Morgunblaðið - 06.11.1999, Page 58

Morgunblaðið - 06.11.1999, Page 58
>58 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skátafélagið Skjöldungar 30 ára HINN 5. október árið 1969 stofn- uðu skátar í Voga- og Heimahverfi nýtt skátafélag. Það er athyglisvert að af stofnendum félagsins sem voni tæplega þrjú hundruð talsins voru einungis fimmtán fjárráða. Mun meðalaldur skátanna hafa ver- ið um 13 ár. Má með sanni segja að ungt fólk með bjartsýnina eina í > veganesti hafi leitt skátafélagið fyrstu skrefin. Ekki má líta svo á að félagið hafi hafið störf upp úr þurru. Tæpum 15 árum fyrr höfðu vaskir strákar á allir á fimmtánda ári feng- ið í lið við sig framtakssaman skáta- foringja, Hafstein Eyjólfsson, nú rafvirkjameistara í Keflavík, og stofnuðu skátasveitina Skjöldunga í Skátafélagi Reykjavíkur. Eru margir þeirra þjóðkunnir menn þótt hér sé einungis minnst á þá Jón Há- kon Magnússon og dr. Eystein Sig- urðsson. Þótt sveitin hafi verið fá- menn í iyrstu óx hún og dafnaði og varð árið 1958 fullgild deild í Skáta- félagi Reykjavíkur. Á árunum 1958- 1969 efldist skátastarfið í Reykjavík ■% mjög, ekki síst með tilkomu skipu- lagðrar foringjamenntunar og voru skátaforingjar Skjöldunga duglegir við að afla sér allrar fáanlegrar for- ingjamenntunar. Sérstaklega ber að minnast tveggja látinna félaga, sem áttu mestan og traustastan þátt í starfi Skjöldunga á þessum árum, þeirra Óla Kristinssonar og Hákon- ar J. Hafliðasonar, en báðir lögðu þeir grunn að öflugu skátafélagi með því að ala upp öflugan hóp skátaforingja. Þegar það var svo __ .ákveðið árið 1969 að leggja niður '";>Skátafélag Reykjavíkur og Kven- skátafélag Reykjavíkur og stofna í þeirra stað hverfisfélög byggðu hin nýju skátafélög á traustum grunni. Stofnfundur Skjöldunga fór fram í húsi Vogaskóla og var fundarstað- ur troðfullur. Voru þar saman komnir skátar, foreldrar þeirra og gestir. Fyrir atbeina Helga Þor- lákssonar skólastjóra, sem ávallt hefur haft skilning og áhuga á upp- eldisgildi skátastarfsins, fékk skáta- félagið inni i kjallara skólans. Helgi Þorláksson varð frá upphafi sér- stakur vemdari félagsins og tals- maður. Fyrsti félagsforingi Skjöld- unga var Björgvin Magnússon skólastjóri, sem jafnframt var skól- 'Kstjóri Giíwell-skólans, alþjóðlegs foringjaskóla skáta. Nutu hinir ungu skátaforingjar góðs af leið- sögn þessara reyndu skólamanna. Stofnun félagsins vakti talsverða athygli og var mjög til stofnfundar- ins vandað. Þar talaði Jónas B. Jónsson skátahöfðingi, Þór Sand- holt formaður Skátasambands Reykjavíkur auk félagsforingja en skátar fluttu annál Skjöldunga und- ir leikstjórn Gríms Þ. Valdimars- sonar. Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra flutti kveðjur og ár- naðaróskir ríkisstjórnarinnar og gat sérstaklega um gagnsemi skáta- hreyfingarinnar, sem hann sagðist SLIM-LINE dömubuxur frá . gardeur Qhmtv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Skátastarf Alla tíð hafa Skjöldung- ar átt á að skipa dug- miklum skátaforingjum, segir Matthías Guð- mundur Pétursson, sem lagt hafa ómældan tíma og alúð í félagsstarfíð. þekkja vel af starfi sínu í skátafé- lagi. Þó að sæmilega virtist tryggt með húsnæði félagsins í fyrstu reyndist það ekki vera svo og má segja að fyrstu tíu starfsárin hafi einkennst af húsnæðishraki og vandræðum sem því tengdist. Samt var skátastarfið rekið af áhuga og krafti og allir gerðu sitt til þess að kraftur væri í Skjöldungum er þeir gætu hafið störf í nýju glæsilegu fé- lagsheimili árið 1979. Á áttunda áratugnum hafði skátafélagið afnot af tveimur úti- leguskálum í nágrenni Reykjavíkur, öðrum við Elliðavatn en hinum við Lögberg. Er ekki vafi að þetta varð til þess að efla útilegustarf skáta- flokka og skátasveita, sem mynduðu fyrir bragðið sterkari félagsheildir en ella. Eiga margir gamlir Skjöld- ungar góðar minningar úr Dalakof- anum og Núpstúni. Síðar eignaðist félagið útileguskála á Hellisheiði, Kút og stórglæsilega útilífsmiðstöð við Hafravatn sem nefnd er Hleiðra, sem var aðsetur Skjöldunga hinna fornu. Er vert í þessu sambandi að minnast eins ötulasta skátaforingja Skjöldunga, Helga Eiríkssonar, sem nú er látinn, en hann var öflug- ur skálasmiður og stóð fyrir margs konar útilífsævintýrum fyrir skátafélagið. Ef nefna á sérkenni skátastarfs í Skátafélaginu Skjöldungum má einkum nefna áherslu á grundvall- areiningu skátahreyfingarinnar, skátaflokkinn. Hafa skátaflokkarnir með tímanum eignast langa og skemmtilega sögu, sem segir margt af hugmyndaheimi og uppátækjum krakka í höfuð- borginni á liðnum áratugum. Áherslan á starfið í skátaflokknum birtist meðal annars í þeirri ný- breytni sem Skjöldungar brydduðu uppá með því að halda skátamót ætlað starfandi skátaflokkum. Hafa skátamót þessi, sem heita í höfuðið á elstu skátasveit félagsins, Mjnka- sveit, verið afar vel heppnuð. Þar hafa skátamir þurft að sýna í verki kunnáttu í skátalistum þeim, sem æfðar voru á skátafundum. Skátarnir í félaginu hafa verið duglegir að sækja skátamót og hafa fjölmennt á Landsmót skáta, þar sem þeir hafa staðið sig með prýði T»(i HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun og unnið til margra verðlauna og viðurkenninga. Ur skátafélaginu Skjöldungum hafa margir af þeim sem eru í framlínu hreyfingarinnar komið og má þar m.a. nefna Olaf S. Ásgeirsson skátahöfðingja. Skjöldungar hafa einnig frá upp- hafi verið tengdir sterkum böndum skátamiðstöðinni að Ulfljótsvatni og hafa margar frægar félagsútileg- ur verið haldnar þar. Ófáir Skjöldungar eiga góðar minningar úr litlu kirkjunni að Úlf- ljótsvatni þar sem þeir unnu skáta- heitið á sínum tíma. Alla tíð hafa Skjöldungar átt á að skipa dugmiklum skátaforingjum, sem lagt hafa ómældan tíma og alúð í félagsstarfið. Á afmælishátíð 7. nóvember gefst öllum Skjöldung- um eldri og yngri kostur á að hitta þá og rifja upp gamlar minningar og hvetja unga skáta í starfi. Sérstak- Skátafélagið Skjöldungar félagsforinginn Matthías Guðmundur Pétursson, höfundur greinarinnar, er í öftustu röð til hægri. lega ber að nefna þau heiðurshjón Unni Sch. Thorsteinsson og Sig- mund Guðmundsson félagsforingja tO margra ára, sem hafa verið stoð og stytta félagsstarfsins frá upp- hafi, hvernig sem vindar hafa blásið. Á engan er hallað þó að sérstaklega sé tO þeirra hugsað á afmælishátíð Skjöldunga. Skátafélagið Skjöldungar hvetur alla Skjöldunga og vandamenn þeirra til að fjölmenna í Langholts- kirkju kl. 15.00 sunnudaginn 7. nóv- ember til þess að gera sér glaðan dag og hitta Skjöldunga í starfi. Höfundur er félagsforingi Skjöld- unga. Hraðlest upp á topp eða hanga á rörinu á leið 4!! 