Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 49 þetta var. Mér fannst bjart yfir þessum tíma í minningum hans er hann rifjaði upp árin fyrir austan og minntist þá gjarnan á gömlu vinnu- félagana. Oft mætti ég honum í gamla daga á reiðhjólinu, því þá var til siðs að koma heim í hádegismat. Fæstir áttu bíla og um töluverða vegalengd að fara. Það var öllu erfiðara á vet- urna því þá varð hann að ganga þessa leið. Auk vinnunnar á Véla- verkstæðinu kenndi hann fagteikn- ingu við Iðnskólann í Neskaupstað. Það urðu því mikil viðbrigði, ekki síst fyrir foreldra okkar, sem svo lengi höfðu haft þetta fólk sitt í næsta nágrenni, er þau haustið 1954 flytja til Reykjavíkur. Við hjónin vorum þá flutt suður og Sveina syst- ir einnig að fara að heiman svo það varð töluverð hreyfing á fjölskyld- unni. Atvinna hafði dregist saman og horfur voru ekki góðar, einnig væntu þau þess að fá stuðning fyrir eldi'i dótturina. Faðir minn hafði oft orð á því hvað hann saknaði þess að hitta ekki litlu stelpurnar daglega og mamma tók undir það. Gunnar fór fljótlega að vinna hjá Stálsmiðjunni og vann þar um ára- bil, en síðustu 20 starfsár sín var hann húsvörður við Öskjuhlíðarskól- ann. Tvö yngstu börnin fæddust í Reykjavfk. Mörg undanfarin ár hafa þau búið í Kjalarlandi 28, þar sem þau byggðu raðhús og áttu í mörg handtök. Hann var laghentur og til eru fallegir munir sem hann steypti og vann í kopar og fleiri málma. Síð- ari ár var orðið rúmt um þau í Kjal- arlandinu, en þau skutu skjólshúsi yfir börnin sín, ef svo bar undir og stundum var margt um manninn en ekki leiddist þeim það. Ríkidæmi þeirra tel ég að hafi fyrst og fremst verið fólgið í hinum efnilegu afkom- endum þeirra. Gunnar var mikill barnavinur og var kallaður afi af fleirum en sínum eigin barnabörn- um. Ekki er mér kunnugt um annað en hann hafi rækt störf sín vel og verið vel látinn af samferðafólki sínu. Það skiptust á skin og skúrir í lífi hans eins og okkar allra, en ég tel þó að björtu stundirnar hafi verið fleiri. Heilsufar hans var lengstaf nokkuð gott, en hann gekkst undir höfuðað- gerð fyrir einum tuttugu árum síðan og varð þá mjög veikur en batinn kom svo smátt og smátt. Hann varð ef til vill aldrei samur eftir það, enda ekki kornungur lengur. Síðasta ferðin austur var farin í sumar, en þá voru veikindi hans far- in að segja til sín. Þau hjónin voru einstaklega heppin með veðrið, fjörðurinn okkar var baðaður í sól- skini og það jafnast ekki margt á við það, enda nutu þau þess að koma á heimaslóðir og hitta fólkið sitt og rifja upp gamlar stundir. Gunnar var fæddur og uppalinn á Frakkastíg 24 í Reykjavík. Ég kynntist móður hans og systk- inum fljótlega eftir að Gunnar flutti austur, en ég var tíður gestur og fannst ég alltaf vera jafn velkomin á Frakkastíginn, er ég dvaldi hér um sumartíma. Móðir hans var mikil dugnaðar og mannkostakona, sem varð ung ekkja og hafði fyrir fjórum börnum að sjá. En hún var heppin að því leyti að hún átti gott húsnæði og reksturinn hélt áfram á járn- smíðaverkstæði því sem maðurinn hennar átti, svo það röskuðust ekki mikið heimilishagir. Gunnar var að- eins tíu ára er hann missti föður sinn, Hilmar var þá fjögra ára, Ósk fjórtán og Einar sautján. Nú er að- eins Hilmar vinurinn á lífi. Gunnar var vel minnugur á gamla tímann og athugull og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Ungur gekk hann í skátahreyímguna og mér þótti skemmtilegt að heyra um þann félagsskap og þau ferðalög sem þeir fóru, þæði gangandi og á reiðhjólum. Hann var félagslyndur og naut þess að hitta fólk og gleðjast með því. Þær eru líka fallegar minn- ingarnar, sem fólkið hans á um hann, þessa síðustu daga. Ég tel að það hafi endurspeglað mannskosti hans, hvað hann bar mikla um- hyggju fyrir fólkinu sínu og gerði litlar kröfur sjálfum sér til handa. Nú þegar æviskeið hans er á enda runnið er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina í meira en