Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 49
UMRÆÐAN
Eyjabakkar og
ný skipulagslög
EYJABAKKAR
voru ekki á skipulags-
skyldu svæði þegar
virkjunarleyfi fyrir
Fljótsdalsvirkjun var
gefið út árið 1991. Með
nýjum skipulags- og
byggingarlögum frá
árinu 1997 og sveitar-
stjórnarlögum frá 1998
er allt hálendið, þar
með taldir Eyjabakk-
ar, hins vegar orðið
skipulagsskylt. I hin-
um hörðu deilum sem
geisa um virkjunina
hefur mörgum yfirsést
mikilvæg áhrif hinna
nýju laga. Þau geta
ekki aðeins seinkað framkvæmdum
um ríflega helming þess tíma sem
þarf undir lögformlegt mat á um-
hverfisáhrifum heldur færa þau
Fljótsdalshreppi vald til að hafna
framkvæmdinni ef sveitarstjórnin
er henni andvíg.
Mikilvægar lagabreytingar
í gömlu skipulagslögunum var
einungis kveðið á um að sveitarfé-
lög væru skipulagsskyld en þágild-
andi sveitarstjórnarlög skilgreindu
sveitarfélag með þeim hætti að þau
tóku aðeins yfir byggðina í landinu.
Hálendið var því utan sveitarfé-
laga. Eyjabakkar voru ofan hefð-
bundinna staðarmarka sveitarfé-
laga og voru því strangt til tekið
ekki skipulagsskyldir. Þegar virkj-
unarleyfið var gefið út árið 1991 var
því engin lagaleg kvöð um að bygg-
ingarleyfi eða önnur leyfi væru gef-
in út áður en framkvæmdir gætu
hafist við Eyjabakkamiðlun enda
engu stjórnvaldi til að dreifa sem
gæti gefið út slík leyfi. Vafalítið vai’
það þessi gloppa skipulagslaganna
sem olli að á þessum árum töldu
margir að virkjunarleyfið fæli í sér
ofangreind leyfi.
Þessi staða gjörbreyttist með
samþykkt nýrra skipulags- og
byggingarlaga 1997 og nýrra sveit-
arstjórnarlaga ári síðar. I kjöl-far
þeirra er allt hálendið orðið skipu-
lagsskylt. Nýju sveit-
arstjórnarlögin
mæltu jafnframt svo
iyrir að staðarmörk
sveitarfé-laga yrðu
dregin inn til miðju
landsins. Það þýðir
m.a. að engar fram-
kvæmdir mega hefj-
ast á Eyja-bökkum
fyrr en Fljótsdals-
hreppur hefur gefið
út byggingarleyfi fyr-
ir hvers konar bygg-
ingum „ofan jarðar og
neðan“. Sömuleiðis
þarf hann að veita
sérstakt fram-
kvæmda-leyfí fýrir
„meiri háttar fram- kvæmdir, sem
áhrif hafa á um-hverfið og breyta
ásýnd þess“ en eru ekki byggingar-
leyfisskyldar. Augljóslega getur
Landsvirkjun því ekki hafið gerð
miðlunarlóns við Eyjabakka fyrr
en Fljótsdals-hreppur hefur gefið
framkvæmdaleyfi fyrir því.
Fljótsdalshreppur getur hins
vegar ekki tekið afstöðu til bygg-
ingar- og framkvæmdaleyfa fyrr en
hann hefur endanlega samþykkt
deiliskipulag vegna framkvæmda í
tengslum við virkjunina. Það er
hluti af þeim breytingum sem nýju
lögin færa með sér.
Stöðvunarréttur
Fljótsdalshrepps
Landsvirkjun er sjálf að vinna að
gerð deiliskipulags fyrir Eyja-
bakka. Mörgum kann að fínnast
það undarlegt en fyrir því er heim-
ild í reglugerð, sem er þó erfitt að
finna stoð í sjálfum lögunum. Þegar
Landsvirkjun hefur lokið deili-
skipulagsgerðinni leggur hún það
fyrir sveitarstjórn Fljótsdals-
hrepps. Hvað gerist, ef sveitar-
stjórnin hafnar deiliskipulaginu, til
dæmis með þeim rökum að fram-
kvæmdir á grundvelli þess muni
skaða náttúrufar innan sveitarfé-
lagsins?
Landsvirkjun gæti þá sam-
kvæmt nýju lögunum skotið
Virkjanir
s
I krafti nýju skipulags-
og byggingarlaganna,
segir Ossur Skarphéð-
insson, getur Fljóts-
dalshreppur stöðvað
gerð Eyjabakkalóns sé
vilji til þess innan sveit-
arfélagsins.
