Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 57
UMRÆÐAN
Odincova - búið mál, eða hvað?
ÞAÐ ER búið að gera upp við
fyrri áhöfn togarans Odincova, eins
og flestum er kunnugt. Ahöfnin er
farin til síns heima, flestir anda
léttar yfir því að málið skuli hafa
leyst að þvi er virðist farsællega.
Að öllum þessum farsa loknum, í
bili að minnsta kosti, viljum við hér
í Sjómannafélagi Reykjavíkur fara
lauslega yfir nokkra þætti þessa
máls.
Kom til hafnar í Reykjavík
Odincova kom til hafnar í
Reykjavík um miðjan febrúar 1999
með bilaða vél. Ekki varð úr að ný
vél yrði sett í skipið.
I mars fóru nokkrir fulltrúar sjó-
mannasamtakanna um borð í skip-
ið. Engra kvartana varð vart af
hálfu skipverja. ITF-eftirlitsfull-
tráinn fór um borð með lesefni á
rússnesku undir lok marsmánaðar.
SpmT var um líðan mannanna,
hvort eitthvað væri áfátt eða hvort
menn hefðu einhverjar óskir. Ekk-
ert slíkt kom fram.
Upphrópanir
Nokkrar upphrópanir urðu í
fjölmiðlum í lok júní og um mánaða-
mótin júní/júlí hafði áhöfnin sam-
band við okkur í Sjómannafélagi
Reykjavíkur og sagði sínar farir
ekki sléttar. Nú var komið annað
hljóð í strokkinn. Farið var að
kanna stöðu mála við fulltráa sjó-
manna í Lettlandi. Það yrði of langt
mál upp að telja. Hvorki gekk né
rak í málinu, þar sem augljóst var
að íslensk löggjöf bauð ekki uppá
neinar skjótar lausnir. Að þessu
leyti er mikilla breytinga þörf á ís-
lenskri löggjöf. Okkur finnst erfitt
að búa við það í stéttarfélögunum
að vera með vinnu- og aðra löggjöf
sem virðist fyrst og fremst miðast
við að vernda þá sem stunda óva-
Jónas
Garðarsson
Birgir
Hólm Björvinsson
Borgþór S.
Kjærnested
ndaða starfsemi. í lok júlí varð hins
vegar ljóst að annað skip fyrirtæk-
isins Fanneyjar ehf. að Brjánslæk á
Patreksfirði, Erla, væri á leið til
hafnar í Kanada. Ahöfnin um borð í
Erlunni var tilbúin til að styðja
kröfur félaga sinna í Reykjavík
með því að neita að afhenda afla
Eriunnar fyiT en gert hafði verið
upp við Odincovu-menn.
Sú aðgerð tókst, en áhöfnin féllst
á að láta flytja aflann í frysti-
geymslur Eimskips í Argengia.
Síðan tóku við mildl átök á bak við
tjöldin. Hótanir gengu á víxl. En
spurningarnar sitja eftir.
Hvers vegna?
Hvers vegna voru stór fyrirtæki
á borð við Eimskip og Sjóvá-Al-
mennar með puttana í þessari út-
gerðai-starfsemi? Þátttaka þeirra í
þessari starfsemi gerði íslenskum
útgerðarmanni kleift að kaupa skip
á 400.000 dollara í Lettlandi, ráða
tii sín áhöfn á tryggingu sem er
tæpar 30.000 kr. á mánuði og veiða
kvóta Lettlands á Flæmska hattin-
um.
Hér er um gróflega ógnun við
hagsmuni íslenskra sjómanna að
ræða. En betur má ef duga skal. Nú
eru uppi tilraunir til að gera ís-
lenskum útgerðum auðveldara iyr-
ir til að ná sér í skip í fyrrverandi
austantjaldsríkjum, ráða til sín
ódýrt fólk og undirbjóða íslenskar
aðstæður. Nýir eigendur Odincovu
héldu eftir einum manni, vélstjór-
anum, til að liðsinna sér við viðgerð
skipsins. Þessi maðui' afhenti Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur umboð
sitt til að standa vörð um hagsmuni
hans. Því verður fylgt eftir. Honum
ber að greiða íslensk laun á meðan
hann dvelur hér á landi. Hann er
löngu búinn með 3 mánaða dvalar-
leyfi erlendra sjómanna í íslenskri
höfn og nú eru það íslensk laun sem
gilda. Við munum ekki heldur horfa
á það þegjandi að ráðnir verði raf-
virkjar frá Lettlandi til rafmagns-
vinnu um borð né aðra vinnu yfír
höfuð, þar sem tilgangurinn er ein-
ungis að undirbjóða íslenska launa-
menn. Við munum leita aðstoðar
hjá þeim samtökum launafólks sem
vilja vinna með okkur að þessum
hagsmunamálum. Og okkur er
sama þó að við getum átt það á
Launamál
Hvers vegna eru stór
fyrirtæki á borð við
Eimskip og Sjóvá-
Almennar, spyrja Jónas
Garðarsson, Birgir
Hólm Björgvinsson og
Borgþór S. Kjærnested,
með puttana í þessari
útgerðarstarfsemi?
hættu að fá sjö milljóna ki'óna sekt
fyrir að berjast gegn svínaríi af
þessu tagi vegna þess að lögin
standa með óhæfunni!
