Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 24

Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ársfjórðungsskýrsla Landsbanka íslands N auðsynlegt að hemja verðbolgu NÚVERANDI verðbólgustig er óviðunandi, að því er kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Landsban- kans, sem kynnt var í gær. „Eitt brýnasta verkefnið í efnahagsmál- um á næstu mánuðum er að koma böndum á verðbólguna með auknu aðhaldi í þjóðarbúskapnum. A mæl- ikvarða neysluverðsvísitölu mælist 12 mánaða verðbólga nú 5,3% og síðustu 3 mánuði nemur verðbólgan 8,3% á ársgrundvelli. Það er mun meiri verðbólga en í okkar helstu viðskiptalöndum og stenst ekki þegar til lengri tíma er litið,“ segir í skýrslunni. Landsbankinn gerir ráð fyrir áframhaldandi halla á viðskiptum við útlönd. „Gert er ráð fyrir að við- skiptahallinn verði 29 milljarðar á yfírstandandi ári eða 4,5% af lands- framleiðslu. Ekki er búist við um- talsverðum bata í viðskiptum við útlönd á næstu árum sem hlýtur að teljast áhyggjuefni þar sem er- lendar skuldir þjóðarbúsins auk- ast,“ segir í ársfjórðungsskýrsl- unni. „Viðskiptahallinn er of mikill og getur til lengdar grafíð undan stöð- ugleika í gengismálum. Mikilvægt er að draga úr þessum halla með því að auka þjóðhagslegan spamað. Stjórnvöld hafa sent skýr skilaboð um að þeim er full alvara í að draga úr viðskiptahallanum eins og nýtt fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár ber með sér en þar er gert ráð fyrir verulegum tekjuafgangi í fjárlög- um,“ segir ennfremur. Gengi krónunnar hefur náð sögu- legu hámarki í skýrslunni kemur fram að gengi krónunnar hefur náð sögu- legu hámarki, en viðskiptavegin gengisvog krónunnar fór undir 111 þann 18. október. „Hafa ber þó í huga að sú styrk- ing hefur að mestu átt sér stað í september og október. Gefi gengi krónunnar eftir mun það valda auk- inni verðbólgu frá því sem nú er. Það eru hinir háu vextir hér á landi sem stutt hafa við gengi krónunnar en vegna þess mikla munar sem er á innlendum og erlendum vöxtum hefur gjaldeyrisinnstreymi til landsins verið mikið,“ segir í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að lífeyrissjóðir hafa breytt fjárfest- ingaráherslum sínum á árinu. Hlut- fall erlendrar fjárfestingar í eign- araukningu lífeyrissjóðanna fyrstu sex mánuði ársins nemur 43%, en hluti erlendra verðbréfa í áætlaðri eign lífeyrissjóða í lok júní nam að- eins 15%. „Tölur fyrstu sex mánuði ársins benda til þess að eignaaukning lífeyrissjóða í erlendum verðbréf- um verði ekki undir 30 milljörðum króna sem þýðir að heildareignin fari yfir 80 milljarða króna sem er 60% aukning á árinu,“ segir í ársfjórðungsskýrslunni. Mikil hækkun hlutabréfa Hlutabréfavísitölm- hækkuðu mikið á þriðja ársfjórðungi. Heild- arvísitala aðallista hækkaði um tæp 15% á tímabilinu og úrvalsvísitalan enn meira, eða um rúm 18%. Heild- arvísitala vaxtarlista hækkaði mun minna, eða aðeins um 1,8%. „Mest munar um hækkun fjár- málafyrirtækja sem hækkuðu verulega á 3. ársfjórðungi í kjölfar mun betri milliuppgjöra en gert hafði verið ráð fyrir,“ segir í skýrsl- unni. Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa- þingi íslands þrefölduðust fyrstu níu mánuði þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. I skýrslunni er sett spumingarmerki við hvort ís- lenskur hlutabréfamarkaður lúti sömu lögmálum og erlendir, en fyrrnefndar hækkanir hafa orðið þrátt fyrir vaxtahækkanir og aukna verðbólgu. „Spyrja má hvers vegna markað- urinn hér á landi bregst svo seint og svo lítið við neikvæðum fréttum af þessu tagi, en trúlega er skýring- arinnar m.a. að leita í vanþroska og óskilvirkni íslensks hlutabréfa- markaðar," segir í kafla um hluta- bréfamarkað. Svigrúm til þess að lækka langtímavexti Bankinn telur svigrúm vera til verulegrar lækkunar langtíma- vaxta á næstu mánuðum. „Mjög mun draga úr framboði ríkis- skuldabréfa á næsta ári vegna sterkrar stöðu ríkissjóðs auk þess sem minnkandi hagvöxtur mun draga úr framboði annarra skulda- bréfa. A sama tíma fer ráðstöfunar- fé lífeyrissjóða ört vaxandi." Að mati bankans bendir margt til þess að hagvöxtur muni