Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MGRGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hæstiréttur þyngir dóm héraðsdóms í málverkafölsunarmáli Brotin skaðleg fyrir viðskipta öryggi á listaverkamarkaði HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær áfrýjaðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Pétri Þór Gunn- arssyni, framkvæmdastjóra og eig- anda Gallerís Borgar, að því er varðar sektargreiðslu til ríkissjóðs, en dæmdi ákærða til jafnlangrar fangelsisvistar og héraðsdómur hafði dæmt hann í hinn 5. mars sl. Hlaut ákærði því sex mánaða fang- elsisdóm og 500 þúsund krónur í sekt fyrir fjársvik, merkjabrot og bókhaldsbrot, en Hæstiréttur taldi bókhaldsbrot ákærða stórfelld. Hæstiréttur staðfesti þá ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað, en ákærða var gert að greiða einum viðskiptavini gall- erísins 370 þúsund krónur í skaða- bætur auk tveggja milljóna króna vegna sakarkostnaðar og málsvarn- arlauna. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og taldi það mikla vankanta á rannsókn þess að ómerkja bæri dóm héraðsdóms og senda bæri málið í hérað til löglegrar meðferðar. Akærði var fundinn sekur um að hafa blekkt þrjá viðskiptavini gall- erísins til að kaupa hver sitt mál- verkið með falsaðri höfundai-merk- ingu Jóns Stefánssonar listmálara á árunum 1994 og 1995 og segir í dómi Hæstaréttar að brot hans hafi verið framin í atvinnurekstri og hafi verið skaðleg fyrir viðskiptaör- yggi á listaverkamarkaði. Voru verkin seld fyrir um 800 þúsund krónur, eða á tíföldu kaupverði. Ekki sannað að ákærði hafí falsað verkin sjálfur Akærða var gefið að sök í ákæru að hafa falsað umrædd málverk sjálfur en héraðsdómur taldi það ósannað og féllst ákæruvaldið á það álit og var það því ekki til endur- skoðunar í Hæstarétti. Stóð ákærði hins vegar að sölu verkanna og seg- ir í dómi Hæstaréttar að honum hefði ekki getað dulist að verkin væru með rangri höfundannerk- ingu Jóns Stefánssonar. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra sótti málið í héraði en ríkissaksóknari í Hæstarétti. Hjá efnahagsbrotadeildinni eru nú rúm- lega eitt hundrað meint falsmál- verk, einkum eftir látna íslenska listamenn, til rannsóknar. Stóra fikniefnamálið Gæsluvarð- hald fram- lengt GÆSLUVARÐHALD yfir einum sakborningi í stóra fíkniefnamálinu, sem rann út í gær, var framlengt í gær um eina viku í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Var samþykkt að halda manninum áfram í gæsluvarðhaldi til að unnt yrði að rannsaka betur þátt hans í málinu, en hann er grunaður um peninga- þvætti og meðferð fíkniefna. Maðurinn er á fimmtugsaldri og var handtekinn í kjölfar húsleitar á heimili hans hinn 24. október sl. Mun hann sitja í gæsluvarðhaldi til 11- nóvember, en 10 manns til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi, að ósk lög- reglunnar í Reykjavík, vegna rann- sóknar málsins. Skipulagsstjóri telur að ekki hafí verið sýnt fram á að frekari kísilgúr- vinnsla í Mývatni spilli ekki umhverfí Vill frekara mat á umhverfísáhrifum SKIPULAGSSTJÓRI telur að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir- hugað kísilgúmám í Mývatni muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Niðurstaða skipu- lagsstjóra er því sú að ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum kísilgúmáms úr Mývatni. I frekara mati þurfa að koma fram meiri upplýsingar um áform um nýtingu kísilgúrsins og áhrif framkvæmd- anna á náttúmfar og samfélag. Skýrsla um mat á áhrifum þess á náttúm Mývatns og byggð við vatnið, að hefja töku kísilgúrs á nýjum svæðum í vatninu var gerð opinber í byrjun september. Al- menningi var gefið færi á að gera athugasemdir við skýrsluna og skipulagsstjóri hefur nú kveðið upp úrskurð eftir ítarlega skoðun á skýrslunni. Niðurstaða