56-1-HERB 5 ISLEIVSKT MAL ÓSKÖP er gaman að fá bréf sem eru góð á allan hátt. Og enn segi ég: þátturinn er ekki dóm- stóll, heldur vettvangur um- ræðu og skoðanaskipta. En ég er fjarska þakklátur Þórði Erni Sigurðssyni fyrir það sem hér fer á eftir: „Heill og sæll, Gísli. Lengi hef ég ætlað að skrifa þér en læt tilefnið bíða enn um sinn þar sem ég fæ nú ekki orða bundist út af öðru. Eg hef nefni- lega athugasemdir að gera við atriði í bréfum tveggja heiðurs- manna og birtust með stuttu millibili alveg nýlega í laugar- dagspistlum þínum mjöglesn- um að verðleikum. I fyrrbirta bréfinu er vikið að íslenskun nafna á stöðum er- lendis og þjóðhöfðingjum og talið til fordildar að iðka slíkt. Reyndar hygg ég að bréfritar- inn hafi einkum viljað vara við tilgerð og smekkleysu í þessum efnum, en það varð alls ekki ljóst af dæmum sem hann til- tók. Því má Jóhann Karl Spán- arkóngur ekki heita svo á Isl- andi? Er honum eitthvað vandara um en Louis Quatorze eða þá Carolus Magnus (Char- lemagne)? Tölum við um James the Second, son Charles the First? Um staðaheiti gegnir, hygg ég, svipuðu máli. Fjöldi þeirra hefur átt sér íslenska mynd ævalengi, önnur skemur. Ekki veit ég til þess að nýlega hafi orðið samkomulag um að hætta að finna erlendum stöðum ís- lenskt nafn ef beint liggur við. Eigum við kannski að kalla Mexíkóborg Ciudad México? (Eða kannski bara Mexieo City eins og margir reyndar gera?) Og úr því að maðurinn tiltók Bergen sem heppilegt íslenskt nafn, ættum við þá að hætta að tala um Kaupmannahöfn? Og eigum við að tala um Egil í York? Maðurinn vill hafa Lond- on og ekkert annað. Og engan andskotans Kænugarð og þá ekki Miklagarð við Sæviðar- sund, væntanlega. Þarna er auðvitað einnig um stílfræðilegt atriði að ræða. Mér hefði til dæmis þótt ágætlega viðeigandi í frétt _um uppákomu sem nokkrir Islendingar lentu í ný- lega, þegar verið var að hand- sama óbótamann, að tiltaka að Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1030. þáttur atburðurinn átti sér stað í Þusl- araþorpi. Hins vegar kann að vera rétt að láta nöfn erlendra skálda og listamanna að mestu óáreitt. Bæði Frakkar og Spánverjar gera þó það sem þeim sýnist við slík nöfn. Þannig vita Spánverj- ar að á Endurreisnartíma var uppi á_ Italíu snillingurinn Miguel Ángel, og í bókabúðum á Spáni fást þýddar skáldsögur eftir Carlos Dickens. Við tölum ævinlega um Hóras og Virgil og sá þýski Hænir var Fjölnis- mönnum hugstæður. Og þýddi ekki síra Jón Þorláksson Til- raun um manninn eftir Alexan- der Pópa og samin var í fjórum bréfum til .Jóns lávarðar Bol- ingbroks? I seinni tíð virðast menn feimnari orðnir við þessa útlensku dýrðarmenn. I hinu bréfinu er með réttu (og þó vonum seinna!) leiðrétt- ur misskilningur