aukast á evrusvæðinu en minnka í Banda- ríkjunum. Þá muni evran styrkjast gagnvart Bandaríkjadollar, en efnahagsbatinn í Evrópu hefur ver- ið hraðari en áður var gert ráð fyr- ir. Bankinn telur að reikna megi með hækkunum á hlutabréfamark- aði í Evrópu, ef efnahagsbatinn reynist varanlegur. Hins vegar er spurt hvort verðfall á hlutabréfa- markaði í Bandaríkjunum sé í sjón- máli, en gert er ráð fyrir að hag- vöxtur hægi þar á sér á næsta ári, án þess þó að atvinnuleysi aukist. Efnahagshorfur í Japan hafa held- ur batnað að mati bankans, en styrking jensins að undanförnu hefur valdið minni hagnaði hjá þar- lendum útflutningsfyrirtækjum. Að lokum er í skýrslunni getið um mikilvægi upplýsingatækni fyr- ir hagvöxt. „Horfur eru á vinnuaflsskorti í hátæknifyrirtækjum beggja vegna Atlantshafs. Þetta kann að gefa færi til sóknar hér á landi ef rétt er við brugðist. Rannsóknir benda til að framtaksfjármagn sé sérstak- lega vel til þess fallið að leysa vaxt- armöguleika framsækinna atvinnu- greina úr læðingi." FLUGLEIÐIR Bílaleiga Sími 50 50 600 • Fax 50 50 650 Hertz ísafirði sími 45 65 111 E-mail: fihertz@icelandair.is Við bætum þjónustu við fyrirtæki - Nú eru 8 þjónustustaðir á landinu Bílaleiga Flugleiða/Hertz á Isafirði Við höfum opnað nýja afgreiðslu Bílaleigu Flugleiða/Hertz á ísafirði. Opnunartilboö til Vestfirðinga Flug og bíll í Reykjavík • 11.030 kr.* m.v. einn í bíl. • 9.030 kr.* á mann m.v. 2 í bíl. • 7.663 kr.* á mann m.v. 3 bíl. Viðbótarsólarhringur á bíl kostar 5.000 kr. • Innifalið í tilboðsverði: Flug fram og til baka frá ísafirði, flugvallarskattar og HERTZ bílaleigubíll í S-flokki í einn sólarhring með ótakmörkuðum akstri og tryggingu. Tilboðið gildir í nóvember í ákveðnar áætlunar- flugferðir. Lágmarksdvöl í Reykjavík er ein nótt. Opnunartilboð til Reykvtkinga ísafjarðarævintýri Flug og bíll og gisting í eina nótt með morgunverði. • 11.580 kr.* á mann í tvíbýli á Hótel ísafirði. Aukanótt í gistingu: 2.750 kr. á mann. Viðbótarsólarhringur á bíl kostar 6.000 kr. f. tvo. •Innifalið í tilboðsverði: Flug fram og til baka, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og HERTZ bílaleigubíll í einn sólarhring með ótakmörkuðum akstri og tryggingu. Tilboðið gildir I nóvember í ákveðnar áætlunar- flugferðir. Lágmarksdvöl á fsafirði er ein nótt. NÚ geta menn leigt og skilað bílum á átta afgreiðslustöðum í öllum landshlutum og * m jafnframt á öllum áfangastöðum Flugfélags Islands. Petta eykur svigrúm viðskiptavina sem geta flogið hvert á land sem er og leigt bíl á áfangastaðnum. Af þessu tilefni bjóðum við eftirfarandi tilboð: Nethag- kerfíð stækkar STÆRÐ nethagkerfisins mun fara yfir 1.000 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 70 þúsund mill- jörðum íslenskra króna á árinu 2001 samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem kynntar hafa verið í Framingham í Massachusetts í Bandaríkjunum. Rannsakendur telja að stærð hagkerfisins geti far- ið yfir 3.000 milljarða á árinu 2003. Nethagkerfið samanstendur af þremur þáttur, viðskiptum á Net- inu og fjárfestingu í tækninýjung- um og markaðssetningu. Fyrirtækið International Data Corporation stóð að rannsókninni. Anna Giraldo Kerr sem kynnti nið- urstöðumar segir að á upphafsár- um Netsins hafi fjárfestar einblínt á tækninýjungar og þjónustu til að efla innviði Netsins, ná til fjölda fólks og hvetja netnotendur til að stunda viðskipti á Netinu. Hún segir að nú sé þetta að breytast og hlutur þeirra fjárfest- inga sem_ ekki varði tæknina sé að aukast. Á síðasta ári var 52% af fjárfestingum á Netinu varið til tækninýjunga. Giraldo Kerr og samstarfsmenn spá því að þetta hlutfall verði komið niður í 39% árið 2003. -----♦ ♦♦---- JC stofnar viðskiptafélag JUNIOR Chamber ísland hefur stofnað viðskiptafélag innan hreyf- ingarinnar í samvinnu við Verslun- arráð íslands. Markmið með þessu nýja félagi er að bjóða félagsmönnum upp á námskeið með sérstaka áherslu á stjórnun, framsögn og tækifærum til að vinna að viðskiptatengdum verkefnum. Viðskiptafélagið mun byggja upp tengsl við atvinnulífið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.