Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 29

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 29 Bann við „kvótahoppi“ ólöglegt Spánverjar fá bætur London. Daily Telegraph. SPÆNSKIR útgerðarmenn geta farið í mál við bresku stjórnina og ki’afist meira en níu milljarða ísl. kr. í bætur fyrir að vera bannað að veiða úr breskum kvóta. Komst lá- varðadeildin, æðsti dómstóll Bret- lands, að þessari niðurstöðu í fyi-radag. Afrýjunarréttur í Bretlandi komst að þessari sömu niðurstöðu í fyrra og úrskurðaði, að breska stjórnin hefði gerst sek um alvar- legt brot á lögum Evrópusam- bandsins er hún bannaði svokallað „kvótahopp". Áður eða 1991 hafði Evrópudómstóllinn dæmt með sama hætti og í áliti hans sagði, að bresku kaupskipalögin frá 1988 gengju þvert á lög Evrópusam- bandsins. Það var með tilvísan til kaupskipalaganna, sem breska stjórnin bannaði spænskum skip- um, sem skráð voru í Bretlandi, að veiða úr breska kvótanum. Búist er við, að allt að 100 spænskh- togaraeigendur muni krefjast bóta vegna dómsins, sem margir breskir þingmenn og tals- menn sjómanna hafa tekið illa. Kenna sumir um íhaldsflokknum, sem bannaði kvótahoppið, og segja, að hann hafi klúðrað málinu á sínum tíma en aðrir segja, að stjórn íhaldsflokksins hafi gert rétt, jafnvel þótt það hafi verið dæmt rangt nú. El LYFJ A Lyf á lágmarksverði r* k • ■ ii * Frumkvooull i lækkun lyfjaverðs á íslandi Lyfja Lágmúla i Reykjavík - Lyfja Setbergi i Hafnarfirði - Lyfja Hamraborg i Kópavogi Bilun í jafnþrýsti- búnaði Hafa fjorar Learþot- ur farist? Washington. Daily Telegraph. EINS og kunnugt er fórst hinn kunni golfleikari Payne Stewart fyrir nokkrum dögum er einkaþota hans af gerðinni Lear hrapaði til jarðar í Suður-Dakota í Bandaríkj- unum. Er það haft eftir þeim, sem rannsaka slysið, að á síðustu 19 ár- um hafi farist þrjár aðrar Lear- þotur og minni þau slys mjög á það, sem nú gerðist. Learþota Stewarts flaug meira' en 2.000 km á sjálfstýringunni einni en hrapaði síðan er hún var orðin eldsneytislaus. Fórust með henni sex manns. Líklegast þykir, að jafnþrýstibúnaðurinn hafi bilað í um 40.000 feta hæð og við það hafi allir um borð misst meðvitund næstum samstundis. Hrapaði fyrir sunnan ísland Hin slysin urðu í Michigan í Bandaríkjunum 1980 og í Mexíkó 1993 en það, sem minnir mest á slysið nú, varð í Þýskalandi 1983. Þá fór Learþota frá Vín og ætlaði til Hamborgar en lenti þar ekki, heldur hélt beint áfram. Voru breskar herþotur sendar á eftir henni og þegar þær náðu henni yfir Skotlandi var ekki unnt að koma auga á neinn mann í flugstjórnar- klefanum. Er Learþotan var elds- neytislaus hrapaði hún í sjóinn um 200 mílur fyrir sunnan Island. Líklegt þykir, að slysið í Michig- an hafi einnig stafað af bilun í þrýstibúnaði en hugsanlegt er, að aðrar ástæður hafí valdið er Lear- þotan hrapaði í Mexíkó. Rannsóknarmenn hafa fundið tækið, sem tók upp samtöl flug- mannanna um borð í Learþotunni, en líklega mun það ekki koma að neinu haldi. Tók það aðeins upp hálftíma í einu og tók síðan yfir það, sem fyrir var. --------------- OPIÐ HÚS í DAG ÞETTA E R SPURNING UM FRELSI • Átt þú eftir að ganga frá þínum lífeyrismálum fyrir 1998? • Vilt þú fræðast um þín lifeyrisréttindi? • Ættir þú að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað? • Hvernig getur þú uppfyllt lögbundna skyldu þína? • Kemst Þú aldrei til að ræða við ráðgjafa á vinnutíma? Svörin færð þú í dag 30. október því milli kl. 12 og 16 verður opið hús hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum að Laugavegi 170. Ráðgjafarsjóðsins veita upplýsingar um lífeyrisréttindi og möguleika í lífeyrissparnaði. Þú getur fengið útreikning sem sýnir hvernig lífeyrisréttindi þín verða við starfslok. Sérfræðingar okkar fjalla um lífeyrismál og boðið verður upp á veitingar. Einnig gefst kostur á að ganga frá lífeyrisgreiðslum fyrir árið 1998 til þess að uppfylla skilyrði ríkisskattstjóra. Láttu sjá þig í dag! Barist gegn spillingu Jakarta. AP, Reuters. RÁÐHERRAR í nýrri stjórn í Indónesíu sóru í gær embættiseið. Varaforsetinn, Megawati Sukarnoputri, las þeim eiðinn vegna þess að Abdurrahman Wa- hid forseti er nær blindur. Wahid lagði mikla áherslu á að unninn yrði bugur á spillingu og sagði að stjórnarinnar biði erfitt verkefni, að efla lýðræðið og tryggja sam- stöðu en byggja um leið upp traust erlendis á stjórnarfari í landinu. Fyririestrar Kl.13:00 Af hverju 2% viðbótarsparnaður? Brynhildur Sverrisdóttir Kl.14:30 Hvernig tryggi ég mér góðan lífeyri? Guðlaugur Þór Þórðarson FRJÁLSI LfFEYRISSJÓÐURINN - eisti og stærsti séreignar- tifeyrissióður landsins Frjálsi lífeyrissjóðurinn er í vörslu Fjárvangs hf., Laugavegi 170, sími 540 50 60, fax 540 50 61.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.