Morgunblaðið - 30.10.1999, Qupperneq 50
Jð (ttíill IJðÖflTMO >()Ö
50 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
i> 11 ...
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Fleiri staðreyndir um
framkvæmdasjóð fatlaðra
PÁLL Pétursson
félagsmálaráðherra
skrifar grein í Morg-
unblaðið föstudaginn
22. október undir
fyrirsögninni „Stað-
reyndir um fram-
kvæmdasjóð fatl-
- aðra“.
Ráðherra byrjar
grein sína á því að
greina frá því að
Landssamtökin
Þroskahjálp hafi
með ályktun á fundi
mótmælt skerðingu
á fé til framkvæmda-
sjóðs fatlaðra.
Reyndar var um landsþing sam-
takanna að ræða eins og ráherr-
anum ætti að vera kunnugt, þar
sem hann var beðinn um að
flytja ávarp við setningu þess.
Því miður kom hann því ekki við
vegna anna.
I grein sinni velur Páll þá leið
,að stunda pólitíska sagnfræði,
ber eigin gjörðir sem ráðherra
við gjörðir fyrirrennara sinna og
ber saman tölur frá mismunandi
tímabilum. Eitt og annað má ef-
laust út á þá framsetningu setja
án þess að það sé gert hér. Fé-
lagsmálaráðherra tíundar, að því
virðist til að réttlæta niður-
skurðinn á framkvæmdasjóð, að
uppbygging þjónustu við fatlaða
hafi kallað á aukinn rekstur. Var
þingmanninum Páli Péturssyni
og þingheimi þetta ekki ljóst
" þegar samþykkt voru lög um
tekjur framkvæmdasjóðs 1992?
Ráherra lýkur grein sinni á
því að lýsa því yfír að það séu öf-
ugmæli að tala um að málefni
fatlaðra hafi orðið
fyrir skerðingu í
hans tíð og því til
staðfestingar leggur
hann saman hækk-
anir sem orðið hafa í
rekstri þessa mála-
flokks í hans stjórn-
artíð.
Allur þessi talna-
leikur hefur ekkert
að gera með ályktun
landsþings Þroska-
hjálpar. Það sem
ályktað var um þar
var sú staðreynd að
þrátt fyrir ákvæði
laga sem Alþingi
samþykkti 1992 um að allar
áætlaðar tekjur af erfðafjársk-
atti skuli renna til framkvæmda-
sjóðs fatlaðra munu skv. fjárlag-
afrumvarpinu fyrir árið 2000
aðeins 235 milljónir af 575 mi-
ljónum, eða 40% af áætluðum
tekjum hans, renna til fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra. Afgan-
gurinn rennur í ríkissjóð.
Þessum staðreyndum um
framkvæmdasjóð fatlaðra var
mótmælt í umræddri ályktun
landsþings Landssamtakanna
Þroskahjálpar. Æskilegt væri að
umræðan snerist um þessar
staðreyndir málsins.
í grein sinni getur Páll þess
réttilega að erfðafjárskattur sé
sveiflukenndur tekjustofn, sem
út af fyrir sig er rétt. Hinsvegar
er það svo að sveiflurnar á síð-
asta áratug hafa nánast alltaf
verið á þann veginn að tekjurnar
hafa verið meiri en áætlað var og
munar þar samtals hundruðum
milljóna króna.
Þroskahjálp
Vonbrigðin eru ennþá
meiri nú, segir Fríðrik
Sigurðsson, þegar í ljós
kemur að árið 2000 er
ekki gert ráð fyrir því
fjármagni sem þarf til
að standa við áætlun
nefndarinnar.
í ár eru t.d. rauntekjur 95
milljónum kr. hærri en áætlaðar
tekjur. Fyrir stjórnartíð Páls
rann þessi mismunur í fram-
kvæmdasjóð fatlaðra og þaðan
að hluta til í rekstur, en rennur
nú beint í ríkissjóð.
Rétt er einnig að benda á að
skv. lögum um málefni fatlaðra
er gert ráð fyrir að tekjur fram-
kvæmdasjóðs séu, auk „óskertra
tekna erfðafjársjóðs“, „framlag
ríkissjóðs skv. ákvörðun Alþingis
í fjárlögum hvers árs“.
Þetta ákvæði bendir til að Al-
þingi hafi ætlað að hafa tækifæri
til að rétta hag sjóðsins í mögr-
um árum erfðafjársjóðs.
