Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 41

Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 41 Varist „herbergi“ 305 Hjörtur Gíslason NÚ ER þolinmæði okkar hjónakorna á þrotum. Við komum heim frá Albufeira í Potrúgal í lok septem- ber eftir tveggja vikna dvöl á hótel Alagoamar á vegum ferðaskrifstof- unnar Úrvals Útsýnar. Gistiaðstaða okkar var slík að hvergi var við- unandi. Við kvörtuðum strax án þess að það skilaði viðunandi ár- angri. Fyrir heimferð- ina útfylltum við kvörtun á staðlað eyðu- blað í fjölriti. Það hafði engin áhrif. Hinn 13. október boðsendum við meðfylgjandi bréf til þjónustudeildar Úrvals Útsýnar og afrit til fram- kvæmdastjóra. Viðbrögð við því voru engin. Að áliðnum októbermánuði sendum við framkvæmdastjóra Úr- vals Útsýnar tölvupóst þar sem við leituðum leiðréttingar mála okkar. Ekkert svar hefur enn borizt. Vegna þessarar ótrúlegu fram- komu starfsmanna ferðaskrifstof- unnar Úrvals Útsýnar sjáum við okk- ur knúin til að láta frá okkur heyra á vettvangi þar sem væntanlega er tekið eftir því hvað við höfum að segja. Hér fer á eftir sá hluti kvört- unarbréfs okkar, sem rekur mála- vexti og umkvörtunarefni okkar: Einbreiður sóil og skúffa „Við keyptum gjafabréf, sem gefíð var út af Úrval Útsýn. Það var metið á 150.200 krónur með forfallatrygg- ingu, flugvallaskatti og fleiru. Á gjafabréfinu stendur: Pakkaferð Portúgal - Alagoamar, Faro 1 studio - stúdíó. I góðri trú töldum við okkur fá þarna góða gistingu, enda fengum við þær upplýsingar að Úrval Útsýn byði aðeins upp á góða gistingu. Það er skemmst frá því að segja að vonbrigði okkar við komuna á gististað voru gífurleg. Okkur hjónakomunum, sem vorum hvíldar þurfí eftir mikla vinnu undanfarnar vikur og mánuði, var ætluð eins her- bergis skonsa, reyndar með baði og eldunaraðstöðu, en einbreiðum svefnsófa með skúffu undir. Hana mátti draga undan og sofa í henni og reyndar mátti lyfta henni lítillega frá gólfí, en hvergi í sömu hæð og svefnsófínn var í. Hann var ekki hægt að lækka. Við lýstum strax mikilli óánægju okkar með þennan aðbúnað við farar- stjóra (Amar og Perlu), en þrátt fyrir blítt viðmót þeirra var ekkert hægt að gera fyrir okkur fyrr en í fyrsta lagi eftir viku og viðurkenndu þau bæði að við værum að borga of mikið fyrir þennan aðbúnað. Við ákváðum að láta slag standa, sætta okkur við skúffuna og láta þessi vonbrigði ekki eyðileggja fyrir okkur ferðina og töldum hvoru öðru trú um að það gæti bara verið gott að lúlla í sófa og skúffu. Við ákváðum þá að slappa af í kvöldsólinni og fórum út á svalir með smá hressingu. Þá tók fyrst steininn úr. Herbergiskytran sneri út að hringtorgi við mestu umferðargötu bæjarins. Sól kom aldrei á svalirnar og þar var ekki vært fyrir mengun og hávaða. En það var ekki allt, um- ferðarhávaðinn gerði út um nætur- svefninn. Við náðum aldrei fullum nætursvefni vegna hávaða í umferð, hávaðasömum öskukörlum og því miður kom það fyrir að samferðafólk okkar var anzi hávaðasamt við heim- komu síðla nætur. Við hrukkum upp við hverja skellinöðru, sem fór um hringtorgið, árekstra þar um miðjar nætur og fleira. Við gerðum það að gamni okkar að hringja heim í Úrval Útsýn og spyrja hvers konar gist- ingu þeir biðu upp á í Albufeira. ,Að- eins mjög góða gistingu," var svarið og okkur var ekki skemmt. Við byrjuðum að búa við þessi ósköp á miðvikudegi og á mánudegi hringdi Amar fararstjóri í okkur og sagði að við gætum fengið tveggja herbergja stúdíóíbúð, sem sneri út að sundlauginni seinni vikuna. Þar væri hjónarúm og allur aðbúnaður mun betri. En við þyrftum að borga 11.000 krónur aukalega fyrir herlegheitin. Vegna þessarar ótrúlegu framkomu starfsmanna ferðaskrif- / / stofunnar Urvals Ut- sýnar, skrifar Hjörtur Gíslason, sjáum við okk- ur knúin til að láta frá okkur heyra á vettvangi þar sem væntanlega er tekið eftir því hvað við höfum að segja. við við Soffíu R. Þórisdóttur og svar- ið var einfalt. „Þetta er gjafabréf á verðlistaverði. Ykkur var nær að kynna ykkur ekki hvað í því fólst áð- ur en þið keyptuð bréfið.“ Við verðum að segja eins og er: Ykkur hlýtur að vera illa við þá, sem þið gefíð gjafir. Það, sem okkur var boðið upp á, er virtri ferðaskrifstofu ekki sæmandi. Framkoma ykkar við okkur og skeytingarleysi vegna um- kvartana okkar er ykkur ekki sæm- andi.