Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 78
78 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
3--------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
Algjört
rugl að búa
í stórborg-
Hljómsveitin Sigur Rós er nýkomin úr vík-
ing til Danmerkur og Englands þar sem er-
lend tónlistarblöð halda vart vatni yfír nýj-
ustu uppgötvuninni frá Islandi. Dóra Osk
Morgunblaðið/Ásdís
Halldórsdóttir gómaði Jón Þór Birgisson
söngvara sveitarinnar og fékk að heyra ým-
islegt um bakaðar baunir, heimilistæki og
lítið vé á Vestfjörðum.
SIGUR RÓS, Low og Immen-
se munu spila fyrir Reykvík-
inga í Háskólabíói í kvöld, en
í gærkvöldi sóttu þeir Akureyringa
heim. Sigur Rós er nýkomin frá út-
löndum þar sem sveitin var að spila
og taka upp lög í Lundúnum. Jón
Þór Birgisson sem flestir þekkja
sem Jónsa er beðinn um ferðasög-
una.
i „Við fórum til Danmerkur og
spiluðum fjóra tónleika í Vording-
borg, Lyngby, Kaupmannahöfn og
Arósum og var vel tekið. A fyrsta
staðnum gekk það mjög vel, bara
fullorðnir Danir að drekka bjórinn
sinn. Annars var fullt af íslending-
um þegar við spiluðum í Vega í
Kaupmannahöfn og mikil barbar-
astemmning."
- Er meiri hamagangvr ílandan-
um en íþeim dönsku?
„Jahá, það vantar allan brodd í
þessa Dani, fínnst mér. Mér fínnst
þeir eiginlega vera of afslappaðir.
Eg hugsa að það væri ekki gott að
skapa tónlist í þessu umhverfí, það
vantar eitthvert fjör í þessa þjóðar-
sál. Svo er vatnið afleitt þama -
'íálfgert sundlaugarvatn."
- En svo fóruðþið til Englands?
„ Já við fórum þangað í stúdíó þar
sem heitir Jacob’s Studio og tókum
upp „demó“ af þremur lögum með
Ken Thomas sem tók upp Ágætis
byrjun. Lögin sem við tókum upp í
London eru bara fyrir okkur, ekk-
ert á leiðinni á plötu alveg strax,“
segir Jónsi hógvær. „Við vorum
þarna í Lundúnum í fjóra daga í
góðu yfirlæti, fórum á hestbak, í
tennis og í sund.“
Paul Weller
í eldhúsinu
- Alltaf ííþróttunum ?
„Já,“ segir Jónsi og hlær þegar
A’ifjuð eru upp glímutök og aðrar
þjóðlegar íþróttir sem sveitin
stundaði í ferð sinni um landið síð-
asta sumar. „Já, við lifðum mjög
heilbrigðu lífi þarna í Lundúnum
og það eina sem setti blett á þá
reynslu var að við hittum þarna
Paul Weller [úr Jam] sem var að
taka upp einhver lög þarna við hlið-
ina á okkur. Það var alltaf rosalegt
partí hjá honum og mikil drykkju-
læti. Eg hitti hann þama fyrsta
kvöldið þegar mér varð á að fara
inn í eldhúsið og blasir þar ekki við
f-;ér Paul Weller sem var að úða í
ig bökuðum baunum upp úr dós og
stóð varla í lappimar."
- Ekkert verið spenntur fyrir því
partíi?
„Nei, svo var okkur heldur ekk-
ert boðið. En hann fannst á eldhús-
gólfinu daginn eftir svo þessi
kvöldmáltíð hefur farið eitthvað
"^þyert í hann.“
-Svo segja menn að bakaðar
baunir séu hollar.
„Já, svona líka. Eg ætlaði fyrst
að gefa honum plötuna okkar, en
hætti við af því að hann stal frá
okkur þremur rauðvínsflöskum."
- Notuðuð þið ekki tækifærið til
að fá ykkur indverskan mat í
heimsborginni?
„Jú, það var eitt fyrirtæki sem
bauð okkur í mat, en það er algjört
leyndó.“
- Nú ert þú grænmetisæta?
„Já, að mestu leyti. Borða ekkert
rautt kjöt. Kjarri er líka lítill kjöt-
maður.“
- Eru þetta áhrif frá Morrissey
sem sagði kjötát jafngilda morði?
„Nei, þetta er bara eitthvað sem
hefur æxlast svona. Mér finnst kjöt
ekkert gott og líður ekki vel af því.
En ég er ekki grænmetisæta af
trúarástæðum."
Dýrið í sveitinni
- En að öðru. Hefur nýi maður-
inn í sveitinni ekki breytt ein-
hverju?
