Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ VIKO IM LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 37 Draumurinn um athygli DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Draumsýn um boðleiðir vitundar. MARKAÐSÖFLIN keppast um að fanga athygli neytenda og beita til þess öllum mögulegum ráðum. Athygli vekur hversu ráðandi og stýrandi þessi öfl eru orðin og hversu auðvelt þeim virðist ganga í mótun sinni. Kíki maður inn á markaðsöfl Draumalandsins til að kanna þar gang mála snýst keppni þeirra ekki um kaupendur heldur um tíma. Hjá mörgum saxast meir og meir á þann tíma sem fellur undir svefn og drauma. Umráð draumsins til að „selja“ vitundinni vöru sína skerðist vegna ytri spennu og svefntruflana dreymenda, tími hvíldar raskast og tími draumsins skreppur saman. Þetta birtist í draumum sem virðast samhengislausir líkt og stokkið sé írá einu atriði til annars, án nokkurra sýnilegra tenginga og í hverju „skoti“ sé þjappað saman fjölda myndbrota svo útkoman verður hrærigrautur, óskiljanlegt rugl. En veruleiki draumsins er ekki allur þar sem hann er séður. Þegar málið er skoðað kemst maður að því að draumurinn er að vinna sér nýja leið í óreiðunni og kemur sér upp nýju munstri, nýjum fasa til að vinna eftir. Það sem áður þótti gott og gilt er nú „halló“ og stirðbusalegt, ónýtt og „out of date“. Draumurinn endurnýjar uppbyggingu sína líkt og fruma og athyglin vaknar á ný í hlaupandi draumi þar sem gemsinn geltir þá turnklukkan slær. Sending frá „September“ Draumur 1. Er staddur í eða er að horfa á sjónvarp um undirheimaóöld (þetta orð kom upp í hugann þegar ég vaknaði). Byssuógnanir, stríðsleikir, hernaður og stælar. Tilfmningalega og að hluta leiksoppur í. Heyri drunur og finn íyrir óhug. Skynja að jarðskjálfti sé í uppsiglingu. Mér finnst ég vera á efstu hæð háhýsis, jafnvel ofan á því, það er svo stórt að ég sá aldrei út um glugga eða fram af þakbrún, ég var bara eins og í stórri tilveru á efstu hæð hússins. Endalaus herbergi, salir, gangar og íbúðir, heill heimur. Eg rýk í næstu lyftu og fer niður, mér finnst þetta vera 100-200 hæða hús. Þegar ég er hálfnaður eða meira fer ég að finna fyrir því að húsið byrjar að skjálfa, drunumar eru allnokkrar. Fer út úr lyftunni, þori ekki að vera í henni lengur, hálfnaður á leið niður og hleyp niður stiga hæð eftir hæð. Þá skynja ég að húsið er byrjað að hrynja og falla saman. Það byrjar efst, síðan falla þær hver af annarri niður eftir húsinu. Eg hleyp í kapphlaupi við tímann að komast út á jarðhæð áður en neðstu hæðirnar falli saman. Ég er kominn neðarlega í húsið þegar ég finn að þær hæðir sem falla saman nálgast óðum, að lokum er ég farinn að beygja mig því næsta hæð fyrir ofan fellur um leið og ég kemst á næstu fyrir neðan. Svo fellur sú hæð, sem ég er staddur á, saman meðan ég hleyp niður og verð ég því að beygja mig og hliðra til fyrir steypubitum og lofti sem fellur niður. Loks kemst ég út undir vegg og slepp með naumindum. Seinna en í beinu framhaidi (í sama svefni) Þá sé ég að búið er að endurbyggja húsið, nú er það sex hæða og fallegt. Það féll ekki meira saman en svo að hæð þess varð á við sex hæða hús. Svipað og hús Sjóvá-Almennra ef sleppt er útbyggingum, glerhýsum og svoleiðis, þ.e, kassinn sjálfur hreinn og slípaður. Sem þakhæð er nú kominn glæsilegur en látlaus hvítur gler-gróðurskáli eins og valmaþak í laginu. Ég fer upp í skálann. Þar er veitingasalur fullur af fólki sem situr við