Morgunblaðið - 30.10.1999, Síða 61

Morgunblaðið - 30.10.1999, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 þar sem ég starfaði einnig. Ég var oft á tíðum við vinnu að loknum formlegum vinnudegi, þegar hún kom til að sinna sínum störfum. Við tókum þá gjarnan tal saman og sagði hún mér m.a. frá sonum sín- um. Vilborg var ein af fórnarlöm- bum berklaveikinnar ung að árum og vegna sjúkdómsins var tvísýnt um að hún gæti eignast böm. Má því geta nærri hvílík gleði það var þegar hún eftir þrettán ára hjóna- band, eignaðist soninn Hafstein ár- ið 1961 og síðan Guðmund árið 1965, efnisdrengir báðir tveir. Vorið 1979 stóð mikið til því ferma átti drenginn Guðmund. Hann hafði kennt lasleika rétt áður sem reyndist vera allhastarleg botnlangabólga, en allt gekk yfir í tæka tíð fyrir ferminguna. Það var mikill gleðidagur. Stuttu síðar gerist það að Guð- mundur handleggsbrotnar. Það var auðvitað slæmt fyrir ungan, ný- fermdan drenginn, en ung bein gróa fljótt. Það gerðþst hins vegar ekki hjá Guðmundi. I ljós kom að hann var með beinkrabba. Nú hófst þrautaganga, sem á sér vart hlið- stæðu. A meðan á þeim hildarleik stóð greindist Sigurður, eiginmaður Vil- borgar, með krabbamein og hófst nú hans barátta. Má geta nærri hvílíkt álag var á þeim mæðginum, Vilborgu og Hafsteini, þegar svo var komið. Vilborg hafði nokkru áð- ur fengið nýtt starf sem „kaffi- kona“. I þessu vinsæla starfi eign- aðist Vilborg að vinum fjölmarga starfsmenn Heilsuverndarstöðvar- innar og þeir tóku meira og minna þátt í þessu stranga stríði hennar. Enn var ekki nóg að gert. Um hvítasunnu árið 1980 flykktust ung- menni á útisamkomur, þá sem fyrr. Fjórir ungir piltar tókust ferð á hendur saman í bíl. Varð þá eitt af hinum hörmulegu umferðarslysum. Tveir ungir menn létu lífið, annar þeirra var Hafsteinn sonur Vil- borgar. Eftir þennan sára og skyndilega sonarmissi hélt hún ótrauð áfram þeirri þrautagöngu sem hafin var. Sigurður lést eftir sinn erfiða sjúkdóm í maí árið 1981. Má geta nærri hver raun það hefur verið honum, sjálfum fársjúkum, að ganga gegnum þessa þungbæru lífsreynslu og geta ekki verið sínum ástvinum sá styrkur sem þau voru í þörf fyrir. Vilborg sagði mér eftir jarðarför manns síns að Guðmundur sonur sinn hefði látið þau orð falla að hann hlyti að komast yfir sinn sjúk- dóm. Það gæti ekki verið að hann væri látinn ganga í gegnum þetta allt, missa föður sinn, einkabróður og fara í hverja erfiðu meðferðina á fætur annarri, til einskis. Þetta var eðlileg ályktun hins unga og lífs- reynda drengs, sem trúði á ein- hvers konar réttlæti, eða þó ekki væri nema jafnvægi í tilverunni. Jafnvel þeir sem eldri voru og höfðu horft upp á óréttlæti heims- ins voru á því að einhver lögmál hlytu að snúa atburðarrásinni við, nú væri nóg að gert. Allir lögðust á eitt, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir þeir sem önnuðust Guð- mund eða tóku þátt í stríði hans á einn eða annan hátt, ef vísindin dygðu ekki yrði kraftaverk að ske. AJlt kom fyrir ekki, Guðmundur lést réttum mánuði eftir lát föður síns aðeins 16 ára að aldri. Hvað bíður 53 ára konu, eigin- konu og móður eftir slíka reynslu? Það verður alla tíð ofar okkar skiln- ingi, hver styrkur og æðruleysi henni var gefið. Kannski „af því að í hennar innri manni var