Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 70
'/ 70 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNB L AÐIÐ . > Hundalíf • Ferdinand Já, ungfrú, Þegar ég fór að heiman í Einhvern veginn, Drullugur „svúiastía”. morgun þá var ég hreinn. tiitölulega, upp fyrir haus. á mörkunum. BREF TIL BLAÐSINS Kringiunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fölsun ljóðhefðar og fleira smávegis Frá Guðmundi Guðmundarsyni: LISTASKÁLDIÐ góða Jónas Hall- grímsson skráði mergjaða ádrepu fyrir nálægt 180 árum svohljóðandi: yLeirskáldum á ekki að vera vært“! I lok 18. aldar ríkti slíkt hörmung- arástand hér á landi að 1/5 hluti þjóðarinnar dó úr hungri, kulda og vesöld á einu ári. Eldgos og hafís áttu þar hlut að máli. A þessu ömurlega tímabili í þjóð- arsögunni voru það fyrst og fremst metnaðarfullir „lærdómsmenn" og ekki síst Ijóðskáldin, sem stöppuðu stálinu í þjóð okkar. Ljóðagerðin var kjölfestan, sem átti greiðan að- gang að hjörtum þjóðarinnar og ömurlegur rímnakveðskapur leið smám saman undir lok. Ljóðskáld síðustu aldar upp- tendruðust gjaman á erlendri grund, fylltust heimþrá, metnaði og þjartsýni mitt í ömurleikanum hér heima. Sáu fyrir sér ættjörðina í dýrðarljóma frelsis og framfara á mörgum sviðum. Það verður að telj- ast kaldhæðni örlaganna að framan- greind tilvitnun listaskáldsins um leirskáldin skuli nú á tímum eiga brýnt erindi við íslenska þjóð og at- vikin haga því svo að hópur „lær- dómsmanna" heldur nú verndar- hendi yfir leirburðinum! Tii frekari áherslu smáupprifjun. „Rauðir og róttækir" Það er aðeins eitt ráðuneyti, sem ávallt hefur verið efst á óskalista kommúnista, þegar þeir hafa eygt möguleika á stjómarsetu; mennta- málaráðuneytið. Síðan hafa þeir leyft sér að mis- nota aðstöðu sína þar eins og mest má verða, með því að pota sínum mönnum til starfa og stjómunar sem víðast. Þeir hafa heldur ekki hikað við að falsa kennslubækur og umtuma mikilvægum hefðum. Ég ætla aðeins að rifja upp lítið atriði, sem snertir grein þessa. Bannaður var utanaðlærdómur og þar með að blessuð börnin máttu alls ekki læra ljúfu ljóðin góðskáldanna eins og þau hafa gaman af að læra þau og syngja. Ymsir frábærir kennarar hafa margoft í áhugaverðum greinaskrifum bent á ótal mörg slæm mistök, sem bráðnauðsynlegt væri að breyta og lagfæra, án nokk- urs árangurs! Er ekki löngu kominn tími til að ræða ítarlega við fagfólk- ið og leiðrétta sem flest af marg- háttuðum mistökum. Svavar Gestsson er menntaður austantjalds eins og ýmsir fram- verðir hinna róttæku og hefír ávallt reynst trúr sinni köllun. I þessu sambandi vil ég vekja at- hygli á því að atvikin höguðu því svo fyrir löngu, að ég fór um skeið ár- lega á vörusýningar austantjalds. Mig furðaði mikið á því, hvemig ísl. námsmenn gætu þrifist í hinu of- sóknarfulla andrúmslofti þar eystra. Þarna ríkti í raun og sann- leika rauður fasismi með grimmi- legri kúgun. Það hefir þurft mikið þrek til að stunda nám þama og upplifa ótal margt sem blasti við á öllum sviðum. Og þó tekur steininn úr að koma hingað heim og gerast trúboði þessarar helstefnu. Svavar hefir nú uppskorið heið- ursverðlaun fyrir störf sín og fram- göngu og stundar þjóðrækni í Kanada. Marga íleiri garpa mætti að sjálfsögðu nefna en það biður síns tíma. Til íhugunar ætla ég í lokin að nefna til sögu annan Svavar (föður geimfarans) sem búið heflr í Kanada í 42 ár samfellt. Sl. haust kom hann hingað heim í stutta heimsókn. Bæði í útvarpsvið- tali og spjalli við mig og fleiri kunn- ingja sagði hann: „Mig furðar mest á ljóðagerðinni. Hvað er eiginlega að ske hjá ykkur? Ég hef ekki hug- mynd um, hvað þeir þykjast vera að gera. Þetta em bara ruglukollar." Þetta er tímabær orðsending inn yfir „þagnarmúrinn“ til „gáfu- mannafélagsins", sem stöðugt lof- syngur prósann! Einföld lausn I raun og vem er til mjög einföld lausn á þessu þrasi um kveðskap- inn. Ostuðluð ljóð em prósi. Hann virðist kominn til að vera en á skil- yrðislaust að gangast við sínu rétta nafni með yfirskriftinni: Prósi. Ljóð era stuðluð! Málið útrætt! Hættum allri fölsun strax og lát- um kveðskapinn á nýrri öld flokkast réttilega eins og vera ber í ljóð og prósa! GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, Lynghaga 22. Afengi fyrir unglinga; framtak Nýkaupa Frá Ölfu Kristjánsdóttur: ÉG sem móðir þriggja ungra bama vil hvetja fólk til að gera innkaup sín annars staðar en í Hagkaupi og Ný- kaupi eftir furðulegt framtak versl- unarkeðjunnar í áfengismálum. Við Islendingar búum við áfengis- böl; þetta er skætt eiturlyf þó dreif- ing þess sé að vísu leyfð samkvæmt lögum. Unglingadrykkja hér á landi er svo alvarleg og sérkennileg að heimsathygli vakti eftir þátt er- lendra fréttamanna um þetta efni fyrir nokkmm ámm. Þemað í þætt- inum var; á íslandi býr glæsileg nor- ræn þjóð, vel menntuð; en ungling- arnir þeirra eru fyllibyttur! Með fylgdu myndir af dauðdrukknum börnum, sumum liggjandi á götum miðbæjar Reykjavíkur. Ef einhver alvara er á bak við bar- áttuna gegn fíkniefnum er lágmarkið að við sættum okkur ekki við dreif- ingu þeirra úr matvöraverslunum. Þið ráðið hvað þið gerið. Ég versla annars staðar. ALFA KRISTJÁNSDÓTTIR, ráðgjafi um skjalastjómun. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.