Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 84

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 84
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Búist við um 20% hækkun á fast- eignamati íbúða Örn segir að mun minni hækkun hafi orðið á markaðsvirði íbúða úti á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Fasteignaskattur vegna íbúðar- húsnæðis má að hámarki vera 0,625% af fasteignamati en ekkert lágmarkshlutfall er í lögum. Vegna annarra eigna, eins og fyrirtækja og atvinnuhúsnæðis, er hámarkið 1,65%. Skattprósentan í Reykjavík af íbúðarhúsnæði er nú 0,375 eins og í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarneskaupstað, svo dæmi séu tekin. A Akureyri, Akra- nesi, í Reykjanesbæ, Grindavíkur- kaupstað, Sandgerðisbæ og Gerða- hreppi er hlutfallið 0,360. Samanlagður fasteignaskattur sveitarfélaganna í landinu á síðasta ári nam 6.150 milljónum króna, sem var 14,1% af heildarskatttekjunum. I Reykjavík var fasteignaskattur á síðasta ári tæpar 2.900 milljónir króna sem var 5% hækkun frá árinu 1997. Fasteignaskattar voru þá 17,7% af heildarskatttekjunum. Tekjuauki borgarsjóðs af fasteigna- sköttum við 20% hækkun fasteigna- mats yrði gróflega áætlað um 580 milljónir króna á ári að óbreyttri skattprósentu. ------------------ Ofvirkni eldist ekki af fólki ÁSTÆÐUR athyglisbrests með of- virkni (AMO) eru líffræðilegar og eiga rætur að rekja tU röskunar á boðefnum í heila. Stutt er síðan ljóst varð að sjúkdómurinn eldist ekki af fólki og er talið að mUli 2.000 og 6.000 einstaklingar hérlendis séu of- virkir. Að sögn Sigríðar Benediktsdótt- ur sálfræðings hafa margir þeiira sem glíma við þennan vanda verið ranglega greindir og hugsanlega fengið ranga meðhöndlun. Fullorðn- ir einstaklingar með AMO lenda ósjaldan í miklum erfiðleikum í einkalífi og starfi og þeim getur ver- ið hættara en öðrum við að leiðast út í vímuefnamisnotkun eða afbrot. Kannann- sýna að 30-70% barna með AMO eru með áframhaldandi einkenni sjúkdómsins á unglings- og fullorðinsárum og er talið að 3-5% barna þjáist af sjúkdómnum en það svarar til um 1.600 grunn- skólabarna og 1-3% allra fullorð- inna sem þýðir 2.000-6.000 manns. AMO er talinn algengari hjá drengjum og er talið að hlutfallið sé þrír drengir á móti einni stúlku. Stúlkur greinast oft síðar en dreng- ir, sérstaklega ef þær hafa einungis einkenni um athyglisbrest en ekki hreyfiofvirkniseinkenni eða náms- eða hegðunarvandamál. Þá eru um 10-35% af nánustu ættingjum of- virkra með AMO og ef foreldrar eru með AMO eru 57% líkur á að barnið sé einnig með AMO. Um 30% þeirra sem gi-einast á barnsaldri eru ein- kennalaus á fullorðinsárum, önnur 30% eru með töluvert alvarleg ein- kenni og um 40% hafa vægari ein- kenni. ■ Ofvirkir/B4 LÖGUM samkvæmt á að leggja fram nýtt fasteignamat 1. desember ár hvert. Örn Ingvarsson, hjá Fast- eignamati ríkisins, segir að nú sé verið að vinna að því að framreikna fasteignamatið. Hann segir ljóst að veruleg hækkun verði á fasteigna- matinu en yfh’fasteignamatsnefnd ákveður hver hún verður. Hann segir að ef að líkum láti hækki fast- eignamat á íbúðarhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu um fast að 20%. Sveitarfélögin fá mikinn tekju- auka að óbreyttum lögum vegna hækkunar fasteignamatsins. Þau hafa engu að síður mikið svigrúm um hve hátt fasteignagjald þau leggja á húsnæði. Sænsk sjúkrahús sækjast eftir íslenskum unglæknum Bráðabirgðakvóti 650 tonn RÆKJUVEIÐIN í ísafjarðardjúpi hefur byijað ágætlega. Vertíðin hófst fyrir viku en bátamir komust ekki á sjó vegna brælu fyrr en síðastliðinn þriðjudag. Haf- rannsóknarstofnun hefur ekki til- kynnt hver verði Ieyfdegur heild- arkvóti á svæðinu, en bráðabirgða- kvótinn er 650 tonn. Búist er við að tilkynnt verði um leyfilegan heildarkvóta upp úr miðjum mán- uðinum. „Ég ætla að vona að heildar- kvótinn verði meiri en 650 tonn, en miðað við það er minn kvóti um 20 tonn,“ sagði Samúel Kristjánsson á rækjubátnum Fengsæl í samtaii við Morgunblaðið. „Ég man ekki eftir jafnlitluni kvóta siðan ég byijaði á sjó fyrir um 25 ámm, en í fyrra var heildarkvótinn um 1.000 tonn og fyrir nokkmm ámm var hann 3.000 tonn.