“ Okkur þykir leitt að þurfa að fara þessa leið til að vekja athygli á lé- legri þjónustu, en vegna þess að við höfum ekki verið virt viðlits, sjáum við okkur knúin til þess. Ferðaskrif- stofuna Úrval Útsýn hefur sett veru- lega niður í huga okkar, Það er svo rétt að geta þess, öðrum til viðvörun- ar, að við vorum í „herbergi" númer 305. Höfundur er blaðamaður. Nú ern liðin 2 ár síðan við opnuðum við Kleppsveg. Haltu upp á það með okkur um helgina. Við vorum farin að þrá betri aðbúnað, að geta nýtt okkur svalirnai- og sofa á nóttunni í sama rúmi. Við ákváðum því að þiggja þetta „kosta- boð“ þrátt fyrir að okkur þætti einkennilegt að þurfa að borga fyrir að fá leiðréttingu mála okk- ar. Linnulaust spangól allar nætur En Adam var ekki iengi í Paradís. Á þriðjudegi hringir Arn- ar aftur og okkur sagt að þetta hafi allt verið misskilningur. Við get- um alls ekki fengið íbúð sundlaugar- megin, heldur götumegin, en góðu fréttirnar séu að við þurfum „aðeins" að borga 5.000 krónur fyrir skiptin. Þá var okkur nóg boðið. Það var nætursvefn, sem freistaði okkar, enda höfðu tveir hundar slegizt í hóp þeirra, sem héldu fyrir okkur vöku, en þeir spangóluðu linnulaust allar nætur. Því var boðið um aðra íbúð, er sneri út að götunni, hávaðanum og menguninni, engin lausn. En sagan er ekki nærri öll enn. Þegar við fórum að kynna okkur að- búnað ferðafélaga okkur og hve mikið þeir greiddu fyrir hann, var okkur endanlega nóg boðið. Fólk, sem gisti við sömu ömurlegu að- stæðurnar og við, borgaði 114.000 krónur í allt. Fólk, sem var í tveggja herbergja íbúðum með hjónarúmi, sem hægt var að sofa í, svölum sem sólin skein á og var laust við umferð- arhávaðann, borgaði það sama og við, jafnvel á betri hótelum eins og Brisa Sol. Þegar við hringdum heim og kvörtuðum yfir þessu öllu, töluðum Þjónusta Landsfundur Vinstrihreyfíngar- innar - Græns framboðs NÝVERIÐ lauk landsfundi Vinstrihreyf- ingarinnar - Græns framboðs á Akureyri. Yfir hundrað manns sóttu fundinn alls staðar að af landinu. Þessi landsfundur sýndi svo ekki verður um villst að Vinstri- hreyfingin - Grænt framboð hefur unnið sér traustan sess í ís- lenskri pólitík og á sér öruggt fylgi sem stöðugt fer vaxandi. Það sem einkenndi þennan fund var aðal- lega tvennt. I fyrsta lagi skýrar og málefna- legar umræður allra þeirra sem tóku til máls. Telja mátti á fingrum ann- Landsfundur Skilaboð Vinstríhreyf- ingarínnar - Græns framboðs, segir Magrét Guðmundsdóttir, eru ljós og skýr. arrar handar alla þá sem ekki létu til sín heyra. Hins vegar hversu óhikað fólk var við að hafa róttækar skoðan- ir og tjá þær. Skilaboð Vinstrihreyf- ingarinnar - Græns framboðs eru ljós og skýr. Skilum landinu til barnanna okkar eins og við myndum vilja taka við því sjálf. Stóriðja er skyndilausn, styrkjum sjálfbæra atvinnustarf- semi. Höldum auði og verðmætum sjávarút- vegsfyrirtækjanna í heimabyggðunum. Kvennfrelsi er skilyrði fyrir jafnrétti kynjanna. Launamisrétti skal út- rýmt. Mannréttindi í víðustu merkingu þess orðs skulu í hvívetna virt. Einstaklingurinn skal hafður í fyrirrúmi og gert kleift að sjá sér og sínum far- borða á mannsæmandi hátt. Á ís- landi skal ekki sitja erlendur her. Né skulu Islendingar vera aðilar að hernaðarbandalögum eða taka þátt í eða eiga aðild að árásum á aðrar þjóðir. Fjöldinn allur af íslendingum hef- ur þessar skoðanir og er óragur við að tjá sig um þær. Og þeim fer ört vaxandi sem hafa þessar skoðanir. Það er alfarið óviðunandi að stór hópur af fólki lifi hér við sultarkjör og lifí í raun við að stanslaust eru brotin á þeim mannréttindi. Höfundur er skrifstofumaður og sat iandsfund Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs á Akureyri. Magrét Guðmundsdóttir BYSSUR NÝKOMNAR SENAT0R P-3”: Gasskipt, 5 þrengingar, skefti úr Keflar (svart). HUGSAN 3”: Undir/yfir, tvíhleypa, einn gikkur, val á milli hlaupa, 5 þrengingar og skefti úr hnotu. BELKIS 3”: Gasskipt, 5 þreng., skefti úr hnotu 73.470- PUMPA 3”: Einstakt verð, aðeins 39.900- Einhleypa: 2 3/4” með viðarskefti. AðeÍílS 13.541- GAZELLE 3”: Undir/yfir, skefti úr hnotu. VERÐ ÁÐUR 92. 626- NÚ Á TILB0ÐI 79.600- Aðeins örfáar byssur! RJÚPNAKIPPURNAR ERU KOMNAR AFTUR! Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 og 800-6288. OPIÐ VIRKA DAGA 8-18 OG LAUGARDAGA 10-14 SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.