hans er að Mývatn sé sérstætt vistkerfi í nátt- úm Islands. Það sé „gífurlega auð- ugt af gróðri og dýralífi miðað við hnattstöðu og einnig á alþjóðlegan mælikvarða". Skipulagsstjóri segir í úrskurði sínum að lögð hafi verið fram gögn þar sem fram komi mismun- andi skilningur á því hvort fyrir- hugað kísilgúrnám í Mývatni sam- ræmist ákvæðum Ramsar-sam- þykktarinnar, en Mývatn nýtur verndar samkvæmt samþykkt- inni. „Þar sem ekki hafa verið lögð fram gögn sem gera kleift að leggja fullnægjandi mat á það hvort fyrirhugaðar framkvæmdir við kísilgúrnám kunni að hafa um- talsverð áhrif á einstaka umhverf- isþætti í lífríki Mývatns er það mat skipulagsstjóra að ekki séu forsendur til að meta hvort fyrir- hugað kísilgúrnám geti samrýmst ákvæðum Ramsar-samþykktar- innar.“ Krafist ítarlegra viðbótar upplýsinga Skipulagsstjóri vekur athygli á því að erfitt geti verið að snúa við óæskilegum áhrifum námavinnslu á lífrúki vatnsins sem fram kunna að koma við vöktun. Eins geti reynst erfitt að bregðast skjótt við alvar- legu atvinnuástandi sem myndi skapast við slíkar aðstæður, hugsan- lega með skömmum fyrirvara. Skipulagsstjóri gerir grein fyrir ellefu atriðum sem hann vill að verði könnuð betur í frekara mati. Þar er m.a. um að ræða ítarlega lýs- ingu á framkvæmdum, upplýsingar um hversu dæmigerð þau ár eru sem byggt er á við líkanagerð í frummatsskýrslunni, frekari upp- lýsingar um setflutninga, mat á áhrifum brottnáms botngróðurs- samfélaga á frumframleiðni og botndýr, upplýsingar um fjölda fugla og útbreiðslu og mat á áhrif- um skerðingar botnsamfélags á fuglategundir sem byggja afkomu sína á því. Ennfremur er gerð krafa um að lagðar verði fram frekari upplýsingar um veiði í vatninu og hvaða áhrif skerðing á botnsamfé- lagi hafi á silunga með tilliti til fæðuskilyrða. Krafist er upplýsinga um næringarflæði og um hámarks- styrk niturs og fosfórs í affallsvatni frá Kísiliðjunni. Að lokum er óskað eftir frekari upplýsingum um áhrif framkvæmda á byggð og samfélag við Mývatn. Hægt er að kæra úrskurð skipu- lagsstjóra tif umhverfisráðherra og rennur kærufrestur út 10. desem- ber. Bíllinn þveginn rækilega fyrir veturinn. Morgunblaðið/Ómar * Island fyrirmynd Færey- inga í efnahagsmálum í NYRRI skýrslu sem nýsjálenskt ráðgjafarfyrirtæki hefur unnið fyrir atvinnumálaráðuneyti Færeyja kemur fram að Island sé sú fyrirmynd sem Færeyjar eigi að líkja eftir í efnahagsmálum. Bent er á að íslendingar hafi lengi haldið uppi sjálfbæru velferðar- samfélagi, að efnahagslíf landanna sé að mörgu leyti svipað og að Is- lendingar hafi stýrt þjóðarbúi sínu með góðum árangri. Mælt er með auknu samstarfi við íslensk iýrir- tæki, einkum í sjávarútvegi og að íslenska kvótakerfið verði tekið til fynrmyndar. í Caragata-skýrslunni, sem kennd er við aðalhöfundinn, dr. Pat- rick Caragata, er einnig mælt með því að við uppbyggingu fjármála- markaðarins og við einkavæðingu verði horft til reynslu Islendinga. Frá þessu segir í færeyska dagblað- inu Dimmalætting. í skýrslunni er bent á að erlendar skuldir íslendinga hafi á þremur ár- um lækkað úr 51% af brúttóþjóðar- tekjum í 35%, atvinnuleysi sé 2%, sem er það lægsta innan OECD- landanna, og að verðbólga sé lág. Lagt er til að íslenski verðbréfa- markaðurinn verði Færeyingum fyrirmynd. íslenski hlutabréfa- markaðurinn hafi farið í gang árið 1991 um leið og einkavæðing ríkis- stofnana hófst. Islendingar hafi haft litla trú á hlutabréfamai’kaðnum í fyrstu en sú tiltrú hafi styrkst þegar skattafrádráttur við hiutabréfakaup hafi verið kynntur. Hlutabréfamark- aðurinn hafi síðan styrkst jafnt og þétt og atvinnulífið notið góðs af. Sérblöð í dag ©Sluui ÁFÖSTUDÖGUM Ríkharður Daðason enn á skotskónum C/2 Pétur Pétursson ráðinn þjálfari KR C/1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.