Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MGRGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Hæstiréttur þyngir dóm héraðsdóms í málverkafölsunarmáli
Brotin skaðleg fyrir viðskipta
öryggi á listaverkamarkaði
HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær
áfrýjaðan dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir Pétri Þór Gunn-
arssyni, framkvæmdastjóra og eig-
anda Gallerís Borgar, að því er
varðar sektargreiðslu til ríkissjóðs,
en dæmdi ákærða til jafnlangrar
fangelsisvistar og héraðsdómur
hafði dæmt hann í hinn 5. mars sl.
Hlaut ákærði því sex mánaða fang-
elsisdóm og 500 þúsund krónur í
sekt fyrir fjársvik, merkjabrot og
bókhaldsbrot, en Hæstiréttur taldi
bókhaldsbrot ákærða stórfelld.
Hæstiréttur staðfesti þá ákvæði
héraðsdóms um skaðabætur og
sakarkostnað, en ákærða var gert
að greiða einum viðskiptavini gall-
erísins 370 þúsund krónur í skaða-
bætur auk tveggja milljóna króna
vegna sakarkostnaðar og málsvarn-
arlauna.
Einn dómari skilaði sératkvæði í
málinu og taldi það mikla vankanta á
rannsókn þess að ómerkja bæri dóm
héraðsdóms og senda bæri málið í
hérað til löglegrar meðferðar.
Akærði var fundinn sekur um að
hafa blekkt þrjá viðskiptavini gall-
erísins til að kaupa hver sitt mál-
verkið með falsaðri höfundai-merk-
ingu Jóns Stefánssonar listmálara á
árunum 1994 og 1995 og segir í
dómi Hæstaréttar að brot hans hafi
verið framin í atvinnurekstri og
hafi verið skaðleg fyrir viðskiptaör-
yggi á listaverkamarkaði. Voru
verkin seld fyrir um 800 þúsund
krónur, eða á tíföldu kaupverði.
Ekki sannað að ákærði hafí
falsað verkin sjálfur
Akærða var gefið að sök í ákæru
að hafa falsað umrædd málverk
sjálfur en héraðsdómur taldi það
ósannað og féllst ákæruvaldið á það
álit og var það því ekki til endur-
skoðunar í Hæstarétti. Stóð ákærði
hins vegar að sölu verkanna og seg-
ir í dómi Hæstaréttar að honum
hefði ekki getað dulist að verkin
væru með rangri höfundannerk-
ingu Jóns Stefánssonar.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra sótti málið í héraði en
ríkissaksóknari í Hæstarétti. Hjá
efnahagsbrotadeildinni eru nú rúm-
lega eitt hundrað meint falsmál-
verk, einkum eftir látna íslenska
listamenn, til rannsóknar.
Stóra fikniefnamálið
Gæsluvarð-
hald fram-
lengt
GÆSLUVARÐHALD yfir einum
sakborningi í stóra fíkniefnamálinu,
sem rann út í gær, var framlengt í
gær um eina viku í Héraðsdómi
Reykjavíkur að kröfu efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra. Var
samþykkt að halda manninum áfram
í gæsluvarðhaldi til að unnt yrði að
rannsaka betur þátt hans í málinu,
en hann er grunaður um peninga-
þvætti og meðferð fíkniefna.
Maðurinn er á fimmtugsaldri og
var handtekinn í kjölfar húsleitar á
heimili hans hinn 24. október sl. Mun
hann sitja í gæsluvarðhaldi til 11-
nóvember, en 10 manns til viðbótar
sitja í gæsluvarðhaldi, að ósk lög-
reglunnar í Reykjavík, vegna rann-
sóknar málsins.
Skipulagsstjóri telur að ekki hafí
verið sýnt fram á að frekari kísilgúr-
vinnsla í Mývatni spilli ekki umhverfí
Vill frekara mat á
umhverfísáhrifum
SKIPULAGSSTJÓRI telur að
ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir-
hugað kísilgúmám í Mývatni muni
ekki hafa í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif. Niðurstaða skipu-
lagsstjóra er því sú að ráðist skuli í
frekara mat á umhverfisáhrifum
kísilgúmáms úr Mývatni. I frekara
mati þurfa að koma fram meiri
upplýsingar um áform um nýtingu
kísilgúrsins og áhrif framkvæmd-
anna á náttúmfar og samfélag.
Skýrsla um mat á áhrifum þess á
náttúm Mývatns og byggð við
vatnið, að hefja töku kísilgúrs á
nýjum svæðum í vatninu var gerð
opinber í byrjun september. Al-
menningi var gefið færi á að gera
athugasemdir við skýrsluna og
skipulagsstjóri hefur nú kveðið upp
úrskurð eftir ítarlega skoðun á
skýrslunni. Niðurstaða hans er að
Mývatn sé sérstætt vistkerfi í nátt-
úm Islands. Það sé „gífurlega auð-
ugt af gróðri og dýralífi miðað við
hnattstöðu og einnig á alþjóðlegan
mælikvarða".
