Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 66
'Æ'
66 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Fiist! bygglngavBruverslunum um lamlallt
Björn Þorfínns-
son teflir á Mön
Þátttökutilkynningar og fyrirspurnir
sendist til giggo@samskipti.is (Kri-
stjáns Eðvarðssonar). Teflt verður
undir dulnefnum. Góð verðlaun eru í
boði. Núverandi Islandsmeistari er
Róbert Harðarson.
Þemamót á mánudaginn
Meistaramót
Hellis í atskák
Atskákmót Hellis verður haldið í
fyrsta sinn 5.-7. nóvember 1999.
Fyrirkomulag þess verður nokkuð
nýstárlegt, en mótið hefst með sjö
umferða undanrásum. Að þeim lokn-
um fá þeir sem bestum árangri náðu
rétt til þess að taka þátt í útsláttar-
keppni þar sem barist verður um tit-
HAGKAUP
Meira úrval - betri káup
SKAK
Mön
MONARCH ASSURANCE
6.-14.11.1999
BJÖRN Þorfínnsson er nú á leið-
inni á mjög sterkt alþjóðlegt skák-
mót, sem haldið verður á Mön. Mótið
hefst á morgun og stendur til 14.
nóvember. Keppendum er skipt í
þrjá riðla og teflir Bjöm í sterkasta
riðlinum þar sem tefldar verða níu
umferðir eftir svissneska kerfinu.
Mótið ber nafn aðalstyrktaraðilans,
Monarch Assurance, og er nú haldið
í áttunda skipti. Fjöldi sterkra skák-
manna er skráður á mótið, þ.ám.
breski stórmeistarinn Nigel Short
(2.689) ásamt sigurvegara síðasta
árs, Emil Sutovsky (2.587). Þá er
andstæðingur Hannesar Hlífars
Stefánssonar úr heimsmeistara-
keppninni, Sergei Shipov (2.658),
einnig meðal keppenda og þannig
mætti lengi telja. í riðlinum tefla
einungis skákmenn með 2.000 stig
eða meira.
Góð þátttaka var í fyrsta þema-
móti Hellis þar sem skoski leikurinn
var tefldur í öllum skákum mótsins.
Að mótinu loknu fór fram atkvæða-
greiðsla um það hvaða byrjun skyldi
tefld á næsta móti. Eftir tvísýna
kosningu varð niðurstaðan sú að
tefla skyldi eitt af villtari afbrigðum
kóngsindverskrar varnar, þar sem
byrjunarleikirnir eru:
l.d4 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 Bg7 4. e4 d6
5. f3 0-0 6.Be3 e5 7. d5 Rh5 8. Dd2
Dh4 9. g3 Rg3 10. Df2 Rfl U.Dh4
Re3.
Það er ekkert minna en drottning-
arfórn á ferðinni í þessu afbrigði og
greinilegt er að þeir þemamenn ætla
ekki að láta sér leiðast á mótinu.
Nánari upplýsingar um þetta af-
brigði ásamt tefldum skákum má
fínna á heimasíðu Hellis: www.sim-
net.is/hellir.
Þemamótið verður haldið í Hellis-
heimilinu mánudaginn 8. nóvember
og hefst klukkan 20.
Skákmót á næstunni
4.11. TR. Mánaðarmót
5.11. Hellir. Atskákmót Hellis
5.11. SÞV. Atskákm. fsl. Undanrásir
7.11. Hellir. íslandsmót í netskák
8.11. Hellir. Þemamót
9.11. TR. Bikarmót kl. 20
13.11. SÍ. SÞÍ, drengir og stúlkur
15.11. Hellir. Unglingameistaramót
15.11. Hellir. Atkvöld.
Daði Örn Jónsson
intra
Stálvaskar
intra stálvaskarnir fást í mörgum
stærðum og gerðum. Þessi vaskur
ber nafnið Eurora og hefur hlotið
margvíslegar viðurkenningar fyrir
frábæra hönnun.
TCflGI
Smiðjuvegi 11 » 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 564 1089
ilinn Atskákmeistari
Hellis.
Undanrásirnar eru
öllum opnar, en þar
verða tefldar sjö um-
ferðir efth- Monrad-
kerfi. Átta efstu kepp-
endumir vinna sér rétt
til að tefla í úrslita-
keppninni. Verði menn
jafnir að vinningum
verða Monrad-stig látin
gilda. Séu þau einnig
jöfn verður dregið um
röð.
I úrslitum tefla átta
efstu keppendurnir
áfram með útsláttarfyr-
irkomulagi. Sigurveg-
arinn í undanrásunum
keppir við þann sem lenti í 8. sæti.
Keppandi númer 2 teflir við númer 7
o.s.frv. Tefld verða tveggja skáka
einvígi. Verði jafnt verður tefldur
bráðabani (hraðskák). Sá sem ofar
var í undanrásunum hefur hvítt í
oddaskákum.
Sá félagsmaður Hellis sem kemst
lengst í keppninni verður Atskák-
meistari Hellis 1999, fyrsti atskák-
meistari félagsins. Nái einhverjir fé-
lagsmenn jafn langt verður tefldur
bráðabani (hraðskák). Sá sem ofar
var í undanrásunum hefur hvítt í
oddaskákum. Tímasetning umferða
verður sem hér segir:
1.-4. umf. föstud. 5.11.
- kl. 19:30
5.-7. umf. laugard. 6.11.
- kl. 13
8 manna úrsl. laugard.
6.11. -kl. 16
Undanúrslit. sunnud.
7.11. - kl. 13
Úrslit. Sunnud. 7.11. -
kl. 15
Verðlaun fyrir efstu
sæti á mótinu eru kl.
12.000 fyrir efsta sæti,
kr. 8.000 fyrir annað
sæti og kr. 5.000 fyrir
þriðja og fjórða sæti.
Þátttökugjald fyrir
fullorðna félagsmenn í
Helli er kr. 1.200 (kr.
1.800 fyrir aðra), en kr.
600 fyrir unglinga 15 ára og yngri
(kr. 900 fyrir utanfélagsmenn).
Islandsmótið
í netskák 1999
Eins og undanfarin ár mun Taflfé-
lagið Hellir sjá um Islandsmótið í
netskák. Að þessu sinni verður mótið
haldið í samvinnu við Símann-Inter-
net og teflt verður á Mátnetinu. Mót-
ið verður haldið sunnudaginn 7. nóv-
ember og hefst kl. 20. Nánari upp-
lýsingar um mótið má finna á heima-
síðu Taflfélagsins Hellis: www.sim-
net.is/hellir.
Skráning á mótið er þegar hafin.
Bjöm
Þorfinnsson
Ekkert venjulegt Kringlukast...
...langur laugardagur á morgun!
LINSAN
Laugavegi 8 • 551 4800
Aðsendar greinar á Netinu
v^mbl.is
—/KLLTAf= GITTH\SAÐ NÝTT