Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 54
54 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
f---------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Um veiðieftirlit og veiðimál
'•* ÉG SEM veiðieftir-
litsmaður í Amessýslu
get nú ekki lengur orða
bundist, þar sem ég hef
verið talinn af í opinber-
um fjölmiðlum, af hópi
manna sem nefbir sig
áhugamenn um laxveiði
á vatnasvæði Hvítár og
Ölfusár. Detta mér
helst í hug orð Marks
Twain: „Fregnir af and-
láti mínu eru stórlega
ýktar.“
Hópur þessi hefur
staðið að undirskrifta-
söfnun á meðal manna
þar sem bréfhausinn er
eitthvað á þessa leið:
„Við undirritaðir mótmælum ólögleg-
um og eftirlitslausum netaveiðum á
vatnasvæði Ölfusár-Hvítár". Rétt-
lætismál ef satt væri og menn skrifa
undir í góðri trú. En þar sem for-
kólfar undirskriftanna hafa tileinkað
sér þá þekktu aðferð að ljúga 100% til
að 80% trúi hafa þeir að sjálfsögðu
engan áhuga á staðreyndum málsins.
Enda um áróðursstríð að ræða gegn
þeim sem kjósa að nýta hlunnindi sín
til laxveiða á annan hátt en forkólfun-
um hugnast Staðreyndimar eru
raunar aðrar.
7 Ég er skipaður opinber veiðieftir-
litsmaður á vatnasvæði Ölfusár/Hvít-
ár ásamt strandlengjunni frá Þjórsá
að Selvogi og hef sinnt þessu starfi
fiá 1979. Þá þegar var byijað að nota
flugvél við veiðieftirlit. Flugvél er
einkar hentugt tæki tii slíki-ar vinnu,
nánast bylting frá fyrri aðferðum. A
einni og hálfri til tveim-
•ur klst. get ég skoðað
hvem veiðistað og
hvert látur á svæðinu
ásamt strandlengjunni
á mínu svæði. Með fyrri
aðferðum, þ.e. að aka á
hvem stað, tæki sama
ferðalag viku. Að sjálf-
sögðu nota ég líka
jeppa því ekki er alltaf
hægt að fljúga. Þessi
gæsla úr lofti hefur í
áranna rás gert það að
verkum að veiðibrot
era orðin fátíð og ólög-
leg sjávarveiði fyrir ós-
um Ölfusár að heita má
Lax
Netaveiði hefur minnk-
að ár frá ári, segir Þor-
finnur Snorrason, og er
nú ekki nema 15-17% af
því sem áður var.
úr sögunni. Aður var algengt að við
veiðieftirlitsmenn gerðum upptæka
tugi neta á hverju sumri í sjó, en nú
er viðburður að finnist net.
En fluggæslunni fylgja kostir og
gallar. Kostimir mikil yfirferð ásamt
sjónarhomi sem nýtist vel til leitar og
fyrirvari þess sem brotlegur er lítill
sem enginn. Gallamir era m.a. að
maður hittir sjaldnast heiðarlegu
veiðimennina, sem langar til að hitta
veiðivörðinn og fá fréttir af afla-
brögðum og jafnvel leiðsögn. Veið-
vörðminn hittir nánast eingöngu þá
brotlegu, því eftir veiðieftirlitsflug fer
maður að sjálfsögðu á þá staði þar
sem pottur er brotinn. Þannig að
heiðarlegir veiðimenn, sem era jafn-
vel vanir að veiða í dýram ám, þar
sem veiðivörðurinn er daglegur gest-
ur í veiðihúsinu, komast einfaldlega
að þeirri niðurstöðu að ekkert veið-
ieftirlit sé á svæðinu, því þeir hitta ef
til vill aldrei veiðieftirlitsmanninn.
Þeir tiltölulega fáu sem hitta hann af
gefnu tilefni sakna hans að sjálfsögðu
ekki og finnst nóg um refsihörku
veiðieftirlitsins.
