Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 47
Þegar ég og Stefnir lékum okkur
við bátasmíðina í fjörunni í Borgar-
nesi, var sem raunveruleikinn end-
aði og við tók draumur þar sem æv-
intýri voru óendanleg. Þessir tímar
eru dýrmætir fyrii- mig og þá mynd
sem ég geymi af Böðvari. Hann var
góður við okkur. Bar mikla um-
hyggju fyrir okkur og öllu því sem
við gerðum og var ávallt áhugasam-
ur um allt það sem sneri að öðrum.
Fyrir mér er slíkur áhugi óeigin-
gh-ni og göfuglyndi.
Fyrir nokki’um vikum hitti ég
Böðvar í síðasta sinn, þar sem hann
og Stefnir komu í kaffi heim til
ömmu ásamt Böðvari litla. Hann
var áhugasamur um mína hagi,
hvað ég væri að gera og hvernig
gengi. Hann var ánægður að allt
gengi vel fyrir mína hönd og þessi
fundur okkar sýndi einfaldlega
hjartalag Böðvars. Hann sýndi öllu
áhuga sem sneri að öðrum, hlustaði
með sínu einlæga viðmóti og fyrir
mér var hann alltaf einstakui'.
Þakklæti er mér efst í huga fyrir
þau forréttindi að hafa þekkt mann
eins og Böðvar. Ég mun geyma all-
ar minningai'nar og fá að njóta
þeirra allt mitt líf og fyrir mér eru
þessar minningar dýrmætur fjár-
sjóður.
Guð blessi þig, Nína mín, og fjöl-
skylduna, ömmu og systkinin og
styi'ki ykkur í gegnum sorgina og
megi minningin um Böðvar lýsa upp
líf ykkai- í framtíðinni.
Ó, Jesú, séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín,
sál minni verði þá sælan vís
með sjálfum þér í paradís.
(H.P.)
Ólafur Stefánsson.
Það voru erfíð tíðindi sem ég fékk
árla morguns hinn 27. október að
hann Böðvar frændi væri týndur.
Það eru svo margar spurningar sem
vakna, en íslensk veðrátta getur
verið svo harðskeytt og gerir oft
engin boð á undan sér.
Elskulegi frændi minn, þú og
Nína voruð alltaf svo góð við mig
þegar ég dvaldist svo oft hjá ykkur í
Borgarnesi. Við Styrmir lékum okk-
ur svo mikið saman og þú og Nína
tókuð mér alltaf opnum örmum og
ég var alltaf velkominn til ykkar
þegar ég gat komist. Mér leið alltaf
eins og heima hjá mér. I minning-
unni verður þú alltaf brosmildur og
hlýlegur í umgengni og minntir svo
á hann pabba minn, þið voruð svo
líkir.
Þú komst nokki-um sinnum til
mín á meðan ég var að byggja og
sagðir mér hvað þér litist vel á það
sem ég væri að gera. Það fannst
mér svo sannarlega hvatning frá
þér komin, sjálfum smiðnum.
Kveðjan er stutt og kynnin máttu
vera lengri, þú varst í blóma lífsins,
Böðvar minn.
Elsku Nína mín, Styrmir, Selma,
Regína, Stefnir og Þorvaldur, þið
eruð svo sterk, þið vissuð hvað þið
áttuð og nú stendur minningin ein
eftir um góðan mann.
Við fjölskyldan vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Mér fínnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Eg harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhj. Vilhj.)
Björgvin Sigmar Stefánsson.
Það er nú þannig að á kveðju-
stund er margt sem rifjast upp en
ætlum við ekki að.vera með upp-
talningu í þessum fáu þakkarlínum.
En í upprifjun okkar um Böðvar er
alltaf það sama sem kemur upp í
hugann og það er hversu nærgæt-
inn, orðvar og ljúfur maður hann
var. Það var svo auðvelt að þykja
vænt um hann. Það var oft glatt á
hjalla þegar Nína og Böðvar komu
til okkar hvort sem um heimsókn
var að ræða eða til að rétta okkur
hjálparhönd við ýmsa vinnu, alltaf
var Böðvar boðinn og búinn til að
hjálpa til enda ólatur og greiðvikinn
að eðlisfari.
Ekki getum við hætt án þess að
minnast á allar góðu stundirnai'
sem dætur okkar Heiða og Guðlaug
áttu með Böðvari.
Þær stundir eru stelpunum mjög
kærar og vitum við að þær mega
þakka honum fyrir margt sem þær
eflaust búa að í frammtíðinni.
