Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999______________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formennskutímabili Islands 1 Evrópuráðinu lokið
Rætt um stöðugleikasátt-
mála Suðaustur-Evrópu
ÞATTTAKA Evrópuráðsins í stöð-
ugleikasáttmála fyrir Suðaustur-
Evrópu var helsta umræðuefni ut-
anríkisráðherrafundar Evrópuráðs-
ins, sem haldinn var í Strassborg í
Frakklandi í gær. Halldór Asgríms-
son utanríkisráðherra og formaður
ráðsins stýrði fundinum, sem jafn-
framt var síðasti fundurinn á for-
mennskutímabili íslands í ráðhen-a-
nefnd Evrópuráðsins en eftir fund-
inn tók Irland við formennsku í
nefndinni.
Utanríkisráðherra áréttaði á
fundinum mikilvægi Evrópuráðsins
við að tryggja varðveislu mannrétt-
inda, eflingu lýðræðis og réttarríkis
á svæðinu. Að hans mati hefur Evr-
ópuráðið mikilvægu hlutverki að
gegna í uppbyggingarstarfí í
Kosovo við eflingu mannréttinda og
lýðræðisþróunar í nánu samstarfi
við stofnanir á borð við Evrópusam-
bandið og Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, segir í frétt frá ut-
anríkisráðuneytinu.
Sérstakir samráðsfundir Evrópu-
ráðsins með ESB og ÖSE hafí verið
haldnir í formennskutíð íslands í
ráðherranefnd Evrópuráðsins um
samstarf stofnananna. Utanríkisráð-
herramir áréttuðu mikilvægi þess að
Sambandsríki Júgóslavíu og Hvíta-
Rússland virtu grundvaUarreglur
mannréttinda, lýðræðis og réttarrík-
isins. Umsóknir beggja þessara ríkja
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra fslands og formaður ráðherra-
nefndar Evrópuráðsins, stýrði síðasta fundi ráðsins á formennsku-
tímabili Islands ásamt David Andrews, utanríkisráðherra Irlands, sem
tekinn er við formennskunni.
um aðild að Evrópuráðinu hafa veríð
lagðar til hliðar vegna stjómmálaá-
stands í þeim.
A fundinum greindi utanríkisráð-
herra frá niðurstöðum óformlegs
fundar utanríkisráðherranna með
Bemhai'd Kouchner, sérstökum full-
trúa Sameinuðu þjóðanna í Kosovo
og í lok fundarins ræddu ráðherr-
amir um ástandið í Tsjetsjníu.
Utanríkisráðherra sat einnig
samráðsfund ráðherranefndar Evr-
ópuráðsins og Evrópuráðsþingsins,
þar sem aðallega var rætt um stöð-
ugleikasáttmálann fyrir Suðaustur-
Evrópu. A fundinum greindi utan-
ríkisráðherra jafnframt frá heim-
sókn sinni og Walters Schwimmers,
framkvæmdastjóra Evrópuráðsins,
til Úkraínu 18.-19. október sl. Þá
átti ráðherra einnig tvíhliða fundi
með David Andrews, utanríkisráð-
herra Irlands, Borys Tarasyuk, ut-
anríkisráðherra Úkraínu, og Mihai-
Razvan, varautanríkisráðherra
Rúmeníu.
Forseti íslands flutti fyrirlestur við Brown-háskóla í Bandaríkjunum
Samvinna landa á
norðursvæðinu mikilvæg
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Islands, flutti í gær hinn ár-
lega Odgen-fyrirlestur um al-
þjóðamál við Brown-háskólann í
Bandaríkjunum og bar fyrirlest-
urinn heitið: Norðursvæðin: Ný
vídd í alþjóðatengslum. Til norð-
ursvæðisins teljast ekki einungis
Norðurlöndin heldur einnig
Eystrasaltsríkin þrjú, norðvest-
urhluti Rússlands og austurfylki
Kanada.
I fyrirlestrinum lýsti Ólafur
Ragnar því m.a. hvaða áhrif lok
kalda stríðsins hefðu haft á hið
pólitíska og efnahagslega lands-
lag norðursvæðisins; hvernig lok
kalda strfðsins hefðu fært löndin
á norðursvæðinu í lykil stöðu á
alþjóðlegum vettvangi og á
hvern hátt svæðið gæti átt þátt í
að tryggja árangur og stöðug-
leika nýrrar Evrópu og sam-
skipta Rússlands og Bandarfkj-
anna.
