Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 25

Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 25 Umhverfisráðstefna í Gæðaviku Gæðastjórnunarfélags Islands Markaðsöflin drifkraftur um- hverfísstarfs MARKMIÐ umhverfis- ráðstefnu sem haldin verður 10. nóvember er að vekja athygli ís- lenskra fyrirtækja á þeim marg- víslega ávinningi sem felst í mark- vissu umhverfisstarfi, að sögn Birnu Helgadóttur, fulltrúa Flögu í samráðshópi um undirbúning ráðstefnunnar. Ráðstefnan er haldin á vegum Gæðastjórnunarfélags íslands í Gæðaviku sem stendur frá 9. til 12. nóvember nk% Auk fulltrúa frá Flögu og GSFI eru í hópnum full- trúar frá Landvernd, Iðntækni- stofnun, Staðlaráði Islands og Um- hverfísverndarsamtökum íslands. ímynd batnar við markvisst umhverfisstarf 5-6 árum á eftir fyrirtækjum ím- örgum Evrópulöndum," segir Birna. „En það er mikið að gerast hér, áhuginn er mikill. Island hef- ur þá ímynd að vera umhverfis- vænt. Möguleikar íslenskra fyrir- tækja til að nýta sér umhverfisstarf sitt í markaðssetn- ingu eru þess vegna meiri en ann- arra fyrirtækja." Hvað varðar umhverfisstarf hjá Flögu segir Birna umhverfismálin alltaf hafa verið mikilvæg fyrir Flögu. „En nú viljum við fara að vinna markvissar með þessi mál en við höfum hingað til gert. Þess vegna er ætlunin að taka upp um- hverfisstjórnunarkerfi sem verður samhæft gæðakerfi okkar. Við vilj- Morgunblaöið/Golli Bima Helgadóttir, umhverfisráðgjafi Flögu hf. „Umhverfisstarf er ekki bara góðgerðarstarfsemi heldur fel- ast í því nýir markaðslegir möguleikar" um hafa umhverfismálin í lagi eins að geta veitt viðskiptavinum og umhverfismálum og tryggja að og annað í fyrirtækinu," segir eftirlitsaðilum upplýsingar um þá fyrirtækið uppfylli lög og reglur Birna. Hún segir einnig mikilvægt þætti starfseminnar sem snúa að þar að lútandi. Birna er umhverfisfræðingur frá Gautaborgarháskóla. Hún hef- ur starfað við umhverfisráðgjöf í Svíþjóð en vinnur nú tímabundið hjá Flögu hf., m.a. við að búa fyrir- tækið undir að taka upp umhverf- isstaðalinn ISO 14001. Birna segir mikið að gerast í umhverfismálum erlendis. „Fjöldi fyrirtækja sem taka upp vottað umhverfisstjórn- unarkerfi samkvæmt ISO 14001 vex mjög ört og hefur margfaldast á milli ára síðan staðallinn kom ár- ið 1996. Astæða þess er m.a. að fyr- irtæki hafa séð viðskiptalegan áv- inning af því að vinna markvisst í umhverfismálum. Imynd þeirra batnar út á við og í mörgum tilvik- um hefur þetta styrkt samkeppnis- stöðu þeirra," segir Birna. Hún nefnir einnig að viðhorf almenn- ings til umhverfismála hafi breyst mikið að undanförnu og endur- speglist í auknum væntingum og kröfum viðskiptavina og fjárfesta. „Einnig má nefna að bankar og tryggingafélög eru farin að taka mið af umhverfisstarfi fyrirtækja við mat á lánstrausti og iðgjöld- um,“ segir Birna. Sem dæmi um sparnað fyrir- tækja af umhverfisstarfi nefnir Birna SAS-flugfélagið sem sparaði einn milljarð á þremur árum við það að minnka efnanotkun, minnka vatnsnotkun og flokka sorp betur. „Umhverfisstarf er því ekki lengur bara góðgerðarstarfsemi heldur felast í því nýir markað- slegir möguleikar," segir Birna. Hreinn gróði: Umhverfis stjórnun fyrirtækja Umhverfisráðstefnan hinn 10. nóvember ber yfirskriftina Hreinn gróði: Umhverfisstjórnun fyrir- tækja. Meðal annarra mun sænskur markaðs- og umhverfisráðgjafi, Magnus Ruberg, halda erindi um markaðsöfl sem drifkraft umhverf- isstarfs hjá fyrirtækjum. „Magnus hefur mikla reynslu á þessu sviði og mun nefna mörg dæmi úr starfi sínu um það hvernig umhverfis- starf getur styrkt markaðsstöðu og leitt til sparnaðar hjá fyrirtækj- um. Þess má geta að Magnus hefur óvenjulegan bakgrunn þar sem hann vann í 15 ár við markaðsmál og auglýsingagerð. áður en hann sneri sér að markaðs- og umhverf- isráðgjöf," segir Birna. Fulltrúar nokkurra íslenskra fyrirtækja munu halda erindi og lýsa reynslu sinni af umhverfis- starfi. Einnig mun fulltrúi frá um- hverfisráðuneyti fjalla um hlut- verk stjórnvalda í umhverfisstarfi og auknar kröfur frá öðrum lönd- um. „Miðað við önnur lönd er um- hverfisstarf íslenskra fyrirtækja INNLaUSN í dag er innlausn Ecu-tengdra spariskírteina í 1.FL.D 1994-5 ár. Lokagjalddagi Ecu-tengdra spariskírteiiia ríkissjóðs í í .fl.D 1994- 5 ár (RS99-1105/KX) er idagfostudaginn5. nóvemberi999. Eigendum þessara skírteina er boðið að innleysa skírteinin hjá Lánasýslu ríkisins. Innlausnarverð er áætlað 134.000 kr. fyrir 100.000 kr. skárteini að nafnverði. Atímabilinu 5.-19. nóvember er einstaklingom sem eiga þessi skírteini boðið að skipta þeimyfir i ný ríkisverðbréf. Vaxtakjör taka mið af daglegum markaðskjörum. Afgreiðsla spariskírteina og ríkisvíxla með skiptikjörum fer aðeins fram hjá Lánasýslu rikisins en áskilinn er réttur til að takmarka hámarksfjárhæð á skiptum fyrir hvem einstakan aðila. Starfsfólk Lánasýslunnar er reiðubúið að aðstoða á allan hátt við innlausn þessara spariskírteina. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 6040 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.