A hverju hausti fóru strákarnir í
fjölskyldunni í veiðitúr, þar áttu
þeir góðar stundir einir og með
sjálfum sér. Böðvar naut sín vel í
þessum ferðum, úti í náttúrunni
með sonum sínum og félögum. Hans
verður sárt saknað í næstu ferð.
Við munum geyma allar minning-
arnar í hjörtum okkar um alla tíð.
Takk fyrir allt, það voru sannarlega
forréttindi að fá að vera vinur hans í
lífinu.
Elsku Nína, við sendum þér og
fjölskyldu þinni, móður hans og
systkinum okkar dýpstu samúðar-
kveður og biðjum Guð að varðveita
minningu hans.
Jóhann, Marta, Aðalheiður
Jóna og Guðlaug Katrín.
Vantrú voru fyrstu viðbrögð okk-
ai', félaga Böðvars Björgvinssonar á
ljósleiðaradeild Landssímans, þegar
fréttin barst um að Böðvars væri
saknað. Enginn okkar gat trúað því
að eitthvað alvarlegt gæti hafa kom-
ið fyrir hann, jafn áþyi'gur og var-
kár maður sem Böðvar var. A einni
nóttu breyttist þó von okkar í von-
leysi. Þótt óveðrinu slotaði skildi
það eftir sig dimman skugga og
kulnaða glóð. Óteljandi spurningar
sóttu að okkur. Hvað gat hafa
gerst? Hvað fór úrskeiðis? Hvern-
ig? Hvers vegna Böðvar? Við finn-
um engin svör við spurningum okk-
ar, almættið eitt býr yfir svörunum.
Ljóslifandi minningin um Böðvar
mun varðveitt í huga okkar og
hjörtum um ókomna tíð. Skarð
Böðvars í þessum fámenna hópi
sem sér um að halda ljósleiðarakerfi
Símans gangandi, verður aldrei
fyllt. Hann var stór hluti þessa litla
hóps sem í mörg ár hefur unnið
meira og minna saman um allt land.
Hann var einstakur maður, alltaf
tilbúinn að standa við bak okkar
hinna, hlusta á kvartanir okkar og
vandamál og leggja sitt að mörkum
tii að leysa úr þeim. Hann var ekki
aðeins góður vinnufélagi heldur vin-
ur og máttarstólpi jafnt við störf og
utan þeirra.
Böðvar var mikill hagleiksmaður
og smiður og óspar á að rétta okkur
félögum sínum hjálparhönd ef að-
stoðar var þörf við þvað eina. Ekk-
ert var sjálfsagðara en að koma og
leggja parket fyi'ir sína menn.
Sumarbústaðurinn upp í Borgar-
firði ber hagleik hans einnig skýrt
vitni. Böðvar var ekki aðeins traust-
ur, vandaður og varkár, hann var
ekki síður skemmtilegur í góðra
vina hópi þegar lundin var létt eða
eitthvað var gei-t til upplyftingar.
Með Böðvari er genginn félagi og
vinur sem sárt verður saknað. Eftir
lifir minningin um góðan dreng.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst
okkur.
Megi góður guð hughreysta Nínu
og börnin, þeim sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Vinnufélagarnir á
ljósleiðaradeildinni.
Kveðja frá Landssímanum
Miðvikudaginn 27. október fékk
ég upphringingu frá vinnufélaga
mínum þar sem mér var sagt að
tveggja ágætra samstarfsmanna
minna væri saknað, en þeir höfðu
farið á bát út á Mývatn við þriðja
mann. Um morguninn daginn áður
hafði bilað ljósleiðarastrengur yfir
vatnið og þó að bilanir á langlínu-
kerfinu séu ekki algengar var þessi
bilun lítið frábrugðin öðrum sem
upp hafa komið. Það er hins vegar
oft stutt á milli lífs og dauða. Það
sem átti að vera venjuleg viðgerð og
taka skamman tíma, snerist upp í
hörmulegt stórslys, sem hefur
snortið okkur öll djúpt er vinnum
hjá Landssímanum.
