
Petta er meiri hagnaður en allt síð-
astliðið ár, en þá var hagnaður
bankans fyrir skatta 876 milljónir
króna. Hagnaður fyrir skatta fyrstu
níu mánuði síðastliðins árs var 675
milljónir króna og er aukningin því
489 milljónir, eða 72% miðað við
sama tíma í fyrra. Reiknaðir skattar
á tímabilinu voru 313 m. kr. og nam
hagnaður eftir skatta því 851 m. kr.
Raunarðsemi eigin fjár fyrir skatta
vai- 25,5%, en 18,5% að teknu tilliti
til reiknaðs tekjuskatts.
I tilkynningu frá Búnaðarbank-
anum kemur fram að rekstraráætl-
un gerði ráð fyrir að hagnaður
bankans fyrir skatta yrði um 1.067
milljónir króna eftir þriðja ársfjórð-
ung og um 1.200 milljónir fyrir árið
í heild. Þessi rekstrarniðurstaða er
því um 100 milljónum króna betri
en áætlun bankans gerði ráð fyrir.
Hins vegar er bent á að rétt sé að
hafa í huga að hagnaður af fjár-
málastarfsemi sé háður sveiflum á
fjármagnsmarkaði hverju sinni. í
tilkynningunni segir að góða af-
komu bankans það sem af er ársins
megi fyrst og fremst rekja til auk-
inna umsvifa og hagstæðra ytri skil-
yrða, en bankinn hafl náð að nýta
markaðstækifærin í góðærinu vel
og margir sterkir viðskiptamenn
hafi gengið til liðs við bankann.
Gengishagnaður 712
milljónir króna
Hreinar vaxtatekjur Búnaðar-
bankans voru 2.737 milljónir króna
fyrstu níu mánuði ársins en vaxta-
munur, þ.e. vaxtatekjur að frá-
dregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af
meðalstöðu heOdarfjármagns, hélst
nánast óbreyttur og var 3,75%. Aðr-
ar rekstrartekjur námu 1.924 millj-
ónum króna og hækkuðu um 603
milljónir milli ára, eða 46%. Fram
kemur í tilkynningu bankans að
aukningin hafi orðið á öllum helstu
tekjustofnum, en mestu hafi munað
um 363 milljóna króna hækkun á
gengishagnaði, sem var 712 milljón-
ir króna til samanburðar við 349
milljónir fyrstu níu mánuði síðast-
liðins árs. Hreinar rekstrartekjur
bankans voru 4.661 milljón og juk-
ust um 1.122 milljónir. Rekstrar-
gjöld hækkuðu hlutfallslega minna
en tekjur, eða um 446 milljónir
króna og námu alls 2.906 milljónum
til samanburðar við 2.460 milljónir
árið áður. Rekstrarkostnaður sem
hlutfall af tekjum lækkaði því tals-
vert milli ára og var 62,3% af tekj-
um til samanburðar við 68,5% 1998.
Varúðarframlag í afskrifta-
reikning vegna mikillar
stækkunar
AIls var færð 591 milljón króna á
afskriftareikning útlána, þar af 140
milljónir sem almennt varúðarfram-
lag vegna stækkunar bankans. Sem
hlutfall af heildarútlánum í lok
tímabils var framlagið 1,05%. Bent
er á það í tilkynningu bankans að
framlag í afskriftareikning endur-
spegli ekki endanlega töpuð útlán,
heldur sé um að ræða fjárhæð sem
lögð er til hliðar til að mæta hugs-
anlegum útlánatöpum. I lok sept-
ember hafði Búnaðarbankinn lagt
með þessum hætti um 2.050 milljón-
ir króna tii hliðar, eða sem nemur
2,7% af heildarútlánum bankans.
Endanlega töpuð útlán námu 191
m.kr. á tímabilinu.
