Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 70
70 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Smáfólk
YES, 5IR..l'PLIKETO BUr
50ME 5CHOOL 5UPPLIE5..
MAYBE VOU COULPTRAPE IN
LA5T YEAR'5,5EEINö AS HOW
THEY’VE HARPLV BEEN U5EP.,
'4
vou shoulpn't let WEIRP
PEOPLE IN YOURSTORE, 5IR
7—'
Já herra, ég ætla að fá einhvað
til að nota í skólanum.
Þú ættir kannski að reyna að skipta
skólabókunum frá því í fyrra.
Það sór nánast ekkert á þeim.
þú ættir ekki að hleypa rugluðu
fólki inn í búðina þína, herra.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Fyrsti fundur
norræns ráðs
um myasthenia
gravis (NRMG)
Frá Ólöfu S. Eysteinsdóttur:
FYRSTI fundur norræns MG-ráðs
(NRMG) var haldinn helgina 14.-16.
maí síðastliðinn í Turku í Finnlandi,
en norrænt MG-
ráð var formlega
stofnað 1997.
Fulltrúar MG-
félags fslands á
fundinum voru
Ólafur Stephen-
sen, Dröfn Jóns-
dóttir og Þórdís
Jóna Hrafnkels-
dóttir læknir (að-
stoðarmaður), en
auk þeirra sátu fulltrúar frá Finn-
landi, Svíþjóð og Noregi fundinn.
Fundurinn var að hluta til haldinn
á Masku endurhaefmgarstöðinni þar
sem yfiriæknir stofnunarinnar hélt
áhugavert erindi um starfsemina.
Stofnunin í Masku býður upp á að-
lögunarþjálfun (adaption traning)
fyrir sjúklinga með ýmsa vöðva- og
taugasjúkdóma. Markmið þjálfunar-
innar er ekki eingöngu að sinna lík-
amlegum vandamlaum sjúklinganna,
heldur er rík áhersla lögð á fræðslu,
félaglega hæfingu og að fá sjúkling-
inn til að læra að lifa með sinn sjúk-
dóm. Hefðbundin endurhæfing hent-
ar ekki MG-sjúklingum sérlega vel
en í Masku bjóðast þriggja vikna
löng aðlögunar/þjálfunarnámskeið
fyrir MG-sjúklinga og styttri nám-
skeið þar sem aðstandendum gefst
einnig kostur á þátttöku.
Talmeinafræðingur stofnunarinn-
ar hélt afar gagnlegt erindi um þá
erfiðleika tengda talfærunum, sem
MG-sjúklingar geta átt við að etja.
Hún fjallaði meðal annars um óskýr-
mæli (dysartri), veikan raddstyrk
(dysfoni) sem getur stafað af kraft-
leysi í öndunarfærum og kyngingar-
efiðleika (dysfagi). Hún nefndi að
þjálfun væri mikilvæg, ekki síst til
að auðvelda notkun þeirra vöðva
sem fyrir hendi eru og til að minnka
hættu á rangri beitingu. Oft er
nægilegt að talmeinafræðingur
skoði sjúklinginn, gefí upplýsingar
og einstaklingsbundin þjálfunar-
prógröm.
Fram kom á fundinum að upp
hafa komið erfiðleikar í Svíþjóð og
Noregi með að útvega lyfin
mestinon og neostigmin og er það
mjög alvarlegt þar sem sjúklingarn-
ir eru háðir þessum lyfjum margir
hverjir. Almenn ánægja var með
fundinn, sem var opinn og gagnleg-
ur. Fundarmenn voru sammála um
að starf MG-félaganna, ekki síst í
formi norræns samstarfs, hafí þeg-
ar skilað sér í þágu MG-sjúkra og
enn frekari árangurs sé að vænta í
framtíðinni. Norsku fulitrúarnir
fara með formennsku í NRMG fram
að næsta fundi ráðsins sem haldinn
verður í Noregi að tveimur árum
liðnum.
ÓLÖF S. EYSTEINSDÓTTIR,
formaður MG-félags íslands.
ÓlöfS.
Eysteinsdóttir
Fjárbændur
og þrælahald
Opið bréf til landbúnaðarráðherra,
Guðna Agústssonar
Frá Birni Gíslasyni:
JÖRÐUM þar sem stundaður er
fjárbúskapur fer fækkandi og fjölgar
að sama skapi eyðibýlum og jörðum
sem teknar eru undir önnur not. Við-
skilnaður margra bænda við býli sín
er hörmulegur, hálfhruninn húsa-
kostur, og ónýtar gaddavírsgirðing-
ar látnar liggja hér og þar, mönnum
og skepnum til ama og hættu. Ekk-
ert er gert til að færa landið í fyrra
horf.
Sem betur fer er þetta ekki algilt.
Margar eyðijarðir hafa lent í hönd-
um afkomenda eða annarra sem leit-
ast við að hreinsa til og græða landið
skógi eða fegra á annan máta með
ærnum tilkostnaði.
En um leið lendir sama fólk í
ánauð nálægra fjárbænda sem
margir hika ekki við að reka fé sitt í
lönd sem verið er að rækta upp og
fegra.
Síðan þegar kemur að hausti
krefjast fjárbændur þess að landeig-
endur smali lönd sín og komi með fé
það sem fjárbændurnir hafa sleppt í
heimildarleysi, þangað sem hægt er
um vik að sækja það. Ef landeigend-
ur mæta ekki þegar fjárbóndanum
hentar, skulu þeir greiða allan kostn-
að af smölun á fé bóndans, lögum
samkvæmt.
Með lögum halda fjárbændur bæði
fé og mönnum í ánauð og hika ekki
við að taka eigur annarra undir eigin
atvinnurekstur.
Guðni Ágústsson, er ekki tímabært
að fjárbændur stundi sinn búskap á
eigin spýtur án lögþvingaðrar hjálp-
ar, og gerðar verði viðeigandi breyt-
ingar á lögum þar að lútandi? Þessi
þvingun er löngu úr takt við tíðarand-
ann og allar viðteknar hugmyndir um
persónufrelsi. Svona rík þegnskyldu-
kvöð er jafnvel ekki á almenningi í
þágu almannavarna við stóráföll.
BJÖRN GÍSLASON,
Háagerði 41, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.