Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 38

Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 38
38 FÖSTÍJDÁGtFíl 5' NÓVEMBER Í9Öð MOKGUWBLAÐIÐ UMRÆÐAN Saklaus uns sekt er sönnuð HINN 28. október sl. var kveðinn upp í Hæstarétti sýknudóm- ur í máli manns, sem ákærður hafði verið fyrir alvarleg kynferð- isbrot gagnvait dóttur sinni. Þrír dómarar stóðu að sýknudómin- um en tveir vildu sak- fella manninn, eins og meirihluti (tveir af þremur dómurum) hér- aðsdóms hafði gert. Ég vai' verjandi mannsins. Um dóm þennan hef- ur nokkuð verið fjallað á opinberum vettvangi. Hafa sumir, sem þar hafa tjáð sig, talið dóminn rangan og hafa jafnvel tekið svo stórt til orða, að Hæstiréttur hafi sett ofan. Nauð- synlegt er að fara nokkrum orðum um þptta. Á íslandi gildir sú regla í sakamál- um, að sakaðir menn skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð lögfullri sönnun. Er sérstaklega kveðið á um þessa reglu í stjómai'skránni og Mannréttindasáttmála Evrópu sem ísland á aðild að. Víða um heim er það helst talið vera til marks um réttarástand í viðkomandi ríki, hvort regla þessi er virt þegar á reynir. Reglan gildir í öllum sakamálum, hversu erfitt sem kann að vera um sönnun sakargifta. Undanfarin ár hafa oft heyrst á opinberum vettvangi kröfur um að sönnunarbyrði sé snúið við í málum sem snerta ýmiss konar kynferðis- afbrot. Hefur það verið „rökstutt“ með því, að þar sé oft erfitt um sönn- unarfærslu og þess vegna eigi að slaka á sönnunarkröfum. Sakaður maður þurfi á því sviði að sanna sak- leysi sitt. Ég vil trúa því að málflutn- ingur af þessu tagi helgist af því, að ræðumenn átti sig ekki á samhengi hlutanna. M.ö.o. að þeir skilji ekki, að með kröfum sínum séu þeir að mæla með því, að ein þýðingarmesta regla réttarríkisins verði numin úr gildi á íslandi. Afleiðingin væri þá m.a. sú að við gætum ekki lengur átt aðild að því samstarfi réttarríkja, sem felst í Mannréttindasáttmála Evrópu. í ofangreindu dómsmáli var ákærði sakaður um mjög alvarleg of- beldisbrot gegn dóttur sinni allt frá ungum aldri hennar. Engin viðhlít- andi sönnun lá fyrir í málinu um þessi brot. Þar voru aðeins ásakanir stúlkunnar gegn neitun mannsins frá upphafi. Fyrir hendi voru í mál- inu margháttaðar kringumstæðui- sem gerðu ásakanir stúlkunnar tor- tryggilegar og gátu falið í sér skýr- ingu á því, að stúlkan bæri föður sinn röngum sökum. Sumra þeirra er get- ið í forsendum meirihluta Hæsta- réttar. Frá öðrum löndum eru þekkt dæmi um hræðilega harmleiki sem hafa hlotist af röngum sakargiftum í málum af þessu tági. Maðurinn hafði játað að hafa verið haldinn annar- legri gægjuhvöt, sem m.a. hefði beinst að dóttur hans eftir að hún komst á kynþroskaaldur. Hann taldi, að hún hefði aldrei átt að verða vör við þetta. Lýsti hann þeim andlegu kvölum sem þetta hefði valdið sér. Hann kvaðst hafa leitað sér lækn- inga við þessu og taldi að það hefði gengið vel. Fyrir lágu í málinu sérf- ræðileg gögn um að menn sem haidnir væru gægjuhvöt væru ólík- legir til að fremja ofbeldisbrot. Af öllum kringumstæðum málsins var ljóst, að í því fólst prófsteinn á framkvæmd fyrrgreindrar mann- réttindareglu fyrir íslenskum dóm- stólum. Háværar kröfur eru uppi í samfélaginu um sakfellingar í mál- um á þessu sviði án viðhlítandi sönn- unarfærslu. Þar að auki var hér um að ræða sakboming, sem hafði játað að vera haldinn annarlegri gægju- hvöt, þó að hún væri víðs fjarri því stórfeUda ofbeldi sem hann var sak- aður um. Þetta var til þess fallið að auka á fordóma gagnvart honum. Það er á svona stundum sem reynir á