Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 30

Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 30
30 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Khatami í ræðu við lok heimsóknar sinnar til Frakklands „Alþjóðavæðingin ógriar heimsfriðnum“ Reuters „Khatami er hryðjuverkamaður!“ hrópaði þessi kona fyrir utan höfuðstöðvar UNESCO í París í gær. Liechtenstein braut Mannrétt- indasáttmálann Furstan- umlrkaði i ekki við lög- spekina París. AP, AFP. MOHAMMAD Khatami, forseti írans, hvatti í gær þjóðir heims til að slíðra sverðin á næstu öld og leitast við að efla skilning millj samfélaga og menningarheima. I ræðu sem haldin var í höfuðstöðv- um Menningarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, í París sagði Khatami að samskipti heimshluta á næstu öld verði að vera án valdabaráttu og megi ekki einkennast af því að eitt land reyni að þvinga sínu siðgæðis- mati, stjómkerfi eða trúarbrögð- um upp á heimsbyggðina. Hann sagði einnig að alþjóða- væðingin væri ógn við heimsfrið- inn. A fréttamannafundi síðar um daginn sagði Khatami að Banda- ríkin yrðu að breyta stefnu sinni á alþjóðavettvangi til að stuðla að friðsamlegri sambúð meðal ríkja og heimshluta. Khatami sagði við fréttamenn að útilokað væri að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs án þess að Palestínumenn fái fulla og al- gera sjálfstjórn. Hann hefur hafn- að kröfum Vesturlanda um að 13 gyðingar, sem handteknir voru í Iran fyrir skömmu vegna gruns um hafa njósnað fyrir ísraela, verði látnir lausir. Forsetinn hef- ur hins vegar heitið því að menn- Bandaríkin og allsheijarþingið Geta misst sætið Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. RICHARD Holbrooke, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, Bandaríkjaþing fyrr í vikunni tU að tryggja að umtalsverður hluti skulda ríkisins við samtökin yrði strax greiddur. Þjóðarhagsmunir væru í húfi vegna þess að Banda- ríkjamenn ættu á hættu að missa at- kvæðisrétt á allsherjarþinginu vegna skuldanna. Hann sagði að Bill Clinton forseti hefði gert rétt er hann neitaði að samþykkja tillögu þar sem ekki var gert ráð fyrir greiðslu skuldanna. Holbrooke sagði að nokkrir þing- menn hefðu á síðustu stundu komið í gegn breytingatillögu sem gert hefði fjárlagatillögu um rekstur ráðuneyt- is viðskipta, dómsmála og utanríkis- mála óviðunandi. Er Clinton rökst- uddi höfnunina sagði hann að. tímasetning greiðslna í tillögunni gerði ókleift að greiða af skuldunum hjá SÞ fyrir árslok. Að sögn fulltrúa SÞ skulda Bandaríkjamenn nú um 1,8 millj- arða dollara eða yfir 130 þúsund milljónir króna. Greiði þeir ekki að minnsta kosti 350 milljónir dollara fyrir árslok geta þeir misst sætið á allsherjarþinginu en haldafastasæti sínu í öryggisráðinu. Bandaríkjamenn hafa að undan- fomu m.a. samþykkt tillögur hjá SÞ um friðargæslu á Austur-Tímor og í Sierra Leone en mikill kostnaður fylgir slíku starfi. Þingið hefur árum saman neitað að greiða skuldimar nema SÞ dragi úr ýmsum kostnaði og geri umbætur á rekstrinum. „Við verðum að taka saman hönd- um þvert á flokkabönd til að veijast litlum hópi fólks sem vill skaða þjóð- arhagsmuni Bandaríkjanna og valda Sameinuðu þjóðunum óbætanlegu tjóni,“ sagði Holbrooke sendiherra. Hann hefur undanfama daga reynt að telja þingmenn á að breyta tillög- unni og sjá til þess að borgaðar verði minnst 900 milljónir dollara af skuld- unum. irnir muni fá sanngjörn réttar- höld. Khatami hefur nú lokið þriggja daga opinberri heimsókn til Frakklands. Hann er fyrstur ír- anskra þjóðarleiðtoga til að heim- sækja landið síðan byltingin í ír- an var gerð árið 1979. Mikil öryggisgæsla hefur verið vegna heimsóknarinnar og nokkuð hefur borið á mótmælum. Kona af ír- önskum uppmna var í gær hand- tekin fyrir utan höfuðstöðvar Menningarstofnunar SÞ en hún hafði hrópað ókvæðisorð að for- setanum og kastað smáhlutum að honum. Hún kallaði forsetann hryðjuverkamann. Strassborg. Morgunblaðið. SMÁRÍKIÐ Liechtenstein var á fimmtudag dæmt brotlegt við 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem verndar tjáningarfrelsi. Þar með fékk kunnur lögspekingur þar í landi uppreisn æru. Hafði hann ekki hlotið skipun á ný í embætti dómara vegna þess að þjóðhöfð- ingjanum líkuðu ekki alls kostar skoðanir hans á valdmörkum æðstu stofnana ríkisins. Málavextir voru þeir að kær- andi, Herbert Wille að nafni, hélt fyrirlestur árið 1995 um lögfræði- leg efni þar sem hann lét þá skoð- un í ljósi að ef þjóðhöfðingjann og ■ þingið greindi á um túlkun stjórn- arskrárinnar þá skæri stjórnlaga- dómstóllinn úr. Frá þessu var greint í fjölmiðlum, Nokkru síðar barst Wille bréf frá furstanum Hans-Adam II. Þar kvað furstinn stjórnarskrá lands- ins