Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
21% hækkun hjá«i
forsætisráðherra ^ ||
Ijan tr lan«- . i . I I fhfWHI ' |jl I
Grunaði ekki Gvend, bara verið að þróa nýtt samband við kauða.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Gönguferð í góða veðrinu
Á FALLEGUM haustdögum er
gaman að fara út að ganga, en
það gerðu einmitt börnin á
Bangsadeildinni í leikskólanum
Heklukoti á Hellu einn góðviðr-
isdaginn fyrir stuttu. Þau voru
öll þæg og góð þegar fréttarit-
ari rakst á þau á förnum vegi,
ásamt Guðlaugu Sæmundsdóttur
starfsstúlku og Guðbjörgu Is-
leifsdóttur leikskólakennara í
Heklukoti.
Of fáir útskrifast úr
leikskólakennaranámi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá foreldra- og
starfsmannafélagi leikskólan? Sól-
borgar:
„Sú staða sem uppi er í starfs-
mannamálum í leikskólum í dag er
áhyggjuefni. Að leikskólar barnanna
séu fullmannaðir menntuðu og
reyndu starfsfólki hlýtur að vera
kappsmál okkar foreldra og metnað-
armál sveitaifélaga sem að rekstri
leikskóla standa. Nokkuð hefur verið
rætt um að lág laun starfsfólks í leik-
skólum fæli fólk fró störfum þar og
góðæri í þjóðfélaginu dragi til sín
starfsfólkið og á það eflaust við rök
að styðjast. Hins vegar er hluti
vandamálsins einnig sá að of fáir út-
skrifast úr leikskólakennaranámi til
að standa undir starfsmannaþörf
leikskólanna. Það er að hluta til
vegna fjárskorts til reksturs skólans
og hið sama á reyndar einnig við um
mönnun grunnskólanna og kennara-
nám. Því er þetta ekki eingöngu
vandamál sveitaifélaga heldur einnig
ríkisins. Lengi býr að fyrstu gerð, því
skal til hennar vandað. Uppeldi og
menntun bama okkar er grundvöllur
fyrir því samfélagi sem við viljum sjá
í framtíðinni. Foreldrar leikskóla-
barna er fjölmennur hópur sem alltof
lítið hefur kvatt sér hljóðs. Látum í
okkur heyra um þessi mál, styðjum
við áralanga baráttu leikskólakenn-
ara og annars starfsfólks leikskól-
anna fyrir velmenntuðu og reyndu
starfsfólki í hverju rúmi - ekkert
minna dugar fyrir börnin okkar.“
Nýr rektor við Skálholtsskóla
Lifandi tengsl
við söguna!
ANN 1. nóvember
sl. tók dr. Pétur
Pétursson, pró-
fessor í kennimannlegri
guðfræði við Háskóla Is-
lands, við starfi rekstors
í Skálholti og mun hann
gegna því í leyfi séra Kri-
stjáns Vals Ingólfssonar
til ársloka árið 2000.
Skyldu vera einhverjar
nýjungar á döfinni í
starfsemi Skálholts-
skóla?
,;I bígerð er að Háskóli
Islands fái fræðimanns-
setur í Skálholti þar sem
starfsmenn Háskólans
geta dvalið við fræða-
störf og nýtt þá aðstöðu
sem er á staðnum, svo
sem tölvukost, bókasafn
og það næði sem þar gefst til
einbeitingar og endurnýjunar.
Ymislegt annað er á döfinni;
námskeið um Jobsbók og mann-
lega þjáningu, málþing um bók-
menntir, þar á meðal um Is-
landsklukkuna eftir Halldór
Laxness, myndlistarsýningar,
námskeið í íkonamálun, þá eru
uppi áform um málþing um
mannvirki, náttúru, mannvernd
og umhverfi. Þess má geta að
Skálholtsskóli kemur að mennt-
un verðandi presta með starfs-
þjálfun og stefnt er að því að
efla endurmenntun presta og
annars starfsfólks kirkjunnar.
- Er hið nýja starf mjög ólíkt
stiirfíþínu við Háskóla Islands?
„Þetta er nákvæmlega á sama
sviði, á sviði praktískrar guð-
fræði sem fjallar um tengsl
kirkjunnar og kirkjulegi'ar
þjónustu við þjóðfélagið, menn-
inguna og fólk við hinar ýmsu
aðstæður, það má nefna predik-
unarfræði, sálgæslu, félagsfræði
og uppeldis- og kennslufræði.
