Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 43 ölvustýrt mgt komnar Morgunblaðið/Kristinn í tæknivæddu framtíðarheimili sjást engir rofar eða merki um flókið tölvukerfi. í þessari íbúð, sem er sýnishorn frá Ljósvirkja, eru til dæmis hreyfi- og hitaskynjarar, ósýnilegir hátalarar sem eru innbyggðir í vegg- ina auk snertiskjáa sem eru í líki mynda á veggjunum. framt tengdur við kerfið og ef hann hringir byrjar viðkomandi að tala þar sem hann er staddur, án þess að hefð- bundið símtól komi nokkuð þar við I sögu. Hægt er að stjórna kerfi af þessu tagi í gegnum Netið en það er í raun eitt kerfi sem stýrir mörgum tölv- um. Þannig geta þeir sem eiga svona kerfi fylgst með því sem er að gerast heima hjá sér frá vinnustað sínum, eða hvaðan sem er, í gegnum Netið. I kerfinu er jafnframt öflugt örygg- iskerfi sem getur látið eiganda sinn vita ef óboðna gesti ber að garði. „Það er hægt að hafa það þannig að húsið sendir þér tölvupóst eða SMS- skilaboð ef eitthvað óvenjulegt er á seyði. Ef til dæmis hitastigið hækk- ar óvenjulega mikið eða ókunnug hreyfing er numin í húsinu,“ segir Erling. Tekur tölvan völdin? Lesendur spyrja sig væntanlega að svo stöddu hvert öryggi slíkra kerfa sé? Geta eigendur þeirra átt á hættu að tölvan taki völdin á heimilinu, þar sem nánast allt er orðið tölvustýrt? Erling segir að tölvan láti eigendur sína vita ef eitthvað óvenjulegt sé á seyði og eigendur eigi því að geta brugðist við einhverju sem fer úr- skeiðis strax. Ef vandamál koma upp eigi þau að vera auðleysanleg. En hefur „venjulegt" fólk þörf fyr- ir svo mikil þægindi á heimili sínu? Telur Erling að markaður sé fyrir kerfi með mestu möguleikunum hér- lendis? Erling segir að hús Guðjóns sé búið fullkomnustu kerfum á mark- aðnum og hann sé því frumkvöðull á landinu að því leyti. Hann segist hins vegar vinna að því sjálfur að sýna fólki fram á hvað möguleikamir eru margir og að fólk geti sjálft valið hversu langt það gengur. „Það er hægt að kaupa lítil og einföld kerfi sem stjórna bara ljósunum og þau eru á vægu verði. Svo er hægt að ganga lengra ef menn viija það og þá er kostnaðurinn orðinn meiri,“ segir hann. Guðjón segir aðspurður um hvort hann hafi þörf fyrir öll þessi þægindi að í fyrsta lagi þjóni hússtjórnarkerf- ið honum á þann hátt að hann nær að varðveita 100 ára gamalt útlit hússins en jafnframt að fylgjast með nýjustu tækni á þessu sviði, en í því felist meðal annars hans starf. Erling segir að eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem fyrirtæki hans veitir hafi aukist verulega að undan- fömu og það hafi í raun komið sér á óvart hvað neytendur væru mótttæki- legir fyrir svona búnaði. Hann fái fjölda símtala á dag þar sem spurt er út í möguleikana. Hann bendir á að hægt sé að senda sér tölvupóst á info@ljosvirki.com og hann veiti allar upplýsingar. Dr. Joachim S. Hermann Elín Sigurgeirsdóttir Bjarni Elvar Pjetursson Eyðing tanna af völd- um sýru æ algengari Heildarmeðferð og tannplantar voru meðal umræðuefna á ársþingi Tann- læknafélags Islands. Anna Sigríður Einarsdóttir ræddi við nokkra fyrirles- ara þingsins og komst að því að bithækkun er flókin aðgerð. ARSÞING Tannlæknafélags íslands stendur yfir þessa dagana og er yfirskrift þingsins Heildarmeðferð. Sex fyrirlesarar kynna niðurstöður sínar á þinginu, m.a. dr. Joachim S. Hermann, aðstoðarprófessor og yfir- maður tannplanta við Háskólann í Basel. En Hermann fjallar á fyrir- lestri sínum í dag um varanleika tann- planta og fagurfræðina sem legið get- ur að baki gerð þeirra. Tannplantar byggjast á frekar nýrri tækni sem ekki á sér nema tæp- lega fjömtíu ára sögu og á rætur sín- ar í Svíþjóð. Tannplantar fela í sér að títaníumskrúfa er fest í beinið og gervitönn komið fyrir þar á og þykir sú aðferð gefast betur en notkun hefðbundinna gervitanna. Hermann kynnir fundargestum kosti svissneskrar tannplantaaðferðar sem hann segir ekki reynast síður vel en þá sænsku. „Með svissnesku að- ferðinni er lögð meiri áherslu á fagur- fræðilega þáttin, líkt og sjúklingamir sjálfir gera í dag,“ segir Hermann og kveður fólk vilja fá fallega tönn í stað þeirrar sem það missti. „Ég einbeiti mér að þeim líffræði- legu forsendum sem leyfa slíka upp- byggingu og hugmyndinni þar að baki, sem er sú að gervitönnin sé eins lík tönn og hægt er.