Ólafur Ragnar benti á að
sjálfstæði Eystrasaltslandanna
þriggja hefði eftir kalda stríðið
skapað mikilvæg tækifæri til
aukinnar samvinnu milli Norð-
urlandanna annars vegar og
Eystrasaltslandanna hins vegar
og sagði að öll þessi lönd gætu
myndað sterka blokk sem gæti
staðið þétt saman á alþjóðlegum
vettvangi.
Löndin væru ekki aðeins sterk
saman vegna hins mikla sam-
starfs og trausts sem þau bæru
hvert til annars heldur einnig
vegna þess að þau væru á víxl í
ýmsum ríkjabandalögum. Sum
Hæstiréttur dæmir í máli
fyrrverandi starfsmanns FBA
Fékk 300 þús-
und krónur í
miskabætur
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
til að gi'eiða fyrrverandi starfs-
manni miskabætur í kjölfar starfs-
lokasamnings hans hjá bankanum.
Hæstiréttur taldi bankann hafa
gengið lengra í ávirðingum í garð
mannsins en bankanum var stætt á
í bréfi til Ríkisendurskoðunar, sem
dreift var til nokkurs fjölda manna,
þegar þeir fullyrtu að tapið sem
varð, væri honum einum að kenna.
Maðurinn var starfsmaður Fisk-
veiðasjóðs Islands, sem var einn
þeirra fjárfestingarlánasjóða sem
sameinuðust í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins í ársbyrjun 1998. Eft-
ir sameininguna kom í ljós að í
gögnum um gjaldeyrisstöðu Fisk-
veiðasjóðs voru mistök, sem færð-
ust inn í gögn FBA, og tapaði bank-
inn talsverðu fé af þeim sökum. Það
tap nam um 48 milljónum króna að
mati FBA.
Launamunur
ekki bættur
Stjómendur FBA töldu manninn
bera ábyrgð á mistökunum og gáfu
honum kost á að láta af störfum hjá
bankanum með þeim kjörum sem
ráðningarsamningur hans tryggði
honum. Maðurinn féllst á það, en
hélt því fram að í framhaldi af
starfslokum hans hefði bankinn
dreift röngum ásökunum um að
hann hefði gefíð rangar upplýsingar
um gjaldeyrisjöfnuð Fiskveiðasjóðs.
Þessar ásakanir hefðu gert honum
ókleift að fá starf við sitt hæfi.
Hæstiréttur segir ósannað að ósk
stjómenda FBA um að maðurinn
léti þar af störfum hafi valdið hon-
um frekari erfiðleikum við að finna
sér nýtt starf en hann mátti búast
við að því athuguðu að starfslok
hans stöfuðu af mistökum sem hann
bar a.m.k. að hluta ábyrgð á. Á hinn
bóginn telur Hæstiréttur að stjórn-
endur bankans hafi gengið lengi'a í
ávirðingum í garð mannsins en
þeim var stætt á í bréfi til Ríkisend-
urskoðunar, sem dreift var til nokk-
urs fjölda manna, þegar þeh' full-
yrtu að tapið sem varð, væri honum
einum að kenna.
Maðurinn krafðist þess að fá
rúmar 43 milljónir í bætur vegna
mismunar þeirra launa, sem hann
hefur í núverandi starfi og þeirra
sem hann hafði hjá FBA, en Hæsti-
réttur telur að vegna gagnkvæmrai'
og skiiyrðislausrar heimildar til
uppsagnar í ráðningarsamningi
hans hafi hann ekki mátt treysta því
að geta gegnt áfram störfum hjá
stefnda um ókominn tíma. Hins
vegar telur Hæstiréttur ástæðu til
að greiða manninum miskabætur,
en ekki 5 milljónir eins og hann fór
fram á. „Með forsendum þessa
dóms út af fyrir sig hefur hlutur
áfrýjanda verið réttur eftir því, sem
efni málsins standa til,“ segir
Hæstiréttur og dæmir honum 300
þúsund krónur í miskabætur.
væru til dæmis í Atlantshafs-
bandalaginu og önnur í Evrópu-
sambandinu.
í máli Ólafs Ragnars kom auk-
inheldur fram hve hann teldi
samstarf ríkjanna á Norðursvæð-
inu mikilvægt og sagði m.a. að
samvinna þeirra á sviði efnahags,
vísinda og menningar gæti enn
frekar orðið til þess að bæta
skilning mannsins á mikilvægum
hnattrænum vandamálum á borð
við loftslagsbreytingar.