dómara. Þeir eru mannlegir eins og Jón Steinar Gunnlaugsson við hin. Þeir verða eins og aðrir varir við þann mikla þrýsting sem stafar frá umhverfinu með kröfum um sak- fellingar. En þeir þekkja líka skyldur sín- ar. Þeir vita að mann- réttindareglumar í stjómarskránni eru ekki bara stafír á bók. I málinu lá alveg ljóst fyrii’ að sannanir vora íjarri því að uppfylla kröfur réttarríkisins til sönnunar sektar. Það hlutu allir þeir lögfræð- ingar að sjá sem komu við sögu við málsmeð- ferðina. Meirihluti dómaranna í Hæstarétti og einn héraðsdómari stóðu undir kröfum í þessu máli. Ég tek ofan hatt minn fyrir þeim. Þetta eru lögfræðingar sem taka réttindi alvai'lega. Virðing Hæstaréttar óx við dóminn. í raun er það eina áhyggjuefnið við sögu þessa dóms- máls, að nokkrir þeirra dómara, sem um málið fjölluðu, skyldu láta sig hafa það að sakfella ákærða án nokk- urrar viðhlítandi sönnunarfærslu um sakargiftimar. Þetta er allt fólk sem þekkir vel skyldur sínar í þessum efnum. Það þarf ekki annað en lesa forsendur fyrir ákvörðunum þessara dómara sem birtar eru í dómunum tíl að skiija, að hér var brugðist skyld- um. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að ekki kom tíl greina að ákærði yrði dæmdur fyrir gægjumar sem hann Réttarfar Fólk ætti svo að hafa í huga, að lagareglan um sakleysi uns sekt er sönnuð, segir Jón Stein- ar Gunnlaugsson, á rót sína að rekja til siðferð- isreglu með sama efni, sem ætti að gilda í sam- skiptum manna á milli. hafði viðurkennt. Stafaði það þegar af því að hann var ekki ákærður fyrir þá háttsemi. Hefur handhafa ákæra- valds sýnilega ekki þótt vera ástæða til þess. Fólk ætti svo að hafa í huga, að lagareglan um sakleysi uns sekt er sönnuð á rót sína að rekja til siðferð- isreglu með sama efni, sem ættí að gilda í samsldptum manna á milli. Mönnum sem þekkja til þeirra ein- staklinga, sem koma við sögu í þessu sorglega máli, ber því siðferðileg skylda til að leggja til grundvallar með sjálfum sér, að sakborningurinn hafi verið saklaus. Eða hver er þess umkominn að fella með sjálfum sér dóm um sakir annars manns sem ekki hafa verið sannaðar? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Krónur ekki prósentur ÉG býst við að flestir aldraðir borg- arar þessa lands hafi ekki skilið að þeim eru ætlaðar 3% launa- bætur á næsta ári. Fyrir þá sem hafa hærri eftirlaun (elli- lífeyrir) skiptir þetta ekki verulegu máli, en fyrir þá sem berjast í bökkum ,með lægstu eftirlaunin segir þetta ekki mikið, því að þó grunnlífeyrir, 15-20 þúsund krónur, hækki um 3%, gerir það lítið - nokkur hundruð krónur. Nú eru framundan almennir launasamningar í landinu, Aldraðir Margir eru í fátæktar- hópnum, segir Páll Gfslason, og undir þurftarlaunum. koma til með að snerta hag eldri borgara jafnt og annarra í þjóðfé- laginu og er mikilvægt að samn- ingsaðilar hafi í huga hina fjöl- mörgu eldri félaga sína, þegar fjallað er um samningamálin. Á almennum félagsfundi hjá Fé- lagi eldri borgara í Reykjavík sem reyndist vera sá fjöl- mennasti í sögu fé- lagsins, því húsfyllir var - 380 manns - var samþykkt ályktun um launamálin og rétti- lega bent á að elli- lífeyrir eru eftirlaun í tryggingaformi sem við höfum greitt ið- gjöld af á liðnum ára- tugum - engin ölm- usa. Eftirlaun margra - nokkurra þúsunda manna - eru milli 60 Páll og 70 þúsund krónur, Gíslason og þaðan af minna, sem þýðir að margir eru í fátæktarhópnum og undir þurftarlaunum. Prósentuhækkun hjálpar þessu eftirlaunafólki of lítið. Það kom því fram sú tillaga að í þeim samningum, sem framundan eru verði samið um