margi-a um vonarpening en þó þannig að vonarpeningur er sagður bú- peningur á vonarvöl (letur- breyting mín). Þegar gaus í Vatnajökli um árið gat frétta- stofa RUV „mökks“ sem sæist langt að. Undirritaður gat ekki stillt sig um að spyrjast fyrir um þetta. Þegar þar kom talinu að líklega beygðist umrætt orð svipað og „köttur“ kvað við- mælandi minn uppúr með að enginn skyldi fá sig til að fara með orðmyndina makkar á al- mannafæri. Nú kunna allir að beygja fjálglega nafn fyrirtæk- isins sem boraði og rekur göng- in sælu. En úr því að annar eins beygingargarpur og þú, Gísli, ert bréfinu „í öllum greinum sammála“ þá verður að vissu sá langvinni grunur minn að leyni- sátt útvalinna hafi tekist um að hætta að beygja sum orð nema þá í mesta hófí (eða hvað?). Eða er kannski með einhverju móti hægt að hengja sig í að betli- stafurinn sé þarna í þolfalli? En nú ætla ég úr einu í annað. Við höfum báðir áhyggjur af miðmyndinni, þessu mikla stolti tungunnar. Engu er líkara en fólk forðist þessa grein sagn- beygingarinnar eins og heitan eldinn. Oftar en einu sinni hefur þú átalið í íslenskuþáttunum þá áráttu manna að segja að hlutir eins og sögur, leikrit og stefnur flokka byggi á þessu eða hinu, og hafðu sæll gert. Hefurðu tekið eftir því að í seinni tíð eru bátar, skip og flugvélar hætt að hallast? Þau halla (líklega undir flatt), sbr. meðf. ljósrit úr Mbl. Tekið skal fram að dæmið er eitt af mjög mörgum svipuðum að undanförnu úr blöðum og öðrum fjölmiðlum. Mál að hætta að sinni, og vertu margblessaður.“ „Sjónarvottar sögðu að vélin hefði hallað mikið eftir lending- una og ninnið svo til á grasflöt.“ (Mbl. 16. sept. 1999.) ★ Áslákur austan kvað: Mælti Sigurður bóndi á Gömlu-Grund: Eg get ekki lifað þá sorgarstund, þegar Gró tekur völdin af Guðjóni á kvöldin eins og rófan sé farin að hrista hund. ★ Snepill var látinn í póstkassa ekki fyrir löngu. Yfirskrift var „Ái'angurssögur", en höfundur enginn. Tvær fyrstu málsgrein- arnar voru svo: „Soffía missti 13 kg. (svo) á 7 vikum. Erna missti 24 kg. (svo) á 16 vikum.“ Ekki var þess getið, hvað þær hefðu misst. Vonandi ekki blý- lóð ofan á tærnar á sér. Með velvild má ætla að þær Soffía og Erna hafi lést um þann þunga sem á sneplinum greindi eða lagt af sem því nemur. Á ensku merkir to lose weight að léttast eða leggja af. Þátíðin er lost. Að öllum líkind- um er „missti“ = léttist, lagði af, hrá þýðing úr ensku. Á sneplinum mátti skilja að það hefði verið Soffíu og Ernu til góðs að „missa kílóin“. En þá er þess að gæta að sögnin að missa er einkum höfð um slysni og tjón, og nafnorðið missir um það sem snertir menn sárast, svo sem ástvinamissir. I Fjölni var Jónasar Hall- grímssonar minnst m.a. svo: Nú hlustum vér og hlusta munum löng um, en heyrum ei - því drottinn vizkuhár vill ekki skapa skáldin handa öngum; nú skiljum vér, hvað missirinn er sár; í allra dísa óvild nú vér göngum. Þeir sem afbaka íslenskt mál, munu ekki ganga í vild góðra dísa, og hvetur umsjónarmaður fæðubótarfólk til þess að leggja rækt við móðui-málið ekki síður en líkamann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.