Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 77, FOLKI FRETTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir gamanmyndina „Election“ eða Kosningar með Matthew Broderick og Reese Witherspoon í aðalhlutverkum. ÍAJæturgalinn Smiðjuvegi 14, ‘Kppavqgi, sími 587 6080 I kvöld leika hinir frábæru Stefán P. og Pétur Opið frá kl. 22 Það er kosning-askjálfti í nemendum Þegar kjósa skal formann nemendaráðsins. Reese Witherspoon og Matthew Broderick fara með aðalhlutverkin í Kosningum. Kennari ársins í kosningaham Frunisyiiing Jim McAllister (Matthew Broderick) er kennari á fertugsaldri og einn af þeim sem krökkunum líkar. Hann er lágvaxinn, snyrtilegur, góðviljaður nemendum og með góð- an húmor. Tvisvar sinnum hefur hann verið kjörinn kennari ársins. Kollegi hans og vinur, Dave No- votny (Mark Harelik), verður ástf- anginn af Tracy Flick (Reese Wit- herspoon), fyrirmyndarnemanda í skólanum, og þegar upp um sam- bandið kemst er hann rekinn og eiginkonan fær húsið og bílinn. Þegar kjósa skal foi-mann nemendaráðs skólans er Tracy í framboði og þess fullviss að hún muni bera sigur af hólmi eða þar til McAllister ákveður að grípa tii sinna ráða. „Það var ekki vegna þess að hún gerist í menntaskóla sem ég ákvað að gera þessa mynd því ég hef eng- an áhuga á slíkum myndum," er haft eftir leikstjóra gamanmyndar- innar Kosningar, Alexander Payne, sem gerði einnig kvikmyndahand- ritið ásamt Jim Taylor upp úr samnefndri bók Tom Perrottas. „Mér líkaði bókin ákaflega vel og persónur hennar. Það er trega- blandinn tónn í sögunni og persón- urnar eru breyskar.“ Sagan er pólitísk háðsádeila sem Perrottas byggði á tveimur atburð- um sérstaklega; þegar íhaldssamur skólastjóri í Suðurríkjunum ógilti kosningar er í ljós kom að sigur- vegarinn var ólétt, og á forseta- kosningunum í Bandaríkjunum ár- ið 1992. Leikstjórinn Payne gerði áður Borgara Ruth með Laura Dern í aðalhlutverki og var það hans fyrsta mynd. Hann leggur áherslu á raunsæi í myndum sínum og var Kosningar til dæmis tekin í raun- verulegum menntaskóla en ekki í kvikmyndaveri. „Það er svar mitt við öllum fínheitunum í Hollywood- myndunum. Það skiptir ekki máli um hvað myndimar fjalla, hvort sem þær eru með Julia Roberts, A1 Pacino eða Susan Sarandon að deyja úr krabbameini, umhverfið er allt svo glæsilegt, allir tilheyra efri miðstéttinni og búa í stórhýs- um og aka um á rándýrum bflum. Þegar ég gerði Kosningar skoðaði ég aðrar menntaskólamyndir og þær gerðust líka í þessu vandaða og glæsilega Hollywood-umhverfi þar Rocky Horror í Valaskjálf Sungið í búningum úr dekkjaslöngum EgilsstBðum Góð aðsókn hefur verið á sýning- nr á söngleiknum Rocky Horror Show sem nú standa yfir lijá Leik- félagi Menntaskólans á Egilsstöð- um. Sýnt er í Hótel Valaskjálf. Um fimmtíu manns koma að sýning- unni og eru flestir þeirra nemend- ur Menntaskólans á Egilsstöðum. Með helstu aðalhlutverk fara: Þorsteinn Helgi Árbjörnsson en hann leikur Frank N’Further, Helga Jóna Jónasdóttir leikur Janet, Þórður Ingi Guðmundsson fer með hlutverk Brads, Vígþór Sjafnar Zóphaníasson leikur Riff Haff, Þórunn GrétaSigurðardótt- ir leikur Magentu, Ólafur Ágústs- son fer með hlutverk Rockys, Oddný Ólafía Sævarsdóttir leikur Columbiu, Hafþór Snjólfur Helga- son leikur Eddie og Sigurður Borgar Arnaldsson leikur dr. Scott. Sögumaður er Björgvin Gunnarsson. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Nemendur byrjuðu að æfa fyrir sýninguna í septeinber og þau bjuggu til sviðsmyndina sjálf og hönnuðu einnig búningana, en flestir búningar eru gerðir úr dekkjaslöngum. Kórstjóri er Aðal- heiður Borgþórsdóttir og tónlist- arstjóri er Hafþór Snjólfur Helga- son en hann útsetti einnig lögin. Hljómsveitina skipa, auk Hafþórs, Ingimar Guðmundsson, Kári Kol- beinsson, ÓIi Rúnar Jónsson, Ragnar Jónsson og Sindri Freyr Sigurðsson. Sýningar eru í fullum gangi og verða það eitthvað fram eftir nóvembermánuði. Haldnar eru sérstakar skólasýningar fyrir efri bekki grunnskólanna á Aust- urlandi. sem hvergi er rykkorn að finna og sólin skín í gegnum rimlaglugga- tjöld. Það á ekkert skylt við raun- veruleikann." Myndin er tekin í Omaha í Nebr- aska en Payne er alinn þar upp. „Ég býst við að Kosningar sé gerð í Omaha af sömu ástæðu og „Ratca- tcher“ er gerð í Glasgow og Woody Allen tekur myndirnar sínar í New York,“ segir leikstjórinn. „Manni finnst betra að starfa þar sem mað- ur þekkir vel til, þar sem rætur manns liggja.“ Matthew Broderick lék áður nemanda í menntaskóla („Ferris Buellers Day Off‘) en hefur nú elst og þroskast í kennarahlutverkin. Hann hefur verið nokkuð áberandi í Hollywood-myndunum upp á síð- kastið eftir nokkur mögur ár þar á undan, fór með aðalhlutverkið í Godzillu og Tækjalöggunni eða „In- spector Gadget". Athugió — Kántríkvöld sunnudagskvöld 7. nóv. með Viðari Jónssyni. Sófíir 02 sófasett “ / / -f • íurvali Rowe Opiðídagfrá M.10:00 -16:00 2ja sæta 83.315 3ja sœta 90.250 Verð m. stgr. Vlð atydjum vld bakld ó þérl KLAliSTRÍD Veitinm- og skemmtistaburinn Klamtrið Kmpparstig 26 • Sími 552 6022 Opið frá hádegi fram á rauða nótt. Nýr matseðill Af því tilefni leika Dos Paraguayos frá 22.30-24.00. Veitingar verða í boði Við klaustursins d'önsum á sama tíma. til morguns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.