Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
¥
Börnin í
Bannalandi
Hefur enda löngurn verið vitað að það er
aðeins eitt sem er verra en skoðanaleysið
og það er sannfæringin.
Eftir Ásgeir
Sverrisson
Börn eru yfirtak rökvís
og það eru þau þrátt
fyrir að þeir, sem
teljast þroskaðir, iðki
fátt annað en að mis-
bjóða dómgreind þeirra. Slíkt
atferli er yfirleitt nefnt „upp-
eldi“. Börn bera fram grundvall-
arspurningar og fá ekki skilið
hvers vegna tiltekið athæfi er
stundum leyfilegt en forboðið við
aðrar aðstæður. Hugur þeirra er
ef til vill ekki óskrifað blað en
hann er hreinn, þótt fljótlega
hefjist ferðin niður eftir rakvél-
arblaði lífsins, sem skilar þeim
inn í heim hinna fullorðnu.
í löndum á borð við ísland
geta óhófleg áhrif reglugerða-
fikla og völd mishæfra stjórn-
málamanna
VIÐHORF iðulega af sér
boð og reglur,
sem eru flestu
þokkalega
skynsömu fólki
með öllu óskiljanlegar. Á ferðinni
óhjákvæmilegu niður rakvél-
arblaðið og í gegnum skolprör
fullorðinsáranna hafa sumir
menn öðlast sannfæringu á til-
teknum sviðum og telja það
helga skyldu sína að brjóta sam-
ferðafólk sitt í lífinu undir þau
viðmið, sem þau sannindi fela í
sér. Hefur enda löngum verið vit-
að að það er aðeins eitt sem er
verra en skoðanaleysið og það er
sannfæringin.
Ein stærstu mistök margra
stjórnmálamanna birtast í þeirri
sannfæringu þeirra, að þeir séu í
hlutverki hinna fullorðnu í sam-
félaginu en hugtakið „almenning-
ur“ sé safnheiti yfir alla hina,
sem séu börn. Þetta á ekki aðeins
við um íslenska stjórnmálamenn
heldur gerast eriend starfssystk-
ini þeirra einnig sek um að líta á
sig í hlutverki „uppalenda" í þjóð-
félaginu. Þegar við bætist þrýst-
ingur frá hagsmunahópum og
lífsháttaklúbbum af ýmsum gerð-
um hrekur vinsældaleitin stjórn-
málamenn undan vindi og þeir
gerast sérstakir talsmenn slíkra
fyrirtækja. í mörgum tilfellum
bætist síðan hin óhagganlega
vissa í þennan hóp sálarhræringa
með þeim afleiðingum að
heimskuleg verk og vond eru
Það er að sönnu sérkennilegt
að enn skuli um það deilt á ís-
landi hvort almenningi í landinu
sé treystandi til að ákveða hven-
ær og við hvaða aðstæður hann
velur að festa kaup á áfengum
drykkjum. Umræðan er á hinn
bóginn upplýsandi vegna þess að
hún dregur skýrlega fram það
hrokafulla uppeldishlutverk,
sem stjórnvöld og stjórnmála-
menn hafa tekið sér. Jafnframt
leiðir hún í ljós tvískinnunginn,
er einkennir málflutning margra
stjórnmálamanna og raunar
heilu samtaka þeirra, sem í orði
kveðnu lofa frelsi einstaklingsins
til að ráða lífi sínu en sýna enga
tilburði til að beita áhrifum sín-
um í nafni þeirrar hugmynda-
fræði.
Hvorki þarf að kalla til rök-
spekinga, félagsfræðinga eða
sæmilega lífsreynda drykkju-
menn til að leiða í ljós að sú
áfengisstefna, sem íslensk
stjórnvöld hafa fylgt á undan-
liðnum áratugum, er gjörsam-
lega gjaldþrota, gagnslaus með
öllu og stenst ekki skoðun.
Þvert á móti má auðveldlega
færa traust rök fyrir því að þessi
stefna hafi kallað alkóhólisma,
ógæfu og hrylling yfir þjóðina.