staður, sem aldrei lét bugast“, eins og Halldór Kiljan Laxness kemst að orði í eft- irmælum eftir góða vinkonu. Þegar allt var um garð gengið hélt Vilborg áfram starfi sínu og nokkru síðar fékk hún nýtt starf við stofnunina, við móttöku á barna- deild. Þar starfaði hún samfleytt í tólf ár eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs í nóvember 1997. Vilborg var góður starfsmaður, traustvekjandi og yfirveguð, eigin- leikar sem nauðsynlegir em í starfi sem þessu, þar sem tekið er á móti foreldrum með ung böm sín, en fáir eru jafnviðkvæmir og áhyggjufull- ir. Hún var samviskusöm, stundvís, sjaldan frá vinnu, henni var hægt að treysta í hvívetna. Gæfuspor Vilborgar var að kom- ast í starf á þessari deild og í fé- lagsskap starfsmanna hennar. Þar ríkir óvenjulega gott og sérstætt andrúmsloft. Þar eru menn glaðs- inna og félagslyndir, gera sér gjarnan dagamun, hvort sem tilefni er eða ekki. Þar taka menn þátt í lífi hver annars bæði í gleði og sorg. Vilborg, sem jafnan var kölluð Bogga, naut þessa. Hún var þátt- takandi hvenær sem færi gafst, skemmtileg og glöð í bragði þótt hún væri alla tíð hófsöm og vönd að virðingu sinni. Samstarfsfólk henn- ar lét sér mjög annt um hana, hvatti hana til dáða og heimili þeirra voru henni opin. Þetta veit ég að Vilborg mat mikils og þai'na eignaðist hún marga af sínum bestu vinum. Eftir að hún hætti störfum héldu þeir nánu sambandi við hana og aldrei gleymdist hún, þegar eitt- hvað var á seyði. Nú síðast í hel- stríðinu sátu vinir hennar á barna- deild hjá henni löngum, og voru henni styrkur og stoð. Dýpsti gleðigjafi hennar eftir harmleikinn mikla, var þó án efa fjölskyldan Sæmundur Eiðsson, bernskuvinur Hafsteins, og Elva Björk Sigurðardóttir, eiginkona hans, ásamt bömum þeirra þrem- ur. Þau tóku hana í fjölskylduna og umvöfðu hana. Börnin kölluðu hana ömmu og ber eitt þeirra nafn Haf- steins. Þar átti hún það skjól og athvarf sem öllum er svo nauðsyn- legt. Þar eignaðist hún nýja fjöl- skyldu og sitt annað heimili, þar var hún á hátíðum eða þegar hún þarfnaðist umönnunar, eins og þeg- ar hún kom heim eftir sjúkrahús- legur, m.ö.o. hvenær sem hún ósk- aði. Vilborg var þó þannig gerð að hún kaus oft að vera ein, þótt heim- ili vina hennar stæðu henni opin. Vilborg var glæsileg kona, tign- arleg í allri framgöngu, svipmikil, hárið silfurgrátt, e.t.v. með eilítið bláu ívafi. Hún var vel gefin og menningarlega sinnuð, myndarleg í höndum, prjónaði m.a. fínlega list- muni sem vinir hennar og sam- starfsmenn njóta. Heimili hennar glæsilegt, en hún hélt því óbreyttu eftir að hún varð ein, þar til fyrir nokkru að hún flutti í minni íbúð. Nýja heimilisins naut hún þó aðeins stuttan tíma. Hún átti sér unaðsreit hér í næsta nágrenni Reykjavíkur við Krókatjörn. Þar undi hún sér löngum, ýmist ein eða í góðra vina hópi. Hún sinnti ræktun af mikilli alúð, hafði sannkallaða græna fing- ur og ekki má gleyma því að hún var„ blómakona" á barnadeildinni með svo góðum árangri, að fáir leika það eftir. Vilborg var stolt kona. Hún var af þeirri kynslóð sem átti að vera sterk og bera ekki sínar tilfinningar á torg þótt á móti blési og það sterkt. Þegar hún varð fyrir sínum mikla missi var ekki fyrir hendi sú hjálp sem nú er boð- in, eins og áfallahjálp, sorgarsam- tök o.fl. Vissulega