“ Að sögn Hermanns búa Svíar að mikilli reynslu af gerð tannplanta, en hann segir ekki mikið hafa verið lagt upp úr fagurfræðinni fyrst í stað. „I þá daga var ekki mikið spáð í fagur- fræði. Fólk fékk gervitennur í efri og neðri góm án nokkurrar festingar. Tennurnar voru þannig lausar og þetta olli að sjálfsögðu töluverðu óör- yggi-“ Töluverðar tækniframfarir hafa þó átt sér stað síðan og segir Hermann það mikla framþróun að hægt sé að eiga við eina tönn í einu. „Svissneska aðferðin fylgir nákvæmar eftir þeim undirstöðuatriðum sem tannplanta- iðnaðurinn byggist á, því mikið er lagt upp úr að tönnin líti vel út,“ segir Hermann. „Tannplantaaðgerðir eru Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðursfélagi Tannlæknafélagsins Haukur Clausen var í gærkvöld kjörinn níundi heiðursfélagi Tannlæknafélags fslands á aðal- fundi þess. Haukur hefur gegnt fjölmörgum störfum fyrir félag- ið, setið í ýmsum nefndum, m.a. samninganefnd við Trygg- ingastofnun ríkisins í 12 ár. Hann var formaður félagsins þegar fyrst var samið við TR um endurgreiðslu fyrir tannlækn- ingar árið 1974. líka mikið tilfinningamál og við gerum okkar besta til að byggja þær á sem vísindalegustum grunni." Hannaði eigin aðferð Elín Sigurgeirsdóttir kynnir gest- um ársþingsins meðferðaráætlun um hækkun bits. Aðferðin byggist á hug- mynd sem Elín þróaði þegar hún var við framhaldsnám við University of North Carolina. „Þetta er heildarmeðferð á einstak- lingi sem hafði sýrueyðingar á tönn- um,“ segir Elín. Sýrueyðing er eyðing á tönnum vegna sýru úr fæðu, til að mynda kóki, sem hefur í för með sér að glerungurinn leysist upp. Elín seg- ir sýrueyðingu vera talsvert algenga á Islandi í dag þó sjaldan þurfi að grípa til bithækkunar. „Þessi einstak- lingur þurfti að fá krónur á hverja einustu tönn. Þá þurfti að hækka bit hans af því að það hafði fallið saman við eyðingu glerungsins,“ útskýrir Elín. Ýmsar forvarnir bjóðast þó og seg- ir Elín tyggigúmmí nýtast vel og eins eigi fólk að halda sig frá súnam drykkjum. Þegar um glerungseyð- ingu á borð við þá sem hún kynnir á þinginu er hins vegar að ræða er bit- hækkun þó eina lausnin. „Við sjáum meira og meira af þessu, því við Is- lendingar erum svo miklir ofstækis- menn og neytum til að mynda meira magns gosdrykkja en aðrir.“ Elín segir bithækkunina þó vera flókið ferli. Hugmyndin byggist á því að hækka bit á nýjan leik eftir að bilið milli nefs og höku hefur lækkað vegna tannslits. „Það þarf að ganga út frá vissum punktum til að geta hækkað tennurnar rétt upp. En ef þetta er rangt gert þá getur það haft mjög slæm áhrif á kjálkaliði og vöðva svo dæmi séu tekin. Síðan þarf líka að hugsa um fagurfræðina, því það er ekki nóg að endurbyggja bara starf- semina.“ Staða tannlækna önnur en lækna Bjarni Elvar Pjetursson fræðir fundargesti um heildarmeðferð ein- staklinga með fjölþætt vandamál. Að mati Bjarna Elvars er staða tann- lækna nokkuð önnur en annarra lækna og segir hann tannlækna hafa meiri þörf fyrir sölukunnáttu. „Ef við viljum veita fólki alvöru tannlæknaþjónustu þá þarf fólkið að borga sjálft og það þýðir að við þurf- um að vera sölumenn," segir Bjarni Elvar og bætir við að fáir spái í fjárút- lát þegar þeir þurfi að láta taka úr sér botnlangann. Bjami Elvar segir hins vegar marga tannlækna vera raga við slíka sölumennsku sem þýði jafnvel að fólk fái verri þjónustu en ella. „Það er svolítið um að tannlæknar þori ekki að bjóða bestu meðferðina af því að hún kostar peninga, þannig að stundum býður maður fólki ekki upp á það besta, þó það sé í raun skylda hvers tannlæknis. Það er síðan sjúklingsins sjálfs að ákveða hvort hann vill þiggja meðferðina eða ekki.“ I fyrirlestri sínum rennir Bjami Elvar í gegnum fjölþætt tilfelli, þar sem sjúklingurinn er fullmeðhöndlað- ur. Að sögn Bjarna Elvars á einstak- lingur sem fær slíka meðhöndlun ekki að þurfa mikla tannlæknaþjónustu næstu árin. HeildaiTneðferðin getur ennfremur verið fjölbreytt, því með því móti er reynt að horfa á sjúkling- inn í heild sinni og hugsa fram í tím- ann þannig að viðgerðarþjónustan endist. „Fólk frestar ekki læknisað- gerð vegna Kanaríeyjaferðar en gerir það með tannlæknameðferð," segir Bjami Elvar að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.