Slíkt framlag hefur aldrei ver-
ið greitt.
Ráherrann fjallar í grein sinni
um störf nefndar sem gerði til-
lögur um hvernig eyða mætti
biðlistum eftir búsetu og annarri
þjónustu fyrir fatlaða. Undirrit-
aður sem sat í þeirri nefnd fyrir
hagsmunasamtök fatlaðra hefur
marg oft lýst sérstakri ánægju
með störf þeirrar nefndar og tel-
ur að verði farið að tillögum
hennar sé fyrirsjáanleg ákveðin
þáttaskil í málefnum fatlaðra á
næstunni.
Nefndin lagði til að vandann
skyldi leysa á næstu 7 árum. Það
segir allt sem segja þarf um
stærð hans. Ráðherra og fyrir-
rennarar hans í því embætti
mættu hafa í huga, að ef stjórn-
völd hefðu ávallt farið eftir þeim
lögum, sem Alþingi setti fyrir 7
árum, væri ekki um neinn 7 ára
biðlista að ræða í dag.
Rekstraráætlanir félagsmálar-
áðuneytisins í fjárlagafrumvarp-
inu fyrir árin 1999 og 2000 gefa
fyrirheit um að standa eigi að
uppbyggingunni eftir áætlun
„biðlistanefndarinnar". Hjá
hagsmunasamtökum fatlaðra var
skilningur á því að ekki tókst að
auka fé í framkvæmdasjóð fatl-
aðra á árinu 1999 þar sem tillög-
ur nefndarinnar lágu ekki fyrir
fyrr en 3. desember 1998. Því
eru vonbrigðin ennþá meiri nú
þegar í ljós kemur að árið 2000
er ekki gert ráð fyrir því fjár-
magni sem þarf til að standa við
áætlun nefndarinnar.
Ráðherra getur þess að í
seinni tíð hefur í auknum mæli
verið farið inn á þá braut að
leiga húsnæði til bússetu fyrir
fatlaða, enda sé það skjótvirkari
leið. Landssamtökin Þroskahjálp
setja sig ekki upp á móti þessari
aðferð. Hinsvegar er það svo að
samkvæmt tillögu biðlistanefnd-
ar átti á árunum 1999 og 2000 að
Friðrik Sigurðsson
taka á vanda þeirra sem eru í
brýnustu þörf fyrir búsetu í
Reykjavík og á Reykjaneskjör-
dæmi. Þeir sem eru í mestri
neyð nú á þessum svæðum eru
mikið fatlaðir og oft á tíðum
fjölfatlaðir einstaklingar. Undir-
ritaður fullyrðir að heppilegt
húsnæði fyrir þessa einstaklinga
sé vandfundið á leigumarkaði, ef
það þá fyrirfinnst. Því er algjör
nauðsyn á að framlög til fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra fyrri hluta
7 ára tímabils sé hátt en gæti
hugsanlega lækkað síðar þegar
búið verður að leysa vanda
þeirra sem þarfnast sértækasta
húsnæðisins.
Það verður einnig að segjast,
að það er nýtt að heyra hve fé-
lagsmálaráðherra er áhugasam-
ur um húsaleiguleiðina, því
Landssamtökin Þroskahjálp
sendu ráðherra bréf í marsmán-
uði sl. til að kanna hvort áhugi
væri í ráðuneyti hans á að gera
langtímaleigusamning við sam-
tökin um húsnæði fyrir fatlaða
sem þau myndu byggja með lán-
um úr Ibúðalánasjóði. Þetta bréf
var ítrekað með minnismiða í
júní. Enn hafa engin svör borist.