ákvörðun hreppsins til úrskurðar-
nefndar um skipulags- og bygging-
armál. Nefndin hefði hins vegar
enga stöðu til að ógilda ákvörðun
sveitarstjórnarinnar án þess að
mat á umhverfisáhrifum styddi
slíka niðurstöðu. Það leikur því
ekki á tveim tungum að í krafti nýju
skipulags- og byggingarlaganna
getur Fljótsdalshreppur stöðvað
gerð Eyjabakkalóns sé vilji til þess
innan sveitarfélagsins.
Umhugsunarefni fyrir
virkjunarsinna
Virkjunarsinnar hafna mati á
umhverfisáhrifum Fljótsdals-
virkjunar m.a. með vísan í tíma-
skort. Það er fróðlegt að skoða þau
rök í ljósi þess hve langan tíma tek-
ur að Ijúka deiliskipulaginu. Sam-
kvæmt nýju lögunum er ferillinn
eftirfarandi: Þegar sveitarstjórn
hefur samþykkt tillögu að deilis-
kipulagi ber henni að auglýsa það
opinberlega og hengja það upp til
kynningar í 4 vikur. Frestur til að
gera athugasemdir við deiliskipu-
lagstillöguna rennur út 2 vikum eft-
ir að kynningu lýkur eða 6 vikum
frá auglýsingu. Að honum loknum
fjallar skipulagsnefnd sveitarfé-
lagsins um athugasemdirnar, og
loks sveitarstjómin sjálf. Sú um-
fjöllun tekur vart minna en tvær
vikur.
Það er ljóst að andstæðingar
Össur
Skarphéðinsson
Það er dýrt að
sofa saman
ÞAÐ REYNA allir
að vekja athygli á sín-
um málstað og gera
það með ýmsu móti.
Því miður hafa eldri
borgarar ekki látið í
sér heyra eins mikið
og ástæða er þó til.
Afleiðingarnar birtast
til dæmis í grein, sem
fyrrverandi þingkona
kvennalista skrifaði
nýlega, þar sem hún
mótmælir því að af-
numið verði það órétt-
læti að heimavinnandi
húsmóðir megi aðeins
nota 80% af sínum
eigin persónuafslætti
á móti skatti á sameiginlegar
tekjur þeima hjóna. Látum vinn-
andi fólk á besta aldri liggja á milli
hluta, það svarar sjálfsagt fyrir sig.
En það er dæmigert, að hún nefnir
það ekki einu orði hvernig þetta
óréttláta ákvæði kemur niður á
eldri borgurum. Það er eins og hún
ætli að reka gömlu konurnar aftur
út á vinnumarkaðinn! Heimavinn-
andi húsmæður studdu vist lítt
kvennalistann og því fór sem fór
fyrir honum, mæður vildu vera
með ungum börnum sínum meðan
stætt var.
Ekki að heldur er ymprað á
þeiiTÍ svívirðu sem
viðgengst gagnvart
eiginkonum, og felst í
þeim ákvæðum
skattalaga að meina
þeim að nýta sinn
eigin persónuafslátt
gagnvart skatti á fjár-
magnstekjur af eigin
eignum. Það er ekki
laust við að maður
verði blendinn í trúnni
á kvenfrelsisbaráttu
þessarra afla, þegar
að málefnum aldraðra
kemur.
Áðurnefnd fyrrver-
andi þingkona telur að
hver einstaklingur
eigi helst að vera sjálfstæður
skattaaðili, án tillits til þess hverj-
um hann sofi hjá, jafnvel þó að
hjón hafi sameiginlegan fjárhag.
Það sjálfsagt gott og blessað, en
það á heldur ekki að refsa þeim
skattalega fyrir það eitt að kjósa
að sofa saman. Það var víst ut-
andagskrárumræða á Alþingi um
daginn um hórmang hér á landi og
veit það vonandi á gott, en mér vit-
anlega hafa litlar sem engar um-
ræður átt sér stað utan dagskrár á
þeim stað um stöðu aldraðra í okk-
ar landi. Þetta er ef til vill gott
dæmi um það sem Alþingismönn-
Pétur
Guðmundsson
Aldraóir
Mér vitanlega, segir
Pétur Guðmundsson,
hafa litlar sem engar
umræður verið utan
dagskrár um stöðu
aldraðra.
um finnst mest aðkallandi í okkar
þjóðfélagi um þessar mundir.
Ég held að ég verði að upplýsa
þessa fyrrverandi þingkonu og þar
með landsmenn alla um það að
hjón hafa á undanfornum áratug-
um „borgað“ allt að kr. 56.000 á ári
fyrir það eitt að sofa saman, vegna
skerts persónuafsláttar heimavinn-
andi húsmóður gagnvart sköttum.