Islendingar kunna ekki að um-
gangast áfenga drykki og það
ástand mála má einkum rekja til
þess að slíkar veigar hafa flokk-
ast undir hið forboðna í þjóðfé-
laginu. Sökum þessa og vegna
uppeldishlutverksins, sem ráða-
menn og lífsháttaklúbbarnir hafa
tekið sér, hefur verið fylgt þeirri
stefnu að takmarka „aðgengi“ að
áfengi. Þar með hefur verið
skapað það viðhorf, ekki síst á
meðal hinna ungu, að áfengi sé
spennandi og dularfullur varn-
ingur, sem aðeins megi neyta
við tilteknar aðstæður eftir að
hann hefur verið sóttur í leynd-
ardómsfullar verslanir, sem rík-
isvaldið rekur. Brjálsemisleg
verðlagning hefur síðan stuðlað
að smygli, fíkniefnaneyslu og
landadrykkju auk þeirrar hams-
lausu helgardrykkju, sem ein-
kennir ísland með tilheyrandi
hryllingi, ofbeldi, skemmd-
arverkum og ógæfu.
Því er stundum haldið fram að
drykkja myndi aukast ef verslun
með áfengi yrði gefin frjáls
þannig að fólkið í landinu gæti
nálgast það í sérverslunum eða
matvörubúðum. Sú spurning
blasir vitanlega við hvort nauð-
synlega beri að telja aukna
áfengisneyslu til neikvæðra fyr-
irbrigða, þau sannindi þurfa all-
tjent ekki að vera viðtekin. Hins
vegar sýnir reynslan að í þeim
löndum þar sem fólk getur nálg-
ast áfengi án fyrirhafnar er um-
gengnin við það eðlilegust. Verk-
efnið á Islandi er einmitt að
stuðla að eðlilegri umgengni við
þennan vímugjafa og menningar-
vaka.
Sökum ósamkvæmni, skorts
margra stjórnmálamanna á rök-
vísi, áhrifa lífsháttaklúbba á borð
við bindindishreyfinguna og
ítaka fólks, sem hefur atvinnu
sína af því að móta hátterni sam-
ferðamanna sinna, sitja Islend-
ingar uppi með reglugerðafarg-
an, sem einkennist af mótsögn-
um og fyrirlitningu á dómgreind
almennings.
Ríkisvaldið eitt má selja
áfengi. Bannað er að auglýsa tó-
bak á Islandi en ríkisvaldinu
leyfist að senda út erlent sjón-
varpsefni til allra landsmanna
þar sem sígarettur eru auglýstar
og bendlaðar við glæsimennsku
og hugdirfsku. Ræðir þar um
kappaksturskeppni, sem ríkis-
sjónvarpið sýnir reglulega frá og
nefnist „Formúla 1“. Slík keppni
er í raun ein tóbaksauglýsing.
Áfengi má ekki auglýsa en slíkar
auglýsingar má nálgast í er-
lendum sjónvarpsstöðvum, blöð-
um, tímaritum og á interneti.
Lyf má ekki auglýsa en slíkt
efni mega Islendingar lesa á
interneti. Miðlar, heilarar og
skottulæknar geta auglýst þjón-
ustu sína en það mega menntaðir
læknar ekki. Hins vegar má aug-
lýsa klám og annað það, sem
fellur undir það heillandi hugtak
„kynlífsiðnaður", í blöðum, tíma-
ritum og sjónvörpum á íslandi.
Þannig fá „börnin" á íslandi
misvísandi og órökrétt „skila-
boð“, eins og nútíminn kallar
það, frá hinum „fullorðnu". Og
líkt og gerist í raunverulegu
barnauppeldi minnkar virðing
hinna ungu um leið og álitið
hrynur.
BÖÐVAR
BJÖRGVINSSON
+ Böðvar Björg-
vinsson síma-
verkstjóri, sem lést
af slysförum í Mý-
vatni 26. október sl.
fæddist að Melum
við Akureyri 16.
nóvember 1942.
