Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 52
, 52 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EGILL ÓLAFSSON + Egill fæddist 14. október 1925 að Hnjóti. Hann lést 25. október síðastliðinn á heimili sínu. Forejdrar Egils voru Olafur Magn- ússon frá Hnjóti, Or- lygshöfn, f. 1. jan. 1900, d. 18. mars 1996, og Ólafía Eg- ilsdóttir frá Sjöundá r- á Rauðasandi, f. 27. nóv. 1894, d. 20. okt. 1993. Ólafía lærði ljósmóðurstörf hjá Guðmundi Björns- syni landlækni í Reykjavík vetur- inn 1923-1924 og útskrifaðist frá Ljósmæðraskóla íslands vorið 1924. Hún starfaði sem ljósmóðir í Rauðasandshreppi í aldarfjórð- ung eftir að hún lauk námi. Ólaf- ur Magnússon var bóndi á Hnjóti þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Systur Egils eru: Sigríður, f. 6. des. 1926, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Ara Benjamínssyni, f. 15. nóv. 1917, fyrrverandi bif- . reiðastjóra í Hafnarfírði. Sigur- björg, f. 12. des. 1929, húsmóðir í Reykjavík, gift Bjarna Þorvalds- syni, f. 3. júlí 1931, fyrrverandi starfs- manni Aburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi. Eiginkona Egils er Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 1. des. 1926, frá Flatey á Breiðafírði. Þau giftu sig 12. ágúst 1954. Synir þeirra Egils og Ragnheið- ar eru: Ólafur, f. 4. mars 1954, var kvæntur Ásdísi Ásgeirsdóttur, f. 25. feb. 1952. Egill Steinar, f. 22. maí 1955, d. 18. júlí 1969. Krist- inn Þór, f. 14. apríl 1958, kvænt- ur Kristínu Valgerði Gunnars- dóttur, f. 3. des. 1962. Gunnar, f. 9. júní 1962, kvæntur Alison Mary Anna MiIIs, f. 19. okt. 1960. Fyrir átti Ragnheiður Magnús Jónsson, f. 28. mars 1947. Sam- býliskona hans er Edda Pálsdótt- ir, f. 13. sept. 1945. títför Egils fer fram frá Sauð- lauksdalskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. Kær vinur og samstarfsmaður er látinn. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samstarfs okkar Egils. Að leiðarlokum er okkur hjónum og starfsfólki Landgræðsl- unnar efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áratuga vináttu og heilladrjúgt samstarf. Egill var um langt árabil, eða á fjórða tug ára, > landgræðsluvörður í Vestur-Barða- strandarsýslu. Gegndi hann því starfi af einstakri elju og dugnaði enda unni hann náttúru landsins og gæðum þess. Hann sá árangur erf- iðis síns í stöðvun sandfoks við Sauðlauksdal og Patreksfjarðar- flugvöll. Egill naut þess að beisla sandinn og sjá hann gróa og lagði á sig erfiði og ómælda vinnu þrátt fyrir oft á tíðum lítinn skilning margra héraðsbúa á þörfinni fyrir verndun viðkvæms gróðurlendis. Það hefur löngum verið gæfa Land- græðslunnar að hafa í þjónustu sinni ósérplægna og trúa starfs- menn. Þar hefur verið að verki sú framvarðarsveit sem ótrauð axlaði , erfiði og lagði grundvöll að betra og fegurra Islandi. I þessum hópi var Egill meðal hinna fremstu. Hann var sannur landgræðslumaður. Hann átti viðburðaríka ævi, lifði og tók ötullega þátt í einu mesta breytingaskeiði þessa lands og var frumkvöðull í ræktun og búskap auk fjölda annarra framfaraspora þjóðfélagsins sem hér verða ekki rakin. Egill var vinsæll og vinmarg- ur og þekktur um allt land sökum einstakrar elju við björgun menn- ingarverðmæta. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og það er mikil birta í mínum huga þegar ég minnist hans og samstarfsins. Það var ógleymanlegt að fara um sand- græðslusvæðin fyrst 1959, aftur 1970 og síðan nær árlega og kynn- ast Agli og viðhorfum hans. Því miður dró úr þessari starfsemi á sviði sandgræðslu í umdæmi Egils nú á allra síðustu árum og þar með ferðum okkar vestur. Þar voru ut- anaðkomandi öfl að verki sem við Egill réðum ekki við. Áhugi hans og eldmóður í ræktun sandsins dvínaði samt aldrei þó að á móti blési um stund. Við Oddný vottum Rögnu og bömum þeirra innilega samúð okk- ar. Megum við öll taka höndum 'JÞ saman og halda áfram að vinna að uppgræðslu lands með minninguna um Egil að leiðarljósi. Oddný og Sveinn í Gunnarsholti. Mánudaginn 25. október sl. fékk ég lítið bréf frá Agli á Hnjóti, er * varðaði málefni safnanna. Bréfi sínu lauk hann með hlýlegri kveðju, eins og jafnan og mér þótti vænt um að fá. Ekki síst vegna þess að síðla sama kvöld hafði Kristinn sonur hans samband til þess að tilkynna mér þá harmafregn að Egill vinur minn væri allur. Hefði andast um kvöldið þar sem hann sat við og skráði upplýsingar er vörðuðu sögu héraðsins. Fallinn er í valinn einstakur og ógleymanlegur vinur, sem aldrei unni sér hvfldar í vinnu sinni að hugsjónum sínum; varðveislu minja frá fyrri tíð og verndun vestfirskrar þjóðmenningar, í þess hugtaks bestu merkingu. Egill Olafsson var sprottinn upp úr vestfirskum jarðvegi. Hann fæddist að Hnjóti í Örlygshöfn, bjó þar og starfaði nær allt sitt líf og lést þar á heimili sínu. I umhverfinu sem hafði fóstrað hann og hann hafði sjálfur glætt með óbrotgjörnu starfi sínu, sem hafði borið hróður hans og byggðarinnar langt út fyrir landsins strendur. Egill kaus sér starf bóndans. Ræktunarmannsins sem unni nábýlinu við móður nátt- úru, gerði sér grein fyrir möguleik- um hennar og var meðvitaður um skyldur bóndans við komandi kyns- lóðir. Hann var því landgræðslu- maður í bestum skilningi þess orðs, ásamt því að búa góðu búi á föður- leifð sinni. Félagslyndur var hann í besta lagi og vildi leggjast á áramar í þrotlausri baráttunni fyrir fram- faramálum, ekki síst í héraði sínu. Oft ræddum við saman um þau mál og deildum áhyggjum yfir erfiðleik- um í landbúnaðinum hin síðari árin. Fækkun fólks í sveitum var honum þung raun, en hann var líka meðvit- aður um að nútíminn er breytinga- gjarn og að til þess að lifa af í slíkum heimi þurfum við geiglaus að takast á við breytingamar. Starf hans verður að skoða í því ljósi. Löngu áður en ég kynntist Agli hafði ég heyrt sögur af þessum jaxli sem hefði fyrir eigin atorku byggt upp óviðjafnanlegt safn muna, eink- anlega úr vestfirskri fortíð. Menn höfðu við orð að þetta væri mesta safn af sínu tagi í eigu einstaklings á Islandi. Kynni mín af Agli fylltu mig ómengaðri aðdáun á mannin- um. Þótt rólegur væri að dagfari leyndist manni ekki að þama fór fullkominn eldhugi. Þegar talið barst að safninu og gildi þess að varðveita hluti frá gengnum tíma kom eldmóðurinn í ljós. Hann var óþreytandi að skýra út þýðingu þessa. í hvert skipti sem ég kom að Hnjóti og við gengum um safnið fannst mér sem ótæmandi fróðleik- sbmnnur birtist. Frásagnir Hnjóts- bóndans gæddu fortíðina nýju lífi. Væntumþykjan og aðdáunin sem birtist í orðum hans er hann lýsti af- reksverkum genginna kynslóða gleymist ekki þeim sem á hlýddu. Ai-ið 1973 tók Egill við starfi um- sjónarmanns flugvallarins við Pat- reksfjörð, auk bústarfa. Þar með efldist áhuginn á því að halda utan um vestfirska flugsögu og raunar flugsögu landsins. Hann dró að sér muni sem tengdust sögu flugsins. Og brátt var risið á Hnjóti ótrúlegt flugsafn, sem hann ánafnaði Flug- málastjóm með bréfi. Um starfsemi safnsins var síðar smíðuð reglugerð og er það nú undir umsjón Flugmál- astjórnar. Uppbygging