Víkjum næst að fuilyrðingum for-
kólfanna títtnefndu. Ég tel mig hafa
hrakið þá fyrstu að ekkert veiðieftir-
lit sé til staðar. Það er virkt og sér-
stök áhersla lögð á að uppræta sjáv-
arveiði með góðum árangri. Næstu
fullyrðingu, um að ekki sé farið að
lögum, vísa ég á bug. En ef að menn
telja að svo sé, því kæra fyrmefndir
aðÖar ekki ólögleg veiðitæki eins og
aðrir borgarar sem verða vitni að lög-
brotum! Það er hveijum manni
frjálst og skylt. Eða era menn ekki
vissir í sinni sök. Tilvísun sú í laxveiði-
lög um að netalagnir eigi að vera
bundnar við land, og sem um leið er
rökstuðningur hópsins fyrir því að
eftirliti sé ekki framfylgt, er röng.
I lögum um lax- og silungsveiði nr.
76/1970 með síðari breytdngum segir í
29. grein: „Lagnet og króknet skulu
liggja írá bakka eða garði, er gengur
þvert á straum út frá bakka, beint út í
straum eða forstreymis. Leiðara má
Þorfinnur
Snorrason
hafa niður frá krók og telst hann hluti
veiðivélar.“ 13. mgr. 35. greinar segir
svo:
„Til lengdar fastrar veiðivélai-
samkvæmt 1. málsgr. þessarar grein-
ar telst fjarlægð hennar frá bakka
straumvatns, hvort sem girt er yfir
allt það svæði eða eigi.“ Tilvitnun lýk-
ur. Að framansögðu má sjá að löggja-
finn telur ekki skylt að girða alla leið
að fastii veiðivél. Enda mælist lengd
veiðivélaiinnar alltaf frá bakka og sé
ytri endi lagnar langt frá bakka hefúr
það þau áhrif að lengra verður í
næstu lögn hvort sem hún er á sama
eða andstæðum bakka, þar sem
vegalengd milli lagna miðast við
fimmfalda lengd lagnanna.
Víkjum nú að áhriíúm netaveiða á
stangveiði á svæðinu. Netaveiði hefur
minnkað ár frá ári og er nú ekki
nema 15-17% frá því sem áður var.
Einnig hefur friðun verið aukin frá
fyrri tíð þannig að nú era netin uppi
hálfa vikuna. En hvaða áhrif hefur
þessi stórminnkandi sókn netaveiði
haft á stangveiði á svæðinu?
Lítum á línurit nr. 1, það skýrir sig
sjálft!
Lítum næst á veiðitölur sumarsins.
Sogið með um 500 laxa. Metveiði mið-
að við 10 undanfarin ár. Þrátt fyrir
jökulhlaupið og „svokölluð sjóræn-
ingjanet" hafa nokkrar „pöddur“ eins
og einn forkólfur stangveiðimanna
kaliar konung fiskanna komist upp
„þvergirta 01fusá“. Auk þess má geta
þess að klakveiði hefur gengið vel í
haust bæði í Sogi og Stóra-Laxá og
eins og einn veiðibóndinn í Stóra-
Laxá orðaði það: „fiskur um alla á“.
Mörgu er enn ósvarað og mun ég
gera það í næstu grein.
Höfundur er yeiðieftirlitsmaður á
Vatnasvæði Olfusár/Hvítár.
ÍSLEIVSKT MAL
Kfristín heitir kona flá,
kjaftabeitirnöðrum,
sker og reytir mest sem má
mannorðsfeiti af öðrum.
Með þessa mögnuðu hring-
hendu kom kona að Leirá í Borg-
arfirði að hitta Jón Thoroddsen
sem þar var sýslumaður 1861-
1868. Kvað hún vísuna vera orta
um sig og væri henni fullkunnur
höfundurinn. Ætti hún það erindi
til sýslumanns og kæra höfund-
inn til sektar fyrir níðyrði og það
því fremur sem níðið væri í
bundnu máli.
Jón Thoroddsen fékk orð fyrir
að vera meira skáld en sýslumað-
ur. Hann velti nú lengi fyrir sér
vísunni og reykti pípu sína gólf-
síða. Konan beið í ofvæni. Loks
mælti sýslumaður: „Vel er að
vísu kveðið, en þó þætti mér
betra að hafa ,jlær og reytir“ en
„sker og reytir". Var nú lokið
þeim málaferlum.
★
Sagnmyndin flær, sú sem
sýslumaður kaus, er nútíð að
sögninni að flá. Hún beygðist
fyirmeir eftir 6. hljóðskiptaröð:
flá - fló, flógum - fleginn. Nútíð
framsöguháttar: ég flæ; þátíð við-
tengingarháttar: þótt ég flægi.
Sögnin beygðist nákvæmlega
eins og systir hennar að slá gerir
enn þann dag í dag.