Innihaldið er nánast það sama
en hér er ég meira við að skipu-
leggja þessi tengsl og reyna að
móta þau. Enda stendur í lögum
um Skálholtsskóla að markmið
hans sé að stuðla að sem víð-
tækustu áhrifum kristinnar trú-
ar og kristinnar menningar í ís-
lensku þjóðlífi. Skólinn starfar á
grunni fornar skólahefðar í
Skálholti og norrænnar lýðhá-
skólahefðar og til þess að þess-
um markmiðum verði náð verða
störf skólans að laga sig að bæði
hefðinni og þeim aðstæðum sem
eru uppi í nútíma samfélagi. Það
er líka mikilvægt að ólíkir hópar
og samtök finnist þeir eiga er-
indi hingað í Skálholt og finni að
þessi sterka hefð og saga sem
hér er lifandi tali til þeirra. Það
er mjög spennandi fyrir rektor
skólans að skapa þessi tengsl og
í því sambandi má nefna að
skólinn starfar á þremur svið-
um, þ.e. fræðslusviði,
fræðisviði og kirkju-
tónlistarsviði. Starf-
semin á tónlistarsvið-
inu hefur tekist af-
skaplega vel hér í
Skálholti með sumar-
tónleikunum sem orðinn er
hefðbundinn liður í starfi skól-
ans. En á guðfræði- og fræðslu-
sviðinu blasa verkefnin við
vegna þess að þó að við búum
við ríka kirkjulega hefð og
kristnin sé sterkur liður í ís-
lenskri menningu þá er þekk-
ingin á kristinni trú og guðfræði
mjög ábótavant í dag. Það má
nefna að það er mikil vöntun í
skólakerfinu að ekki sé sinnt
kristnifræði og trúarbragða-
►Pétur Pétursson er fæddur
1950 á Akureyri og þar tók
hann stúdentspróf 1970.
Hann hefur um árabil starfað
sem háskólakennari í Svíþjóð
og við Háskóla íslands. Hann
er bæði guðfræðingur og fé-
lagsfræðingur að mennt og
hefur skrifað bækur og fjölda
ritgerða einkum á sviði nú-
tíma kirkjusögu sem birst
hafa hér heima og erlendis.
Pétur á tvö börn og tvö fóst-
urbörn frá fyrra hjónabandi
en unnusta hans er Ragnheið-
ur Kr. Þorláksdóttir, starfs-
maður Sögufélagsins, og á
hún eina dóttur.
fræði í framhaldsskólum lands-
ins. Þarna þarf að efla starf
skólans með námskeiða- og ráð-
stefnuhaldi sem er miðað við
þarftr hinna ýmsu hópa.“
- Hefur þú komið að svona
starfi erlendis?
„Eg hef aldrei komið svona
beint að stjórnun en tekið þátt í
ýmsum rannsóknarverkefnum
og stjórn þeirra, ekki síst sam-
norrænum rannsóknarverkefn-
um. Eg hef verið forseti guð-
fræðideildar HÍ í tvö ár og í Sví-
þjóð var ég aðstoðarkennari við
félagsvísindadeildina og dósent
við guðfræðideild Háskólans í
Lundi og hef tekið þátt í ráð-
stefnum og rannsóknarverkefn-
um þar og sjálfur skipulagt
nokkrar ráðstefnur á sviði trú-
arlífsfélagsfræði og kennimann-
legrar guðfræði."
- Hvaða munur er á kenni-
mannlegri guðfræði og annarri
guðfræði?
„Kennimannleg guðfræði er ein
grein guðfræðinnar og hún sam-
anstendur af fjölda undirgreina
sem eiga það sameiginlegt að
fjalla um starf kirkjunnar í þjóð-
félaginu og tengsl hennar. Þar
má nefna eins ólíkar greinar og
kirkjurétt og sálgæslu sem
dæmi.“
- Er starfsemin í
Skálholti vinsæl?
„Já, hún er það.
Hingað kemur fjöldi
fólks, bæði ferðahóp-
ar og fólk sem sækir ráðstefnur
og fundi, helgihald og tónleika.
Eg hef ekki orðið var við neinn
sem ekki finnur þá sérstöku
stemmningu sem hér ríkir. Hér í
Skálholti er maður kominn í
bein tengsl við söguna sem er
afskaplega ríkur þáttur í sam-
kennd okkar íslendinga. Hér er
einstakt tækifæri til þess að
gera þessa merku sögu sem
kristnin er á þessu landi lifandi í
nútímalegu þjóðfélagi.“
guð-
I Skálholti
er sérstök
stemmning