Við hjá Sjómannafélagi Reykja-
víkur mótmælum eindregið þessari
viðleitni islenskra útgerðarmanna
til að undirbjóða íslenskar aðstæð••
ur með þessum hætti og tilraunum
þeirra til að hiifsa til sín skjótfeng-
inn gróða meira eða minna á
svörtu. Okkur finnst fara lítið fyrir
umræðum á Alþingi um þetta
mannsal og þrælahald við bryggjur
íslands. Það má ekki verða hlut-
skipti íslenskra þingmanna og ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar að
rumska ekki fyrr en vandinn er
kominn upp á land, inná búllur og
krár miðbæjarins eða vinnustaði
fyrir ofan Elliðaár. Svona útgerðar-
menn á bara að flytja þama austur
og láta þá búa í þessum samfélög-
um sjálfa í stað þess að leyfa þeim
að rásta íslenskt samfélag með
þessum hætti. Þessir örfáu útgerð-
armenn eyðileggja fyrir eðlilegri
starfsemi hérlendis og þrýsta á
kjararýmun íslenskra sjómanna.
Það á ekki að bregðast við vandan-
um með því að brjóta upp þær fáu
hindranir sem í vegi era fyrir því að
allir geti stundað svona starfsemi.
Hér er átt við þær tilraunir sem
gerðar era til að lögleiða möguleika
á tvískráningu skipa. Var ekki nóg*
að afhenda útgerðinni kvótann fyr-
ir ekkert þó ekki verði líka gert
mögulegt að fiska hann með lá-
glaunafólki úr Eystrasaltslöndun-
um? Stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur mun leggja fyrir aðal-
fund 26. október drög að heild-
stæðri stefnu í þessum málum,
bæði hvað varðar fiskveiðar og
kaupskipasiglingar íslenskra út-
gerða. Við væntum þess að geta
unnið þessu mikilvæga máli fylgi
meðal samtaka annars launafólks í
landinu, enda eru drögin byggð á
samhljóða viðmiðunum félaga okk-
ar í Alþjóðasambandi flutninga-
verkafólks, ITF.
Jónas er formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur,
BirgirHólm ergjaldkeri Sjómanna-
félags Reykjavíkur og
Borgþór er eftirlitsfulltrúi ITF.
til útlartda
-auðvelt dð mund
SÍMINN
www.simi.is
Parbo sælkerasultur og aldinmauk
• Darbo notar aöeins handlesna ávexti.
• Darbo notar engan hvítan sykur, aöeins hrásykur og hunang.
• Darbo notar engin litarefni, rotvarnarefni eða önnur tilbúin efni.
• Darbo sulturnar eru aðeins hitaðar varlega í framleiðslu en ekki soðnar.
> Darbo, Ijúffengar
gæðasultur og
aldinmauk á
lágu verði.
> Darbo hunang
er hreint
villiblóma-
hunang úr
austurrísku
ölpunum.
Þú kaupir 2 glös og færð
þriðja glasið frítt ásamt litlu glasi
af hunangi, sem sé allur pakkinn á 396 kr.
Kona vertu fersk í vetur
Þú sem hugsar um velferð annarra fjöldskyldumeðlima, ekki gleyma
sjálfri þér.
Ostron: Beinin þurfa að fá sitt, til að vera í lagi
allt fram á efri ár.
Solus: Allsherjar bætiefnatafla með vítamínum
og steinefnum ásamt drottningarhunangi, ‘ -á
náttljósarolíu, þara, lestitíni, blómfrjókorni,
ginseng og fleiri frábærum
næringarefnum fyrir konur.
Yogi konute: Blanda
af sérvöldum jurtum,
til að efla heilbrigða
líkamsstarfsemi
kvenna.
Þessi þrenna kostar
2.219 kr. en á
Kringlukasti 1.590 kr.
Ertu slappur, þreyttur, gleyminn?
Viltu vera hress?
Vaknaðu hress og mættu orkuhlaðinn
í vinnuna eða skólann.
Ginko: Eykur blóðstreymið í fínustu
æðarnar, líka til heilans.
ABC Plus: Fjölvítamín og
steinefni, allt í einni töflu.
Rautt Ginseng:
Ginseng hjálpar blóðinu
að flytja aukið súrefni í
frumurnar.
Þessi magnaða þrenna
kostar 3.983 kr.
en á Kringlukasti 2.490 kr.
Enrico s Special
Ljúffengu Enrico's pastasósurnar kitla bragðlaukana.
Þær eru matarmiklar og án allra aukaefna.
Jómfrúarólífuolíu (Extra Virgin)
gerir góðan mat betri.
Heilhveitipastað frá
Eunature bindur
vel í sig sósur og er
auðugt af hollum
trefjum.
Þú kaupir sósu og
ólífuolíu á 469 kr.
og færð pastapakka
sem kostar 168 kr.
frítt með.
eilsuhúsið
Kringlunni ■ Sími 568 9266