Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 52

Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNF.LAÐIÐ + Einar Páll Jón- asson fæddist í Reykjavík 11. maí 1954. Hann lést á Landspítalanum 26. október síðastlið- inn. Útför Einars Páls fór fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 4. nóvember sl. Æskuvinur minn, • ^Einar Páll Jónasson, er látinn langt um ald- ur fram. Það var ótrú- legt og átakanlegt að sjá hversu hratt krabbameinið lagði þennan sterka mann að velli. Hann hafði að vísu nefnt að hann væri með verki í baki fyrr í ár og leitað til læknis en ekkert alvarlegt fannst þá. Það var ekki líkt Einari að kvarta, en ljóst er að hann hefur harkað ótrúlega af sér síðustu mánuðina. Eg kynntist Einari fyrst að ráði í Gagnfræðaskóla Kópavogs en það- an fórum við í sama bekk í MR. Sú vinátta sem með okkur tókst þá hefur haldist og styrkst þrátt fyrir búsetu mína erlendis í nær áratug eftir að við kláruðum háskólann hér heima. Menntaskólaárin eru ógleyman- leg og öll uppátækin hafa seinna verið rifjuð upp í góðra vina hópi. Sumum þótti eflaust nóg um, en allt var þetta hin besta skemmtun, hrekklaus og ærleg. Ég var tíður gestur á heimili Einars á Sunnubrautinni og var þar stundum eins og félagsheimili fyrir okkur vinina. Foreldrar Ein- Uirs, þau Haukur og Elín, tóku okk- ur vel og sýndu mikla þolinmæði þótt stundum væri heldur mikið líf í kringum okkur. Við kynntumst báðir konunum okkar á menntaskólaárunum. Vin- átta þeirra Höbbu og Bibbu styrkti samband okkar enn frekar og óhætt er að segja að þær höfðu far- sæl áhrif á líf okkar beggja. Óg- leymanleg er ferðin sem við fjögur fórum hringinn í kringum landið á húsbílnum sem Habba fékk að láni hjá systur sinni og mági. Okkur vinunum leist ekki á blik- una þegar Einar lýsti fyrir okkur stúlku sem hann hafði kynnst, aldrei fyrr hafði hann talað með slíkri virðingu og af slíkri alvöru um nokkurn einstakling. Við töld- um víst að við værum að missa vin en svo var ekki, við eignuðumst nýjan. Habba varð strax ein af hópnum og eftirminni- legt er þegar við fór- um að ná í hana á fyrsta rúntinn, en þá var Einar hræddur um að tilvonandi tengda- foreldrar gæfu aldrei framar leyfi til slíkra funda. Einar bar alltaf mikla virðingu fyrir tengdaforeldrum sín- um og hafði framsýni og bar gæfu til að rækta gott samband við þau. Einar var óhræddur að fara sínar eigin leiðir. Það var ekki sjálfgefið fyrir hann að fara í menntaskóla og síð- ar í háskóla. í háskólanum valdi hann tölvunarfræði sem þá var ný grein, grein sem hefur þróast með ólíkindum. Ég man það vel þegar Einar var að gata spjöld, tækni sem er fyrir löngu komin á söfn. Síðustu árin hefur hann sett upp og stjórnað stórum tölvukerfum fyrir Skýrr þar sem hann vann lengstan starfstíma sinn. Einar kenndi einnig tölvunarfræði við Háskóla Islands í nokkur ár. Einar var mjög laginn í höndunum og listrænn. Hann var vel liðtækur í blikksmiðjuvinnu en fyrir þeirri iðngrein er mikil hefð í föðurætt Einars. Síðustu árin var hann að skera út í tré í frítíma sínum og ber heimili þelrra í Hrauntungunni vott um eljusemi hans og fallegt handbragð. Eins og margir þekkja, sem hafa búið lengi í útlöndum, eru það oft- ast fjölskyldu- og vinabönd sem draga menn til Islands aftur, þvert á alla skynsemi. Þegar aldur og þroski fara að setja meira mark á tilveruna en maður vill viðurkenna, verður löng og traust vinátta mikilvægari en flest annað. Einar, Habba og börn voru hluti af þeim vinahópi sem við vildum hafa meiri og betri sam- skipti við. Síðustu árin höfum við Einar og Tryggvi úr gamla menntaskóla- hópnum hist reglulega á Kínahús- inu í Lækjagötu en þar höfðum við oft setið á skólaárunum og sötrað kaffi á stað sem þá hét Kokkhúsið. Þessar stundir voru mjög góðar, gömul atvik rifjuð upp, rætt um gamla kunningja, um fjölskyldu- hagi og komandi atburði. Einar var sá sem kallaði okkur saman. Það hefði átt að vekja mann til umhugs- unar um að