hálfa öld. Ég og fjölskylda mín biðjum systur minni og afkomendum henn- ar Guðs blessunar. Megi hann hvíla í friði. Þú leiðir oss Drottinn að lindunum hreinu, þú jjósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (0.1.) Jóna G. Gísladóttir. Gunnar Guðmundsson er ein af þeim manneskjum sem mér hefur þótt vænst um að kynnast. Hann sameinaði alla þá kosti sem best mega prýða góðan mann. Strax við fyrsta augnatillit sendi hann frá sér hlýja strauma góðvildar og allar göt- ur síðan fannst mér eins og hann vildi allt fyrir mig og fjölskyldu mína gera. Þótt ekki hafi farið mikið fyrir honum í hópi fyrirferðarmikilla manna var hann höfðingi heim að sækja. Fann ég strax að Gunnar var sérlega hjartahlýr og geðugur mað- ur, sem lagði allt í sölurnar fyrir þá sem honum stóðu næstir. Þannig kom hann mér fyrir sjónir ef svo bar undir. Og það var gott að vita af honum í nálægð sinni. Hjartað var hlýtt. Fyrir áratug íluttist ég ásamt fjölskyldunni að Kjalarlandi 30. Upp frá því urðu góð tengsl á milli húsa sem aldrei bar skugga á. Þegar við fjölskyldan fórum í ferðalög sáu þau hjón alfarið um heimili okkar sem sitt eigið. Þegar ég kom að máli við hann og vildi launa honum hjálpina, sagði hann oftast: „Jú, Jonni minn, þetta verða tvær krónur.“ Alltaf var stutt í spaugið og glettnina. Ekki er hægt að minnast Gunnars án þess að nefna hans elskulegu eig- inkonu, Ollu, sem var hans besti fé- lagi og vinur, svo kært var með þeim og þau.hinir mestu mátar. Heimili þeirra ber með sér að þar búi öðlingsfólk. Hlýjan var mikil sem lagði frá þeim. Þau voru svo mikil hjón, voru eins og hvor sinn helm- ingurinn á sama hlutnum. Elsku Olla, ég veit að söknuður þinn er mikill en minningin um góð- an dreng mun lifa, hans er sárt saknað af mér og börnum mínum. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Ollu, dætrunum þremur og syni, tengdábörnum og öðrum aðstand- endum Gunnars. Minning þín lifir. Jóhann Sigurdórsson. Gunnar Guðmundsson var ráðinn húsvörður við Öskjuhlíðarskóla þeg- ar skólinn tók til starfa haustið 1975. Nemendur og starfsfólk var þá að fóta sig við nýjar aðstæður og í mörg horn að líta hjá húsverðinum. Við slíkar aðstæður reyndi oft á Gunnar að leysa úr hinum fjöl- breytilegustu málum og var þá gott til þess að vita að ávallt tók hann öll- um málum af stöku jafnaðargeði, vildi greiða úr og leysa hvers manns vanda. Með sinni einstöku kímni og hnittnum tilsvörum glæddi Gunnar umhverfið léttleika sem gerði störf- in okkar hinna oft léttari en ella. Nemendum skólans reyndist Gunn- ar vel og hafði hann næma tilfinn- ingu og skilning á stöðu þeirra og dagfari hverju sinni. Gunnar var far- sæll í starfi sínu og ávann sér traust samstarfsmanna sinna. Hann lét af starfi húsvarðar þegar hann stóð á sjötugu og hafði þá gegnt því í 16 ár. Fyrir hönd okkar samferðamanna Gunnars í Öskjuhlíðarskóla, starfs- fólks og nemenda, vil ég þakka hon- um samfylgdina og biðja honum allrar blessunar. Eiginkonu hans, Ólöfu Gísladóttur, börnum hans og fjölskyldum þeirra vottum við inni- lega samúð okkar. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri. Það var gaman að koma heim til ykkar. Þú bauðst okkur heim í kaffí. Hann var alltaf vingjai-nlegur við okkur Aldísi. Ég trúði því ekki að hann væri dáinn. Við sendum ættingjum Gunnars samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur. Stefán Konráðsson, Aldís Ágústsdóttir. JONINGVI KRISTINSSON + Jón Ingvi Krist- insson véistjóri fæddist í Höfða, Grýtubakkahreppi S-Þingcyjarsýslu, 24. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavflíur 30. okt. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Ind- riðason, f. 7.4. 1890, d. 16.11. 1953, bóndi í Höfða og Sigrún Jóhannes- dóttir, f. 18.7. 1892, d. 7.12. 