Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ný verðbólfflispá íslandsbanka F&M Spáir 5,3% verð- bólgu yfír þetta ár ÍSLANDSBANKI F&M spáir 5,3% verðbólgu yfir þetta ár og 3,2% milli ársmeðaltala 1998 og 1999. Þetta er nokkuð meiri hækkun yfir árið en spá Seðlabankans frá 25. október gerir ráð fyrir. Þar er spáð 4,6% hækkun yfir árið og 3,3% hækkun á milli ársmeðaltala. í verðbólguspá íslandsbanka F&M segir að munurinn felist í sér- stökum áhrifum vegna árstíðabund- inna þátta. Næsta mánuð spáir íslandsbanki F&M 0,2% hækkun neysluverðsvísitölunnar. Lækkun bensíngjalds í október leiðir til róm- lega 0,1% lækkunar vísitölunnar og einnig má búast við árstíðabundinni lækkun á grænmeti. Gert er ráð fyr- ir einhverri hækkun húsnæðisverðs. Að auki er gert ráð fyrir að fast- eignagjöld hækki umtalsvert í jan- úar á næsta ári. A næsta ári gerir Islandsbanki F&M ráð fyrir 3,0% hækkun neysluverðsvísitölunnar yfir árið og 4,6% hækkun milli ársmeðaltala 1999 og 2000. Seðlabankinn gerir ráð fyrir 3,7% hækkun frá upphafi til loka næsta árs og 4,1% hækkun milli ársmeðaltala 1999 og 2000. í spánni er gert ráð fyrir óbreyttu innflutningsgengi og gert er ráð fyr- ir 2,0% launaskriði á þessu og næsta ári. Framleiðniaukning er áætluð 2,5% á þessu ári og 2,0% á því næsta, í samræmi við spá Þjóðhags- stofnunar. „I kjölfar væntinga um hækkandi hrávöruverð er gert ráð fyrir að er- lent verðlag hækki um 2,5% á þessu ári. Sérstökum árstíðabundnum áhrifum er bætt við. Krónan hefur styrkst nokkuð frá því Seðlabank- inn hækkaði vexti í september síð- astliðnum. Sú styrking ætti að skila sér í lækkun innflutningsverðs. Svo virðist sem vilji Seðlabanka og stjómvalda sé á þá leið að stuðla að sterkri krónu á meðan verðbólgu- þrýstingur er enn til staðar. Stærsti óvissuþátturinn varðandi verðlag á komandi mánuðum er niðurstaða kjarasamninga í byrjun næsta árs,“ segir í verðbólguspá F&M. Meira úrval - betrikaup Erlendar skuldir 42 Morgunblaöiö/Kristmn Geir H. Haarde fjármálaráðherra ávarpar þingfulltrúa við setningu ársþings samtaka evrópskra útflutningsráða. ✓ Arsþing ETPO haldið hár á landi Nýtt hlutverk í alþjóð- legu viðskiptaumhverfí Á ÁRSÞINGI samtaka evrópskra útflutningsráða, ETPO, sem_ nú er haldið hér á landi á vegum Útflutn- ingsráðs Islands, eru meginmálefnin af þrennum toga. Rætt er um breyt- ingal• á skipulagi útflutningsráðanna, áhrif upplýsingatækni á starfsemi ráðanna og nýtt hlutverk útflutn- ingsráða í alþjóðlegu viðskiptaum- hverfi.Samtökln hafa starfað í 40 ár og vinna að ýmsum framfaramálum fyrir aðildarfélögin sem eru frá 28 þjóðlöndum og hagsmunagæslu þar sem við á. Ársþingið hófst í gærmorgun með ávarpi Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra, en meðal ræðumanna á þing- inu eru Sir David Wright, forstjóri British Trade Intemational, Patrick Maher, forstjóri Enterprise Ireland, Gunter Graf, aðstoðarforstjóri Austrian Federal Economic Cham- ber of Commerce, og Torger Reve, rektor Viðskiptaháskólans í Osló. milljarðar HEILDARSKULDIR sjávarút- vegsfyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands í erlendum gjaldmiðlum nema um 42 milljörð- um króna. Af einstökum myntum eru fyrirtæki skuldsettust í banda- ríkjadollurum og er hlutfall þeirra af heildarskuldum um 20%. Evrópum- yntir em einnig sterkar og er hlut- fall þeirra um 23% og skuldir í jap- önskum jenum eru um 18% af heildarskuldum. Heildarskuldir í reiknuðum einingum Fiskveiða- sjóðs/FBA eru um 10,5% af heildar- skuldum í erlendum myntum. Þetta kemur fram í nýrri sjávarútvegs- greiningu Kaupþings hf. Fram kemur að erlendar skuldir sjávarútvegsfyrirtækja hafi almennt lækkað á árinu að undanskildum skuldum í jenum. Skuldii' í banda- ríkjadollurum hafa lækkað um nær 400 milljónir króna frá milliuppgjöri og skuldir í Evrópumyntum hafa lækkað um 260 milljónir króna. Skuldir í jenum hafa aftur á móti hækkað um 800 milljónir króna, en fremur litlar breytingar hafa orðið á öðrum gjaldmiðlum. Information Management aðstoðar fyrirtæki við