Foreldrar hans
voru hjónin Björg-
vin Sigmar Stefáns-
son, vélstjóri, f. 4.
október 1910, d. 9.
nóvember 1972 og
Kristín Böðvars-
dóttir f. 15. júní
1920, d. 30. mars
1949. Við lát Kristínar tók
Selma systir hennar við heimil-
inu og gekk börnum hennar í
móðurstað. Systkini Böðvars
eru Sigríður f. 12. september
1940, gift Klemens B. Sig-
tryggssyni á Seyðisfirði, þau
eiga fimm börn. Guðný f. 1.
ágúst 1944, býr í Slagelse í Dan-
mörku, var gift Christian Nis-
sen, þeirra synir eru tveir. Stef-
án f. 7. desember 1945, kvæntur
Huldu Karen Ólafsdóttur í
Hafnarfirði, þau eiga þijá syni.
Eiginkona Böðvars er Ánna
Nína Stefnisdóttir, fulltrúi hjá
Landssímanum, f. 27. október
1946 í Kópavogi. Þau gengu í
hjónaband 23. nóvember 1968.
Börn Böðvars og Nínu eru
Þú fæddist fyrir norðan um
haust og fórst svo norður einn napr-
an haustdag - til að deyja. Það er
svo sorglegt og ósanngjarnt að ég
trúi því ekki ennþá.
Við áttum marga framtíðar-
drauma saman og svo margt ógert.
Þú sagðir alltaf að þú mundir deyja
á undan mér, en þá héldum við að
við yrðum gömul og sæt hjón sem
mundum leiðast á pósthúsið í
hálkunni með jólakortin okkar og
eiga allan tíma í heiminum.
Þú kvaddir snöggt og svo skyndi-
lega og núna veit ég ekki hvort ég
get lifað án þín, en ég verð að gera
það vegna barnanna okkar.
Þú fórst mjög varlega með til-
finningar þínar, en þegar þú gafst
þig þá gerðir þú það alveg. Þú
elskaðir fjölskylduna þína, börnin
þín og mig svo algjörlega, skilyrð-
islaust og endalaust og fyrirgafst
allt. Það eina sem þú þurftir fyrir
þig var svolítill harðfiskur og há-
karl, að hlusta stundum á jazz og
blús og að eiga góðan hamar því þú
varst alltaf að gera eitthvað, - fyrir
aðra.
Eg veit að í dag græt ég gleði
mína í rúm 30 ár og ég veit að sá
dagur rennur upp að ég get hætt að
gráta og ég veit líka að þú verður
alltaf hjá mér. En það er samt svo
sárt - núna.
Farðu í friði, elsku kærastinn
minn.
Þín
Nína.
„Einstakur11 er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur11 lýsir fólki
sem stjómast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur" á við þá
sem era dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orðið sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez).
Elsku besti pabbi okkar. Þetta
ljóð segir svo margt um hvemig þú
varst og hvað þú varst fyrir okkur.
Þú varst besti pabbi í heimi.
Við erum heppin að hafa átt þig
að, þú varst svo góður, skemmtileg-
ur og alltaf til staðar. Við erum líka
heppin að vita hvað þér þótti vænt
um okkur og þú vissir hvað okkur
þótti vænt um þig.
Núna er allt svo óraunverulegt og
Styrmir Freyr raf-
virkjanemi, f. 27.
apríl 1971 í sambúð
með Helgu Hafdísi
Gísladóttur þroska-
þjálfanema, Selma
Kristín, deildar-
stjóri í London, f.
14. júlí 1972, í sam-
búð með Paul
Henry Murphy end-
urskoðanda, Regína
hjúkrunarnemi f. 2.
desember 1975 í
sambúð með Sig-
tryggi Arnari Árna-
syni kerfísfræðingi.