Landssamtökin Þroskahjálp
hafa ávallt viljað eiga sem best
samskipti við stjórnvöld. Sam-
eiginleg niðurstaða biðlistan-
efndar, sem í áttu sæti m.a. nú-
verandi sjávarútvegsráðherra og
formaður fjárlaganefndar Al-
þingis, leiddi í ljós að aðila
greinir ekki lengur á um þörfina
og nú er komið að því að stjórn-
völd og hagsmunasamtök ör-
yrkja nái samkomulagi um
hvernig eigi að standa að fjár-
mögnun framkvæmda á um-
ræddu 7 ára tímabili. Landssam-
tökin Þroskahjálp lýsa sig
reiðubúin til slíkra viðræðna en
frábiðja sér að vera dregin inn í
pólitískra samanburðarfræði
stjórnmálamannana.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Fimbul-famb
TÖLVUR verða sí-
fellt mikilvægari á
öllum sviðum þjóð-
.lífsins. Þar er Há-
skólinn engin undan-
tekning og eru tölvur
nú orðinn ómissandi
þáttur skólastarfs-
ins. Því miður hefur
tölvukostur Háskól-
ans engan veginn
verið fullnægjandi
undanfarin ár. Fyrir
ári hóf Stúdentaráð, í
samvinnu við Hollv-
inasamök Háskólans,
svonefnt Tölvuátak
til að bæta úr ásta-
Tölvuátak
^ Tölvukostur hefur veru-
lega veríð bættur í ýms-
um útbyggingum Há-
skólans, segir Fanney
Karlsdóttir, þótt víða
megi enn bæta ástandið.
ndinu. Átakið stendur enn yfir en
árangur þess hefur þegar litið
dagsins ljós innan Háskólans.
* Margar veglegar gjafir
Það sem ber hæst er að tölvu-
kostur hefur verulega verið bætt-
ur í ýmsum útbyggingum Há-
skólans en þar hafði ástandið víða
verið algjörlega óviðunandi. Til
dæmis má nefna að komið hefur
verið upp nýju tölvuveri í Skóg-
‘‘arhlíð en það er til komið vegna
framlags frá Eim-
skipafélagi Islands.
I haust bárust
einnig veglegar gjaf-
ir frá ACO hf. og
Kjaran tæknibúnaði.
ACO gaf nýjar iMac-
tölvur sem fara til
guðfræðideildar,
hugvísindastofnunar
og jarð- og landa-
fræðiskorar. Kjaran
gaf prentara sem
fara til tannlækna-,
guðfræði- og verk-
fræðideildar.
Framlög á þriðja
tug milljóna
Framlög til Tölvuátaksins
nema nú vel á þriðja tug milljóna
króna. Eitt af markmiðum
átaksins er að safna nægu fé til
að hægt verði að stofna sjóð sem
skal hafa það að markmiði að
standa straum af hluta kostnaðar
vegna endurnýjunar tölvukosts-
ins við Háskólann. Sá tími sem
eftir er átaksins verður notaður
til að efla þennan sjóð.
Átakið stendur enn
Átakið stendur yfir til 1. des-
ember næstkomandi. Þótt vel
hafi gengið má enn víða bæta
ástandið. Fyrirtæki eru því hvött
til að leggja átakinu lið og stuðla
þannig að því að tölvukostur Há-
skólans verði sem best úr garði
gerður. Slíkt skilar menntaðri
einstaklingum sem reynast hæf-
ara vinnuafl þegar út á vinnum-
arkaðinn er komið.
Höfundur situr í háskólaráði og
Stúdentaráði fyrir hönd Röskvu.
í DAG, miðvikudag-
inn 27. október, leggur
Morgunblaðið mest-
alla miðopnu sína und-
ir nýtt íslenzkt vanda-
mál: Hríðminnkandi
aðsókn í sjávarútvegs-
nám. Birt er línurit yf-
ir brautskráða skip-
stjórnarmenn frá
Stýrimannaskólanum
í Reykjavík síðustu
tuttugu árin, hroll-
vekjandi staðreyndir
íyrir fiskveiðiþjóð. Á
árunum í kringum
1980 brautskráðust
u.þ.b. 150 skipstjórn-
armenn á ári á öllum
þremur stigum skipstjórnarnáms.
Af línuritinu má ráða að þeim hafi
fækkað í ár nær 6-falt.
Skólastjóri Stýrimannaskólans í
Reykjavík, Guðjón Armann Eyj-
ólfsson, segir svo við höfund Morg-
unblaðsgreinarinnar: „Við sendum
út 400 bréf til allra sem lokið hafa 1.
stigs skipstjómarnámi en það bar
lítinn árangur, því 6 sóttu um nám á
2. stigi sl. haust.“
Og svo er fimbulfambað fram og
aftur í greininni um orsakir þessar-
ar háskalegu þróunar fyrir íslenzku
fiskveiðiþjóðina. Þar er því m.a.
haldið fram að orsökin sé „mjög
neikvæð fjölmiðlaumræða um sjáv-
arútveg almennt.“
Hér fer eitthvað milli mála, held-
ur betur. Hafa kannski ekki allir
fjölmiðlar lokið upp einum munni
um ágæti íslenzka fiskveiðistjóm-
arkerfisins? Hafa fjölmiðlar nokk-
uð dregið af sér í flutningi frétta um
að ísland byggi við „fullkomnasta
fiskveiðistjórnarkerfi í heirni"?
