Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 63

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 63 > UMRÆÐAN Yfírlýsing eistneska utanrfldsráðuneytisins Eðvald Hinriksson ekki sekur um neina glæpi VEGNA greinar dr. Efraim Zur- offs, sem birtíst í Morgunblaðinu í dag, er endurprentuð yfírlýsing frá utanríkisráðuneytinu í Eist- landi, sem blaðið birtí hinn 20. febrúar árið 1992. Þetta er gert vegna þeirra þungu ásakana í garð látins manns, sem fram koma í grein dr. Zuroffs. Yfirlýsing utan- ríkisráðuneytís Eistlands frá því í febrúar 1992 er svohijóðandi: „Stjómvöld í Eistlandi lýsa því yfir að Eðvald Hinriksson sé ekki sekur um neina glæpi, síst af öllu gagnvart þjóð gyðinga. Kemur þetta fram í bréfi tíl Morgunblaðs- ins frá Urmas Reitelman, talsmanni eistneska utanríkisráðuneytísms. Morgunblaðið sneri sér til Reit- elmans á þriðjudag og bað um áiit á þeim ásökunum sem bomar hafa verið fram á hendur Eðvald. Reit- elman kvaðst vilja fá ráðrúm til að kanna málið og í gær sendi hann Morgunblaðinu svohljóðandi bréf: irk svo skömmum tíma hefur reynst erfitt að afla nákvæmra upplýsinga um herra Mikson. Það hefur þó komið í ljós, að herra Mikson er ekki sekur um neina glæpi, allra síst gagnvart þjóð gyðinga. Herra Mikson þjónaði í þýsku ör- yggislögreglunni í skamman tíma árið 1941. Við skyldustörf sín yfir- heyrði hann hema Karl Sáre, fyrr- um aðahitara Kommúnistaflokks Eistlands. Sovétmenn höfðu íyrir- skipað herra Sáre að halda kyrru fyrir í Eistlandi og halda áfram njósnastarfsemi eftir að Þjóðverjar hemámu landið árið 1941. Herra Sáre hafði verið viðriðinn sovéskar njósnir frá því fyrir fyrri heims- styrjöldina þegar hann bjó í Sví- þjóð. Yfirmenn sovésku leyniþjón- ustunnar óttuðust að hann hefði við yfirheyrsluna gefið upplýsingar um starfsemi þeirra í Eistlandi og í Skandinavíu. Því hefur verið haldið fram að minnisblöð um þessa yfir- heyrslu séu enn í vörslu herra Mik- sons. Af þessum sökum hafa rússnesk- ir embættismenn blásið upp hneyksli í kringum herra Mikson og krafist framsals hans bæði frá Sví- þjóð og Islandi. Dómsmálaráðuneyti Eistlands hefur lýst því yfir að herra Mikson getí farið þess á leit ef hann viH að eistneskur dómstóll skeri úr um hvort hann sé sekur. Einar Sanden, Eistlendingur sem býr í Englandi, hefur ritað ævi- sögu herra Miksons, Úr eldinum til Islands, sem einnig hefur verið gef- in út á Islandi." Söfnunarátakið Rauða fjöðrin Lokasprett- ur fram- undan SÖFNUNARÁTAKI Lionshreyf- ingarinnar, Rauða fjöðrin, fer senn að ljúka, en formlegur lokadagur er 31. desember 1999. I fréttatilkynningu segir: „Landsmenn brugðust vel við sl. vor er hápunktur söfnunarinnar stóð yfir, þá söfnuðust um 25 mil- ljónir króna. Dagana 5. og 6. nóv- ember verða Lionsmenn víða um land með rauðar fjaðrir við verslan- ir og á torgum úti. Hver fjöður verður seld á tvö hundruð krónur. Rauðu fjaðrar-söfnunin í ár, sem er sú sjöunda hér á landi, hefur far- ið fram á öllum Norðurlöndum og gengið vel. Markmið Lionsmanna á Norðurlöndum er að safna fé er renna mun til vísindarannsókna á öldrunarsjúkdómum og til að bæta aðstæður aldraðra og auðga líf þeirra. Það er samhugur í Lions- mönnum sem vilja með átaki sínu safna fé og verja til málefna aldr- aðra á alþjóðlegu ári þeim tileink- uðu. Við vonum að landsmenn að- stoði okkur á lokasprettinum og geri þar með annars glæsilegt framlag íslendinga til samnor- rænnar söfnunar í þágu aldraðra enn myndarlegra." -----♦ ♦ ♦---- Samræmist ekki lands- lögum ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs vill vekja athygli á að samkvæmt landslögum er bannað að auglýsa áfengi. „Auglýsingar af því tagi sem ákveðin verslunarkeðja hefur staðið fyiir í fjölmiðlum að undanfömu eru því fjarri því að samræmast landslög- um. Auglýsingai- verlsunarkeðjunn- ar bera vott um ábyrgðarleysi og vanvii’ðingu," segir í yfirlýsingu þingflokksins. „Að undanfórnu hafa fréttir borist af aukinni notkun vímuefna, þai* með talið aukinni áfengisnotkun. Fjölm- argar fjölskyldm- standa ráðþrota gagnvart misnotkun áfengis og ann- arra vímuefna. Þessa dagana stendur yfir söfnun SÁÁ til starfsemi sinnar. Söfnunar- átakinu er sérstaklega ætlað að auka meðferðarmöguleika fyrir unglinga sem lent hafa í þeirri ógæfu að ánetj- ast vímuefhum. I stað þess að brjóta niður landslög eins og áðumefnd verslunai-keðja gerir með auglýsing- um sínum væri henni sæmra að styrkja forvamastarf og leggja bar- áttunni lið gegn áfengi og öðram hættulegum vímuefnum." 3 Stk (minni) Blómavals nl kartöflur Pottahanski fylgir (stærri) Klementínur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.