Umsvífin tvöfaldast á
þremur árum
Niðurstöðutala efnahagsreiknings
Búnaðarbankans var 105,7 milljarð-
ar, en var 88,5 milljarðar í árslok
1998. Þetta er 19% stækkun og hef-
ur heildarfjármagn bankans nú tvö-
faldast á þremur árum, en þessi
mikla stækkun endurspeglar veru-
lega aukin umsvif á öllum sviðum.
Innlán námu 57,6 milljörðum og
hækkuðu um rúm 26% frá áramót-
um, eða um 11,8 milljarða. í tilkynn-
ingu bankans segir að þetta sé mun
meiri innlánaaukning en hjá sam-
keppnisaðilum og samkvæmt bráða-
birgðatölum frá Seðlabanka Islands
myndaðist þriðjungur allrar inn-
lánaaukningar bankakerfisins hjá
Búnaðarbankanum og jókst mark-
aðshlutdeild hans til samræmis úr
21% í 22%. Talsverð aukning varð
einnig á erlendum langtímalántök-
um bankans, en bankinn gekk frá
tveimur erlendum langtímalánveit-
ingum á tímabilinu. Erlendar lán-
tökur bankans námu um 28 milljörð-
um í lok september síðastliðinn.
Útlán í lok september voru 75
milljarðar og hækkuðu um 10,6
milljarða frá áramótum. Hækkunin
frá miðju ári er hins vegar aðeins 1,5
milljarðar, sem er í samræmi við
stefnu bankans og rekstraráætlun.
Langstærsti hluti útlánaaukningar
var til atvinnurekstrar, einkum sjáv-
arútvegs. Eigið fé í lok tímabOsins
nam 6.879 m. kr og eiginfjárhlutfall
samkvæmt CAD-reglum var um 9%
í lok tímabilsins. Loks segir í til-
kynningu Búnaðarbankans að
ávöxtun hlutabréfa bankans hafi
Samtök fjárfesta
almennra hlutabréfa og sparifjáreigenda
AÐALFUNDUR
íf Fundarstaður
Viðskiptaháskólinn, Ofanleiti 2
Þingsalur 101, 1. hœð
^ Fundartími
Þriðjudagurinn 2. n ó v e m b e r
kl. 17.15
þ D a g s k r á
Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins
Erindi: M a rg e i r P é t u r s s o n
framkvœmdastjóri MP verðbréfa
Hvað gerir
skynsamur
fjárfestir
um aldamótin?
Búnadarbanki Islands
Úr reikningum 1999
Úr rekstri 1999 1998 Breyting
Vaxtatekjur Milljónir króna 6.821 4.792 +42%
Vaxtagjöld 4.084 2.574 +59%
Hreinar vaxtatekjur 2.737 2.218 +23%
flðrar rekstrartekjur 1.924 1.321 +46%
Hreinar rekstrartekjur 4.661 3.539 +32%
Önnur rekstrargjöld 2.906 2.460 +18%
Framlög í afskriftareikning 591 404 +46%
Hagnaður fyrir skatta 1.164 675 +72%
Skattar 313 169 +85%
Hagnaður tfmabilsins 649 506 +68%
Efnahagsreikn. 1999 1998 Breyting
| Eignir: | Milljónir króna 30. sept. 31. des.
Sjóður, ríkisvíxl. og kröfur á lánast. 8.780 6.623 +33%
Útlán 74.982 64.383 +17%
Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 18.520 14.138 +31%
flðrar eignir 3.455 3.393 +2%
Eignir alls 105.737 88.537 +19%
Skuldir og eigið fé:
Skuldir við lánastofnanir 4.773 5.810 ■18%
Innlán 57.617 45.779 +26%
Lántaka 33.436 28.786 +16%
flðrar skuldir 1.333 924 +44%
Reiknaðar skuldbindingar 348 333 +5%
Víkjandi lán 1.351 767 •
Eigið fé 6.879 6.138 +12%
Skuldir og eigið fé samtals 105.737 88.537 +19%
verið með miklum ágætum frá því
að þau komu á markað 17. desember
1998. Útboðsgengi bréfanna var 2,15
en markaðsgengi bréfanna er í dag
um 4,4 sem er ríflega tvöfóldun á
tæpu ári. Hluthafar í dag eru 29.082.