safnanna að Hnjóti hefur vakið undrun margra. En þá er þess að gæta að Egill fór ekki alltaf troðnar slóðir. Stundum var sem ekki væri hann einhamur, svo miklu fékk hann áorkað. Gildi þeirra gripa sem varðveittir eru á safninu er ómetanlegt og þeir bera vitni um að hann var vakinn og sof- inn yfir viðfangsefni sínu og lét ekk- ert stöðva sig. Lítil saga er til af því. Þáverandi flugmálastjóri sagði Agli að hið merka flugskýli í Vatnagörðum í Reykjavík hefði verið rifið og ætl- unin væri að setja það í stálbræðslu. Egill mætti hins vegar eiga það gæti hann sótt það innan hálfs mán- aðar. Þá voru góð ráð dýr. En innan hálfs mánaðar hafði Egill séð svo um, að niðurrifið skýlið, sem vó tugi tonna, var komið upp á bfl. Hann samdi við forráðamenn Eimskips um að flytja það án endurgjalds vestur á Patreksfjörð og þaðan var það flutt út í Örlygshöfn. Nú er skýlið loks að rísa, með öflugum styi’k stjómvalda, sem eins og allir aðrir hrifust með eldmóðinum sem íylgdi Agli þegar hann gekk erinda afþessutagi. Eg sagði stundum við Egil, að orðið nei væri ekki til í orðabókum hans, þegar kæmi að því að vinna að framgangi safnanna og varðveislu vestfirskrar þjóðmenningar. Ég veit að oft þótti mönnum nóg um hversu duglega hann fylgdi eftir er- indum sínum, hvai-vetna sem hann gat því við komið. En það er einmitt vegna þessarar árvekni og þraut- seigju, að á Hnjóti í Örlygshöfn stendur nú óforgengilegur minnis- varði um ótrúlegt lífsstarf hug- sjónamanns, sem bjargaði mörgum dýrgripnum frá glatkistunni. Þann- ig hefur hann átt ómetanlegan þátt í að skila komandi kynslóðum fróð- leik um liðinn tíma. Fyi'ir það stöndum við öll í ævarandi þakkar- skuld. Egill leit svo á að starf sitt væri til þess fallið að skjóta nýjum stoð- um undir atvinnu og mannlíf á Vest- fjörðum. Hann gerði sér grein fyrir því, að Vestfirðir hefðu margt að bjóða og sýna. Hugsun hans var því ekki einasta bundin við varðveislu þjóðmenningarinnar. Hann sá starf af þessu tagi sem lið í því að efla byggð, treysta búsetu og búa í hag- inn fyrir komandi kynslóðir. Þar hafði hann á réttu að standa. Ár- legar heimsóknir þúsunda gesta, jafnt innlendra sem erlendra, í söfnin á Hnjóti sýna það og sanna. Sannfærður er ég um að einmitt staðsetning safnanna að Hnjóti, í þjóðbraut þeirra þúsunda sem legga leið sína út á Látrabjarg, skapar í sjálfu sér aðdráttarafl og gefur söfnunum stóraukið gildi. Með Agli Ólafssyni er nú genginn merkur maður, sem var hollráður vinum sínum og góður heim að sækja. Skyndilegt fráfall hans skil- ur eftn- tómarúm, sem ekki verður fyllt. Ég veit að Égill leit svo á að framundan væri mikilvægt verk við skráningu minja, þar sem hann hlaut að gegna lykilhlutverki. Hann hafði lagt drög að ráðningu fasts menntaðs starfsmanns og hlakkaði til þess vinna að því að koma safn- gripum fyrir í nýbyggingunni. Hann sá líka fyrir endann á miklum áföngum. Vígsla flugskýlisins og nýbyggingarinnar er áformuð að sumri. Nú verður hann fjarri bless- aður, sem drýgstan hlut átti að máli. En þótt við samferðamennirnir söknum nú vinar í stað er mestur harmur kveðinn að Ragnheiði Magnúsdóttur konu hans, sonun- um, eiginkonum þeirra, bamaböm- um og ættmönnum öðram. Egill og Ragnheiður bjuggu í ástríku hjóna- bandi í nær hálfa öld. Hennar hlut- ur í uppbyggingunni á Hnjóti var ómetanlegur, þótt ekki bæri alltaf mikið á því. Ég flyt þeim öllum hug- heilar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar og vona að minn- ingin um einstakan heiðursmann megi verða þeim styi’kur í