ákveðna krónutöluhækkun sem yi'ði sú sama fyrir alla, á þann hátt sem að- ilar vinnumarkaðarins semdu um. Frá Verkamannasambandinu hafi komið fram slíkar tillögur og var samþykktur á félagsfundinum stuðningur við það. Góðir ráðamenn! Nú er góðæri í landinu, gerið nú ráðstafanir til þess að veita hluta af því til þeirra, sem bera skarðastan hlut. Tæki- færið er núna á næstunni. sem Höfundur er Iæknir. Fáein orð um Rússagull í GREIN sem Her- bert Capps, sérfræðing- ur bandaríska utanrík- isráðuneytisins, ritaði í Árbók um málefni al- þjóðahreyfingar komm- únista (Yearbook on Intemational Commun- ist Affairs) árið 1982 lætur hann þess getíð að stjómmálahreyfing ís- lenskra kommúnista og sósíalista hafi löngum verið mjög sjálfstæð í sinni stefnumótun og undir óverulegum áhrif- um frá alþjóðahreyf- ingu kommúnista (,Jitt- le influenced by the intemational communist movement). Sá dómur mun ekki fjarri lagi. Fyrir okkur sem á sínum tíma tókum þátt í starfi Sameiningaifiokks alþýðu - Sósíalistaflokksins á þeim forsend- um að hann væri „óháður öllum öðr- um en meðlimum sínum, íslenskri al- þýðu“, eins og komist var að orði í stefnuskránni, er því hryggðarefni að fá nú fréttir af því að flokkurinn hafi á árunum 1956-1966 notið fjár- hagslegs stuðnings frá Kommúnist- aflokki Sovétríkjanna og á því skeiði verið úthlutað 30 milljónum króna á núvirði eða sem svarar þremur millj- ónum á ári. Mér er málið skylt því ég var á áranum 1962-1968 félagslegur og pólitískur framkvæmdastjóri flokksins þó að ég hefði ekkert með fjármálastjómina að gera. Með fjármálum Þjóðviljans fylgd- ist ég hins vegar náið á árunum 1969-1983, fyrst sem formaður út- gáfufélags blaðsins og síðan frá 1972 sem ritstjóri þess og í stjóm útgáfu- félagsins. Á þeim áram kom aldrei nokkur króna til Þjóðviljans frá Rússum enda hefðum við sem þá rákum blaðið verið fljótir að vísa slík- um sendingum til föðurhúsanna. Hinn 21. ágúst 1968, daginn sem herir Sovétríkjanna og annarra Var- sjárbandalagsríkja réðust inn í Tékkóslóvakíu, sleit íslenski Sósíal- istaflokkurinn með formlegum hætti öllum samskiptum við kommúnistaf- lokka innrásarríkjanna. Þau sam- skiptí voru aldrei tekin upp á ný, hvorki í einni né annarri mynd, og Alþýðubandalagið sem gert var að stjóm- málaflokki árið 1968 hafði aldrei nein flokksleg samskiptí við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Lítill minnihluta- hópur innan Adþýðu- bandalagsins vildi reyndar, á fyrstu árum þess flokks, taka upp einhvers konar sam- Kjartan skipti við Kommún- Ólafsson istaflokk Sovét- ríkjanna og vel má vera að einn eða fleiri úr þeim fá- menna hópi hafi rætt við fulltrúa Sovétstjómarinnar um hugðareftii sín. Enginn gat bannað það en hafi slík samtöl farið fram höfðu þau eng- in áhrif á steftiu flokksins sem í þess- um efnum var frá því fyrsta skýr og afdráttarlaus. Fyrir liggur að Krist- Sósíalistar Hafi einhverjar rúblur komið inn um bakdyrn- ar, segir Kjartan Olafs- son, hefur þeim verið laumað þar inn ófrjálsri hendi af trúnaðarmönn- um valdhafanna í Kreml. inn E. Andrésson fékk peninga frá Sovétríkjunum á ánjnum 1968-1970 en hann var aldrei í Alþýðubandalag- inu og við hann hafði flokkurinn eng- in tengsl. í fréttum fjölmiðla nú síðustu daga hefur komið fram að það var KGB, hin illræmda leyniþjónusta Sovét- ríkjanna, sem átti á árunum 1956- 1966 að færa einum eða fleiri trúnað- armönnum Kremlveija innan ís- lenska Sósíalistaflokksins tilgreinda fjárupphæð eða sem svaraði þremur milljónum króna á ári. Það eitt að KGB var falið verkefnið sýnir með ótvíræðum