Skipulagsstjóri segir í úrskurði
sínum að lögð hafi verið fram
gögn þar sem fram komi mismun-
andi skilningur á því hvort fyrir-
hugað kísilgúrnám í Mývatni sam-
ræmist ákvæðum Ramsar-sam-
þykktarinnar, en Mývatn nýtur
verndar samkvæmt samþykkt-
inni. „Þar sem ekki hafa verið
lögð fram gögn sem gera kleift að
leggja fullnægjandi mat á það
hvort fyrirhugaðar framkvæmdir
við kísilgúrnám kunni að hafa um-
talsverð áhrif á einstaka umhverf-
isþætti í lífríki Mývatns er það
mat skipulagsstjóra að ekki séu
forsendur til að meta hvort fyrir-
hugað kísilgúrnám geti samrýmst
ákvæðum Ramsar-samþykktar-
innar.“
Krafist ítarlegra
viðbótar upplýsinga
Skipulagsstjóri vekur athygli á
því að erfitt geti verið að snúa við
óæskilegum áhrifum námavinnslu á
lífrúki vatnsins sem fram kunna að
koma við vöktun. Eins geti reynst
erfitt að bregðast skjótt við alvar-
legu atvinnuástandi sem myndi
skapast við slíkar aðstæður, hugsan-
lega með skömmum fyrirvara.
Skipulagsstjóri gerir grein fyrir
ellefu atriðum sem hann vill að
verði könnuð betur í frekara mati.
Þar er m.a. um að ræða ítarlega lýs-
ingu á framkvæmdum, upplýsingar
um hversu dæmigerð þau ár eru
sem byggt er á við líkanagerð í
frummatsskýrslunni, frekari upp-
lýsingar um setflutninga, mat á
áhrifum brottnáms botngróðurs-
samfélaga á frumframleiðni og
botndýr, upplýsingar um fjölda
fugla og útbreiðslu og mat á áhrif-
um skerðingar botnsamfélags á
fuglategundir sem byggja afkomu
sína á því. Ennfremur er gerð krafa
um að lagðar verði fram frekari
upplýsingar um veiði í vatninu og
hvaða áhrif skerðing á botnsamfé-
lagi hafi á silunga með tilliti til
fæðuskilyrða. Krafist er upplýsinga
um næringarflæði og um hámarks-
styrk niturs og fosfórs í affallsvatni
frá Kísiliðjunni. Að lokum er óskað
eftir frekari upplýsingum um áhrif
framkvæmda á byggð og samfélag
við Mývatn.
Hægt er að kæra úrskurð skipu-
lagsstjóra tif umhverfisráðherra og
rennur kærufrestur út 10. desem-
ber.
Bíllinn þveginn rækilega fyrir veturinn.
Morgunblaðið/Ómar
*
Island fyrirmynd Færey-
inga í efnahagsmálum
í NYRRI skýrslu sem nýsjálenskt
ráðgjafarfyrirtæki hefur unnið
fyrir atvinnumálaráðuneyti
Færeyja kemur fram að Island sé
sú fyrirmynd sem Færeyjar eigi
að líkja eftir í efnahagsmálum.
Bent er á að íslendingar hafi lengi
haldið uppi sjálfbæru velferðar-
samfélagi, að efnahagslíf landanna
sé að mörgu leyti svipað og að Is-
lendingar hafi stýrt þjóðarbúi sínu
með góðum árangri. Mælt er með
auknu samstarfi við íslensk iýrir-
tæki, einkum í sjávarútvegi og að
íslenska kvótakerfið verði tekið til
fynrmyndar.
í Caragata-skýrslunni, sem
kennd er við aðalhöfundinn, dr. Pat-
rick Caragata, er einnig mælt með
því að við uppbyggingu fjármála-
markaðarins og við einkavæðingu
verði horft til reynslu Islendinga.
Frá þessu segir í færeyska dagblað-
inu Dimmalætting.
í skýrslunni er bent á að erlendar
skuldir íslendinga hafi á þremur ár-
um lækkað úr 51% af brúttóþjóðar-
tekjum í 35%, atvinnuleysi sé 2%,
sem er það lægsta innan OECD-
landanna, og að verðbólga sé lág.
Lagt er til að íslenski verðbréfa-
markaðurinn verði Færeyingum
fyrirmynd. íslenski hlutabréfa-
markaðurinn hafi farið í gang árið
1991 um leið og einkavæðing ríkis-
stofnana hófst. Islendingar hafi haft
litla trú á hlutabréfamai’kaðnum í
fyrstu en sú tiltrú hafi styrkst þegar
skattafrádráttur við hiutabréfakaup
hafi verið kynntur. Hlutabréfamark-
aðurinn hafi síðan styrkst jafnt og
þétt og atvinnulífið notið góðs af.
Sérblöð í dag
©Sluui
ÁFÖSTUDÖGUM
Ríkharður Daðason enn á
skotskónum C/2
Pétur Pétursson ráðinn
þjálfari KR C/1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is