borð og talar saman eins og á kaffihúsi. Finn fyrir kærleik og gleði, jafnvel trúarlegri lotningu hjá fólkinu. Fer inn í skálann og sé kunningja eða vin (í draumnum en ekki í dagvitundinni). Fer til hans i gleði og við föðmumst. Lifðirðu hamfarirnar af, sagði ég eins og dómsdagur hefði gengið yfir mannkynið og fáir útvaldir hafi komist af. í salnum og í mér ríktu kærleiksríkar tilfinningar samkenndar og einingarvitundar. Ráðning Draumurinn lýsir á sinn hátt baráttu draumsins að ná athygli eða leið vitundarinnar að höndla þann skyndilega hraða og þau margföldu áreiti sem komin eru inn í líf nútímamannsins. Þetta breytta munstur er manninum ekki tamt og þvi þarf hann að aðlaga sig því allsnögglega eða stökkva ella af hringekjunni. Fyrri hluti draumsins er um þetta ferli, hvernig húsið (félagsleg vitund) hrynur skipulega svo að vitundin (þú og við) vinni sér tíma og finni réttu leiðina undan hrynjandi hæðunum (hraðvaxandi áreiti) og sleppi klakklaust úr háskanum. Seinni hlutinn lýsir svo vitundinni þegar hún hefur náð fyrir endann á nútímanum og sigrast á kapphlaupinu við tímann og áreitin. Hvernig hún fágast og slípast í þessari baráttu og kemur sér upp stóískri ró þrátt fyrir mikla hraðaaukningu, þessu fylgir þétt öryggiskennd og vissa um andlega velmegun. Þessi draumur er á vissan hátt boðun um að brothættur nútími verði heill í mynd framtíðar. Draumur 2. Fresta komu þeirra um þrjú ár. Egyptaland, ísland. Eitthvað mikilvægt skeður. Sameinuðu þjóðirnar skrifa undir samning, jafnvel nauðug. Einhver nálgaðist mig svo og ýtti í bakið á mér með putta svo fast að ég vaknaði. Mér fannst það vera áhersla á skilaboðin. Þetta var mjög sterk upplifun. Augnablik fannst mér eins og verið væri að þrýsta mér út úr líkamanum en ég vaknaði. Ráðning Seinni draumurinn er svo af allt öðrum toga þótt hann virðist fela í sér boðskap líkt og fyrri draumur, en hann má sjá í hillingum sem vísbendingu um endurkomu guða þótt ekki sé á hreinu hver oti fingri sínum og þrýsti á þá vitneskju, skaparinn eða sá sem skapaður var. •Þeir lesendur sem viljn fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafui, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavík. Náttúrulegt C-vítamín eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi HeilræOi viku 43 Hvað eru unglingabólur? Unglingabólur koma fram þegar sýking myndast í húðkirtlum sem umlykja fínni hárin f andlitinu og á efri hluta líkam- ans. Vandamálið er oftast mest hjá fólki á aldrinum 17-19 ára. Húðkirtlarnir þrengj- ast þegar framleiðsla á karlhormónum kallar á aukna framleiðslu húðfitu. Undir liggja úrgangsefnin sem ekki ná að skila sér út og sýking myndast 1 kirtlunum. Til að losna við unglingabólur verður m.a. að gæta hreinlætis og nota mildar sápur. Einnig má nefna að halda hári frá and- litinu og drekka mikið vatn. Leitið frekari ráða hjá lyfjafræðingum okkar. Lyf&heilsa Kynnum nýju vetrartískuna frá OROBLll ídag kl. 12-16 20% kynningar- afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. LYFJA Lágmúla 5, sími 533 2300 SKÓLAVÖRÐUSTÍGöRR 3 LISTHÚS REKIN AF 15 LISTAMÖNNUM INGA ELIN ÓFEIGUR MEISTARIJAK0B tédt Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 6. og 7. nóvember „Tíminn er líf. Og lífið býr í hjartanu. Því meira sem fólkið sparaði því minna átti það.“ (Úr Mómó eftir M. Ende) Gefur þú þér tíma til að lifa? Guðré.n Arjialds, $»inar 551 8439 og 896.2396
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.