ótvíræða, stjórnlagadómstóll- inn skæri ekki úr um ágreining af þessu tagi. Þar sem hverjum þeim sem læsi stjórnarskrána mætti vera þetta ljóst hlyti Wille að telja sig óbundinn af stjórnarskránni. Slíkur maður væri í augum furst- ans ekki hæfur til að gegna opin- beru starfi. Vorið 1997 rann út skipunartími Wille sem forseta stjórnsýsludóm- stóls landsins. Þingið lagði til við furstann að hann yrði endurskip- aður í embættið. Því hafnaði furst- inn hins vegar í samræmi við fyrri orð sín. Aðgangur að opinberu starfí Wille bar þá fram kæru við Mannréttindadómstól Evrópu og taldi meðal annars að tjáninga- frelsi sitt hefði verið brotið. Tals- menn Liechtensteins héldu því hins vegar fram að mál þetta sner- ist fyrst og fremst um aðgang að opinberum störfum. Mannrétt- indasáttmálinn mælti ekki fyrir um slíkan rétt. I dómi dómstólsins segir að bréf furstans á sínum tíma hafi falið í sér íhlutun í tjáningarfrelsi kær- anda. Sú umvöndun hafi verið lík- leg til að draga kjark úr kæranda að fella ummæli af þessu tagi í framtíðinni. Dómstóllinn kveður þessi um- mæli vissulega hafa haft pólitíska þýðingu því þau fólu í sér að furst- inn væri ekki undanþeginn valdi dómstóla. Stjórnlagafræði væri hins vegar alltaf öðrum þræði póli- tísk. Það eitt gæti ekki leitt til þess að kærandi mætti ekki tjá sig. Hafa bæri í huga að margir deildu skoðunum hans um þetta efni. Það væri því engan veginn hægt að halda því fram að um óverjandi viðhorf væri að ræða. Viðbrögð úr hófí fram Loks sagði dómstóllinn að ekk- ert hefði komið fram sem benti til þess að viðhorf kæranda hefðu haft áhrif á störf hans við stjórnsýslu- dómstólinn. Viðbrögð furstans hefðu því verið úr hófi, þau gætu ekki talist „nauðsynleg í lýðræðis- ríki“ og því hefði 10 gr. sáttmálans verið brotin. Voru kæranda dæmd- ir 10.000 svissneskir frankar í miskabætur. B andaríkj amenn halda áfram að fitna Atlanta. AP. OFFITA er nú mun algengari í Banda- ríkjunum en fyrir tæpum tíu árum, einkum í suðurríkj- unum þar sem menn neyta oft fíturíkrar fæðu og freistast til að kúra heima hjá sér í sumarhitunum fremur en að hreyfa sig. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu um offitu sem banda- ríska stofnunin Mið- stöð fyrir sjúkdóma- vamir birti á þriðjudag. Rann- sóknin bendir tii þess að hlutfall þeirra, sem teljast of feitir (30% yfir kjörþyngd eða meira), hafi stór- hækkað frá árinu Hópur digurvaxinna Bandarikjamanna tekur þátt í sérstakri offituleikfimi. 1991. Einn af hverjum fímm Bandarfkjamönnum sé of feitur en árið 1991 var þetta hlutfall einn af hveijum átta. I suðurríkjunum hækkaði of- fituhlutfallið um 67,2% á þess- um tima. Hækkunin var mest í Georgíu, tæp 102%. Offituhlutfallið var lægst í Nýja Englandi og í vesturríkj- unum, þar sem fólk hneigist til að hreyfa sig meira en ibúar suðurríkjanna. Of feitu fólki heldur þó áfram að fjölga á þessum svæðum. Of lítil hreyfíng sögð meginástæðan Hefðbundinn suðurríkjamat- ur er oft mjög fituríkur - steiktir kjúklingar, kartöflu- salat, matur af útigrilli - en sérfræðingar segja að lítill munur sé nú á mataræði suður- rikjamanna og annarra Banda- ríkjamanna. Þeir telja skort á hreyfingu meginástæðu offitu- vandamálsins f suðurríkjunum. Ibúar þeirra séu ekki eins lík- Iegir til að stunda skokk, hjól- reiðar, göngur eða æfíngar á heilsuræktarstöðvum og fólk í öðrum landshlutum. Sumir kenna veðrinu í suður- rikjunum um og segja að þar sé of heitt á sumrin til að fólk geti hreyft sig úti við. „Ef þeir fara ekki út á morgnana stunda þeir engar æfingar," sagði Harry DuVal, forstöðumaður heiisu- ræktarstöðvar Georgíu- háskóla. „Þeir halda sig inni i loftkældum húsunum." Borgarskipulaginu um að kenna? Aðrir segja að skipulagi út- hverfanna sé um að kenna þvi það miðist aðallega við þarfír ökumanna og miklu siður þeirra sem vilja ganga eða hreyfa sig. Einn skýrsluhöfundanna, William Dietz, segir að byggðin umhverfis Atianta sé orðin svo dreifð að fólk þurfi að dúsa í bfium sfnum klukkustundum saman og hafi því ekki nægan tfma til að stunda æfingar og freistist til að snæða fituríka skyndibita. Ibúum Atlanta og nágrennis hefur fjölgað stórlega frá 1991. Þá var offituhlutfallið meðal fbúanna með því lægsta í Bandaríkjunum. 17,9% Bandaríkjamanna of feit Samkvæmt rannsókninni voru 17,9% allra Banda- rfkjamanna of feit á sfðasta ári, en 12% árið 1991. Að sögn skýrsluhöfundanna fer of- fituhlutfallið „stöðugt hækk- andi“ í öllum ríkjunum og með- al fólks af báðum kynjum, af öllum kynþáttum, á öllum aldri, óháð menntun. Offituhlutfallið hækkaði mest meðal ungra karla og kvenna, fólks með einhverja háskóla- menntun og fólks af suður- amerfskum uppruna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.