Seint á níunda ártugnum var
byi'jað á einu af stæn'i verkefnum
Landsímans, sem var lagning ljós-
leiðara umhverfís landið. Miklu máli
skipti að fá til verkefnisins menn
sem höfðu haldgóða reynslu í lagn-
ingu strengja. Það var því mikið
ánægjuefni þegar okkur buðust
stai'fskraftar Böðvars Björgvins-
sonar. Hann hafði áður unnið hjá
Símanum á árunum 1960 til 1978,
lengi sem símaverkstjóri við línu-
lagnir og m.a. lokið línumannsprófi
og símsmiðaprófi frá Póst- og síma-
skólanum. Aður en hann hóf aftur
störf hjá Símanum nam hann tré-
smíðar og lagði stund á þá iðn í
Borgarnesi. Það var mikill fengur
að fá Böðvar til starfa við ljósleið-
aradeildina þegar, verkefnin voru að
ná hámai'ki.
Böðvar stai-faði við eftirlit með
verktökum. I því starfi reynir á
marga þætti, bæði í samskiptum og
eins koma upp margvísleg fagleg
úrlausnarefni, því að oft eru menn
ekki sammála um hvernig ber að
túlka útboðsgögn. Hann sýndi í
starfi sínu mikla hæfileika í því að
sætta sjónarmið verktaka og
Landssímans og beina mönnum inn
á réttar brautii’.
Á þessum árum voru einnig mót-
aðar verklagsaðferðir við lagningu
Ijósleiðara og átti Böðvai' drjúgan
þátt í því verki. Þessai' bættu verk-
lagsreglur hafa leitt tO þess að
kostnaður við þessi verk hefur jafnt
og þétt farið lækkandi. Það var ann-
ar starfi Böðvars að sjá um að stika
út línu fyrir strenginn og þar með
ákveða hvar ætti að leggja hann. T0
þess að það mætti vel fara varð
hann að afla sér upplýsinga um
jarðveg og landshætti hjá heima-
mönnum, en þar kom sér vel að
Böðvar var mjög félagslyndur og
átti gott með að tala við fólk, eigin-
leiki sem ekki er öllum jafnvel gef-
inn.
Trúlega var það af þessum ástæð-
um sem félagar hans fengu hann tO
þess að vera fulltrúa sinn í samn-
ingaviðræðum við vinnuveitandann,
starf sem hann innti af hendi af
mikilli trúmennsku og án þess að
ætlast tO launa fyrir sína hönd. Það
ei' mér fullkunnugt um, þar sem
hann kom til mín nokkrum sinnum
og taldi að einhver af hans sam-
starfsmönnum hefði dregist aftur
úr í launum og ætti skilið hærri
laun. Oft lagði hann áherslu á að ég
væri ekki að upplýsa viðkomandi
um þessa fundi.
Ég vO með þessum fátæklegu
orðum um góðan dreng senda eigin-
konu Böðvars, Önnu Nínu, sem
einnig starfar hjá Landssímanum,
og börnum þeirra mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Samstarfsmenn
þenTa hjóna hjá Símanum vilja
votta fjölskyldunni dýpstu hluttekn-
ingu og biðja þess að Guð styrki og
varðveiti þá, sem eftir lifa.
Páll Á. Jónsson.
„Hann afi minn er núna engill hjá
Guði.“
Það var hann Böddi litli, sonai'-
sonur Böðvars, sem sagði mér
þetta, um leið og hann tók í höndina
á mér og leiddi mig út í bfl.
Svona einfalt er þetta í huga
barns sem vissi hvert afi hafði farið
og af hverju hann kom ekki aftur.
Hann hafði farið til Guðs.
Böðvar hafði oft þurft að kveðja
fjölskyldu sína og vera að heiman
um lengri eða skemmri tíma vegna
starfa sinna. Alltaf fylgii' því tregi
þegar menn kveðja ástvini, en jafn-
framt tilhlökkun að koma heim að
verki loknu. Nú hefur verið lagt í
síðustu ferðina og heimkoma önnur
en áætlað var.
Sá er þetta skrifar hefur notið
þeirrar gæfu í tæp 40 ár, að eiga
Böðvar að vini og samstarfsmanni.
Margar góðar minningar hafa sótt á
hugann nú síðustu daga, sem létt
hafa erfiðar stundir. Nú síðast
ferðalag með konum okkar um
Þýskaland, Sviss og Ítalíu, núna í
okkóber. Eins samvei-ustundir með
fjölskyldum okkar og mörgum góð-
um vinum í gegnum árin.
Mikils virði er vinátta sona okkar
sem þekkst hafa frá því þeir voru
börn, og nú síðustu ár verið sam-
starfsmenn okkar.
Nú þegar lagt hefur verið í síð-
ustu ferðina sitjum við eftir og
söknum góðs drengs, sonar, eigin-
manns, föður, afa, góðs vinar og
samstarfsmanns.