„Hann kemur með dýrið í sveit-
ina. Hann heitir sko Orri Páll
Dýrason sem er frábært nafn á
trommara. Eins og Dýri í Prúðu-
leikurunum."
-Hvort semjið þið lögin fyrst
eða textana?
„Lögin koma nú yfirleitt alltaf
fyrst. Sumir eiga auðveldara með
að semja texta heldur en lög, en
mér fínnst lögin renna betur í gegn
hjá mér. Orðin geta stundum staðið
aðeins í rnanni."
- Textinn í Flugufrelsaranum
virðist svolítið minningakenndur?
„Flugufrelsarinn er æskuminn-
ing Gústa fyrrverandi trommuleik-
ara okkar. Hann var í sveit þegar
hann var lítill og var alltaf að
bjarga flugum úr bæjarlæknum.
Þetta er eiginlega minning hans.“
- Nú ert þú mjög áberandi í
sveitinni og margir sjá fyrir sér
strákinn með toppinn, gítaiinn og
fíðlubogann hefja upp englaraust
sína þegar minnst er á Sigur Rós.
Hvernigfínnst þér það?
„Ég veit það ekki. Það hefur
bara þróast þannig og er allt í lagi á
sviðinu, en mér finnst það erfiðara í
fjölmiðlum ef verið er að draga
mann fram sem einhvern aðalmann
í hljómsveitinni því við erum fjórir í
þessari hljómsveit. Það getur verið
erfitt bæði fyrir mig og aðra í
hljómsveitinni af því að við reynum
að gera allt saman.“
Endurborinn Paganini
- Ég lofa að vera betri næst. En
á tónleikum ert þú mikið í sviðsljós-
inu þegar hinir geta haldið sig
meira til hlés.
„Á sviðinu finnst mér allt í lagi
að vera í sviðsljósinu. Þá er maður
bara í sínum heimi að syngja og
spila tónlistina. Þá hugsar maður
ekkert um neitt annað.“
- Hvemig varð hugmyndin til að
nota fíðlubogann ágítarinn?
Jónsi er ekkert of hress með að
svara spurningum sem hann hefur
greinilega fengið áður.
„Ja, ég byrjaði að nota bogann
einu ári eftir að við byrjuðum.
Ágúst, fyrrverandi trommuleikarí,
fékk fiðluboga í jólagjöf ogvið próf-
uðum að nota hann á bassann, sem
gekk ekki nógu vel en hann virkaði
miklu betur á gítarinn."
- Blundar íþér Paganini? _
„Já, örugglega. Kannski "er ég
hann endurborinn og þróaðist frá
fiðlunni í gítarinn. Én það er
kannski ekki jafn mikill hamagang-
ur í mér og Paganini og ég þarf
ekki að sanna mig jafn mikið og
hann. Er til dæmis ekkert að taka
sóló út í eitt.“
-En englasöngurinn, falsettan,
sem er einkenni þitt. Hefur þér
alltaflegið svona hátt rómur?
„Nei, eða jú kannski bara. í byrj-
un söng ég ekki svona hátt en hef
farið ofar æ síðan. Svo er ég
kannski núna bara á niðurleið.“
- Nú eru þið samrýnd sveit. Hef-
ur sú hugmynd eitthvað komið upp
að vinna með öðrum?
„Já, já. Við unnum með fleira
fólki á síðustu plötu, sinfóníunni og
blásturshljóðfæramönnum, sem
var mjög gaman. Við erum opnir
fyrir öllu og aldrei að vita hvað ger-
ist.“
Leyndardómar heimilistækja
-Er einhver tónlist sem býr í
þér sem á ekki samleið með Sigur
Rós?
„Við vinnum allt okkar efni sam-
an, en við allir höfum verið að vinna
eitthvað sjálfír líka. Kjarri var til
dæmis að semja tónlist fyrir Nem-
endaleikhúsið. Síðan er maður oft
að dunda eitthvað sjálfur. Ég er að
fara að taka upp hljóðið í þvottavél
núna.“
- Fyrir húsmæður í þvottahug?
„Á ég að segja þér hvernig það
virkar? Ég tek upp hljóðið frá því
að þvottavélin byrjar að þvo og
þangað til hún hættir. Síðan ætla
ég að syngja með drengjakórs-
röddum yfír þeytinginn, en í sama
tóni.“
- Verður það platan „Jónsi og
heimiiistækin - tónlist heimil-
anna“?
„Já, það gæti vel verið. Annars
þarf samt eiginlega að fínna orð yf-
ir þessi hljóð sem eru á öllum heim-
ilum. Þessa tónlist, meina ég.“
-En ef við snúum okkur frá
heimilistónunum og yfír í framtíð
Sigur Rósar. Hvernig tilfínning er
það að vita að hljómsveitin stendur
á tímamótum með þessum aukna
áhuga erlendis frá?
