Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ársfjórðungsskýrsla Landsbanka íslands N auðsynlegt að hemja verðbolgu NÚVERANDI verðbólgustig er óviðunandi, að því er kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Landsban- kans, sem kynnt var í gær. „Eitt brýnasta verkefnið í efnahagsmál- um á næstu mánuðum er að koma böndum á verðbólguna með auknu aðhaldi í þjóðarbúskapnum. A mæl- ikvarða neysluverðsvísitölu mælist 12 mánaða verðbólga nú 5,3% og síðustu 3 mánuði nemur verðbólgan 8,3% á ársgrundvelli. Það er mun meiri verðbólga en í okkar helstu viðskiptalöndum og stenst ekki þegar til lengri tíma er litið,“ segir í skýrslunni. Landsbankinn gerir ráð fyrir áframhaldandi halla á viðskiptum við útlönd. „Gert er ráð fyrir að við- skiptahallinn verði 29 milljarðar á yfírstandandi ári eða 4,5% af lands- framleiðslu. Ekki er búist við um- talsverðum bata í viðskiptum við útlönd á næstu árum sem hlýtur að teljast áhyggjuefni þar sem er- lendar skuldir þjóðarbúsins auk- ast,“ segir í ársfjórðungsskýrsl- unni. „Viðskiptahallinn er of mikill og getur til lengdar grafíð undan stöð- ugleika í gengismálum. Mikilvægt er að draga úr þessum halla með því að auka þjóðhagslegan spamað. Stjórnvöld hafa sent skýr skilaboð um að þeim er full alvara í að draga úr viðskiptahallanum eins og nýtt fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár ber með sér en þar er gert ráð fyrir verulegum tekjuafgangi í fjárlög- um,“ segir ennfremur. Gengi krónunnar hefur náð sögu- legu hámarki í skýrslunni kemur fram að gengi krónunnar hefur náð sögu- legu hámarki, en viðskiptavegin gengisvog krónunnar fór undir 111 þann 18. október. „Hafa ber þó í huga að sú styrk- ing hefur að mestu átt sér stað í september og október. Gefi gengi krónunnar eftir mun það valda auk- inni verðbólgu frá því sem nú er. Það eru hinir háu vextir hér á landi sem stutt hafa við gengi krónunnar en vegna þess mikla munar sem er á innlendum og erlendum vöxtum hefur gjaldeyrisinnstreymi til landsins verið mikið,“ segir í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að lífeyrissjóðir hafa breytt fjárfest- ingaráherslum sínum á árinu. Hlut- fall erlendrar fjárfestingar í eign- araukningu lífeyrissjóðanna fyrstu sex mánuði ársins nemur 43%, en hluti erlendra verðbréfa í áætlaðri eign lífeyrissjóða í lok júní nam að- eins 15%. „Tölur fyrstu sex mánuði ársins benda til þess að eignaaukning lífeyrissjóða í erlendum verðbréf- um verði ekki undir 30 milljörðum króna sem þýðir að heildareignin fari yfir 80 milljarða króna sem er 60% aukning á árinu,“ segir í ársfjórðungsskýrslunni. Mikil hækkun hlutabréfa Hlutabréfavísitölm- hækkuðu mikið á þriðja ársfjórðungi. Heild- arvísitala aðallista hækkaði um tæp 15% á tímabilinu og úrvalsvísitalan enn meira, eða um rúm 18%. Heild- arvísitala vaxtarlista hækkaði mun minna, eða aðeins um 1,8%. „Mest munar um hækkun fjár- málafyrirtækja sem hækkuðu verulega á 3. ársfjórðungi í kjölfar mun betri milliuppgjöra en gert hafði verið ráð fyrir,“ segir í skýrsl- unni. Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa- þingi íslands þrefölduðust fyrstu níu mánuði þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. I skýrslunni er sett spumingarmerki við hvort ís- lenskur hlutabréfamarkaður lúti sömu lögmálum og erlendir, en fyrrnefndar hækkanir hafa orðið þrátt fyrir vaxtahækkanir og aukna verðbólgu. „Spyrja má hvers vegna markað- urinn hér á landi bregst svo seint og svo lítið við neikvæðum fréttum af þessu tagi, en trúlega er skýring- arinnar m.a. að leita í vanþroska og óskilvirkni íslensks hlutabréfa- markaðar," segir í kafla um hluta- bréfamarkað. Svigrúm til þess að lækka langtímavexti Bankinn telur svigrúm vera til verulegrar lækkunar langtíma- vaxta á næstu mánuðum. „Mjög mun draga úr framboði ríkis- skuldabréfa á næsta ári vegna sterkrar stöðu ríkissjóðs auk þess sem minnkandi hagvöxtur mun draga úr framboði annarra skulda- bréfa. A sama tíma fer ráðstöfunar- fé lífeyrissjóða ört vaxandi." Að mati bankans bendir margt til þess að hagvöxtur muni aukast á evrusvæðinu en minnka