Við kveðjum í þeirri fullvissu og
trú Bödda litla að Böðvar sé hjá
Guði. Við geymum minningu um
góðan dreng sem ekki gleymist.
Megi góður Guð gefa fjölskyldu
þinni og vinum styi'k í sorginni.
Jóhann Orn og Helga.
Eg veit þú fékkst engu, vinur, ráðið
um það,
en vissulega hefði það komið sér betur,
að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að.
Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur.
Og nú er um seinan að sýna þér allt
það traust,
sem samferðafólki þínu hingað til láðist
að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust
að vera að slíku fyrst daglega til
þín náðist.
(Tómas Guðmundsson.)
Okkar kæri vinur Böðvar Björg-
vinsson fórst í hörmulegu slysi hinn
26.10. sl. Svo löngu áður en manni
fannst að hans tími gæti verið kom-
inn. Þessar ljóðlínur Tómasar hér
að ofan lýsa hugarástandi okkar.
Þetta var svo óvænt, svo snöggt,
svo skelfilegt. Við spyrjum, hvers
vegna hann sem okkur fannst eiga
svo mörgu ólokið? Fáum ekkert
svar. Böðvar var góður maður,
traustur og sannur vinur.
Vinátta okkar stóð á gömlum
grunni. Þrjátíu ár eða u.þ.b. eru lið-
in síðan þeir vinimir og vinnufélag-
amir kynntu konumar sínar hvor
fyrir öðram. Síðan þá hefur verið
óijúfandi væntumþykja og vinátta á
milli okkar. Þá, eins og nú, voru þeir
starfsmenn Landssímans. Við kon-
urnar kynntumst fleirum úr þessum
góða hópi sem þessir félagar í
Landssímanum mynduðu. Lengi
framan af var hópurinn stór, fjöl-
mörg hjón hittust við hátíðleg tæki-
færi og glöddust saman. Síðari árin
hefur ýmislegt, svo sem eins og ann-
ar starfsvettvangur o.fl., orðið þess
valdandi að fækkað hefur í hópnum
gamla, góða. Og nú hefur enn fækk-
að. Alltaf var þó kjarni „gamalla",
gróinna símamanna, sem hélt sam-
an, og þar tilheyrðu Böðvai- og
Nína, en nú er allt svipur hjá sjón.
Ekki vitum við á þessari stundu
hvernig við getum sætt okkur við
fráfall okkar góða vinar og vinnufé-
laga. Fjölmargar minningar frá sl.
áratugum sækja fram. Allar góðar,
- allar tengdar gleði á góðum stund-
um, vináttu og hlýju.
Við vottum aðstandendum þeirra
sem fórast í þessu hörmulega slysi
á Mývatni einlæga samúð okkar.
Þessir menn voru að vinna sín
skyldustörf, ótal heimili símasam-
bandslaus, það var þeirra áríðandi
verkefni að ráða bót á því. Það er al-
mennt hugsun þessai'a manna;
klára verkin fljótt og vel og ganga
eins vel frá öllu og unnt er. Það var
þessi trúmennska og ósérhlífni sem
einkenndi Böðvar og félaga hans
þetta örlagaríka kvöld, eins og
alltaf.
Elsku Nlna okkar og börnin ykk-
ar Böðvars, tengdabörn, barnaböm,
móðir hans og aðrir ástvinir, þið
hafið misst mikið en eigið minningar
um ljúfan og góðan mann. Guð veri
með ykkur, styrki ykkur og styðji
nú og alltaf.
Vinir ykkai',
Hera og Reimar.
Góði vinur. Komið er að kveðju-
stund sem engan óraði fyrir. Svo
sárlega eram við minnt á hvað
skammt er á milli lífs og dauða,
gleði og sorgar. Við þökkum þér,
elsku Böðvar, fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
En þá varst þú alltaf hrókur alls
fagnaðar og umvafðir okkur með
ljúfmennsku þinni, en þegar tíminn
hefur sefað sárustu sorgina munum
við minnast þín þegar við gleðjumst
saman.
Guð geymi þig, elsku vinur.
Elsku Nína og fjölskylda. Guð
styrki ykkur og styðji á þessum erf-
iðu tíðumum.
Ykkar einlægi vinur.
Guðbrandur Atli.
Það setti að okkur ónotahroll við
að hlusta á fyrstu fréttir í útvarpinu
þennan októbermorgun. Slys hafði
orðið og saknað var manna sem
höfðu unnið að viðgerð á ijósleiðara-
streng yfir Mývatn. Það er ekki fjöl-
menn stétt sem vinnur við að leggja
ljósleiðara um landið og í þeim hópi
era nokkrir af okkar gömlu vinum
og félögum þeir Böðvar Björgvins-
son, Jóhann Örn Guðmundsson og
Sigurbjörn Valdemarsson. Skömmu
síðar var illur gi'unur staðfestur.
