Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 67 FRÉTTIR Vann fót- boltaferð til Englands OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO, fs- lenskar getraunir og Margmiðl- un ráku í sumar fótboltaleik á Netinu undir nafninu Liðstjór- inn. Leikurinn byggðist á Lands- símadeildinni. Alls tóku þátt í leiknum 14.333 einstaklingar á þeim 16 vikum sem leikurinn var í gangi. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu lið hverrar umferðar og þeim liðum sem stigahæst voru í lok móts. Þrjú stigahæstu lið hverrar umferðar fengu verðlaun, Liðsljórabol, og sér- stök aukaverðluan voru veitt í fímmtu umferð, netáskriftir, iþróttagallar, bolir og bensínút- tektir. Lokaverðlaun Liðstjóra- leiksins voru fótboltaferð til Frá afhendingu verðlauna fyrir fyrsta sætið. Frá vinstri. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Islenskra getrauna, Jóhann P. Jóns- son, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Olíufélagsins, Steinar Páll Landrö, sigurvegari Liðstjóraleiksins, og Gestur G. Gestsson, markaðsstjóri Margmiðlunar hf. Englands fyrir tvo, sem úthlut- aðist fyrsta sætinu, einnig voru ýmis verðlaun veitt liðunum í sætum 2 til 10. Allar nánari upplýsingar um vinninga og vinningshafa má nálgast á vef Olíufélagsins hf. (www.esso.is) Fyrirlestur um búddisma MUNKURINN Kelsang Drubchen heldur fyrirlestur kl. 14 sunnudag- inn 31. október í Guðspekifélags- húsinu við Ingólfsstræti 22, Reykja- vík. Aðgangur er ókeypis og eru ail- ir velkomnir. Kelsang Drubchen er starfandi kennari á vegum Karuna, Samfé- lags Mahayana búddista á Islandi. Karana tilheyrir hinni Nýju Kadampa hefð og er andlegur leið- beinandi hennar. Hin Nýja Kadampa hefð byggist á kenningum Je Tsongkhapa, fræðimannas í Tí- bet fyrr á öldum. Árið 1977 var Ges- he Kelsang boðið til Englands til að kenna búddisma á Vesturlöndum og hefur hann verið búsettur þar síðan. Hann hefur skrifað 16 bækur um búddisma og nýtur virðingar um all- an heim sem einn helsti fræðimaður og leiðbeinandi á þessu sviði. Fyrirlesturinn verður á ensku og hægt verður að fá fyrirspurnir túlk- aðar ef þess er óskað. Gönguferð um Skógarveg FERÐAFÉLAG íslands hefur á þessu ferðaári lagt áherslu á að kynna gamlar leiðir og er síðasta af slíkum ferðum á sunnudaginn 31. október þegar gengin verður Skóg- arvegur, öðra nafni Suðurferðagata. Brottfór er kl.13 frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6 og ekið austur á Hellisheiði, en gönguleiðin er austan Skálafells og komið niður að Þurá í Ölfusá. Áætlaður göngutími er um 3 klst. Á leiðinni má m.a. virða fyrir sér 140 m háan hraunfoss. Ibúar í ofan- verðri Hjallasókn í Ölfusi fóru leið- ina áður fyrr þegar þegar þeir héldu til Reykjavíkur og á fyrri öld- um var leiðin farin upp í Hjallatorfu við Nesjavelli til að sækja skógar- við, þar af nafnið SkógaiTegur. Þar átti Hjallakirkja skógarítak. Allir era velkomnir í dagsferðir Ferðafélagsins og ekki þarf að panta fyrirfram og frítt er fyrir böm 15 ára og yngri með foreldrum sínum. Tsj ekho v-k vik- mynd í MÍR ÓFULLGERT verk fyrir sjálf- spilandi píanó nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 31. októ- ber kl. 15. Mynd þessi var gerð á árinu 1976 og leikstjórinn Nikita Mikhalkovs, sem jafnframt leikur eitt af aðal- hlutverkunum. Af öðrum leikendum má nefna Oleg Tabakov. Þetta er víðfræg verðlaunamynd, byggð á verkum Antons Tsjekhovs, einkum þó einu af fyrstu leikritum hans, Platovon. Kvikmyndin þykir ein- hver besta Tsjekhov-mynd sem gerð hefur verið, segir í fréttatil- kynningu. Skýringar með myndinni era á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Finnsk barna- sýning í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir böm era í Nomæna húsinu á sunnu- dögum. 31. október kl. 14 verðm- sýnd finnska kvikmyndin Pessi og Illusia í fundarsal Nomæna hússins. Myndin hlaut verðlaun UNICEF- stofnunarinnai1 sem besta bama- kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1984, segir í fréttatil- kynningu. Myndin segir frá Illusia sem er h't- il álfamær. Hún dettur af regnbog- anum niður í skóglendi og neyðist til að bjarga sér á eigin spýtur. Hún kynnist hugrakka tröllinu Pessa sem hjálpar henni. Myndin er ætluð öllum áhorfend- um og aðgangur er ókeypis. I sýningarsölum hafa staðið yfn- Prinsessudagar. Þeim lýkur nú um helgina og era síðustu forvöð að bregða sér í prinsessubúning á sunnudag, 31. október. Menningarkvöld í Klébergsskóla UNGLINGADEILD Klébergsskóla stendur fyrir menningakvöldi þriðju- dagskvöldið 2. nóvember í tilefni út- gáfu ljóðabókar 8., 9. og 10. bekkjar. Dagskrá hefst kl. 20 í félagsheim- ilinu Fólksvangi. Skemmtiatriði verða af ýmsum toga, flutt af nem- endum, kaffisopi og ljóðabók til sölu. Allir velkomnir. Ókeypis skákæfingar fyrir drengi og stúlkur TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga á grunnskóla- aldri alla mánudaga kl. 17:15. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að viðkomandi kunni manngang- inn. Urslit á síðustu æfingu urðu þessi: 1. Atli Freyr Kristjánsson, 5 v., 2. Hjörtur Ingvi Jóhannsson, 4 v. og 3. Örn Stefánsson, 3 v. Þátttaka stúlkna í þessum æf- ingum hefur verið góð og m.a. náðu bæði Anna Lilja Gísladóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir efsta sætinu á æfingum nú í októ- ber. Æfingarnar fara fram í Hellis- heimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð. EG Skrifstofúbúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fáx 533 5901 * Laugavegi 203 Blöndunartæki Gamaldags blöndunartæki framleidd bæði fyrir eldhús og baðherbergi. Blöndunartæki fyrir handlaugar eru framleidd með háum og lágum stút. Yfirborðsáferðin erýmist króm, gull eða króm/gull. Smiðjuvegi 11 « 200 Kópavogur Simi: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást í bygg'mgáVömverslanvm m lanri aih virKa daga 12T9 laugardaga 10-17 L Föt alla fjöisKyiduna á frábæru verði Falamarkaöurinn Laugavegi 103 Sími: 5623311 /\ r TT Pöntunarfrestur fyrír jól er 20. nóvembe: er ||^ PIPAR0GSALT ^aPParstlg 44 ♦ Sími 562 3614 U-Sí-alagerV sn/ósJ'edar Bláir og vígalegir Sýnum Y.mi.iha vélsloðand árgerd 2000 um helgiua. Laugardag kl. 11-17 Sunnudag kl. 13-16 Akureyrí: Höldur ehf. Tryggvabraut 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.