Sonur Böðvars með Emmu
Magnúsdóttur en ættleiddur af
Herði Diego Arnórssyni er Þor-
valdur Ægir rafeindavirki, f.
20. ágúst 1968, í sambúð með
Guðnýju H. Helgadóttur raf-
eindavirkja, þeirra sonur er
Hörður Fannar f. 5. apríl 1998.
Sonur Nínu með Kristni Reyni
Sigtryggssyni er Stefnir Þór
rafvirki, f. 16. maí 1963, kvænt-
ur Margréti Valdísi Friðþjófs-
dóttur, starfsmanni Eimskips
og húsmóður. Þeirra börn eru
Böðvar Freyr f. 5. mars 1995,
Freyja Sif og Runólfur Stefnir
f. 18. júní 1999.
__ títför Böðvars fer fram frá
Áskirkju í Reylqavík í dag og
hefst athöfnin kl. 15.
það er erfitt að þurfa að kveðja þig
svona fljótt.
Minningin um þig lifir í hugum
okkar og hjörtum að eilífu. Þangað
til við hittumst næst.
þín
Styrmir, Selma og Regína.
Elsku pabbi minn, nú ertu farinn
frá okkur, eins og sumarið sem leið
svo fljótt, alltof fljótt.
Það sem ég hefði viljað segja þér
og segja um þig hefði verið hægt að
koma fyrir í heilli bók en læt ósagt
og geymi í hjarta mínu. Allar minn-
ingar er skjótast upp í huga mér um
þig eru fullar af birtu og yl. Þú tókst
mig að þér er ég var barn, á líkum
aldri og hann sonur minn, nafni
þinn, er í dag. Og þú gekkst mér í
föðurstað og hef ég aldrei getað
ímyndað mér betri föður eða vin en
þig. Og hvernig þú stóðst við hlið
mér í öllu er ég tók mér fyrir hend-
ur, hversu smátt eða hve vitlaust
mörgum þótti, þá varst þú alltaf þar
og studdir mig og styrktir af öllum
mætti.
Mig langar að skila til þín kveðj-
um frá bömum mínum, Böðvari,
Freyju og Runólfi, er þú unnir svo
mjög, enda bamakall mikill og góð-
ur afi, sá besti. Mikið hafa þau
misst. Og allt sem við áttum eftir
ógert gerum við saman hinum meg-
in.
Þinn
Stefnir Þór.
Ég kynntist Böðvari fyrir rúmum
15 áram þegar ég byrjaði að búa
með Stefni Þór í kjallaranum hjá
þeim Nínu í Borgarnesi.
Frá fyrstu stundu reyndist hann
mér mjög vel og var ávallt reiðubú-
inn til að hjálpa mér á allan hátt.
Það kom best í ljós þegar bama-
börnin komu. Þá var afi Böddi alltaf
tilbúinn til að passa þau og líta eftir
þeim ef með þurfti.
Böðvar, takk fyrir allan þinn
stuðning, hjálp og þær stundir sem
þú áttir með nafna þínum, Böðvari
Frey, sem trúir því að þú sért að
smíða hjá englunum. Við munum í
sameiningu sjá til þess að tví-
burarnir, Freyja Sif og Runólfur
Stefnir, eignist sínar minningar um
þig-
Þín tengdadóttir,
Margrét.
Elsku Böðvar. Ég sá þig fyrst
haustið 1997 þegar Styrmir, sonur
þinn, kynnti okkur. Við Styrmir
voram búin að vera saman í rúman
mánuð þegar stóra stundin rann
upp, að hitta tengdaforeldrana. Þú
tókst á móti mér brosmildur og
kynntir þig. Frá þér streymdi mikil
hlýja og góðvild og mér leið strax
vel í návist þinni. Ljúfmennska þín
og góðlátleg kímni og gæska kon-
unnar þinnar gerðu heimilið að
sönnum griðareit fyrir fjölskylduna
og margar áttum við þar gleði-
stundirnar.
