Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/KVM Pálmar Einarsson byggingameistari og starfsmenn hans sjá um uppsetningu hússins. Stækkun hjá Láka ehf. HÚSNÆÐI fiskvmnslufyrirtaekis- ins Láka ehf. í Grundarfirði hefur verið stækkað um helming eða 100%, sé miðað við fyrri stærð. Vinnsluplássið sjálft hefur verið stækkað mun meira þar sem kaffí- stofa, beitningaraðstaða og ýmis- legt annað er í eldri hlutanum. Láki ehf. var stofnað fyrir þrem- ur árum í kringum smábátaútgerð Ólafs Gíslasonar og sona hans. Ári síðar tóku þeir að verka saltfisk og grásleppuhrogn. A síðasta ári framleiddi fyrirtækið 150 tonn af saltfiski, en það sem af er þessu ári eru tonnin orðin 380 svo ekki var vanþörf á þvi að stækka vinnslu- rýmið. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 10. Útlit er fyrir að þeim muni fjölga ef nægt hráefni fæst. Fiskverkunarhús Láka ehf. er framleitt af Límtré hf. Pálmar Einarsson, byggingameistari í Grundarfirði, hefur haft umsjón með uppsetningu hússins, bæði eldri hlutans og þess nýja. Svo vel hafa framkvæmdirnar gengið að hlé á framleiðslunni varð ekki meira en í þrjár vikur. Að lokum skal þess getið að fiskurinn sem Láki ehf. vinnur er ýmist keyptur af bátum fyrirtækisins eða af fiskmarkaði. 006-n 'J>l J!I!I J!3*l ‘niuop i^eleuaiq ||i3N.O Armula 40, Símar: 553 5320 568 8860. Iferslumn AAA O) T— " 10—40% staðgieiðsluafsláttur FuII buð af ulpum: Barna - unglinga - fullorðins Is it zo anorakkur, þrir litir, kr. 6.980. Kaupstefna í Nígeríu á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands Keppinautar óánægðir með þátt ráðuneytisins NOKKUR fyrirtæki hafa haft sam- band við Viðskiptaþjónustu utan- ríkisráðuneytisins og lýst yfir óánægju með að hafa ekld fengið tækifæri til að vera með í kaup- stefnu í Nígeríu, sem Fiskmiðlun Norðurlands hf. efnir til í samvinnu við Viðskiptaþjónustuna og hófst í gær. Viðskiptaþjónustan segir að þó henni hafi ávallt þótt eðlilegt að önnur fyrirtæki tækju þátt í kaup- stefnunni hefði það ekki verið í sín- um verkahring að hafa samband við þau því Fiskmiðlun Norðurlands hefði haft framkvæðið að kaup- stefnunni. Arni Bjamason, sölustjóri hjá Is- lensku markaðssölunni, er ekki ánægður með gang mála. „Það er sjálfsagt fyrir fyrirtæki að halda kaupstefnu en ekki með aðstoð ut- anríkisráðuneytisins nema allir fái að vera með,“ segir hann. „Eg vissi að Fiskmiðlun Norðurlands ætlaði að halda eitthvað en ég hafði ekki hugmynd um að verið væri að fara með fulltrúa ráðuneytisins, sem byðu viðskiptavinum, meðal annars okkar viðskiptavinum, til kvöld- verðar í Nígeríu. Við fengum ekki að vita af þessu fyrr en seint og síð- ar meir, rúmri viku áður en átti að fara út, og það eru ekki alveg eðli- leg vinnubrögð.Við höfum mótmælt þessu við utanríkisráðuneytið en ekki fengið nein svör.“ Upplýsingar bárust of seint Guðmundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri íslenska-félagsins hf. í Reykjanesbæ, tekur í sama streng. „Okkur var ekki tilkynnt um þessa kaupstefnu og vissum ekki af henni fyrr en of seint var fyrir okkur að skipuleggja dagskrá í Nígeríu og fá vegabréfsáritun," segir hann. I ljósi þess að lítil stjómmálaleg samskipti hafi verið á milli Islands og Nígeríu í töluvert langan tíma segir Guðmundur að umrædd kaupstefna hafi verið gullið tæki- færi fyrir þau fáu íslensku fyrir- tæki sem eru með viðskipti við Níg- eríu. Hann hefði haft samband við utanríkisráðuneytið vegna þessa og fengið þau svör að um væri að ræða ferð utanríkisráðuneytisins til Níg- eríu, alveg óháð útflytjandanum sem væri að fara á sama tíma. „Það hefði verið gott að vita af þessari ferð í tíma til að hugsanlega geta nýtt sér krafta ráðuneytisins til að- stoðar á markaðssetningu fyrir mitt fyrirtæki," segir Guðmundur. Óþægileg staða Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar, segir að meðalvegurinn sé vandrataður þegar opinberar stofnanir styðja við útflytjendur og starf þeirra og hann hafi gert at- hugasemdir