Morgunblaðið - 06.11.1999, Side 29

Morgunblaðið - 06.11.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 29 __________________ERLENT Schröder segir Kína á greiðri leið í WTO Peking. Reuters. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, sagði í gær að Kína væri á greiðri leið með að uppfylla sett skilyrði fyrir aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO, og hvatti til þess að Kínverjar tækju þátt í reglulegu samráði G8- hóps helztu iðnríkja heims. En hann mælti með því að Kín- verjum yrði sýnd biðlund hvað varðar mannréttindamál, og lofaði kínversk stjórnvöld fyrir framfarir á því sviði á allra síðustu árum. Við lok fjögurra daga heimsókn- ar sinnar til Kína tjáði Schröder blaðamönnum að hann væri bjart- sýnn á að Kínastjórn næði fljót- lega samkomulagi við Evrópusam- bandið um WTO-aðild Kína, og að hann vonaðist til að afstaða banda- rískra þingmanna yrði jákvæðari svo að Bandaríkin gæfu einnig samþykki sitt. Rætt um lýðræði og réttarríki Schröder átti í gær viðræður við Jiang Zemin, forseta Kína, en á fimmtudag ræddi hann sérstaklega Morðið á Rabin Grunur um aðild öryggis- varða Jerúsalem. Reuters. SHIMON Peres, fyrryerandi forsætisráðheira ísyaels, hvatti í gær yfírvöld í Israel til að taka að nýju upp rann- sóknina á morði Yitzhaks Ra- bins. Astæðan er sú að fjöl- skylda Rabins hefur að und- anförnu gefið í skyn að örygg- isverðir forsætisráðherrans kunni að hafa átt aðild að morðinu. Rabin var myrtur árið 1995 af andstæðingum friðarsamninga Israela og Pa- lestínumanna. Nýverið sagði dóttir Ra- bins, Dalia Rabin-Pelosoff, í viðtali við tímarit í Israel að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi hegðun öryggisvarða skömmu áður og skömmu eftir að morðið var framið. Huldumaður hrópaði „púðurskot, púðurskot“ í fyrsta lagi sé eftir að skýra hver það var sem hróp- aði „púðurskot, púðurskot" á morðstaðnum eftir að morð- inginn hafði hleypt af. Dalia segir að öryggisverðir hafi sagt móður hennar, á sjúkra- húsinu þangað sem farið var með Rabin, að um æfingu hefði verið að ræða. Ekki hafa fengist skýringar á framferði þeh'ra. Einnig hefur verið bent á að enn hafi ekki fengist skýr- ing á því hvers vegna öryggis- sveitirnar, sem kallast Shin Bet, gátu ekki komið í veg fyrir morðið. Upplýst hefur verið að einum meðlimi þeirra hafi undir fölsku yfirskyni tekist að komast inn fyrir rað- ir öfgahópsins sem stóð að morðinu á Rabin. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir að hafa ekki hindrað morðið á forsætisráðherranum. við Zhu Rongji forsætisráðherra um leiðir til að auka veg lýðræðis og réttarríkis í Kína. „Kína vill læra af reynslu ann- arra landa af lýðræði og réttar- ríki,“ sagði Zhu eftir viðræður leið- toganna. Kínastjórn lýsti sig reiðu- búna að kanna „nýjar leiðir“ til að auka veg lýðræðis og réttarríkis í landinu, eftir því sem Schröder greindi fréttamönnum frá, án þess að skýra það nánar. I fyrradag tjáði Schröder kín- verskum menntamönnum í Sjang- hæ, að „viljinn til [pólitískra] um- bóta verður að vera meiri en hann Reuters Gerhard Schröder kanzlari heilsar Jiang Zemin Kínafor- seta í Peking í gær. hefur verið fram að þessu.“ Al- mennt vísa kínversk stjórnvöld erlendri gagnrýni á hið mið- stýrða valdstjórnarkerfi sem við lýði er í Kína og á mannréttinda- mál í landinu á bug sem afskipti af innanríkismálum. En þau hafa fallizt á að eiga viðræður um mannréttindamál á vinsamlegri nótum við mikilvægustu löndin sem Kína er í stjórnmálasam- bandi við. I fylgd með kanzlaranum er stór þýzk viðskiptasendinefnd. Efnafyr- irtækin Bayer AG og BASF undir- rituðu samninga um viðskipti í Kína sem metnir eru á 5,9 millj- arða marka, um 240 milljarða króna. Þægilegur bæjarjeppi Ekta óbyggðajeppi Sjálfstæð grind, hátt og lágt drif, 5 gíra handskipting eða 4 hraða sjálfskipting, 2.0 1 eða 2.5 1V6 vél. Verð frá 2.179.000 kr. ... og mundu, i þú getur alltaf breytt . ^ Grand Vitara í jöklajeppal ABS-hemlavörn* 1 Aðaljós stlllanleg úr ökumannssæti Álfelgur* 1 Barnalæsingar * Bensfnlúga opnanleg úr ökumannssæti 1 Framdrif tengjanlegt á allt að 100 km hraða 1 Geymsluhólf undir framsætum * Hæðarstillanleg belti með forstrekkjurum 1 Höfuðpúðar á fram- og aftursætum 1 Litaðar rúður ■ Rafdrifin sóllúga* ■ Rafdrifnar rúðuvindur ■ Rafstýrðir útispeglar 1 Samlæsingar á hurðum ' Snúningshraðamælir ' Stafræn klukka ■ Styrktarbitar f hurðum ■ Tveir öryggisloftpúðar ' Tvískipt, fellanlegt aftursætisbak ' Upphituð framsæti 1 Útvarp með segulbandi ■ Vökvastýri ' Þakbogar 1 Þjófavörn > Þrívirk inniljós og kortaljós * Aukabúnaöur $ SUZUKI // SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9. slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 5S5 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sfmi 456 30 95. Keflavik: BG bflakringlan, GróHnni 8, slmi 421 12 00. Setfoss: Bilasala Suðurlands, Hrfsmýrl 5, slmi 482 37 00. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.