hætti að hér máttu engir af þessu vita nema örfáir innvígðir sem líklega hefur verið hægt að telja á fingrum annarrar handar. Ekki hefur enn verið dregið fram í dags- Ijósið hvað um þessa peninga varð en vonandi er að fræðimönnum takist að upplýsa það áður en langur tími líður. Sannleikurinn er sá að stjómmála- hreyfing íslenskra sósíalista þuifii ekkert á slíkum óþrifapeningum að halda, hvorki fyrir 1968 né eftir 1968. Hún átti nægan fjárhagslegan bakhjarl í sínum eigin liðsmönnum sem margii’ hverjir voru jafnan reiðubúnir að leggja hart að sér til að halda flokknum og Þjóðviljanum gangandi. Hafi einhveijar rúblur komið inn um bakdymar þá hefur þeim verið laumað þar inn ófrjálsri hendi af ís- lenskum trúnaðarmönnum valdhaf- anna í Kreml. Vissulega var Þjóðviljinn rekinn með halla. Fyiir framan mig hef ég reikninga blaðsins frá áranum 1970 og 1971. Rekstrarkostnaðurinn var þá um 100 milljónir króna á ári, framreiknað til núvirðis, og árlegur halli um 5 % af veltu. Það voru ekki rússneskar rúblur sem greiddu niður það sem upp á vantaði þegar lesend- ur blaðsins höfðu lagt sitt af mörk- um, heldur verðbólgan sem jafnan eyddi skuldunum eins og hjá öllum öðrum íslenskum fyrirtækjum og svo hafði það verið um áratuga skeið. Ég var ritstjóri Þjóðviljans frá haustinu 1972 til júlímánaðar 1978 og aftur frá því snemma á árinu 1980 og fram undir lok ársins 1983. Séu ein- hveijir til sem halda að Þjóðviljinn hafi þá verið rekinn fyrir rússneskt fé skora ég á hvem og einn þeirra að leita með logandi ljósi í öllum rit- stjómarskrifum blaðsins frá þeim ár- um að einstökum setningum ráða- mönnum Kremlar eða verkum þeirra til lofs. Og ég segi þeim fyrir- fram, þeir munu enga þvílíka setn- ingu finna en þeim mun meira af hlífðarlausri gagnrýni á Sovétstjóm- ina. Á árunum 1974-1976 var safnað verulegum fjármunum til að reisa hús yfir Þjóðviljann á lóðinni númer 6 við Síðumúla og var húsið tekið í notkun haustið 1976. Það stendur þar enn. Alls nam söfnunarféð 33 milljónum króna, sem á núvirði eru 45-50 milljónir. Allt vora þetta framlög frá einstaklingum því að ekki var tekið við fé frá fyrir- tækjum. Sjálfur safnaði ég tæpum þriðjungi þessarar upphæðar og Svavar Gestsson, sem þá vai' einnig ritstjóri blaðsins, safnaði álíka fjár- hæð. Fyrir tilviljun hef ég enn undir höndum gögn sem sýna hver staðan var í þessari fjársöíhun 7. maí 1976. Þá þegar höfðu safhast nær 30 millj- ónir króna en liðlega 3 milljónir bættust við á tímabilinu frá 7. maí til októberloka. Á skránni sem ég hef undir höndum eru nöfn á fimmta hundrað velunnara Þjóðviljans og þar má sjá hvað hver og einn lagði fram að því sinni. Að jafnaði vora það 68.000 krónur á mann eða um 98.000 krónur á núvirði. Fræðimönnum og fréttamönnum sem kunna að halda að húsið sem Þjóðviljinn reisti í Síðumúla 6 hafi verið byggt fyrir rússneskar rúblur býð ég hér með að líta á skrána sem enn er í mínum höndum. Að lokum beini ég þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjómar Islands að hún tryggi virtum fræðimönnum sem kynnu að vera fáanlegir til að rannsaka nánar leynilegar fjárveit- ingar Sovétstjómarinnar til stjóm- málastarfsemi á Islandi þann stuðn- ing sem nauðsynlegur kann að reynast. Finna þarf hver eða hverjir gáfu kvittun fyrir móttöku pening- anna og hreinsa til í húsinu. Oll vitn- eskja sem fáanleg er um erlend fjárf- ramlög til íslenskra stjómmálaflokka þarf að fást upp á yfirborðið svo að hin sögulega mynd verði sem réttust. Höfundur er fyrrverandi ritsljóri ÞjóðvHjana og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.