í dag hefst í Brown-háskólan-
um íslensk-baltnesk tónlistarhá-
tíð, þar sem Baltneska fflharm-
ónían mun undir stjórn Guð-
mundar Emilssonar fiytja þrjú ís-
lensk verk og verður forseti Is-
lands viðstaddur tónleika hátíð-
arinnar í kvöld.
Athugasemd skólameistara FB
Ekki um fjár-
drátt að ræða
SKÓLAMEISTARI Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti, Kristín Arn-
alds, hefur sent frá sér athuga-
semd vegna fréttar í Morgun-
blaðinu í gær um athugasemdir
Ríkisendurskoðunar varðandi
írágang bókhalds Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti.
„Komið hefur í ljós óreiða í
bókhaldi Fjölbrautaskólans í
Breiðholti sem rakin er til starfa
fyrrverandi fjármálastjóra skól-
ans. Honum var gefinn kostur á
að segja upp störfum sem hann
og gerði. Ekki hefur komið fram
að um fjárdrátt hafi verið að
ræða. Núverandi fjármálastjóri
vinnur nú í góðri samvinnu við
Ríkisendurskoðun að því að
greiða úr bókhaldi skólans og er
stefnt að því að niðurstöður liggi
fyrir sem fyrst.“
MAKING FACES
KEVYN AUCOIN
Frábær bók um andlits-
förðun. Nýjar og spenn-
andi teiðir tit aó líta
enn betur út.
2.595
íkr.
Ævisaga Einars
The Conran Octopus Benediktssonar,
Decorating Book II. bindi
Nýjar erlendar
bækur daglega
Þegar Suðurland sökk
Breskur kafbátur
missti hlustunarkapal
w Eyniundsson
Austurstræti • Kringlunni
TÆPUM 13 árum eftir að flutn-
ingaskipið Suðurland fórst 290 sjó-
mílur norðaustur af íslandi hefur
breska vamarmálaráðuneytið stað-
fest að sökkvandi íslenskt skip hafi
orðið til þess árið 1986 að einn af kaf-
bátum breska sjóhersins missti
hlustunarkapal sinn í Atlantshafið.
Þetta kemur m.a. fram í nýrri bók
Óttars Sveinssonar, Útkall í Atlants-
hafi ájólanótt.
Fram kemur að í frétt breska
blaðsins The Mail on Sunday í byij-
un árs 1987 hafi verið sagt frá því að
breskur kjamorkukafbátur, sem hafi
flækt kapal sinn í Suðurlandi hafi
heitið Splendid. í svari yfirlautinants
hjá breska vamarmálaráðuneytinu
til Óttars um það hvort frétt The
Mail on Sunday frá því í byijun árs
1987 hafi verið rétt segir: „Sagan er
eins og hún var prentuð í þessu dag-
blaði. Við ræðum hins vegar ekki að-
gerðir kafbáta, hvorki í fortíð, nútíð
né framtíð, af öryggisástæðum. En
það varð atburður á þessum slóðum
á þessum tíma þar sem einn kafbáta
okkar var staddur og íslenskt flutn-
ingaskip var að sökkva. Þetta varð
svo til þess að hlustunarkapall kaf-
bátsins glataðist. í blaðagreininni
var farið rétt með staðreyndir. En
ég get ekki rætt hvers vegna kafbát-
urinn var á þessum stað þótt hann
hafi tekið þátt í aðgerðum þarna.
Það gerist ekki oft að kafbátar missi
hlustunarkapal. En slíkir atburðir
eiga sér þó stað.“
Leikskóla-
gjöld í
Reykjavík
hækka
ÚTLIT er fyrir að leikskólagjöld í
Reykjavík hækki um ellefu prósent
ef tillaga, sem lögð var fram utan
dagskrár á fundi borgarráðs á
þriðjudag, nær fram að ganga. Til-
lögunni var frestað þar en kom til
umræðu á borgarstjómarfundi í
gærkvöldi.
Kristín Blöndal, formaður leik-
skólaráðs, segir að starfsáætlun
leikskóla Reykjavíkur fyrir næsta
ár geri ráð fyrir 3,5 prósenta hækk-
un leikskólagjalda en ljóst sé að til
þess að ná fram þeirri 70 milljóna
króna aukningu á rekstrarfé leik-
skólanna sem tillagan er lögð var
fyrir borgarráð gerir ráð fyrir þurfí
að hækka gjöldin um 7,5 prósent til
viðbótar.