þeirri raun sem ótímabært fráfall hans veldur. Einar K. Guðfinnsson. Snögg umskipti hafa orðið í hinu fámenna samfélagi í Rauðasands- hreppi hinum forna. Einn af burðarásum byggðarlagsins, Egill á Hnjóti, er horfinn úr þessari tilveru án þess þó að hafa sýnt neinn bilbug eða þreyt- umerki allt fram til hinstu stundar. Það tekur tíma fýrir samferðafólkið að átta sig og eru þessar línur færð- ar á blað til þess að staðfesta fyrir sjálfum okkur hvemig komið er. Egill tók við búi foreldra sinna á Hnjóti um miðja öldina og þótti snemma ötull og framfarasinnaður, svo að eftir var tekið. Af mikilli framsýni byggði hann upp öll útihús á jörðinni og stórt íbúðarhús að auki. Tæknina tók hann í þjónustu sína með fyrstu mönnum og rak sitt bú yfirleitt af slíkum stórhug og myndarskap að til var tekið langt út fyrir heimasveit. En þó að Egill væri mikilvirkur í sínu starfi kom það ekki i veg fyrir virkni hans í félagslífi sveitarinnar, og má þar margt til nefna, svo sem landbúnaðarmál og almenn sveitar- mál. Þá starfaði hann af alhug í Slysavamadeildinni Bræðraband- inu, bæði inn á við og kom fram sem fulltrúi þess út á við, ef eftir þvi var leitað. Horfði hann þá ekki í að greiða sjálfur kostnað af þeim ferð- um, þar sem hann þekkti sjálfur fjárhag deildarinnar, sem var ekki sterkur. Þá er ógetið þess sem borið hefur hróður Egils víðast, en það er upp- bygging minjasafnsins, sem við hann er kennt og gefur öllum þeim sem fara um þennan vestasta kjálka Evrópu innsýn í það líf, sem lifað var öldum saman í nánu sambýli við sollið haf og hamraflug. Óhætt er að fullyrða að öllu værum við fáfróðari, ef ekki alls ófróð, um þá hluti ef Eg- ill hefði ekki unnið sitt dýrmæta björgunarstarf. Með starfi þessu sýndi hann ekki aðeins þeim kyns- lóðum.sem á undan höfðu gengið, sína dýpstu virðingu, heldur helgaði hann með þessu gyðju þekkingar- innar og viskunnar krafta sína af heilum hug. Egill var nefnilega for- vitinn maður, í jákvæðustu merk- ingu þess orðs. Fróðleiksöflun var honum ástríða, en ekki var honum síður annt um að deila þekkingu sinni með öðram. Er nú brýnt að eftirkomendur haldi því til haga sem Egill aflaði, leggi rækt við það, auki það og efii, svo að komandi kynslóðir geti sem allra best kynnt sér lífshætti hinna stritandi forfeðra okkar í fjörðum vestur. Eftirlifandi kona Egils er Ragn- heiður Magnúsdóttir, ættuð úr sveitum Borgarfjarðar, og era þrír synir þeirra á lífi, Ólafur, Kristinn Þór og Gunnar. Fjórði sonurinn, Egill Steinar, lést af slysförum á fermingarárinu sínu og var það mikið áfall fyrir foreldra, föðurfor- eldra, bræður og alla aðra aðstand- endur. Foreldrar Egils, Ólafur og Ólafía, vora á Hnjóti meðan aldur entist. Nutu þau því samvista við son og bamabörn til æviloka og veittu í staðinn fjölskyldunni marg- háttaðan stuðning af mikilli gleði og fórnfýsi. Var það mikil gæfa fyrir Egil og fjölskyldu hans. Við Hænvíkingar minnumst Hnjótsheimilisins með sérstakri þökk, er óhætt að segja að svo gott hafi verið á milli fjölskyldnanna að aldrei hafi borið skugga á. Hann var hjálparhella og stuðningsmaður í hverju sem á gekk, þó að stundum virtist hann eiga fullt í fangi með sín eigin viðfangsefni. Við hlið hans stóð hans hjartkæra eiginkona, Ragnheiður Magnúsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn látinn, sjálf farin að kröftum og heilsu eftir erf- iðan en farsælan starfsdag. Sem dæmi um lipurð og skjót viðbrögð Egils skal hér tilfærð ein dæmis- aga. Hann starfaði um langt árabil sem flugvallarstjóri við