Einmitt í dag er sjö dálka grein í
Morgunblaðinu, þar sem sérfræð-
ingur blaðsins í framsali veiðiheim-
ilda, Hjörtur Gíslason, ræðir við
sérfræðing FAO í fisk-
veiðistjómun. Sá er nú
ekki hjátækur sér í yf-
irlýsingum um ágæti
íslenzkrar fiskveiði-
stjórnar, þar sem
„Islendingar hafa náð
þjóða lengst í fiskveið-
istjórnun" og að „Isl-
and sé gott fordæmi
fyrir margar aðrar
þjóðir“.
Þeir, sem hafa í
skjóli stjómvalda söls-
að undir sig sjávar-
auðlindina íslenzku,
hafa varið ómældum
fjárfúlgum í að lof-
syngja kerfið. Og enn
stærri fjárhæðum til að halda þeim
við völd, sem gripdeildinni stjórna.
Ekki er nóg með að fjölmiðlar
lofsyngi kerfið heldur kappkosta
þeir að fela afleiðingar þess, ef þær
eru ekki valdhöfum og sægreifum
að skapi. Rétt eins og allt valda-
kerfið hamast við að benda á og
gera tillögur um lausnir vegna
vanda sjávarþorpanna, er varast að
nefna einu orði höfuðorsökina, þá
að skorið hefir verið á lífæðar sjáv-
arbyggðanna með því að banna
þeim að sækja eigin sjó að afla
fanga, sem þeir hafa erfðarétt á, en
óhlutvandir menn af þeim stolið.
Sama er uppi á teningnum í
opnugrein Morgunblaðsins í dag,
þar sem ræddur er vandi sjávar-
útvegsins vegna þess að ungir
menn era hættir að sækja nám í
skipstjórnarfræðum. Flest er þar
tínt til, nema það sem aðalmáli
skiptir: Endurnýjun í íslenskri út-
vegsmannastétt er úr sögunni.
Þeim, sem hér heldur á penna, er
manna bezt kunnugt um ástæðurn-
ar, sem lokkuðu unga menn að sjáv-
arútvegi og skipstjórnarfræðum:
Það var vonin um að eignast eigið
Sjávarútvegsmál
Að sjálfsögðu vilja léns-
herrarnir einnig sjá um
innrætingu leigu-
liðanna, segir Sverrir
Hermannsson. Peir
ráða hvort sem er brátt
öllum örlögum þeirra.
skip og reka sjálfstæðan útveg.
Þeir náðu margir takmarki sínu.
Og fyrir þeirra framtak, fyrst og
fremst, var það að íslenzk þjóð reis
úr öskustó fátæktar og umkomu-
leysis til þeirrar hagsældar, sem nú
ber raun vitni.
Nú era þessir kostir úr sögunni.
Nú eiga ungir skipstjórnarmenn
þess engan kost að eignast eigin út-
gerð. Það er svo sérstakt íhugunar-
efni hvert stefnir fyrir atvinnugrein
þar sem endurnýjun forystumanna
er úr sögunni.
Kannski er hjálpin næst þegar
neyðin er stærst. Leigupenni Sam-
herja á Akureyri upplýsir í fyrr-
greindn Morgunblaðsgrein að þeir
hjá LIU hafi „til athugunar stofnun
sjálfseignarstofnunar um menntun
í sjávarútvegi“. Þá höfum við það.
Þá verður nám í sjávarátvegsfræð-
um vafalaust „mjög heillandi og
skemmtilegt" svo vitnað sé orðrétt í
vinnumanninn.
Að sjálfsögðu vilja lénsherrarnir
einnig sjá um innrætingu leigu-
liðanna. Þeir ráða hvort sem er
brátt öllum örlögum þeirra.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður Fijálslynda flokksins.
Röskva fagnar
nýjum tölvukosti
Fanney
Karlsdóttir
Sverrir
Hermannsson