Svokallaðar sterkar sagnir eru
margar hveijar erfiðari í tali
manna en veikai-. Dæmi: flá - fló,
flógum - fleginn o.s.frv. er
vandasamari en tala - talaði -
talað. Því er það að margar
sterkar sagnir hafa veikst og
sumar alvarlega. Ein af þeim er
sögnin að flá. Hún er nú orðið
eiginlega bæði veik og sterk.
Flestir segja þó líklega flá - fláði
- fláð, en margir þó flegið, því að
lýsingarháttur þátíðar af sterk-
um sögnum er stöðugri en ýmsar
aðrar myndir sagnarinnar. En
þátíðin fló er nú horfin að kalla,
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1029. þáttur
og hefúr ekki bætt um fyrir henni
að samskonar mynd_ er til af
sögninni að fljúga. Eg ímynda
mér að flestir sláturhúsamenn
segi nú fláði fremur en fló. Þann-
ig breytist mál okkar, og við það
verður tíðum ekki ráðið.
★
I úrskui-ði Jóns Thoroddsens
sýslumanns á Leirá kemui- skýrt
fram að hann beygði sögnina að
flá sterkt, eftir gömlum og góð-
um hætti: Kristín flær, ekki ?flá-
ir. En af hverju valdi hann þá
sögn fremur en skera? Kannski
vegna þess að búið var að fullyrða
að Kristín væri kona flá. Óskar
Þór Kristinsson (Sailor) hefúr
beðið mig að hyggja að orðunum
flár og flærð. En þar er ekki feit-
an gölt að flá. Ásgefr Bl. Magnús-
son segir að flár merki „slægur,
falskur, ótrúr.“ Nefnir hann af
þessu ýmsar samsetningar. En
honum virðist lýsingarorðið ekki
eiga sér samsvörun í skyldum
málum, en öðru máli gegnir um
nafnorðið flærð. Finnur hann orð
í skyldum málum sem merkja
flaður og smjaður, en líka óhrein-
lyndi og jafnvel fjandskap.
★
Vilfríður vestan kvað:
Er Þuríður þrammaði grundu,
þjórar á básunum drundu
kvótlausir veiddu,
kerlingarbeiddu
og KverkQöll í sjó niður hrundu.
★
Og þá tekur til máls Jóhann
Már Guðmundsson í Reykjavík:
„Rætt hefur verið um orðið
vonarpeningur og sumar merk-
ingar þess ærið undarlegar.
Helgi Seljan vitnar í Orðabókina
[Menningai'sjóðs] að það merki
eitthvað sem lítils er að vænta af,
eitthvað sem brugðið getur til
beggja vona. Og Víkingur Guð-
mundsson segir þetta búpening á
vonarvöl sem ekki var setjandi á
vetur.
í Landnámu stendur: „í þann
tíma kom út skip í Kolbeinsárósi,
hlaðið kvikfé, en þeim hvarf í
Brimnesskógum unghrvssi eitt,
en Þórir dúfunef keypti vonina og
fann síðan; það var allra hrossa
skjótast og var kölluð Fluga.“
(Landnáma, útg. 1909 bls. 142 til
143.)
Samkvæmt Landnámu er von-
arpeningur búpeningur sem hef-
ur tapast, en von var að mundi
finnast og keyptu menn þá stund-
um vonina fyrir lítið.“
Umsjónarmaður þakkar Jó-
hanni fyrir að minna sig á þetta.
Vonarpeningur þýddi eitthvað
sem von var um, t.d. búpeningur,
sem kynni að braggast. En síðan
hefur merkingin víkkað og stund-
um orðið óeiginleg. Umsjónar-
maður hefur þá tilfinningu að
þetta sé búpeningur (e.t.v. mað-
ur) sem vonast er til að skáni, þó
líkumar séu heldur minni en
meiri.
Allir höfum við Víkingur, Ámi
Böðvarsson, Jóhann og ég, sýnist
mér, svipaða málkennd að þessu
leyti.
Hitt er miklu verra, og það við-
urkennum við ekki, að vonarpen-
ingui' merki sá sem menn gera
sér góðar vonfr um, t.d. þegar til-
tekinn maður sé nefndur vonar-
peningur einhvers flokks, þar
færi betur að nota orðið vonar-
sljarna. ^
Bamsaugu, vöknuð við sólskin og söng á
glugga,
og síðan tekur við ævin - í dauðans
skugga.