1989. Jón var tólfti í röðinni af fimmtán systkinum. Jóhannes Steinþór (látinn), Ragnheiður (látin), Kristmann (látinn), Valdimar Gestur (látinn), Sigríður Rósa, Indriði (látinn), Sigurður Árni, Ásmundur Heiðar, Flosi, María Soffía, Anna Kristbjörg (látin), Jóhannes, Ásgeir og Haraldur Kristófer. Jón ólst upp í Höfða. Um tvítugt lauk hann vélstjóra- námskeiði á Akureyri. Hann starfaði sem vélstjóri í mörg ár á ýmsum skipum, einnig var hann með útgerð ásamt Jóni Þín Þórdís. Sæmundssyni til nokkurra ára. Síð- ast vann Jón við ýmiskonar störf hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Jón fluttist til Keflavíkur ásamt eftirlifandi eigin- konu sinni Elísu Dagmar Benedikts- dóttur, f. 11. febrú- ar 1934, og fóstur- syni Hilmari Þór Karlssyni. Þau gengu í hjónaband 31. des. 1957. Böm þeirra em: 1) Hilmar Þór Karls- son, f. 10.4. 1951, maki Pramu- an Chaophonkrang. 2) Ingvi Steinar, f. 16.8. 1957, d. 13.8. 1975. 3) Kristinn Rúnar, f. 2.12. 1960, maki Lára Gylfadóttir, 4) Þórdís Guðfinna, f. 5.10. 1963, maki Gunnar R. Pétursson. 5) Gunnar Bragi, f. 26.7. 1967, maki Bogey Geirsdóttir. Barna- börnin eru tólf og eitt barna- barnabarn. Útför Jóns verður gerð í dag frá Keflavikurkirlyu og hefst athöftiin klukkan 11. í einni svipan og án nokkurs fyr- irvara stendur maður frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að hann pabbi er dáinn, hann sem var alltaf svo hress og kenndi sér einskis meins. Á svona stundu standa minn- ingamar ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum, minningar frá bemskujól- um, fjölskylduferðalögum um landið og svo hinu daglega lífi. Pabbi var að eðlisfari kátur og vinsæll maður og átti marga vini, ekki síður ungt fólk en jafnaldra. Mér era mjög minnisstæðar mörgu stundirnar sem hann eyddi í bíl- skúrnum heima á Smáratúni 1 þeg- ar ég var lítil stelpa, þar sem hann lagaði og gerði upp bíla og fleira sem aflaga fór, það var oft sem ég fylgdist með því sem hann var að gera og oft gat maður rétt hjálpar- hönd þótt lítil væri og aldrei var maður fyrir honum. Eftir að ég varð eldri eyddum við mörgum stöndum saman við að gera upp fyrsta bílinn minn, grænu Bjölluna, sem ég átti lengi og hann passaði að væri í lagi. Svona var hann pabbi, alltaf tilbú- inn að hjálpa öðram og átti gott með að umgangast böm og ung- linga. Pabbi hafði ánægju af harmon- ikkumúsik, hann spilaði dálítið sjálf- ur og átti gamla nikku. Það era mínar dýrmætustu æskuminningar þegar hann spilaði á nikkuna fyrir mig áður en ég sofnaði á kvöldin. Það var alveg sama þó það kæmu gestir til mömmu og pabba að kvöldlagi, ég gat ekki sofnað fyrr en hann var búinn að spila svolítið og oftast gaf hann sér tíma til þess. Elsku pabbi, það er sárt að fá ekki að hafa þig lengur, við eigum eftir að sakna þin sárt í Mývatns- sveitinni. Þakka þér fyrir allai- góðu stundimar sem þú gafst okkur, guð geymi þig. Elsku mamma, Hilmar, Rúnar, Lára, Bogey, Mem og krakkamir okkar, guð gefi okkur styrk í sorginni. Minningin um góðan pabba lifir með okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þeir taka, mér yfir iáttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) sem í kringum hann vora. Hann var snarpur í hreyfingum og minnti helst á ungan mann. Greiðasemi var honum eðlislæg og var hann fjöl- hæfur verkmaður. Þó minningamar séu margar var fráfall hans ótíma- bært. Hann átti svo mikið eftir. Með sorg í hjarta kveð ég þig elsku pabbi. Þín verður sárt saknað sem vinur og faðir. Guð blessi þig og hafðu þökk fyrir samvistina. Elsku mamma, ég vona að við getum verið þinn styrkur og skjöid- ur á þessum erfiða tíma. Guð veri með okkur. Hilmar Þór. Sorgin nístir hjartað eins og fyrsta frostnótt vetrarins. Við verð- um eins og nakið tré í vetrarstormi, dofin og vanmáttug. Sjúkralegan var stutt og stormasöm. Það voraði af og til en veikindin höfðu tekið stóran toll strax í bytjun. Hann barðist af dug og þor. Þegar stund var milli stríða létti hann af ástvin- um sínum með blíðu brosi og kátínu. Samvistin við Jón auðgaði okkur öll. Við mótumst og þroskumst af fólkinu í kringum okkur. Fegurð lífsins