fékk hún hlýju og stuðning hjá þeim sem hún hafði samneyti við. Við vinir hennar höfðum stundum áhyggjur af því, að hún hefði ekki fundið tilfinning- um sínum farveg og fengið þá að- stoð sem léttir mönnum þungar byrðar, eins og gömul sálfræði studd nútíma vísindum telja afar mikilvægt. Þrátt fyrir hvatningu leitaði hún ekki faglegrar hjálpar og aldrei fékkst hún til að segja sína lífs- reynslusögu út á við, eins og nú er algengt og er oft merkilegur lær- dómur fyrir aðra. Hún virðist hafa ein og óstudd að mestu, leyst úr sinni lífsreynslu og bar höfuðið hátt. Við samstarfsmenn og vinir Vil- borgar sendum Sæmundi, Elvu og börnum þeirra, svo og Guðrúnu Jónu, systur hennar, samúðar- kveðjur og erum þeim þakklát fyrir að gera líf Vilborgar innihaldsríkt að nýju og veita henni ómældar gleðistundir. Ein af stærstu hetjum hvers- dagslífsins er fallin í valinn. Blessuð sé minning Vilborgar Sæmundsdóttur. Bergljót Líndal. MARTEINN BJÖRNSSON + Marteinn fædd- ist að Orrastöð- uni í Torfalækjar- hreppi 28. febrúar 1913. Hann lést 22. október siðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Eysteinsson, f. 1.1. 1848, d. 27.11. 1939, bóndi í Gríms- tungu í Vatnsdal, og Kristbjörg Péturs- dóttir, f. 26.6. 1882, d. 18.10. 1974, hús- freyja. Marteinn átti einn albróður og níu hálfsystkini, sam- feðra. Albróðir Marteins var Er- lendur, f. 24. 9. 1911, d. 26.11. 1980, sýslumaður á Seyðisfirði. Hálfsystkini Marteins, börn Guðbjargar Jónasdóttur, voru Jónas, f. 20.12. 1873, d. 1957, bóndi að Hólabaki; Guðrún, f. 10. 3. 1875, d. 1.4. 1955, húsfreyja á Guðlaugsstöðum. Hálfsystkini Marteins, börn Björns og Helgu Sigurgeirsdóttur, voru Eysteinn, f. 24.10 1883, d. 1.6. 1884; Sigur- geir, f. 7.10. 1885, d. 1.6. 1936, bóndi á Orrastöðum; Þorsteinn, f. 10.12. 1886, d. 27.5. 1973, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum; Lárus, f. 10.12. 1889, d. 1987, bóndi í Grímstungu; Karl, f. 16.6. 1892, d. 21.4. 1896; Eysteinn, f. 10.6. 1895, bóndi á Guðrúnar- stöðum; Vigdís, f. 21.8. 1896, d. 14.3. 1979, kennari og skóla- stjóri, si'ðast á Blönduósi. Eftirlifandi eiginkona Marteins er Arndís, f.v. deildarstjóri hjá Fiskifélagi Islands, húsmóðir, f. 26.3. 1910, dóttir Þorbjamar Þórðarsonar, héraðslæknis á Bíldudal, og konu hans, Guðrún- ar Pálsdóttur, húsmóður. Böm Samsett hópmynd á snjáðu spjaldi birtir okkur svip liðins tíma. Mynd- in er frá árinu 1932 og sýnir nem- endur og kennara Menntaskólans á Akureyri þennan vetur. Þótt æmar heimildir séu fyrir þvi að þetta hafi verið glaðvær og á köflum ærsla- fullur hópur, líkt og æskufólk allra tíma, þá verður það ekki ráðið af þessum andlitum. Ef vel er að gáð má sjá feimnislegt bros á andliti stöku ungmeyjar, en piltarnir, allir með tölu, horfa alvörugefnir í auga ljósmyndavélarinnar og til óráðinn- ar framtíðar. Þetta er fólk sem veit að skólaganga í atvinnuleysi og heimskreppu er ekki sjálfgefinn réttur, heldur staðfesting erfiðra ákvarðana og vottur um fórnir þeirra sjálfra, en ekki síður þeirra nánustu. I þennan hóp urðu sóttir margir forystumenn þjóðarinnar á sviði verklegra framkvæmda, menningar og mennta og stjórn- mála. Eitt þessara alvörugefnu ungmenna er Marteinn Björnsson, bóndasonur úr Húnavatnssýslu. Hann er yngstur barna Björns Ey- steinssonar, bónda