Því söm eru allra örlög. Vér fæðumst
feig.
Hve fyllir oss snemma sú vitneskja
hroUköldumgeig.
Vér skelfumst það stríð, sem öllum ber
hinzt að heyja.
En hvað er við því að segja,
ef dauðinn einn læknar ótta manns við að
deyja?
(Tómas Guðmundsson: Mannsævi).
Vanstilltur
fræðimaður
SÚ HÆTTA vofir
yfir fræðimönnum sem
kafa djúpt í fræði sín að
þeir fari að halda að
þeir séu einir í heimin-
um. Sambúðin við
heimildimai' verður
svo yfirþyrmandi.
I Viðhorfs-pistli sl.
fimmtudag gerði ég al-
menna athugasemd um
andvaraleysi fræði-
manna. Þá hafði komið
fram í fréttum að upp-
lýsingar um skjalfestar
heimildir um beinan
fjárstuðning Sovét-
manna til íslenskra sós-
Fræðimennska
Tvískinnungurinn blasir
við, segir Jakob F. Ás-
geirsson. Jón hefur
samúð með íslenskum
sósíalistum en ekki með
þeim sem hafa skömm á
framferði þeirra. Það er
í hnotskurn hans „vand-
aða“ fræðimennska.
íalista höfðu verið gerðar opinberar
fyi'ir allmörgum áram en enginn ís-
lenskur fræðimaður haft rænu á að
kanna þær heimildir. í grein í Morg-
unblaðinu í gær tekur Jón Ólafsson
þessa almennu athugasemd til sín
sérstaklega og segir með nokkrum
þótta að hingað til hafl nægt að vísa
til sín í eintölu! Þótt Jón Ólafsson líti
stórt á sig er það alls ekki svo að
hann sé eini fræðimaðurinn í landinu
sem kannað hefur rússnesk skjöl eða
fjallað um sögu sósíalista á Islandi.
Það er meira að segja væntanleg
núna á jólabókamarkað bók eftir
Amór Hannibalsson sem byggð er á
rannsókn hans í sovéskum skjala-
söfnum.
Sú hætta vofir líka
yfir þaulsætnum fræði-
mönnum að þeir hafi
rýnt svo lengi í texta að
þeir fari að lesa á milli
línanna og ímynda sér
eitt og annað um tóninn
í því sem þeir lesa
Þykja það vond fræði
þegar slíkir fræðimenn
kveðjasérhljóðs.
Jón Ólafsson segist
svara grein minni ekki
vegna þess sem þar
stendur berum orðum
heldur vegna dylgna og
ofsa sem gjósi „á milli
lína“, eins og hann
kemst að orði. Enn-
fremur sé tónninn í mínum skrifum
honum ekki að skapi. Tónninn í skrif-
um manna lætur misjafnlega í eyrum
þeirra sem lesa - eftir innræti þeirra
sjálfra, lesningu og smekk. Og það
sem menn þykjast lesa á milli lína í
texta er sjaldan byggt á öðra en hug-
lægu mati þeirra sjálfra og misfjör-
ugu ímyndunarafli. Þetta hefði mað-
ur haldið að starfsmaður
„hugvísindastofnunar“ gerði sér
ljóst.
Jón Ólafsson vill sýna ýtrustu að-
gát við túlkun á heimildum um sam-
band íslenskra sósíalista við harð-
stjómina í Moskvu, fúllyrða ekkert
nema heimildir taki af allan vafa og
slá alla hugsanlega vamagla. Honum
finnst hins vegar sjálfsagt að gera
mér upp skoðanir, lesa frjálslega „á
milli lína“ í mínum texta, leggja tón-
inn í mínum skrifum út á hinn versta
veg og saka mig á þeim forsendum
um „pólitísk trúarbrögð“.
Tvískinnungurinn blasir við. Jón
hefur samúð með íslenskum sósíal-
istum en ekki með þeim sem hafa
skömm á framferði þeirra. Það er í
hnotskum hans „vandaða" fi'æði-
mennska.
Fróðlegt verður að skoða væntan-
lega bók Jóns Ólafssonar í ljósi þeirr-
ai' pólitísku vanstillingar sem hann
sýnii- í blaðaskrifum sínum.
Höfundur er rithöfundur og blaða-
maður.
Jakob F.
Asgeirsson