Patreks- fjarðarflugvöll, og eitt sinn þurfti bráðveikur sjúklingur að komast undir læknishendur suður til Reykjavíkur. Flugvél hafði verið pöntuð að sunnan, en vegna illviðris hafði hún orðið að snúa frá flugvell- inum í Sandodda. Flugvallarstjór- inn, Egill, sem var í sjálfu sér ekki aðili að málinu, tók málið að sér og segir: „Við prófum Hörð á Isafirði." Hann lét ekki sitja við orðin tóm, hringdi norður og gaf Herði upp veður, sem ekki var gott. Eftir ótrú- lega skamma stund var Hörður lentur á Patreksfirði, svo að sjúkl- ingurinn fékk sína hjúkrun í tæka tíð. Er þetta lítið dæmi um einurð Egils og hjálpsemi og væri hægt að segja slíkar sögur af honum án enda. Orðs ér gjarna vant þegar miklir atburðir eiga sér stað. Nú höfum við kvatt þennan ótrauða brautryðjanda og trausta sam- ferðamann. Hafi hann heila þökk fyrir alla sína hjálpsemi og allt ann- að sem hann hefur á sig lagt til þess að bæta umhverfi sitt. Samúðar- kveðjur flytjum við Ragnheiði og sonunum sem sjá nú á bak ástríkum eiginmanni og umhyggjusömum föður. Megi huggarinn mikli veita þeim svölun í sorg sinni og gera þeim auðveldara að takast á við tómleikann, sem gjarna fylgir öllum ástvinamissi. Hænvíkingar. Mig langar til að rita hér nokkur kveðjuorð um látinn vin minn Egil Ólafsson, bónda og safnvörð á Hnjóti í Örlyshöfn. Kynni okkar Egils eru orðin löng og hafa verið farsæl alla tíð enda sameiginleg áhugamál efst á baugi þegar fundum okkar bar saman. Fyrst kom ég að Hnjóti 1963 með Lúðvík Kristjánssyni rithöfundi þegar við vorum að vinna að gerð hins mikla ritverks „Islenzkir sjáv- arhættir". Sá fróðleikur og frásagn- arlist sem Egill og faðir hans Ólafur miðluðu okkur var ómetanlegur. Minni Egils var einstakt, og það sem hann mundi um þá fágætu hluti sem eru í safni hans var með ólík- indum. Allar þær ferðir sem við Egill fór- um um nærliggjandi svæði voru ævintýri líkastar því hann þekkti sögu og mannlíf á hverri þúfu. Hinn eldheiti áhugi hans á að safna og halda til haga gömlum munum sem hendur horfinna kynslóða höfðu handfjatlað, var einstakur og ómet- anlegur fyrir þjóðina. Hann var einn af þeim mönnum sem lét engar hindranir, eins og öfund og for- dóma, standa í vegi fyrir sér, þegar hagsmunir safnsins voru annars vegar. Safnið á Hnjóti er í dag orðið eitt af merkustu söfnum landsins og þótt víðar væri leitað. Þarna er að finna hluti sem hvergi eru til annars staðar. Það var ekki alltaf dans á rósum að útvega fjármagn til nauð- synlegra framkvæmda, og skilning- ur ráðamanna oft lítill eða enginn. En Egill var þakklátur fyiir það sem hann fékk, og gat þá séð árang- ur erfiðis síns. Þeir sem hafa áhuga á menningararfi okkar og lífi horf- inna kynslóða, eiga oft undir högg að sækjá, vegna skilningsleysis þeirra sem ráða fjármagninu. Með fráfalli Egils Ólafssonar er horfinn einn af merkustu mönnum okkar á þessari öld og er það einlæg von mín að þjóðin beri gæfu til að sjá um að minjasafn hans verði komandi kynslóðum til góðs og varðveiti minningu mikils manns. Að lokum færi ég og kona mín, ástvinum Egils okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Jónsson listmálari. Kveðja frá Félagi íslenskra safnmanna I Félag íslenskra safnmanna hafa ratað menn af ýmsum toga. Þarna era jafnt sprenglærðir fræðingar sem brennandi áhugamenn úr hér- aði, menn af ólíkum uppruna og á ólíkum aldri. En öllum er þeim sam- eiginlegur óseðjandi áhugi á sögu lands og lýðs, atvinnu- og búshátt- um, menningarminjum, og umfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.