Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 63

Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 63 > UMRÆÐAN Yfírlýsing eistneska utanrfldsráðuneytisins Eðvald Hinriksson ekki sekur um neina glæpi VEGNA greinar dr. Efraim Zur- offs, sem birtíst í Morgunblaðinu í dag, er endurprentuð yfírlýsing frá utanríkisráðuneytinu í Eist- landi, sem blaðið birtí hinn 20. febrúar árið 1992. Þetta er gert vegna þeirra þungu ásakana í garð látins manns, sem fram koma í grein dr. Zuroffs. Yfirlýsing utan- ríkisráðuneytís Eistlands frá því í febrúar 1992 er svohijóðandi: „Stjómvöld í Eistlandi lýsa því yfir að Eðvald Hinriksson sé ekki sekur um neina glæpi, síst af öllu gagnvart þjóð gyðinga. Kemur þetta fram í bréfi tíl Morgunblaðs- ins frá Urmas Reitelman, talsmanni eistneska utanríkisráðuneytísms. Morgunblaðið sneri sér til Reit- elmans á þriðjudag og bað um áiit á þeim ásökunum sem bomar hafa verið fram á hendur Eðvald. Reit- elman kvaðst vilja fá ráðrúm til að kanna málið og í gær sendi hann Morgunblaðinu svohljóðandi bréf: irk svo skömmum tíma hefur reynst erfitt að afla nákvæmra upplýsinga um herra Mikson. Það hefur þó komið í ljós, að herra Mikson er ekki sekur um neina glæpi, allra síst gagnvart þjóð gyðinga. Herra Mikson þjónaði í þýsku ör- yggislögreglunni í skamman tíma árið 1941. Við skyldustörf sín yfir- heyrði hann hema Karl Sáre, fyrr- um aðahitara Kommúnistaflokks Eistlands. Sovétmenn höfðu íyrir- skipað herra Sáre að halda kyrru fyrir í Eistlandi og halda áfram njósnastarfsemi eftir að Þjóðverjar hemámu landið árið 1941. Herra Sáre hafði verið viðriðinn sovéskar njósnir frá því fyrir fyrri heims- styrjöldina þegar hann bjó í Sví- þjóð. Yfirmenn sovésku leyniþjón- ustunnar óttuðust að hann hefði við yfirheyrsluna gefið upplýsingar um starfsemi þeirra í Eistlandi og í Skandinavíu. Því hefur verið haldið fram að minnisblöð um þessa yfir- heyrslu séu enn í vörslu herra Mik- sons. Af þessum sökum hafa rússnesk- ir embættismenn blásið upp hneyksli í kringum herra Mikson og krafist framsals hans bæði frá Sví- þjóð og Islandi. Dómsmálaráðuneyti Eistlands hefur lýst því yfir að herra Mikson getí farið þess á leit ef hann viH að eistneskur dómstóll skeri úr um hvort hann sé sekur. Einar Sanden, Eistlendingur sem býr í Englandi, hefur ritað ævi- sögu herra Miksons, Úr eldinum til Islands, sem einnig hefur verið gef- in út á Islandi." Söfnunarátakið Rauða fjöðrin Lokasprett- ur fram- undan SÖFNUNARÁTAKI Lionshreyf- ingarinnar, Rauða fjöðrin, fer senn að ljúka, en formlegur lokadagur er 31. desember 1999. I fréttatilkynningu segir: „Landsmenn brugðust vel við sl. vor er hápunktur söfnunarinnar stóð yfir, þá söfnuðust um 25 mil- ljónir króna. Dagana 5. og 6. nóv- ember verða Lionsmenn víða um land með rauðar fjaðrir við verslan- ir og á torgum úti. Hver fjöður verður seld á tvö hundruð krónur. Rauðu fjaðrar-söfnunin í ár, sem er sú sjöunda hér á landi, hefur far- ið fram á öllum Norðurlöndum og gengið vel. Markmið Lionsmanna á Norðurlöndum er að safna fé er renna mun til vísindarannsókna á öldrunarsjúkdómum og til að bæta aðstæður aldraðra og auðga líf þeirra. Það er samhugur í Lions- mönnum sem vilja með átaki sínu safna fé og verja til málefna aldr- aðra á alþjóðlegu ári þeim tileink- uðu. Við vonum að landsmenn að- stoði okkur á lokasprettinum og geri þar með annars glæsilegt framlag íslendinga til samnor- rænnar söfnunar í þágu aldraðra enn myndarlegra." -----♦ ♦ ♦---- Samræmist ekki lands- lögum ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs vill vekja athygli á að samkvæmt landslögum er bannað að auglýsa áfengi. „Auglýsingar af því tagi sem ákveðin verslunarkeðja hefur staðið fyiir í fjölmiðlum að undanfömu eru því fjarri því að samræmast landslög- um. Auglýsingai- verlsunarkeðjunn- ar bera vott um ábyrgðarleysi og vanvii’ðingu," segir í yfirlýsingu þingflokksins. „Að undanfórnu hafa fréttir borist af aukinni notkun vímuefna, þai* með talið aukinni áfengisnotkun. Fjölm- argar fjölskyldm- standa ráðþrota gagnvart misnotkun áfengis og ann- arra vímuefna. Þessa dagana stendur yfir söfnun SÁÁ til starfsemi sinnar. Söfnunar- átakinu er sérstaklega ætlað að auka meðferðarmöguleika fyrir unglinga sem lent hafa í þeirri ógæfu að ánetj- ast vímuefhum. I stað þess að brjóta niður landslög eins og áðumefnd verslunai-keðja gerir með auglýsing- um sínum væri henni sæmra að styrkja forvamastarf og leggja bar- áttunni lið gegn áfengi og öðram hættulegum vímuefnum." 3 Stk (minni) Blómavals nl kartöflur Pottahanski fylgir (stærri) Klementínur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.