Minningarnar streyma fram þeg-
ar ég reyni að skrifa þessi fátæk-
legu orð. Þú í eldhúsinu að matreiða
stórmáltíðir þegar þið Nína kölluð-
uð fjölskylduna saman. Það skipti
ekki máli hvort það var á venjuleg-
um sunnudegi eða á stórhátíðum.
Maturinn var alltaf fyrsta flokks og
þú lagðir þig fram um að allir færu
heim vel mettir. „Fáðu þér meira,
það er nóg til“, varstu vanur að
segja. Á leiðinni heim frá ykkur var
aðal umræðuefni okkar Styrmis að
þessa uppskrift yrðum við að fá hjá
þér. Þú varst alltaf að prófa eitt-
hvað nýtt og aldrei brást þér boga-
listin. Mig langar líka, kæri Böðvar,
að þakka þér fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir okkur Styrmi. Litla fallega
íbúðin okkar er þitt verk. Ófáum
helgum eyddir þú á heimili okkar
við að setja upp innréttingar, leggja
parket og flísar og aldrei var spurt
um tíma eða fyrirhöfn.
Hvert sem ég lít hér í íbúðinni
okkar Styrmis má sjá fallegt hand-
bragð þitt. Minningarnar hellast yf-
ir mig og ég ræð ekki við tárin. Við
söknum þín svo mikið og mér finnst
ég ekki hafa þakkað þér nógsam-
lega fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur. Við Styrmir ætluðum svo
sannarlega að launa þér aðstoðina
og góðvildina. En þá skyndilega og
óvænt ertu tekinn frá okkur og eftir
sitjum við úrræðalítil og harmi lost-
in og spyrjum; hvers vegna þurfti
þetta að gerast? En það er okkur
huggun, að við eigum yndislegar
minningar um þig, Böðvar minn,
sem munu ylja okkur um ókomin ár.
Ég þakka þér fyrir þann tíma sem
ég fékk að njóta návistar þinnar.
Hvíl í friði, kæri tengdafaðir.
Þín,
Helga Hafdís.
Bið ég Guð að geyma þig
góða vininn bjarta.
Eg mun alltaf muna þig
innst í mínu hjarta.
Þín guðdóttir,
Guðlaug Katrín.
Þegar mamma hringdi snemma
um morguninn, til að tilkynna mér
að Böðvar föðurbróðir minn væri
týndur á Mývatni, fannst mér eins
og mig væri ennþá að dreyma ein-
hvern vondan draum. Það var erfitt
að trúa þessu. Engu að síður var
það sannleikur. Við héldum í vonina
um að hann fyndist á lífi, en þegar á
leið varð vonin veikari og að lokum
fengum við fréttina um að hann
væri dáinn.
Það kemur margt upp í huga
minn sem tengist minningum úr
æsku minni. Þessar minningar
tengjast þó fyrst og fremst tíma
sem er mér kær, ekki síst fyrir þær
sakir að þessar dýrmætu minningar
tengjast fjölskyldunni á einhvern
hátt. Eitt stendur þó upp úr frá
þeim tíma sem mér er minnisstæð-
ur. En þetta vora ferðirnar okkar
upp í Borgarnes að hitta Böðvar og
Nínu, Stefni, Styrmi, Selmu og
Regínu. Við bræðumir rifjum enn
upp tímana í Borgarnesi og eigum
hver okkar eigin upplifun sem
geymd er í hjarta hvers og eins.
Mig langar þó til þess að deila minni
og þeirri minningu sem ég geymi af
Böðvari.
Það fyrsta sem má segja að hafi
einkennt Böðvar var einfaldlega
manngæska. Hann var ljúfur í alla
staði og aldrei man ég eftir öðru en
gæðum. Hann var einn af þeim
mönnum sem löðuðu að sér fólk,
með persónu sinni og öllu viðmóti.
Hann var ríkur af kímni og sagði
skemmtilega frá og fékk mann oft
til að hlæja og það var svo einstak-
lega gott að vera í kringum Böðvar.