er eitt af því sem okkur lærð- ist að meta af návist hans því hann naut þess hvort sem var í starfi eða leik. Hann hafði áhuga á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Viðmót hans var einkar hlýlegt og skemmti- legt og brosið fylgdi honum hvert fótmál. Hann hafði þann einstaka eiginleika að eiga samleið með öll- um aldurshópum. Barnabömin reru með afa sínum til að huga að netum þó oft væru þau lág í loftinu. Honum þótti þau fullgild í starfi og mat hvert hand- verk þeirra. Þetta lýsir vel hve mjög hann virti manneskjuna. Oll- um var gert jafn hátt undir höfði. Jón býr í okkur öllum sem áttum hann að, þó mest í þér, Eh'sa mín, samferðamaður og félagi yfir 40 ár. Flestar stundir gegnum árin tengj- ast ykkur báðum. Þú hefur leitt okkur í gegnum erfiðleikana síðustu daga af einstæðum þroska og æðra- leysi, látið okkur finna að hver ein- staklingur í fjölskyldunni er mikil- vægur og sameinað sorg okkar í eina. Guð blessi þig og gefi okkur öll- um styrk. I hinsta sinn kveðjum við þig, kæri vinur og tengdafaðir. Þú *- átt hug okkar og hjarta. Að hafa fengið að eiga samleið með þér er ómetanlegt. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Bogey og Lára. Kveðja til afa Ég kveð þig, elsku afi minn þú stefnu tókst á himininn í faðmi drottins nú þú býrð í björtu ljósi og htadýrð. Er svefn á sækir þú kemur inn og kossi smellir á vanga minn á nóttu sem degi, hvar sem ég er veit ég þú vakir yfir mér. (BG.) Elí Már og Leó Páll. Hann afi er dáinn. Fregnin um hann afa okkar kom yfir okkur sem reiðarslag. Þetta var eitthvað sem við áttum ekki von á þrátt fyrir veikindi þín, elsku afi. En vegir Guðs era órannsakanlegir og trúum við og treystum að honum sé ætlað eitthvert annað æðra hlutverk hjá honum og að nú líði honum vel. Minningarnar um þig, elsku afi, hrannast upp í huga okkar frá liðn- um áram. Við gleymum því aldrei þegar þú og amma fórað með okkur norður á Strandir til að veiða grá- sleppu og rauðmaga, svo voru þær nú líka margar frystihússferðirnar, sem verður vart gleymt! Þú varst alltaf svo ánægður og brostir alltaf út að eyrum eins og þú varst vanur að gera þegar allt gekk vel. Vertu guð faðir, faðk minn. I frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson.) Þú hefur fengið hvíldina eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Aldrei heyrðum við þig kvarta með- an á þínum veikindum stóð, frekar en við heyrðum þig nokkra sinni gera í gegnum tíðina. Elsku afi, megir þú hvíla í friði og þökkum við þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Elsku amma, við sendum þér samúðarkveðjur og guð veri með þér í gegnum ókomin ár. Ykkar Jón Oddur og Kjartan Ægir. Það var ailtaf thhlökkunarefni að hitta Jón Kristinsson. Honum fylgdu ávallt einhver skemmtileg- heit og öll lognmolla var honum víðs fjarri. Jón lagði gjöi’va hönd á margt þau rétt ellefu ár sem við þekkt- umst, meðal annars var hann í út- gerð og stundaði grásleppuveiðar í hjáverkum á Hvalsá, jörð sem hann átti með öðram. I mínum huga var hann útvegsbóndi og sómdi sér vel sem slíkur. Jón var dugnaðarforkur og vinnusamur í meira lagi. Hann og eiginkona hans Elisa gáfu sér tíma til að lifa lífinu, fóra meðal annai's í ferðalög bæði innan lands og utan og nutu þess vel. Mér finnst sárt að samverastund- ir okkar verði ekki fleiri að sinni. Ég kveð Jón með þakklæti og eftir- sjá. Elísa mín, Við Sóley biðjum góð- an Guð að styrkja þig og ástvini alla. Geir Egilsson. Strax á unga aldri byrjaði ég að fylgja pabba eftir. Hreykinn gekk ég við hlið hans lítill vinnumaður til- búinn að hjálpa við ýmsar viðgerðir. Pabba féll aldrei verk úr hendi og gerði flest af miklum áhuga, var þetta gott vegranesti fyrir framtíð- ina. Hans góða skap létti lund allra + Ástkær eiginkona min, ÁSTRÚN J. SIVERTSEN, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 8. nóvember kl. 13.30. Marteinn Sívertsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.