Böðvars var saknað og hann síðan
talinn af.
Leiðir okkar félaganna lágu
saman fyrir áratugum og mið-
punktur þessa kunningsskapar var
frá upphafi Jóhann Örn. Þeir
Böðvar voru frá fornu fari félagar
og vinir og höfðu á yngri árum
unnið saman hjá símanum. Um
hríð var vík milli vina því Böðvar
og kona hans Nína Stefnisdóttir
fluttu í Borgarnes og settust þar
að með börnum sínum og byggðu
sér hús á Kjartansgötunni. Þar var
jafnan síðasti áningarstaður áður
en lagt var upp í veiðiferðir á Ai'n-
ai-vatnsheiði en þangað héldum við
félagarnir á hverju vori til veiða
um árabil.
Það væri ekki sannleikanum sam-
kvæmt að segja að þessar ferðir
hafi alltaf verið einhver dans á rós-
um. Við lentum í mývargi,
aflatregðu, óveðri og aurbleytu en
allir eru þeir erfiðleikar löngu ■ -
fyrndir en eftir lifa einungis minn-
ingar um falleg vorkvöld, væna
fiska og góða félaga. Það var ekki
einungis farið til veiða. Af mörgum
ferðum er sérstaklega minnisstæð
ganga á Snæfellsjökul þar sem við
stóðum á hæsta tindi um óttuskeið,
sem síðan var fylgt eftir með sjó-
róðri sem stóð í nærri sólarhring.
Það var ekki legið í leti í þessum
ferðum.
Þessi hópui' átti ekki einungis
samleið í leik heldur líka í stai'fí og
saman áttum við félagarnir t.d. um
nokkurra ára skeið lítið fyrirtæki,
sem skipt var upp þegar hópurinn
skiptist í tvennt. Böðvar var það
sem kallað er ákafamaður til vinnu
og ósérhlífinn. Við munum eftir
honum við vinnu í Brekkuskógi þar
sem sá í iljamar á honum ofan í
hreinsibrunni og jafnan var hann
fyrstur upp á morgnana að elda
hafragrautinn.
Böðvar og Nína fluttu til Reykja-
víkur og þeir félagamir þrír fóru til
starfa hjá Landssímanum hf. sem
þá hét reyndar Póstur og sími en
við sem þetta skrifum fóram saman
til annarra starfa.
Útivistai'- og ferðaáhugi þeirra
félaga naut sín vel við undirbúning *
og lagningu ljósleiðaranets Lands-
símans umhverfis landið með öllum
þeim ferðalögum um fjöll og fímindi
sem því hafa fylgt. Þarna unnu þeir
saman félagarnir og vinirnir áram
saman og þó við hinir værum ekki í
daglegu sambandi þá breytti það
engu. Hvenær sem við hittumst þá
varð fagnaðarfundur.
Þótt þessi kunningsskapur okkai'
hafi byrjað milli vinnufélaga og
veiði- og ferðafélaga, þá þróaðist
hann smám saman í þá átt að eigin-
konurnar hafa tekið völdin og hafa
að mestu séð um félagslega þáttinn
í þessum litla og óformlega klúbbi
okkar. Fastir punktar í þessu fé- .
lagsstarfi hafa verið svonefnd Lóu-
gleði um Jónsmessubil, skötuveisla
á Þorláksmessu og svo auðvitað
þorrablót til skiptis á heimilum okk-
ar.
Böðvar Björgvinsson var ekki
margmáll maður en hann hafði ríka
réttlætiskennd. Hann var traustur
heimilisfaðir og vinur vina sinna.
Alltaf hress og glaður í bragði í
vinahópi. Við hrökkvum nú allt í
einu upp við það að óvænt er
höggvið stórt skarð í þennan hóp.
Okkai- huggun er sú að minningin
um góðan dreng lifir í hjartanu líkt *
og fögur vornótt á heiði löngu eftir
að öll óveður og erfiðleikar mann-
lífsins eru gleymdir.
Við biðjum þann sem yfir vorri
tilvera vakir að blessa og styðja
Nínu, bömin og aðra ættingja og
vini í þeirra sáru sorg.
Friðrik Bergsveinsson, Sveinn
Hannesson og fjölskyldur.