“ Að sögn Samú- els fann Hafrannsóknarstofnun enga rækju inni f Isafírði, sem er innsti fjörður í Djúpinu, og sagðist hann ekki muna eftir því að það hefði áður gerst. Það hlyti að vera eitthvert millibilsástand. Fengsæll ÍS 83 er einn elsti bát- ur Iandsins, en hann var smiðaður árið 1931. Báturinn var við veiðar á miðunum við Vigur ásamt 6 til 7 öðmm bátum í gær og um miðjan dag hafði hann fengið um 3 tonn. Samúel sagði að mikið hefði breyst síðan hann byijaði á sjó ár- ið 1974. Þá hefðu um 60 bátar ver- ið með leyfi til veiða í Djúpinu en nú væm þeir tæplega 20. Hann sagði að rækjan hefði náð allt út fyrir Bolungarvík, en nú væri svo mikill fiskur í sjónum að hann héldi henni í herkví inni í Djúpinu. „Það ætti að vera búið að veiða miklu meiri þorsk síðustu 5-6 ár. Maður geymir ekki físk í sjónum, það verður að veiða hann á meðan hann er hérna. Maður gengur ekki að honum eins og fuglum í búri.“ Bjóða um 200 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag Morgunblaðið/RAX Einn elsti bátur fslenska flotans, Fengsæll ÍS 83 frá Súðavík. Samúel Kristjánsson fylgist með í brúnni og Elvar Ragnarsson er að hreinsa sfld og annað úr rækjunni. Rækjuvertíðin að hefjast í Isafjarðardjúpi FULLTRÚAR fimm sjúkrahúsa í Norbotten í Svíþjóð héldu kynning- arfund með læknastúdentum á 5. og 6. ári við í HÍ í gær í þeim tilgangi að fá þá til starfa hjá sér á kandídatsári '4-,'%-þar sem skortur er á unglæknum í Norrbotten. Er sjónum einkanlega beint að Islandi þar sem skortur er á unglæknum annars staðar á Norður- löndunum og því örðugt að leita í raðir þeirra. Önnur ástæða íslands- heimsóknar Svíanna er sú að íslensk- ir unglæknar sækja sérnám sitt að mestu til útlanda og stendur hugur þeirra því til þess að beina unglækn- unum til starfa á sænsku sjúkrahús- unum á kandídatsárinu. Að sögn K.G. Svenssons, stjórn- anda eins sjúkrahúsanna, geta sjúkrahúsin tekið á móti tíu íslensk- aýNum læknum ef áhugi er fyrir hendi og bætti við að sig furðaði raunar á þeim mikla áhuga sem læknastúd- entarnir sýndu erindi sænsku full- trúanna. Að sögn hans bjóða sjúkrahúsin unglæknum tæpar 200 þúsund krón- ur í mánaðarlaun fyrir fyrir utan laun vegna næturvakta, sem eru i Jmun færri en læknanemarnir vinna hérlendis í mánuði hverjum. Að sögn Odds Stefánssonar, for- manns félags læknanema í HI, virð- ast Svíarnir bjóða önnur kjör en unglæknar búa við hérlendis, en hins vegar megi fínna vankanta á tilboð- inu, eins og þann að í Svíþjóð sé kandídatsárið hálfu ári lengra en hérlendis. „I Svíþjóð er kandídatsárið eitt og hálft ár en hér heima eitt ár. Við vonumst til að það verði ekki breyt- ing þar á, þótt sett hafí verið inn þriggja mánaða heilsugæsluskylda á kandídatsári samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra," sagði Oddur. ,Annar galli á gjöf Njarðar er sá að ekkert af þessum sjúkrahúsum er ' háskólasjúkrahús, þótt hins vegar sé háskólasjúkrahús sunnan við Norr- botten.“ Oddur segir hins vegar lítinn vafa leika á því að kaup og kjör við sjúkrahúsin í Norrbotten endur- spegli annan veruleika en blasi við hér heima. „Það virðist vera minna vaktaálag þar ytra og grunnlaunin eru 30-50 þúsund krónum hærri og þá virðist sem mun betur sé greitt fyrir vaktir þar en hér.“ Oddur segir vaktaálag á unglækn- Morgunblaðið/Árni Sæberg Læknastúdentar hlýða á erindi fulltrúa sænskra sjúkrahúsa. Að því loknu var þeim boðið í kvöldverð á Grand Hótel. um við íslensk sjúkrahús vera tals- vert mikið og að dæmi séu um að þeir taki allt að 10 sólarhringsvaktir í mánuði. „Það veltur á því hversu vel mannaðar deildirnar eru af unglæknum og það hefur valdið nokkurri óánægju meðal þeirra að slíkar vaktir eru fyrst og fremst sið- ferðisleg skylda þeirra, því þeh- þurfa að skipta vöktunum bróður- lega á milli sín. Þá hafa menn einnig verið óánægðir með launin fyrir þessar vaktir því yfirvinnuprósentan fyi-ir þær lækkaði úr 1,036% niður í 0,815% af mánaðarlaunum lækna í síðustu kjarasamningum." Tvö snjóflóð við Ólafs- fjarðarmúla TVÖ snjóflóð féllu á veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í gær. Fyrra flóðið féll um kl. 15 og þá var vegurinn ruddur en hitt lok- aði veginum um kl. 21 í gær- kvöldi. Að sögn lögreglunnar á Dalvík var ákveðið að ryðja veg- inn með morgninum. Flóðin féllu á 100 m kafla miðja vegu á milli Dalvíkur og Ólafs- fjarðar við Sauðanes, á sömu slóð- um og snjóflóðið sem féll fyrir nokkrum dögum. I gær snjóaði látlaust allan dag- inn að sögn lögreglu og var jafn- fallinn snjór kominn í um 50 cm í bænum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.