Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 29 Bann við „kvótahoppi“ ólöglegt Spánverjar fá bætur London. Daily Telegraph. SPÆNSKIR útgerðarmenn geta farið í mál við bresku stjórnina og ki’afist meira en níu milljarða ísl. kr. í bætur fyrir að vera bannað að veiða úr breskum kvóta. Komst lá- varðadeildin, æðsti dómstóll Bret- lands, að þessari niðurstöðu í fyi-radag. Afrýjunarréttur í Bretlandi komst að þessari sömu niðurstöðu í fyrra og úrskurðaði, að breska stjórnin hefði gerst sek um alvar- legt brot á lögum Evrópusam- bandsins er hún bannaði svokallað „kvótahopp". Áður eða 1991 hafði Evrópudómstóllinn dæmt með sama hætti og í áliti hans sagði, að bresku kaupskipalögin frá 1988 gengju þvert á lög Evrópusam- bandsins. Það var með tilvísan til kaupskipalaganna, sem breska stjórnin bannaði spænskum skip- um, sem skráð voru í Bretlandi, að veiða úr breska kvótanum. Búist er við, að allt að 100 spænskh- togaraeigendur muni krefjast bóta vegna dómsins, sem margir breskir þingmenn og tals- menn sjómanna hafa tekið illa. Kenna sumir um íhaldsflokknum, sem bannaði kvótahoppið, og segja, að hann hafi klúðrað málinu á sínum tíma en aðrir segja, að stjórn íhaldsflokksins hafi gert rétt, jafnvel þótt það hafi verið dæmt rangt nú. El LYFJ A Lyf á lágmarksverði r* k • ■ ii * Frumkvooull i lækkun lyfjaverðs á íslandi Lyfja Lágmúla i Reykjavík - Lyfja Setbergi i Hafnarfirði - Lyfja Hamraborg i Kópavogi Bilun í jafnþrýsti- búnaði Hafa fjorar Learþot- ur farist? Washington. Daily Telegraph. EINS og kunnugt er fórst hinn kunni golfleikari Payne Stewart fyrir nokkrum dögum er einkaþota hans af gerðinni Lear hrapaði til jarðar í Suður-Dakota í Bandaríkj- unum. Er það haft eftir þeim, sem rannsaka slysið, að á síðustu 19 ár- um hafi farist þrjár aðrar Lear- þotur og minni þau slys mjög á það, sem nú gerðist. Learþota Stewarts flaug meira' en 2.000 km á sjálfstýringunni einni en hrapaði síðan er hún var orðin eldsneytislaus. Fórust með henni sex manns. Líklegast þykir, að jafnþrýstibúnaðurinn hafi bilað í um 40.000 feta hæð og við það hafi allir um borð misst meðvitund næstum samstundis. Hrapaði fyrir sunnan ísland Hin slysin urðu í Michigan í Bandaríkjunum 1980 og í Mexíkó 1993 en það, sem minnir mest á slysið nú, varð í Þýskalandi 1983. Þá fór Learþota frá Vín og ætlaði til Hamborgar en lenti þar ekki, heldur hélt beint áfram. Voru breskar herþotur sendar á eftir henni og þegar þær náðu henni yfir Skotlandi var ekki unnt að koma auga á neinn mann í flugstjórnar- klefanum. Er Learþotan var elds- neytislaus hrapaði hún í sjóinn um 200 mílur fyrir sunnan Island. Líklegt þykir, að slysið í Michig- an hafi einnig stafað af bilun í þrýstibúnaði en hugsanlegt er, að aðrar ástæður hafí valdið er Lear- þotan hrapaði í Mexíkó. Rannsóknarmenn hafa fundið tækið, sem tók upp samtöl flug- mannanna um borð í Learþotunni, en líklega mun það ekki koma að neinu haldi. Tók það aðeins upp hálftíma í einu og tók síðan yfir það, sem fyrir var. --------------- OPIÐ HÚS í DAG ÞETTA E R SPURNING UM FRELSI • Átt þú eftir að ganga frá þínum lífeyrismálum fyrir 1998? • Vilt þú fræðast um þín lifeyrisréttindi? • Ættir þú að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað? • Hvernig getur þú uppfyllt lögbundna skyldu þína? • Kemst Þú aldrei til að ræða við ráðgjafa á vinnutíma? Svörin færð þú í dag 30. október því milli kl. 12 og 16 verður opið hús hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum að Laugavegi 170. Ráðgjafarsjóðsins veita upplýsingar um lífeyrisréttindi og möguleika í lífeyrissparnaði. Þú getur fengið útreikning sem sýnir hvernig lífeyrisréttindi þín verða við starfslok. Sérfræðingar okkar fjalla um lífeyrismál og boðið verður upp á veitingar. Einnig gefst kostur á að ganga frá lífeyrisgreiðslum fyrir árið 1998 til þess að uppfylla skilyrði ríkisskattstjóra. Láttu sjá þig í dag! Barist gegn spillingu Jakarta. AP, Reuters. RÁÐHERRAR í nýrri stjórn í Indónesíu sóru í gær embættiseið. Varaforsetinn, Megawati Sukarnoputri, las þeim eiðinn vegna þess að Abdurrahman Wa- hid forseti er nær blindur. Wahid lagði mikla áherslu á að unninn yrði bugur á spillingu og sagði að stjórnarinnar biði erfitt verkefni, að efla lýðræðið og tryggja sam- stöðu en byggja um leið upp traust erlendis á stjórnarfari í landinu. Fyririestrar Kl.13:00 Af hverju 2% viðbótarsparnaður? Brynhildur Sverrisdóttir Kl.14:30 Hvernig tryggi ég mér góðan lífeyri? Guðlaugur Þór Þórðarson FRJÁLSI LfFEYRISSJÓÐURINN - eisti og stærsti séreignar- tifeyrissióður landsins Frjálsi lífeyrissjóðurinn er í vörslu Fjárvangs hf., Laugavegi 170, sími 540 50 60, fax 540 50 61.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.