Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sex mál 1 lögreglurannsókn vegna framhj álöndunar: Pokafiskurinn (gamla góða soðningin) er ekki tilbúinn, eftir að hafa verið frír og frjáls frá aldaöðli, að vera talinn til kvótasægreifa. Nóvemberkaktus 3 Stk i (minni) 3 Stk (stserri) ^*HÚ5V/^ Félag hjúkrunarfræðinga 80 ára Öflugt félag1 Um þessar mundir eiga félagasamtök hjúkrunarfræð- inga 80 ára afmæli. Þessa verður minnst með hátíðarsamkomu á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 16.00 til 18.00. Herdís Sveinsdóttir er formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræð- inga. Hún var spurð hvert hafí verið upphaf félagsins. „I nóvember árið 1919 stofnuðu sex hjúkrunar- konur Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Arið 1960 breyttist nafn fé- lagsins í Hjúkrunarfélag íslands eftir að fyrstu karlmennirnir fengu inn- Herdís Sveinsdóttir göngu. Arið 1978 í desember var stofnað nýtt félag hjúkrunar- fræðinga á Islandi, Félag há- skólamenntaðra hjúkranarfræð- inga, sem starfaði samhliða Hjúkrunarfélagi Islands þar til félögin voru sameinuð 1994, það er ástæðan fyrir því að við tölum nú um afmæli félagasamtaka hjúkrunarfræðinga." - Hefur starf hjúkrunarfræð- inga ekki breyst mikið á þessum 80 árum? „Vinnuaðstæður hjúkrunar- fræðinga hafa breyst gífurlega á þessum tíma, en baráttumál Fé- lags íslenskra hjúkrunarkvenna eins og þau voru sett fram árið 1919 eru um margt lík því sem hjúkrunarfræðingar eru að fást við enn þann dag í dag. Eitt af helstu baráttumálum félagsins í upphafí voru menntunarmál hjúkrunarfræðinga. Félagið gerði strax kröfur um að ís- lenskir hjúkrunarfræðingar hlytu þá bestu mögulegu mennt- un sem unnt væri að veita. Aður en Hjúkrunarskóli Islands var stofnaður 1931 fólst nám hjúkr- unarfræðinga í tveggja ára námi á sjúkrastofnunum auk þess sem krafíst var að þær lykju 18 mánuðum á sjúkrastofnunum í Danmörku. Hugmyndafræðin að baki hjúkrunarstarfsins var einnig svipuð þá og nú en hjúkr- unarfræðingar hafa alltaf lagt mikla áherslu á heilsuvernd og fyrirbyggjandi starf. Eitt al- merkilegasta starf íslenskra hjúkrunarkvenna og annarra kvenna að auki á þessari öld var stofnun og rekstur hjúkmnarfé- lagsins Líknar, sem algerlega var rekið af konum. Frumkvöð- ull að stofnun Líknar sem einnig var frumkvöðull að stofnun Fé- lags íslenskra hjúkrunarkvenna var Kristophine Bjarnhéðinsson, en hún var fyrsta fullærða hjúkrunarkonan á Islandi." - Var Líkn lengi við lýði? „Líkn var stofnað árið 1915 og var rekið til ársins 1956. Þá flutt- ist starfsemi Líknar til Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, og þá töpuðu konur í reynd þeim völdum sem þær höfðu haft yfír þessari þjónustu. Markmið Líknar var að veita ókeypis hjúkrunar- þjónustu heima fyiúr. Auk umönnunar sjúkra var það einnig hlutverk hjúkrunar- kvennanna sem störfuðu hjá Líkn að veita sjúklingunum og fjölskyldum þeirra fræðslu um heilbrigða lifnaðarhætti og hvernig vinna mætti gegn út- breiðslu sjúkdóma. Þama var lagður gmnnur að ungbamaeft- irliti og mæðravernd sem er ríkj- andi í heilbrigðiskerfínu í dag.“ -Hver er staða hjúkrunar- ►Herdís Sveinsdóttir fæddist árið 1956 í Reykjavík. Hún lauk BSc.-prófi í hjúkrunar- fræði frá Háskóla íslands 1981, meistaragráðu frá Uni- versity of Michigan 1987 og hefur verið í doktorsnámi við háskólann í Umeá í Svíþjóð frá því í júní 1996. Að loknu hjúkrunarnámi starfaði Her- dís á Landspítala og Borgar- spítala. Frá hausti 1987 hefur hún verið í fullu starfi við HÍ, dósent frá því 1991. Samhliða störfum sínum við HÍ hefur Herdís unnið tímabundið við Landspitalann. Hún var í fimm ár formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunar- fræði. Sem stendur er Herdís formaður stjórnar Rann- sóknastofu í kvennafræðum. Hún er formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Herdís er gift Rolf E. Hans- syni og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. Samskipta- tækni mun breyta miklu fræðinga í dag innan heilbrígðis- kerfísins? „Hjúkrunarfræðingar nútím- ans sem stétt eru sterkir og samtök þeirra em voldug. Rödd hjúkrunarfræðinga heyrist vel við alla stefnumótun í heilbrigð- iskerfinu. Menntun hjúkrunar- fræðinga er góð í dag eða fjög- urra ára háskólanám. Fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur einnig hlotið meistarapróf í hjúkrun og á annan tug hefur lokið eða er við það að ljúka doktorsprófi. Hjúkrunarfræðingar eru hins vegar ekki ánægðir með þá að- stöðu sem námi þeirra er búin í háskólum landsins. Það er við- varandi skortur á hjúkrunar- fræðingum til starfa og deildirn- ar í háskólunum hafa búið við mjög þröngan kost hvað hinn fjárhagslega ramma snertir. Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skoraði í vor á stjórnvöld að auka fjármagn vegna náms í hjúkmnarfræði þannig að hægt yrði að auka nemendafjöldann um að minnsta kosti 30 til 40 nemendur á ári, frá því sem nú er. Ég held varð- andi framtíðarsýn að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga eigi eftir að breytast á næstu öld vegna hinna stórstígu tækniframfara sem nú eiga sér stað ekki síst hvað varðar sam- skiptatækni. Sú tækni kemur til með að rjúfa þá faglegu einangr- un sem hjúkrunarfræðingar hafa til þessa búið við á lands- byggðinni. A nýrri heimasíðu fé- lagsins stendur til að byggja upp samskiptanet fyrir hjúkrunar- fræðinga um allt land.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.