í Banda- ríkjunum. Þá muni evran styrkjast gagnvart Bandaríkjadollar, en efnahagsbatinn í Evrópu hefur ver- ið hraðari en áður var gert ráð fyr- ir. Bankinn telur að reikna megi með hækkunum á hlutabréfamark- aði í Evrópu, ef efnahagsbatinn reynist varanlegur. Hins vegar er spurt hvort verðfall á hlutabréfa- markaði í Bandaríkjunum sé í sjón- máli, en gert er ráð fyrir að hag- vöxtur hægi þar á sér á næsta ári, án þess þó að atvinnuleysi aukist. Efnahagshorfur í Japan hafa held- ur batnað að mati bankans, en styrking jensins að undanförnu hefur valdið minni hagnaði hjá þar- lendum útflutningsfyrirtækjum. Að lokum er í skýrslunni getið um mikilvægi upplýsingatækni fyr- ir hagvöxt. „Horfur eru á vinnuaflsskorti í hátæknifyrirtækjum beggja vegna Atlantshafs. Þetta kann að gefa færi til sóknar hér á landi ef rétt er við brugðist. Rannsóknir benda til að framtaksfjármagn sé sérstak- lega vel til þess fallið að leysa vaxt- armöguleika framsækinna atvinnu- greina úr læðingi." FLUGLEIÐIR Bílaleiga Sími 50 50 600 • Fax 50 50 650 Hertz ísafirði sími 45 65 111 E-mail: fihertz@icelandair.is Við bætum þjónustu við fyrirtæki - Nú eru 8 þjónustustaðir á landinu Bílaleiga Flugleiða/Hertz á Isafirði Við höfum opnað nýja afgreiðslu Bílaleigu Flugleiða/Hertz á ísafirði. Opnunartilboö til Vestfirðinga Flug og bíll í Reykjavík • 11.030 kr.* m.v. einn í bíl. • 9.030 kr.* á mann m.v. 2 í bíl. • 7.663 kr.* á mann m.v. 3 bíl. Viðbótarsólarhringur á bíl kostar 5.000 kr. • Innifalið í tilboðsverði: Flug fram og til baka frá ísafirði, flugvallarskattar og HERTZ bílaleigubíll í S-flokki í einn sólarhring með ótakmörkuðum akstri og tryggingu. Tilboðið gildir í nóvember í ákveðnar áætlunar- flugferðir. Lágmarksdvöl í Reykjavík er ein nótt. Opnunartilboð til Reykvtkinga ísafjarðarævintýri Flug og bíll og gisting í eina nótt með morgunverði. • 11.580 kr.* á mann í tvíbýli á Hótel ísafirði. Aukanótt í gistingu: 2.750 kr. á mann. Viðbótarsólarhringur á bíl kostar 6.000 kr. f. tvo. •Innifalið í tilboðsverði: Flug fram og til baka, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og HERTZ bílaleigubíll í einn sólarhring með ótakmörkuðum akstri og tryggingu. Tilboðið gildir I nóvember í ákveðnar áætlunar- flugferðir. Lágmarksdvöl á fsafirði er ein nótt. NÚ geta menn leigt og skilað bílum á átta afgreiðslustöðum í öllum landshlutum og * m jafnframt á öllum áfangastöðum Flugfélags Islands. Petta eykur svigrúm viðskiptavina sem geta flogið hvert á land sem er og leigt bíl á áfangastaðnum. Af þessu tilefni bjóðum við eftirfarandi tilboð: Nethag- kerfíð stækkar STÆRÐ nethagkerfisins mun fara yfir 1.000 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 70 þúsund mill- jörðum íslenskra króna á árinu 2001 samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem kynntar hafa verið í Framingham í Massachusetts í Bandaríkjunum. Rannsakendur telja að stærð hagkerfisins geti far- ið yfir 3.000 milljarða á árinu 2003. Nethagkerfið samanstendur af þremur þáttur, viðskiptum á Net- inu og fjárfestingu í tækninýjung- um og markaðssetningu. Fyrirtækið International Data Corporation stóð að rannsókninni. Anna Giraldo Kerr sem kynnti nið- urstöðumar segir að á upphafsár- um Netsins hafi fjárfestar einblínt á tækninýjungar og þjónustu til að efla innviði Netsins, ná til fjölda fólks og hvetja netnotendur til að stunda viðskipti á Netinu. Hún segir að nú sé þetta að breytast og hlutur þeirra fjárfest- inga sem_ ekki varði tæknina sé að aukast. Á síðasta ári var 52% af fjárfestingum á Netinu varið til tækninýjunga. Giraldo Kerr og samstarfsmenn spá því að þetta hlutfall verði komið niður í 39% árið 2003. -----♦ ♦♦---- JC stofnar viðskiptafélag JUNIOR Chamber ísland hefur stofnað viðskiptafélag innan hreyf- ingarinnar í samvinnu við Verslun- arráð íslands. Markmið með þessu nýja félagi er að bjóða félagsmönnum upp á námskeið með sérstaka áherslu á stjórnun, framsögn og tækifærum til að vinna að viðskiptatengdum verkefnum. Viðskiptafélagið mun byggja upp tengsl við atvinnulífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.