ekki væri allt með felldu þegar hann hætti að hafa frumkvæðið að þessum fundum snemma í vor, þótt við héldum áfram að hittast. Víst er að Einars verður sárt saknað og tómlegt verður við vinaborðið. Við hjónin sendum Höbbu, börn- unum og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Hjörleifur Einarsson. Aldrei hvarflaði það að mér að ég ætti að sjá á eftir vini mínum Ein- ari Páli í gröfina, ungum manni, sem var hreystin uppmáluð alla tíð. A unglingsárum kölluðum við hann stundum Einar Atlas vegna þess hve sterkur hann var. Ótímabært og óvænt fráfall hans er óskaplega ósanngjarnt og sárt. Þegar svona gerist verður maður vel að gæta sín á því að láta ekki efasemdir um réttlæti dóma í efra ná tökum á sér. Við Einar Páll vorum samskóla í barna-, gagnfræða- og mennta- skóla, grannar á Sunnubraut í Kópavogi og frá unglingsárum miklir vinir. Vinskapur okkar breyttist held ég ekkert, þótt við hittumst miklu minna síðustu 20 árin en þau næstu 10 á undan. Það er í raun merkilegt hvað vinátta, sem til er stofnað á æskuárum, á sér oft djúpar rætur í sálartetrinu og skiptir mann miklu máli. Einar sá um það síðustu árin að við hittumst reglulega stund í há- deginu á veturna með Hjölla vini okkar. Þar bárum við saman bæk- ur okkar um framvindu lífshlaups- ins og höfðum gaman af að rifja upp sögur af grallaragangi okkar í gamla daga. Það var alltaf notaleg stund og tilhlökkunarefni. Einar alltaf kátur og reifur. „I hvaða bísness ertu núna að bralla í, Tryggvi minn?“ Einar var mikill smiður í sér, enda af miklum blikkurum kominn í föðurætt. Um fermingaraldurinn hafði hann smíðað sér veglegan kofa. Þetta hús var vönduð smíð, vatnshelt og klætt að innan í hólf og gólf með fínasta teppi. Hægt var að læsa húsakynnum þessum vel og vendilega að innanverðunni, því miklu skipti á þessum aldri að aðrir væru ekki með nefíð í því, sem verið var að bauka. Við félag- arnii- höfðum komið okkur upp ágætum lager af saltpétri sem blandaður var sykri ef ég man rétt. Held að þetta hafi verð slöttungur í stórri Mackintoshdós. Við tveir vorum að gera tilraunir með að brenna nokkur korn af þessum eld- mat, þegar neisti hljóp óvart í flátið og mikill litríkur eldur gaus hratt upp. Ekki var alveg einfalt að ljúka upp margföldum öryggislásum hússins og var talsvert af okkur dregið þegar við loks sluppum út. EINAR PALL JÓNASSON ELSA S TEFÁNSDÓTTIR tElsa Stefáns- dóttir fæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1941. Hún lést á Landspitalanum 15. október síðastliðinn ; og fór útför hennar fram frá Fossvog- skapellu 25. októ- ber síðastliðinn í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tvö orð: „ísland“ og „Elsa Stefánsdóttir“ urðu fyrir mig að hug- taki. Þetta land, þar sem maður finn- ur með hverju skrefi fyrir valdi náttúrunnar. Þar sem maður finn- »Ur á gróðurlausum flötum og heið- um lítið viðkvæmt blóm, sem byrj- ar að dafna og þrífast og sýnir okk- ur eftir mörg ár, að með þolinmæði og þrautseigju og öðrum lífsverum, að líf sé mögulegt. Þetta land kenndi mér, að aðeins með ótrauðum bardaga sigrar lífið j lokin. Elsa var kona, sem hafði sál landsins ísér. Því meira sem lík- ami hennar gaf sig út af veikindum, þeim mun þrjóskari varð hún og lífsvilji hennar sterkari. Lífsviljinn, sem leiddi hana til ótrúlegra afreka og gerði Elsu að fyrir- mynd fyrir okkur öll. Nú er Elsa farin frá okkur, en krafturinn í henni við að taka á móti örlögunum mun vera fyrir alla, sem þekktu hana, mikil hjálp og vegvís- ir. Framkoma hennar var blessun fyrir okkur. Barátta Elsu og þessi kjark- mikla þjóð, sem berst við náttúru- öfliri, hafa fyrir mig sömu þýðingu. Ég hneigi mig í þakklæti fyrir Elsu íslandsdóttur. Ina. Við hittum Elsu aðeins þrisvar sinnum á ævinni, en í öll skiptin hafði það djúp áhrif á okkur. Áður en við fórum í fyrsta sinn til Islands árið 1996, hafði Lies- elotte gefíð okkur heimilisfang og símanúmer Elsu. Garðar og Elsa sóttu okkur og 8. júlí fengum