í gær hækkaði gengi hlutabréfa í
bankanum um 4;4%, úr 4,38 í 4,56, á
Verðbréfaþingi Islands en alls námu
viðskiptin 19,5 milljónum króna.
Islenskir aðalverktakar hf.
Starfsemin utan varnar-
svæða í eitt félag
STJÓRN íslenskra aðalverktaka
hf. hefur ákveðið að sameina alla
starfsemi utan vamarsvæða í eitt
félag sem ber heitið IAV hf. Þau fé-
lög sem verða sameinuð eru Ár-
mannsfell, Álftárós, Verkafl, Nesafl
og Byggingafélagið Úlfarsfell.
Forstjóri yfir hinu nýja samein-
aða félagi verður Stefán Friðfmns-
son sem jafnframt er forstjóri Is-
lenskra aðalverktaka hf. Hið sam-
Murdoch fær
minni hagnað
London. Reuters.
HAGNAÐUR News Cor-
poration, fjölmiðlafyrirtækis
Ruperts Murdoch, hefur dalað
vegna slæmrar útkomu kvik-
myndadeildarinnar 20th Cent-
ury Fox.
Rekstrai’tekjur á þremur
mánuðum til septemberloka
námu 395 milljónum dollara
miðað við 407 milljónir dollara á
sama tíma í fyrra.
Hagnaður minnkaði í 165
milljóna dollara úr 196 milljón-
um dollara.
News kvað lækkkunina stafa
að miklu leyti af því að hagnaður
20th Century Fox dróst saman.
Deildin naut mikillar velgengni
1998 vegna stórmyndarinnar
Titanic.
„Allar rótgrónai- deildir okkar
skiluðu meira en 10% hagnaði á
ársfjórðungnum nema kvik-
myndadeildin, sem varð fyrir
barðinu á erfiðum samnburði við
stórkostlegt ár í fyrra,“ sagði
Murdoch og kvaðst ánægður
með útkomuna.
einaða félag tekur yfir alla starf-
semi félaganna frá og með 1. nóv-
ember nk. íslenskir aðalverktakar
hf. á Keflavíkurflugvelli verða rekn-
ir áfram með sama hætti og fyrr.
Einnig hefur stjórn Islenskra að-
alverktaka hf. ákveðið að stefna að
því að sameina alla starfsemi IAV-
samstæðunnar, bæði innan og utan
varnarsvæða, undir nafni íslenskra
aðalverktaka hf.
Ellingsen
yfírtekur
rekstur Olís-
búðarinnar
ELLINGSEN ehf. á Grandagarði
2 mun yfirtaka Olísbúðina í Ar-
múla frá og með 1. nóvember og
verður Olísbúðinni þá lokað. Þess-
ar breytingar koma í kjölfar kaupa
Olís á Ellingsen fyrr á þessu ári.
í fréttatilkynningu kemur fram
að Ellingsen verður rekið áfram
sem sjálfstæð eining innan Olís-
samstæðunnar. Vörumerki þau er
verið hafa til sölu í Olísbúðinni
verða til sölu í Ellingsen og starfs-
menn Olísbúðarinnar munu einnig
færast yfir til Ellingsen. Olískort
munu gilda í Ellingsen og reikn-
ingsviðskipti viðskiptavina Olís-
búðarinnar munu einnig færast
þangað.
Olísbúðirnar á Siglufirði, Akur-
eyri, Reyðarfirði, Selfossi, Þor-
lákshöfn, Grindavík og Njarðvík
verða áfram reknar með óbreyttu
sniði.