Og þegar að ellilífeyri kemur þá
bætast við kr. 40.239 á ári, vegna
þess að hjón fá lægri ellilífeyri en
tveir einstaklingar. Það er vafa-
laust skattlagning á mikla reynslu
og hæfni á þessu sviði.
En alvaran er sú blákalda stað-
reynd, að stjórnvöld gera nákvæm-
lega ekki neitt í málefnum aldraðra
nema að þau sjái sig tilneydd til að-
gerða. Þess vegna er það nauðsyn
að eldri borgarar sýni samstöðu og
fjölmenni á félagsfund Félags eldri
borgara í Reykjavík í Ásgarði í
Glæsibæ um kjör aldraðra, laugar-
daginn 30. október kl. 14.
Höfundur er verkfræðingur og á
sæti í stjórn Félags eldri borgara i
Reykjavík.
Fljótsdalsvirkjunar munu gera
mjög flóknar og viðamiklar at-
hugasemdir við hana. Það þarf því
drjúgan tíma að vinna úr þeim og
ólíklegt annað en sveitarstjórnin
þurfi sérfræðinga sér til liðsinnis.
Oráðlegt er að ætla að skemmra en
4 vikur þurfi til þess. Fari svo að
Fljótsdalshreppur geri grundvall-
arbreytingar á deiliskipulaginu til
að koma til móts við athuga-semdir,
eins og ekki er ólíklegt í svo um-
deildu máli, þarf að senda málið
upp á nýtt í ofangreindan feril.
Lykti honum með því að sveitarfé-
lagið samþykki deili-skipulagið er
næsta öruggt að and-stæðingar
virkjunarinnar skjóta málinu til
úrskurðarnefndarinnar. Hún hefur
tvo mánuði til að skila af sér en get-
ur þó fengið frest í einn mánuð til
viðbótar „sé mál viðamikið og fyrir-
sjáanlegt að afgreiðsla taki lengri
tíma.“ Það er því líklegt að það taki
ekki minna en 26 vikur að ljúka
samþykkt deiliskipulagsins frá því
það er fyrst auglýst. Landsvirkjun
á talsvert eftir af vinnu við skipu-
lagið og ekki ólíklegt að hún þurfi
enn fjórar vikur frá deginum í dag
til að ljúka því. Þótt sveitarstjórniu
taki ekki nema tvær vikur undf?
fyrri umræðuna þá geta því alls lið-
ið átta mánuðir áður en búið er að
samþykkja deiliskipulag fyrir
Eyjabakkana.
Lögformlegt mat á umhverfis-
áhrifum virkjunarinnar er eina
leiðin sem gæti skapað sátt í deil-
unni um Eyjabakka. Umhverfis-
ráðuneytið telur að það taki 14-16
mánuði. Það hlýtur því að vera um-
hugsunarefni iyrir virkjunarsinna
sem með rökum tímaskorts hafa
lagst gegn slíku mati, að í reynd
þarf aðeins 6-8 mánuði umfram,
hinn lögboðna skipulagsferil til að
ná bærilegri sátt um eitt helsta
deilumál síðari ára.
Höfundur er alþingismaður.
1939 ' 1999
Félags Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
verður haldin hinn 6. nóvember 1999
í Akoges-salnum, Sóltúni 3, Reykjavík.
Húsið opnað kl. 19.00, fordrykkur,
borðhald hefst kl. 20.00.
Helga Braga Jónsdóttir,
leikkona flytur gamanmál,
Snæfellingakórinn,
stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson,
Silvía Rún syngur við undirleik
Þorkels Móna.
Heiðursgestur:
Ásbjörn Óttarsson, Rifi.
Veislustjóri: Ellert Kristinsson,
Stykkishólmi.
Hljómsveitin Nátthrafnarnir
ieikur fyrir dansi
Mfðaverð er kr. 3.800.-
Miðasala verður í versluninni Verinu, Njálsgötu 86,
miðvikudaginn 3. nóv. og fimmtudag 4. nóv.
frá kl. 16.00 til kl. 19.00.
Einnig tekið við miðapöntunum hjá eftirtöldum:
Asdís Arnardóttir s. 554 4569 Lára Kristinsdóttir s. 566 6374
Emilía Karlsdóttir s. 554 1407 Signý Þórðardóttir s. 554 0103
• Festingar án nagla
og skrúfa
• Sjálflímandi
• Kröftug líming
• Fjarlægjanleg án
ummerkja
• Mikið úrval
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is