upplýsingastj órnun Nýting á þeim hug- búnaði sem fyrir er Morgunblaöiö/Sverrir Ragnar Bjartmarz, framkvæmdastjóri IM: „Við byggjum ráðgjöf okkar á að nýta þær upplýsingar sem eru til í fyrirtækjum." MARKMIÐ nýstofnaðs íslensks ráðgjafarfyrirtækis, Information Management, er að aðstoða fyrir- tæki við að ná utan um upplýsing- ar í sínu starfsumhverfi með hug- búnaði sem er fyrir hendi í fyrirtækjunum. Starfsmenn IM hafa m.a. hannað svokallað stjórn- borð þar sem upplýsingar úr mörgum mismunandi kerfum verða aðgengilegar á einum stað. Ragnar Bjartmarz er fram- kvæmdastjóri IM. Hann hefur M.Sc.-próf í tölvuverkfræði og hef- ur unnið innanlands og erlendis við stjórnun og ráðgjöf frá árinu 1988. I mars á síðasta ári setti Ragnar á fót ráðgjafarfyrirtæki og upp úr því var IM stofnað. Starfsmenn IM eru nú fjórir en viðræður standa yfir um ráðningu fjögurra til viðbótar. Ragnar segir að vænta megi að innan tveggja ára verði 30-50 manns starfandi hjá fyrir- tækinu. „Miðað við þær móttökur sem við höfum fengið hér á landi og er- lendis er þörf fyrir þjónustu af þessu tagi,“ segir Ragnar. IM hef- ur þegar fengið verkefni erlendis fyrir um 40 milljónir að sögn Ragnars en stefnan er að helming- ur verkefna fyrirtækisins verði er- lendis og helmingur innanlands. Hlutfallið er nú 80% verkefna er- lendis og 20% á íslandi. Um er að ræða samninga við framleiðslufyr- irtæki í Danmörku, Þýskalandi og á Grænlandi. „Það má segja að við höfum far- ið aðrar leiðir en flest önnur ís- lensk fyrirtæki þar sem við byrj- uðum á að selja þekkingu erlendis en færum okkur svo til Islands. Mörg fyrirtæki fara þá leið að prófa vöru á heimamarkaði og fara svo að flytja út,“ segir Ragnar. Markmið IM er vöxtur starfsem- innar á íslandi á næstunni og að í framhaldinu verði skrifstofur opn- aðar í Svíþjóð og Danmörku. Stjórnborð sem hnýtir saman upplýsingar IM leggur áherslu á að nota þekktan hugbúnað sem er fyrir hendi í mörgum fyrirtækjum. „Við notum Office-pakka Microsoft, auk Outlook, en þetta er hugbúnaður sem flestir þekkja að einhverju leyti,“ segir Ragnar. „Einfaldleik- inn felst í því að nýta þann hug- búnað sem þegar er til staðar í fyr- irtækjum og gera upplýsingar sem fyrir liggja aðgengilegri fyrir alla.“ Ragnar segir starfsmenn IM byrja á því að greina þarfir fyrir- tækja og athuga hvað er fyrir hendi. „Við höfum hannað svokall- að stjórnborð sem hnýtir saman upplýsingar sem til eru á mismun- andi stöðum innan fyrirtækis. Við skilgreinum þarfir hvers starfs- manns í samráði við stjórnendur og hönnum stjórnborð í samræmi við það. Upplýsingar sem viðkom- andi leitar koma þá í ljós með ein- um músarsmelli eða þeim skýtur einfaldlega upp á skjánum," segir Ragnar. Hann leggur áherslu á að með þessu móti verði upplýsinga- notkun og dagleg starfsemi fyrir- tækja einfaldari í sniðum. IM veit- ir einnig ráðgjöf varðandi val og samþættingu viðskiptakerfa og Microsoft-hugbúnaðar. IM er nú í meirihlutaeigu Ragn- ars en starfsmenn fyrirtækisins, Heimir Fannar Gunnlaugsson, Sigurður Hilmarsson og Orn Kristinsson, eiga einnig hluta af því. „Þeim starfsmönnum sem ganga til liðs við okkur verður einnig boðið að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu á góðum kjörum,“ seg- ir Ragnar. „IM er þekkingarfyrir- tæki sem byggist alfarið á starfs- mönnunum og því að selja þekkinguna. Ég held að þetta sé jákvætt fyrir fyrirtækið. Lykill að okkar velgengni er að við myndum öflug og traust lið og í áframhald- andi uppbyggingu fyrirtækisins mun styrkur liðsheildarinnar skipta miklu máli.“ I undirbúningi er að leita til fjárfesta um að koma inn í fyrirtækið, að sögn Ragnars. „Það er æskilegt til að við eigum möguleika á að stækka hraðar. Við höfum farið mjög rólega af stað á meðan við höfum verið að byggja upp sérsvið okkar og fá tilfinningu fyrir markaðnum og traust á hon- um. Viðræður við fjárfesta eru í undirbúningi og ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum,“ segir Ragnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.