við tækifæri til að kynnast þeirra fallega heimili og garði. Með sérstöku stolti sýndi hún okkur verðlaunin sín og myndir frá ótrúlega mörgum íþróttamótum, sem hún hafði tekið þátt í. Við dáðumst að henni. Ári seinna hittum við Elsu aftur, en þá á spítala. Henni þótti leitt að geta ekki tekið á móti okkur heima í Mosfellssveit, en hún var samt já- kvæð, já, ef ekki bara óþolinmóð eftir að fara heim. Hinn 31. júlí 1999 hittum við Elsu í síðasta sinn, það var dásam- leg stund. Heilsunni hafði þó farið aftur og átti hún erfitt með að anda, en samt sagði hún okkur frá síðasta ferðalagi þeirra hjónanna til Hawaii-eyja. Hennar draumur og þrá var að fljúga í síðasta sinn aftur til Hawaii, en læknar leyfðu ekki fleiri ferðalög. Henni þótti vænt um heimsókn okkar og við munum aldrei gleyma Elsu og hennar ótrúlega mætti og lífsvilja. Monika. Litlu munaði þá að illa færi. í minningunni er þetta einn mesti lífsháski minn. Það er mér minnisstætt hvað Einar Páll átti alltaf auðvelt með að læra stærðfræðina, sem mér þótti heldur torræð fræði og hvað honum þótti gaman að henni. Það var reyndar eins og í kollinum á honum væri falinn auk stærðfræði- gáfunnar svona eins og sjötta skilningarvitið. Einar sagði mér frá því fyrir löngu að hann hefði dreymt um það hvar væri að finna bilun í stóru tölvukerfi. Hann gekk að vandanum daginn efth-. Þetta var víst ekki hægt að skýra með hefðbundnu móti... möguleikarnir voru víst 1 á móti einhverjum millj- ónum. Einar var óvenjulega öflugt og öfundsvert kvennagull á mestu samvistarárum okkar, enda sérlega glæsilegur maður þá og síðan. Hann kom okkur félögum sínum á óvart með því að venda kvæði sínu í kross og binda óvænt trúss sitt fast með Hrafnhildi bæjarfógeta- dóttur úr Kópavoginum. Ég held raunar að það hafi verði einhver hans mesta gæfa í lífinu að kynnast ástinni sinni henni Höbbu. Hún hjálpaði honum við það að virkja sína mestu og bestu kosti sem mest. Ég held að hún hafi átt ríkan þátt í því hversu farsæll maður Einar varð. Ég veit líka að hann bast fjölskyldu konu sinnar tryggð- arböndum, ekki síst foreldrum hennar. Þegar ég kom til Einars á spítal- ann vissi hann að veikindi hans voru alvarleg. En hann var staðráð- inn í að gefast aldrei upp og var bú- inn að gera hernaðaráætlun um það hvernig hann tæki á þessu. Hann ætti duglega konu og góða fjöl- skyldu sem stæði þétt með honum i slagnum. Fram á varir læddist kankvíst bros hans sem var í raun aðalsmerki hans. Við Hjölli áttum að koma með konurnar okkar í kaffí til þeirra hjóna þegar hann væri kominn heim af spítalanum. Nú sakna ég þess mest að hafa ekki hitt Einar meira síðustu árin og ég sé eftir því að hafa ekki farið meira til hans eftir að hann lagðist inn á spítalann en ég hafði ekki átt- að mig á því hversu alvarlegur sjúkdómur hans var. Ég bið Guð að styðja konuna hans og börnin, móður og systkini hans og tengdafólkið og alla aðra sem þótti vænt um hann. Tryggvi Agnarsson. Einar var hörkuduglegur og samviskusamur, keppnismaður mikill, drengur góður og hreinskil- inn vinur. Við Einar kynntumst fyrst í Menntaskólanum í Reykja- vík þar sem við vorum bekkjarfé- lagar. Við höfðum mjög svipuð áhugamál og urðum miklir vinir. Við héldum samleið í gegnum nám í Háskóla Islands og í sumarvinnu hjá Reiknistofu bankanna. Á þessum árum, þar til leiðir skildu við lok náms við Háskóla Is- lands, vorum við mikið samvistum við nám, starf, íþróttaiðkun og að leik. Á fyrstu árum í Háskóla Is- lands unnum við oftast saman að verkefnum, ýmist við tveir eða með öðrum. Samviskusemi Einars og vönduð vinnubrögð voru styrkur fyrir alla samstarfsmenn. Einar lagði ávallt áherslu á að vinna sín verkefni vel og tímanlega. Einar tók lífið alvarlega, en gat þó vel sleppt fram af sér beislinu þegar það átti við. Aðalsmerki Ein- ars var að ráðast alltaf á vandamál- in og leysa þau. Hann lét aldrei reka á reiðanum og leitaði frekar að bestu lausn til langframa en að auðveldri skammtímalausn. Þetta