„Þetta er svolítið skrítið. Við
spilum til dæmis yfirleitt alltaf nýtt
efni á tónleikum, erum svona einu
skrefí á undan. Þegar við gáfum út
fyrstu plötuna fylgdum við henni
eftir með tónleikum þar sem við
spiluðum lögin af Ágætis byrjun.
Núna erum við að spila efni af
næstu plötu og kannski óvanalegt
fyrir áheyrendur að heyra alltaf
eitthvað nýtt. En mér fínnst það
sjálfum hljóta að vera forvitnilegt.“
Á eigin forsendum
- En þegar þið eruð að kynna
ykkur erlendis, er ekki nauðsyn-
legt að spila lögin af Ágætis byrj-
un?
„Jú, það er það eflaust, en við
förum ekkert eftir svona hefð-
bundnum stöðlum. Þegar við vor-
um úti spiluðum við aðeins eitt lag
af plötunni og svo nýtt efni. Fólk
verður bara að taka því að svona
erum við bara. Við gerum okkar
hluti og annað hvort líkar fólki það
eða ekki.“
- Hvað um peninga?
„Æi, ég veit það ekki. Við erum
nú búnir að vera að semja tónlist í
sex ár, gert allt sjálfir, og alltaf
verið blankir. Ef við fáum ein-
hverja peninga verður það fínt og
við mjög heppnir ef fólk sýnir okk-
ur þann áhuga. Þá værum við að fá
einhverja uppskeru af því sem við
erum búnir að vera að sá. En auð-
vitað er þetta stundum erfítt, þegar
allir eru að tala við okkur núna. En
þegar það kemst regla á þau mál
verður þetta fínt.“
Mannfýla og heiladauði
-Flytjast til útlanda?
„Ég held að það komi ekki til
greina. Við höfum ekkert farið oft
til útlanda en í þessari síðustu ferð
fann ég ótrúlega mikla íslan-
dskennd í mér og fannst frábært að
koma heim. Við vorum að vonast til
að það tæki á móti okkur stormur
og slabb, en það var bara ljúft veð-
ur. Ég held ég gæti aldrei búið í
London eða einhverri stórborg.
Mér finnst _það eiginlega bara al-
gjört rugl. Ég hugsa að maður yrði
heiladauður að ferðast með þessum
neðanjarðarlestum, finna þessa
mannafýlu og verða fyrir stöðugu
áreiti eins og er í stórborgum."
- Betra að vera heima?
„Já, hafa þessa víðáttu og geta
andað að sér hreinu lofti. Það er
allt annað."
- Er einhver kvíði íykkur vegna
þessa áhuga erlendis frá?
„Já, að vissu leyti er þetta svolít-
ið ógnvænlegt. En við erum mjög
heppnir að vera komnir í samstarf
með Fat Cat því þeir eru á sömu
bylgjulengd og við sem ég held að
sé frekar óvenjulegt í þessum
bransa þar sem allt snýst um pen-
inga og stjórnendur fyrii’tækjanna
eru harðir viðskiptamenn. Þeir í
Fat Cat eru miklir tónlistarvinir og
eru heiðarlegir. Það hentar mér illa
að vera of mikið að spá í viðskipti
því þau eru svo mikil orkusuga."
Vé á Vestljörðum
- Nú frétti ég að það stæði til að
taka upp lag í rafmagnslausum
bragga á Vestfjörðum. Erþað ekki
tóm della?
„Já, heyrðirðu það einhvers stað-
ar,“ segir Jónsi og hlær. „Við eig-
um okkur draum, en það er bara
draumur, um að taka upp lag í
Fljótavík. Þegar við vorum í ferða-
laginu í sumar vorum við þar í tvo
daga og vorum að veiða og höggva
niður rekavið í eldinn eins og sann-
ir villimenn. Hinum megin við
fjörðinn er fja.ll og yfirgefnar her-
stöðvarbyggingar og okkur langar
rosalega til að fara þangað og taka
upp. Slá upp tjaldbúðum á fjallinu
og vera þarna í svolítinn tíma. En
þá þyrfti að flytja ansi marga hluti
með þyrlu, svo þetta gæti orðið erf-
itt.“
Jónsi bætir við að þeir hafí fund-
ið það í stúdíóinu í London að að-
stæðurnar áttu ekki við þá. „Maður
nær ekki alveg andanum þarna.
Við þurfum stærra rými og meiri
víðáttu."
- Og framtíðin?
„Hún kemur bara í ljós.“