á Orrastöðum og síðast í Grímstungu, sem um var sagt að ætti að baki sér einkenni- legri sögu en nokkur annar Hún- vetningur. Marteinn er nú fallinn frá, síðustur úr fjölmennum systk- inahópi. Marteinn bar sterkan svip af föður sínum ef marka má ljós- myndir, bæði höfðinglegur og festulegur, og það vita þeir sem þekktu Martein að þessi svipur var góður vottur hins innra manns. Marteinn lagði fyrir sig verkfræði við tækniháskólann í Kaupmanna- höfn og hafði alllanga útivist, en sneri aftur til íslands í styrjaldar- lokin, menntun og starfsreynslu ríkari, og hóf ævistarf sem varð bæði langt og farsælt. Sér verka hans stað víða um land, en lengst af starfaði hann sem byggingafulltrúi Suðurlands. Marteinn var eftir- tektarverður maður, glöggur og frumlegur í hugsun og framsýnn í besta lagi. Hann flutti um hríð skorinorða upplýsingaþætti í út- varp og er minnisvert þegar hann fyrir fjöldamörgum árum varaði þar mjög sterklega við tilteknu byggingarefni sem löngu síðar var Marteins og Arndís- ar eru: 1) Björn, f. 9.1. 1950, arkitekt og byggingarverk- fræðingur hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins. Sambýliskona hans er Ólöf Helga Þór, kennari og há- skólanemi. Sonur hennar er Gunnar Sveinn Magnússon. 2) Guðrún, f. 8.1. 1955, Ph.D, fískvist- fræðingur á Haf- rannsóknastofnun. Maður hennar er Kristberg Kristbergsson, Ph.D, matvæla- efnafræðingur og dósent við Há- skóla íslands. Dóttir þeirra er Hlín Kristbergsdóttir. Marteinn varð stúdent frá MA 1936 og lauk cand. polyt. prófi frá Danmarks Tekniske Hajsko- le 1944. Hann var verkfræðingur hjá byggingafyrirtækinu Hoje- Christjensen í Hurup á Jótlandi 1944- 45, verkfræðingur hjá bæj- arverkfræðingnum í Reykjavík 1945- 47 og hjá Almenna bygg- ingafélaginu hf. 1947-50 en þá hafði hann eftirlit með byggingu Gönguskarðsárvirkjunar. Mar- teinn rak sjálfstæða verkfræði- skrifstofu í Reykjavík 1950-1956 og hannaði þá m.a. Akureyrar- flugvöll. Marteinn var tæknileg- ur ráðunautur Húsnæðisstjórnar 1956-58 og byggingarfulltrúi Suðurlands með búsetu á Sel- fossi 1958-83 en þá fór hann á eftirlaun. títför Marteins fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. gert útlægt með öllu úr nýjum mannvirkjum. Við fjórða mann, tvo stórfrændur sína og einn vin og mág, tók Mar- teinn í fóstur hjá Skógrækt ríkisins hraunfláka á Reykjanesi og hóf að koma þar trjágróðri á legg. Þetta hugsjónastarf og félagsskapurinn sem myndaðist í kringum það varð þeim öllum mikils virði og fyrir böm þeirra em vorferðimar í Hraunið dýrmæt endurminning og lifandi staðfesting þess að ekki eru öll daglaun heimt að kveldi. Á vetr- um gengu þessir sömu félagar sam- an til rjúpna og vom oft fengsælir. Kona Marteins, Arndís Þor- bjarnardóttir, lifir mann sinn. Jafn- ræði var með þeim hjónum og mik- ið ástríki. Böm þeirra tvö hafa látið að sér kveða hvort á sínum starfs- vettvangi og eru þar engar meðal- manneskjur. Aldrei verður ofmetið mikilvægi þess fyrir bam sem er að vaxa úr grasi að eiga í nánasta umhverfi sínu, auk foreldranna, trausta og sjálfstæða fyrirmynd. Slík fyrir- mynd hafa þau Arndís og Marteinn verið ungviðinu sem fékk að um- gangast þau. Fyrir það ber að þakka. Þorbjörn Broddason. Þótt Marteinn heitinn væri fæddur Húnvetningur var hann ættaður úr Kjósinni