gilti jafnt fyrir persónuleg vanda- mál sem vandamál í námi og starfi. Eftir að námi okkar Einars við Há- skóla íslands lauk fluttumst við Sigurveig utan í nokkur ár, en aldrei slitnuðu vinaböndin. Einar og Hrafnhildur voru samhent hjón og elskuleg heim að sækja, þau ræktuðu garðinn sinn, og bera börnin þeirra þess glögg merki. Það er sárt að kveðja Einar, en sárast er að hugsa til þess að hann missir af því að sjá börnin sín full- orðnast, og sjá sína framtíðarsýn rætast. Við Sigurveig sendum Hrafn- hildi, börnunum og öllum ættingj- um og aðstandendum Einars inni- legar samúðarkveðjur. Snorri Agnarsson. Okkur þykir það sjálfsagt að gróðurinn sölni á haustin og að trén felli laufin. En að maður í blóma lífsins falli frá er sárt og allt að því óraunverulegt. Éinar Páll er í dag kvaddur eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Um miðjan september var hann lagður inn á sjúkrahús og rúmum mánuði seinna er hann allur. Þessi stutta en jafnframt erfiða lega minnh' um margt á banalegu Kristins heitins Jónssonar, einungis liðu örfáar vik- ur frá því að meinið uppgötvaðist og þar til Kiddi var allur. Fyrh’ tæpum teimum árum sóttum við Einar Kidda heim þar sem hann lá helsjúkur og ljóst var að hverju stefndi. Á leiðinni ræddum við Ein- ar um hverfulleika lífsins og að enginn viti sína ævi fyrir en öll er. En að setjast niður og skrifa minn- ingargrein um Einar svo skömmu seinna er þyngra en tárum taki. Einar var rúmlega meðalmaður á hæð, kröftuglega vaxinn og vel á sig kominn líkamlega og hafði krafta í kögglum. Einar bar sig vel og var ávallt snyrtilegur til fara og kom vel fyrir. Einar hafði til að bera marga góða kosti, hann var félagslyndur og ræðinn. Hann var dagfarsprúð- ur, en það gat vissulega „fokið í hann“ og þá fékk maður að heyra það. Einar var hagur mjög, jafnt á tré sem jám og vflaði ekki fyrir sér að smíða ýmsa hluti úr blikki eða járni. Á seinni árum var eitt aðal- áhugamál hans að skera út tré og liggja eftir hann margir góðh' grip- ir. Éinar var praktískur í hugsun og hélt mjög vel á sínum málum. Einar vfldi nýta tíma sinn vel og upp í hugann kemur saga sem hann sagði mér einhverju sinni. Ég var að inna Einar eftir hvernig gengi í golfinu og tjáði hann mér að hann fengi lítið út úr því og þetta væri hálfgerð tímaeyðsla; á þeim tíma sem tæki hann að spila einn hring gæti hann verið „búinn að bóna báða bflana". Þeir vinirnh' Einar og Kristinn voru reyndar um margt líkir og ófáar fóru þeir ferðirnar að líta á nýja bfla, en skynsemin réð ávallt ferðinni hjá þeim, Kiddi keyrði sinn Subaru og Einar sinn Benz. Einar var tölvunarfæðingur að mennt og var reyndar í fyrsta hópnum sem úskrifaðist sem tölv- unarfræðingar. Eftir að námi lauk réðst hann til Sambandsins en eftir stutta veru þar réðst hann til Skýrr þar sem hann starfaði uns yfh' lauk. Hjá Skýrr hafði Einar með höndum fjölþætt verkefni, sem kerfisfræðingur og yfirkerfis- fræðingur. Það lá og vel fyrir hon- um að miðla til annarra og var Ein- ar iðulega kallaður til þegar þurfti að leiða nýráðna kerfisfræðinga inn í heim forritunarmálsins NATURAL. Einar tók ávallt dag- inn snemma og var einatt mættur fyrstur á morgnana. Einar var afskaplega umhyggju- samui' fjölskyldufaðir. Hann gætti vel að öllu hvort sem um var að ræða; fjármál, heimili eða bfla. Einari var einnig mjög umhugað urn að verja sem mestu af sínum tíma með fjölskyldu sinni. Þau Hrafnhildur voru mjög áfram um að skapa börnum sínum gott og traust heimili og jafnframt að ferð- ast þegar tóm gafst jafnt hér heima sem erlendis. Kæra Hrafnhildur, börn og fjöl- skylda, ykkar missir er mikill og sorgin nístir alla inn að beini. En megi minningin um Einar verða ykkur það ljós sem létt getur ykk- ur þá erfiðu göngu sem er fyrir höndum. Við Birna og Garðar sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning vinar míns Einars Páls Jónassonar. Þorsteinn Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.