við málið. „Sá stuðn- ingur er allra góðra gjalda verður en það er mikil óánægja í okkar röðum með hvernig að þessum mál- um var staðið," segir hann. „Það verður að fara með mikilli varfæmi en því miður virðist þarna hafa ver- ið farið út fyrir strikið. Vandamálið í þessu er þegar opinberri þjónustu er beitt í samkeppninni eins og § BYLTl xV Þantroll „Með GLORÍU þontrollinu veiðist mun meiri fiskur en áður, hann fælist síður og streymir jafnt og þétt aftur I pokann. Það helst miklu betur klárt heldur en hefðbundin troll, ekki sist þegar togað er I miklum straumi og þegar snúið er með það. Tæknin felst í því að garnið I tmllinu er réttsnúið og rangsnúið og þegar straumurinn fer efiir snúningnum á leggjunum myndast krafiur sem þenur út trollið." ■ ■ ák tk Éffbl |*4| Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri á Þorsteini EA virðist hafa verið þarna. Sam- kvæmt heimildum okkar tekur ut- anríkisráðuneytið þátt í dagskránni með einungis einu fyrirtæki og býð- ur meðal annars nokkrum fyrir- tækjum til kvöldverðar, þar á með- al samkeppnisfyrirtækjum. Þetta er auðvitað mjög óþægilegt fyrir þau íslensku fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Nígeríu og eru jafn- vel með gömul og rótgróin við- skiptasambönd. Jafnvel hef ég heyrt að einhverjir þurfi að fara sérstaklega til Nígeríu til að gæta viðskiptasambanda sinna. Þó gott sé að hafa fulltrúa opinberra stofn- ana með í för þegar verið er að stofna til viðskiptasambanda á það sérstaklega við þegar verið er að stofna til nýrra sambanda, fara inn á nýja markaði, samanber árang- ursríkar ferðir utanríkisráðherra á fjarlæga markaði, eða þegar verið er að kynna íslenskar vörur með al- mennum hætti þar sem öllum ís- lenskum útflytjendum er _ veitt tækifæri til að vera með. I um- ræddu tilfelli er verið að vinna með einu fyrirtæki og svo virðist sem verið sé að fara inn á samkeppnis- sviðið, sem er verkefni iyrirtækj- anna. Hins vegar vil ég árétta að við erum mjög ánægð með störf viðskiptaþjónustunnar, en hér hef- ur eitthvað farið úrskeiðis og er um stílbrot að ræða miðað við það sem við höfum áður séð.“ Eðlileg aðstoð Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri, og Benedikt Höskuldsson, forstöðumaður við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins, eru á kaupstefnunni en Stefán Haukur Jóhannesson, skrif- stofustjóri viðskiptaþjónustunnar, segir að í júlí sem leið hafi borist er- indi frá Fiskmiðlun Norðurlands þar sem upplýst hefði verið að íyr- irtækið ætlaði að vera með kaup- stefnu í Nígeríu og óskað eftir að fulltrúi ráðuneytisins kæmi á hana. „Akveðið var að verða við því, enda töldum við okkur það bæði ljúft og skylt, enda er hlutverk ráðu- neytisins meðal annars að aðstoða fyrirtæki og sambönd þeirra í við- skiptum og höfum við gert það í fjölmörgum tilvikum,“ segir hann. „Ráðuneytisstjórinn verður með erindi um viðskipti landanna og við- skipti almennt á ráðstefnunni og jafnframt var ákveðið að nota ferð- ina í þeim tilgangi að ræða sam- skipti landanna, en hann hittir ýmsa ráðamenn í Nígeríu." Stefán segir ekkert athugavert við framgöngu ráðuneytisins í mál- inu. „Frá byrjun sögðum við að við teldum eðlilegt að öðrum yrði boðið að vera með en Fiskmiðlun Norð- urlands hafði frumkvæðið að þessu og þegar óskað er eftir aðstoð frá okkur getum við ekki staðið í því að vera að auglýsa það. Við höfum oft tekið þátt í svona verkefnum sem einstök fyrirtæki, samtök eða hóp- ur fyrirtækja hafa staðið fyrir og töldum ekkert óeðlilegt við það þó við kæmum að þessu eins og raun ber vitni.“ Skelvertíð hafín SKELVERTÍÐIN er hafm í Grund- arfirði. Þrír bátar eru á skelveiðum, tveir iyrir Fiskiðjuna, þeir Farsæll SH og Haukaberg SH. Þeirra hlutur er um 1.100 tonn, og svo er það Grundfirðingur SH fyrir fiskvinnslu Soffaníasar Ceeilsonar. Að sögn stjómenda iyrirtækjanna er skortur á vinnuafli við landvinnsluna. ÚRVERINU ; I I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.