í báðar ættir. Móðir hans Kristbjörg Pétursdótt- ir, húsfreyja í Grímstungu, var fr#5. Miðdal í Kjós og afi hans, Eysteinn Jónsson, bóndi á Orrastöðum, var frá Hvammi í Kjós. Björn Pálsson á Löngumýri var systursonur Marteins. Björn segir frá því í ævi- sögu sinni að hann hafi kennt Mar- teini. Björn gefur honum þá ein- kunn að hann hafi verið góður í stærðfræði. Að loknu stúdent- sprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1936 fór Marteinn til bygg- ingaverkfræðináms í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa lok- ið því námi vann hann um stund í Danmörku. Eftir heimkomuní' fékkst hann við ýmis verkfræði- störf á eigin vegum eða annarra. 1958 gerðist Marteinn byggingar- fulltrúi á Suðurlandi og vann við það þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1983. Það er óhætt að segja að Marteinn hafi unnið brautryðjandastarf með leiðbein- ingum sínum. Ekki voru allir jafn hrifnir af því að þeim væri sagt til og að þeim væru sett skilyrði um gæði bygginga, en aðrir létu mjög vel af verkum hans og töldu sig bæði hafa haft gagn og gaman af samvinnunni við hann. Starfið var mjög erilsamt og krafðist mikilla ferðalaga. Við sögðum að menn hefðu haft gaman af að umgangasjS, Martein og var það engin furða því maðurinn var afburða skemmtileg- ur og hafði áhuga á flestum hlutum og var meira en viljugur að ræða þá. Ekki þannig að hann féllist endilega á allt sem viðmælandinn segði heldur þveröfugt reyndi hann oft að finna nýjan flöt á mál- efninu og varpa þannig nýju ljósi á það og hleypti oft um leið miklu fjöri í umræðuna. Marteinn var svipmikill og í samkvæmum var hann hrókur all^_ fagnaðar. Hann var afburða tæki- færisræðumaður en einnig flutti hann oft mál sitt í ljóðum og í þeim efnum var hann meira en hagyrð- ingur. Marteinn var orðinn þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi eins og reyndar faðir hans og frændur sumir fyrir norðan. Otal sögur, sannar og lognar, eru til um hann og tilsvör hans. Eina ætlum við að segja, en hún gerðist á norrænni ráðstefnu um byggingar, sem haldin var í Reykjavík. Einn ráð- stefnugesta, danskur, vék sér að Marteini og sagði; „Hafa menn aldrei reynt að byggja ódýrt á ís- landi?“ „Jú,“ sagði Marteinn, „en þeð hefgr alltaf reynst of dýrt.“ Fljótlega eftir að Marteinn oj*(- Arndís settust að á Selfossi, gerð- ist hann félagi í Rotaryklúbbi Sel- foss, var forseti klúbbsins 1966-67. Þar undi hann sér vel og setti sterkan svip á klúbbinn og þar var honum margur sómi sýndur. Með- al annars var hann umdæmisstjóri íslenska rotaryumdæmisins 1982- 1983. Fyrir starf Marteins í þágu klúbbsins vilja klúbbfélagarnir færa honum þakkir. Við hjónin viljum að lokum votta Arndísi og fjölskyldu hennar inni- lega samúð og þakka vináttu lið- inna ára. Þórunn Einarsdóttir, Jón Guðbrandsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON prentari, Fannafelli 4, Reykjavík, lést á Landakotsspítala að kvöldi fimmtu- dagsins 21. október. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður Þorláksson, Bengta Þorláksdóttir, Alma Þorláksdóttir, Eiríkur Þorláksson, Ólafur Örn Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn Arndís Helgadóttir, Ingjaldur Hafsteinsson, Margrét Þorkelsdóttir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.